Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 45 Megi góður Guð styrkja ykkur. Foreldrum Ívars og systur send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð geymi minningu um góðan dreng og félaga. Jóhanna, Yngvinn, María og Helga Sigríður. Þó ennþá blöktu í stjökunum örfá kertaljós, var alstaðar í húsinu döpur rökkurmóða. Á miðju stofugólfi lá föl og fannhvít rós, sem fallið hafði af kistu drengsins góða. Ég laut þar yfir rósina, svo enginn annar sá, að öllum sóttu lífsins þungu gátur. Svo kyrrt var þarna inni, að klukkan hætti að slá, en klökkvans þögn er innibyrgður grátur. Í silfurvasa lét ég mína sumarbjörtu rós, en samt var henni þrotið líf og styrkur. Svo brunnu þau að stjökunum hin bleiku kertaljós, og blómið hvarf mér – inn í þögn og myrkur. (Davíð Stefánsson.) Í dag kveðjum við góðan vin okkar Ívar Birgisson. Við vorum harmi slegin við fregnina af andláti hans. Síst áttum við von á slíkum fréttum þar sem hann var hraustur og fullur lífsorku. Við kynntumst honum á unglings- árunum innan vébanda skátahreyf- ingarinnar. Þar myndaðist náin vin- átta, sem haldist hefur síðan. Alla daga hittumst við, spiluðum, fórum í bíó, rúntuðum, héngum á setustof- unni eða vorum í útilegum. Seinna urðu Klúbburinn og Sigtún fastir liðir í tilverunni. Ógleymanleg er ferðin okkar þegar hópurinn lagði land und- ir fót í vikufrí norður í land. Allar þessar minningar verða enn dýrmæt- ari á svona stundum og hafa öðlast dýpri merkingu nú er við kveðjum einn úr okkar hópi svo langt um aldur fram. Ívar var mörgum kostum bú- inn. Allt sem hann tók sér fyrir hend- ur, vann hann af natni og samvisku- semi og um það bera verk hans fagurt vitni. Eftir því sem árin liðu stækkaði hópurinn með tilkomu maka og barna. Þegar við hittum Sissu fyrst sáum við strax að þar hafði Ívar fund- ið traustan lífsförunaut, félaga og vin. Gaman var að sjá hversu vel hann naut sín í hlutverki fjölskylduföður með Sissu sér við hlið. Það kom vel í ljós þegar fjölskyldurnar hittust á góðum stundum. Elsku Sissa, Vala Fanney og Atli Steinn megi Guð og allar góðar vættir vernda ykkur og styrkja. Við sendum ykkur og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Orð eru lítils megnug, en þið vitið hug okkar. Vinahópurinn. Kæri vinur og nágranni. Fréttin um fráhvarf þitt kom eins og þruma yfir okkur þennan morgun. Við vorum lengi að ná áttum. Þú þessi eðalmaður, sem við kynntumst fyrst fyrir rúmum tveim- ur árum. Okkur finnst við hafa þekkt þig miklu lengur og að samneyti okkar hafi staðið allt of skammt. Það verður mikill söknuður að sjá þig ekki, ýmist á ferðinni með fjöl- skylduna eða handan girðingarinnar á blettinum ykkar eins og áður var, spjallandi við okkur – nánast daglega um heima og geima. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og hafa átt með þér glað- legar stundir. Þú varst mikill maður – sannur fjölskyldufaðir og einstakur ná- granni. Þín verður sárt saknað. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir ? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Elsku Sissa, Vala Fanney og Atli Steinn. