Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Tillaga um breytingu á aðalskipulagi, íbúðarsvæði við Lindarsíðu Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018 skv. 1. mgr. 21. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. Breytingin varðar reit sem afmarkast af Hlíðarbraut, Austursíðu og Bugðusíðu, sem skilgreindur er í gildandi aðalskipulagi sem miðsvæði, og felst í því að austurhluti hans verði ætlaður undir íbúðir, en landnotkunarskilgreining vesturhlutans (lóðar Bjargs) breytist í stofnanasvæði, án þess þó að þar sé áformuð breytt starfsemi. Tillöguuppdráttur sem sýnir breytinguna mun liggja frammi al- menningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 29. júní 2001, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 föstudaginn 29. júní 2001 og skal athugasemdum skilað til um- hverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær auglýsir: Tillaga að deiliskipulagi, íþróttasvæði Þórs Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að deiliskipu- lagi íþróttasvæðis Þórs við Skarðshlíð skv. 25. grein skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. Á tillögunni er m.a. sýndur byggingarreitur fyrir knattspyrnu- hús, 90x120 m, nyrst á svæðinu, auk tveggja nýrra grasvalla þar sem nú er malarvöllur. Tillöguuppdráttur og greinargerð munu liggja frammi al- menningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geisla- götu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýs- ingar, þ.e. til föstudagsins 29. júní 2001, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athuga- semdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 föstudaginn 29. júní 2001 og skal athugasemdum skil- að til umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær auglýsir: Á AÐALFUNDI Akureyrardeildar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem haldinn var fyrr í vik- unni, var samþykkt að bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári. Valgerður Jónsdóttir, formaður Kjördæmisráðs Norðurlands eystra, sagði að á fundinum hefði einungis verið samþykkt að bjóða fram og færi ferli sem því væri samfara í gang nú á næstunni. Nýrri stjórn Akureyrar- deildar hefði verið falið að vinna að málinu. „Á fundinum var ekki ákveðið með hvaða hætti framboðið yrði, hvort Vinstri grænir fara í samstarf við aðra um framboð á eftir að koma í ljós. Við fundum hins vegar fyrir því á fundinum að áhugi fyrir samstarfi við aðra flokka var ekki mjög mikill, en á þessu stigi er ekki búið að útiloka neitt.“ Valgerður sagði margt spila inn í hvernig mál skipuðust, m.a. því fólki sem vildi vinna með framboðinu og hverjir hugsanlega skipuðu fram- varðasveit þess. Fyrir sveitarstjórnarkosningar ár- ið 1998 bauð Akureyrarlistinn fram, en að honum stóðu Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Kvennalisti. Akur- eyrarlistinn fékk 22,8% atkvæða og tvo menn kjörna í bæjarstjórn, Ásgeir Magnússon sem kom frá Alþýðu- bandalagi og Oktavíu Jóhannesdótt- ur, Alþýðuflokki. Í þriðja sætinu var Þröstur Ásmundsson, Alþýðubanda- lagi, og Sigrún Stefánsdóttir, Kvennalista, skipaði fjórða sætið. Ak- ureyrarlistinn hefur á þessu kjör- tímabili verið í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki. Valgerður sagði Akureyrarlistann hafa orðið til á undan Vinstri grænum og vissulega væri innan hans fólk sem fylgdi VG að málum nú. Hún sagði fráleitt að setja stimpil Samfylking- arinnar á Akureyrarlistann eins og samfylkingarfólk hefði því miður til- hneigingu til að gera. „Samfylkingin hefur nokkra tilhneigingu til að slá eign sinni á þessa sameiginlegu lista sem buðu fram við síðustu sveitar- stjórnarkosningar víða um land,“ sagði hún. Valgerður sagði að á síðasta lands- fundi VG hefði verið samþykkt að bjóða fram sem víðast um landið. Hún sagði hins vegar erfitt að átta sig á stöðunni í Reykjavík, en þar væri uppi nokkuð flókin staða. Margt fólk, sem stutt hefði Reykjavíkurlistann síðast, væri innan vébanda VG. Hún sagði að vissulega yrði það slæmt fyr- ir Reykjavíkurlistann ef Vinstri grænir yrðu ekki með í sameiginleg- um lista þar, en tók fram að hún vissi ekki til að búið væri að ákveða neitt í þeim efnum enn. Skynsamlegra að bjóða fram saman Ásgeir Magnússon, oddviti Akur- eyrarlistans, sagði að menn væru að- eins byrjaðir að velta fyrir sér næstu sveitarstjórnarkosningum, en engar ákvarðanir verið teknar í þeim efnum. „Það á alveg eftir að afgreiða þessi mál,“ sagði hann. Ásgeir sagðist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um ákvörðun Vinstri grænna um framboðsmál á Akureyri. „Ég veit ekki hvort þeir ætla að fara fram einir sér eða í samstarfi með öðrum. Ég skil þetta þannig að svo gæti allt eins orðið,“ sagði Ásgeir. Hann sagðist ekki fara dult með þá skoðun sína að skynsamlegra væri að bjóða fram í sameiningu heldur en hvor í sínu lagi. Það væri þó alveg ljóst að ekki yrði boðið fram með sömu formerkjum og síðast þegar Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Kvennalisti buðu fram sameiginlega undir merkjum Akur- eyrarlistans. „Það er ljóst að þessir flokkar eru ekki á þeim buxunum að bjóða fram saman á nýjan leik. Í millitíðinni hafa orðið til nýir stjórnmálaflokkar þann- ig að staðan er önnur en hún var fyrir þremur árum,“ sagði Ásgeir og vildi sem minnst tala um með hvaða stjórnmálaafli hann myndi vinna fyrir næstu kosningar, en áréttaði þá skoð- un sína að farsælla væri að bjóða fram sameiginlegan lista. Ekki ákveðið hvort VG býður fram undir eigin nafni eða með öðrum á Akureyri Akureyrarlisti býður ekki fram undir sömu formerkjum Oddviti Akureyrarlist- ans segir að í bæjar- stjórnarkosningum vor- ið 2002 muni listinn ekki bjóða fram undir sömu formerkjum og 1998. Þá stóðu að listanum þrír flokkar, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti. TOGARAR Ólafsfirðinga, sem og annarra landsmanna, héldu úr höfn á miðvikudag eftir lagasetn- ingu á Alþingi. Það hefur farið minna fyrir þeirri staðreynd að verkfall sjómanna stóð svo lengi að sumir fuglar náðu að fjölga sér! Og geri aðrir betur! Þegar Ingvi Ósk- arsson, vélstjóri á Mánabergi ÓF 43, kom um borð í togarann á mið- vikudagsmorgun, fann hann hvorki fleiri né færri en fimm hreiður. Þau voru flest á vitavonlausum stöðum fyrir aumingja fuglana og því þurfti að henda þeim, enda lifa þessir fuglar ekki úti á rúmsjó. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Ingvi bendir á einn staðinn þar sem hann fann hreiður niðri á dekki, en hann er þegar búinn að færa hreiðrið úr stað. Fundu fimm hreiður í Mánabergi Ólafsfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.