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Guð blessi minningu Ívars Birgis- sonar. Stefán, Margrét og börn, Mosarima 12. Ívar Birgisson hóf störf hjá ISAL vorið 1998. Frá fyrsta vinnudegi hans var ljóst að þar fór vandaður og góður maður. Persónueinkenni Ívars urðu mönnum enn ljósari eftir því sem tím- inn leið. Hann var glaðlyndur, já- kvæður og kurteis maður sem hafði áunnið sér mikla virðingu samstarfs- manna sinna og stjórnenda er hann féll skyndilega frá að morgni 9. maí sl. Það er mikil eftirsjá að Ívari, dug- legum, traustum og færum sam- starfsmanni og vini. Fyrir hönd starfsmanna ISAL sendi ég fjöl- skyldu Ívars Birgissonar hugheilar samúðarkveðjur. Einar Guðmundsson, starfandi forstjóri ISAL. Hann horfði beint í augun á hverj- um manni, heilsaði hlýlega þegar hann kynnti sig. Það tekur oft nokk- urn tíma fyrir fólk að aðlagast nýjum aðstæðum, en fyrir Ívar var þetta ein- hvern veginn svo einfalt. Hann var hreinn og beinn og alltaf í góðu jafn- vægi. Heiðarlegur, réttsýnn, sann- gjarn og einlægur. Í raun alveg ein- stakur maður. Í vinnu sýndi hann mikla ábyrgð og tók öryggismál af mikilli festu. Hann var valinn í slökkvilið fyrirtækisins og stóð sig vel eins og við mátti búast. Í okkar hópi var gantast með að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur því Ívar myndi bjarga okkur ef við lentum í háska. Í vakthópi er mikilvægt að sam- skipti séu góð milli vinnufélaga. Hjá okkur hefur andinn verið góður og Ív- ar skipaði þar traustan sess. Ávallt viðbúinn og alltaf hægt að treysta því að það sem hann tók að sér fyrir hóp- inn yrði til lykta leitt. Hann var óvenju vel skipulagður og var sann- færður um hvernig átti að forgangs- raða í lífinu. Fjölskyldan var í fyr- irrúmi. Sólveig og börnin Vala Fanney og Atli Steinn voru hans lífs- fylling. Hann var hamingjusamur. Við vissum það, hann sagði okkur það sjálfur. Ívar var ákveðinn í að vinna með okkur áfram og stefndi á nám við Stóriðjuskólann. Hann var okkar maður. Fráfall Ívars er algert reið- arslag fyrir okkur. Hópurinn er vængbrotinn. Hvert sem litið er koma fram minningar um þennan ljúfa dreng og við verðum að sætta okkur við að hann verður ekki með okkur framar. Vinnufélagarnir reyna að styðja hver annan. Þetta eru erf- iðir dagar. Sárast af öllu er þó að hugsa til fjölskyldu Ívars. Sólveig, Vala Fanney, Atli Steinn og fjölskyld- an öll, þið eigið okkar dýpstu samúð. Vinnufélagar, vakt 5 í Kerskálum Ísal.                -. / 0/1 * "$ +"2)$           !" # !$%% 3 )$ " "+) '  ) +#"" " 04) ") '    1 + " &"  ") ) " 1" &)/+  '  04)) & ") '  #')*  ) "   )  )'  1' "% 5 %  "+   ) ++&!2 &' '+*,      #  &     &     5 6 (7 38.  9(88 )$  &+":;   $ '  ()#  *      !+ # ,       #   &    -'      & *    ./()# *   *   $)" '  0                /< 8-5 '  11    ()#     1    !2 #  = *&+ &  '    14 *&+ 1 + &  &"" /+-"" *&+  = ))+$ " "+) +1 + " '+*  *, 3                       #      &        8  1 < *  / +&" -)2)$ -'            &   0 / ()# & *   4#    1        5 1   ,  "'+,)) 6   &    &        1 #< (88 3&2')   *      1       !" # !+%% 3          1  3 1    "+ #  '  +"    ' )" "+ ) " "+ '  1 +>) "   5 )'   ) '  "+$3 )" "  ) "   ) '  / ) '  5  &"+! " 2")) "  ),) "    '  ) # $ ) "    *  *, '+*  *  *,             &    .  1/  - )" + & "2)$?; 4"       -  &     !" # !$%% ) $ + " .  '  1 $  " " 2 ))5, '  ) &"+ + ! "  "$) '   04) $) " #"4 $) ' '+*  *, 3      &              1&  11 1/ - 6 # 8!/  ) )" : #@ '+" 1 +>A&)  #"4  '  &4  *&'   -&#"4 '   =( #"4 "   +" '  # 2&" & A&)  &" +$ A&)  '+ "                /  0B8.  /+ " 5&" )               !" # !$%% "+$ &" "  ))/+&"'  5,+-" " &*'+/+&""  /+&"'  ! #"$ ' )" #"$ /+&""  )"C '  /+&/+&"" ++&-" *'+ '   /+&"'   -""" &" /+&"'  /$ "+ " '+*  *,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.