Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI
18 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
Tillaga um breytingu á aðalskipulagi,
íbúðarsvæði við Lindarsíðu
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að breytingu á
Aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018 skv. 1. mgr. 21. greinar
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.
Breytingin varðar reit sem afmarkast af Hlíðarbraut, Austursíðu
og Bugðusíðu, sem skilgreindur er í gildandi aðalskipulagi sem
miðsvæði, og felst í því að austurhluti hans verði ætlaður undir
íbúðir, en landnotkunarskilgreining vesturhlutans (lóðar Bjargs)
breytist í stofnanasvæði, án þess þó að þar sé áformuð breytt
starfsemi.
Tillöguuppdráttur sem sýnir breytinguna mun liggja frammi al-
menningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu
9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e.
til föstudagsins 29. júní 2001, svo að þeir sem þess óska geti
kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er
einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00
föstudaginn 29. júní 2001 og skal athugasemdum skilað til um-
hverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá
sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests
telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Akureyrarbæjar.
Akureyrarbær auglýsir:
Tillaga að deiliskipulagi,
íþróttasvæði Þórs
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að deiliskipu-
lagi íþróttasvæðis Þórs við Skarðshlíð skv. 25. grein skipu-
lags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.
Á tillögunni er m.a. sýndur byggingarreitur fyrir knattspyrnu-
hús, 90x120 m, nyrst á svæðinu, auk tveggja nýrra grasvalla
þar sem nú er malarvöllur.
Tillöguuppdráttur og greinargerð munu liggja frammi al-
menningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geisla-
götu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýs-
ingar, þ.e. til föstudagsins 29. júní 2001, svo að þeir sem
þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athuga-
semdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar:
http://www.akureyri.is/
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl.
16.00 föstudaginn 29. júní 2001 og skal athugasemdum skil-
að til umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan
þessa frests telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Akureyrarbæjar.
Akureyrarbær auglýsir:
Á AÐALFUNDI Akureyrardeildar
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sem haldinn var fyrr í vik-
unni, var samþykkt að bjóða fram
lista til sveitarstjórnarkosninganna á
næsta ári.
Valgerður Jónsdóttir, formaður
Kjördæmisráðs Norðurlands eystra,
sagði að á fundinum hefði einungis
verið samþykkt að bjóða fram og færi
ferli sem því væri samfara í gang nú á
næstunni. Nýrri stjórn Akureyrar-
deildar hefði verið falið að vinna að
málinu.
„Á fundinum var ekki ákveðið með
hvaða hætti framboðið yrði, hvort
Vinstri grænir fara í samstarf við
aðra um framboð á eftir að koma í
ljós. Við fundum hins vegar fyrir því á
fundinum að áhugi fyrir samstarfi við
aðra flokka var ekki mjög mikill, en á
þessu stigi er ekki búið að útiloka
neitt.“
Valgerður sagði margt spila inn í
hvernig mál skipuðust, m.a. því fólki
sem vildi vinna með framboðinu og
hverjir hugsanlega skipuðu fram-
varðasveit þess.
Fyrir sveitarstjórnarkosningar ár-
ið 1998 bauð Akureyrarlistinn fram,
en að honum stóðu Alþýðuflokkur, Al-
þýðubandalag og Kvennalisti. Akur-
eyrarlistinn fékk 22,8% atkvæða og
tvo menn kjörna í bæjarstjórn, Ásgeir
Magnússon sem kom frá Alþýðu-
bandalagi og Oktavíu Jóhannesdótt-
ur, Alþýðuflokki. Í þriðja sætinu var
Þröstur Ásmundsson, Alþýðubanda-
lagi, og Sigrún Stefánsdóttir,
Kvennalista, skipaði fjórða sætið. Ak-
ureyrarlistinn hefur á þessu kjör-
tímabili verið í meirihlutasamstarfi
með Sjálfstæðisflokki.
Valgerður sagði Akureyrarlistann
hafa orðið til á undan Vinstri grænum
og vissulega væri innan hans fólk sem
fylgdi VG að málum nú. Hún sagði
fráleitt að setja stimpil Samfylking-
arinnar á Akureyrarlistann eins og
samfylkingarfólk hefði því miður til-
hneigingu til að gera. „Samfylkingin
hefur nokkra tilhneigingu til að slá
eign sinni á þessa sameiginlegu lista
sem buðu fram við síðustu sveitar-
stjórnarkosningar víða um land,“
sagði hún.
Valgerður sagði að á síðasta lands-
fundi VG hefði verið samþykkt að
bjóða fram sem víðast um landið. Hún
sagði hins vegar erfitt að átta sig á
stöðunni í Reykjavík, en þar væri
uppi nokkuð flókin staða. Margt fólk,
sem stutt hefði Reykjavíkurlistann
síðast, væri innan vébanda VG. Hún
sagði að vissulega yrði það slæmt fyr-
ir Reykjavíkurlistann ef Vinstri
grænir yrðu ekki með í sameiginleg-
um lista þar, en tók fram að hún vissi
ekki til að búið væri að ákveða neitt í
þeim efnum enn.
Skynsamlegra að
bjóða fram saman
Ásgeir Magnússon, oddviti Akur-
eyrarlistans, sagði að menn væru að-
eins byrjaðir að velta fyrir sér næstu
sveitarstjórnarkosningum, en engar
ákvarðanir verið teknar í þeim efnum.
„Það á alveg eftir að afgreiða þessi
mál,“ sagði hann.
Ásgeir sagðist ekki hafa nákvæmar
upplýsingar um ákvörðun Vinstri
grænna um framboðsmál á Akureyri.
„Ég veit ekki hvort þeir ætla að fara
fram einir sér eða í samstarfi með
öðrum. Ég skil þetta þannig að svo
gæti allt eins orðið,“ sagði Ásgeir.
Hann sagðist ekki fara dult með þá
skoðun sína að skynsamlegra væri að
bjóða fram í sameiningu heldur en
hvor í sínu lagi.
Það væri þó alveg ljóst að ekki yrði
boðið fram með sömu formerkjum og
síðast þegar Alþýðuflokkur, Alþýðu-
bandalag og Kvennalisti buðu fram
sameiginlega undir merkjum Akur-
eyrarlistans.
„Það er ljóst að þessir flokkar eru
ekki á þeim buxunum að bjóða fram
saman á nýjan leik. Í millitíðinni hafa
orðið til nýir stjórnmálaflokkar þann-
ig að staðan er önnur en hún var fyrir
þremur árum,“ sagði Ásgeir og vildi
sem minnst tala um með hvaða
stjórnmálaafli hann myndi vinna fyrir
næstu kosningar, en áréttaði þá skoð-
un sína að farsælla væri að bjóða fram
sameiginlegan lista.
Ekki ákveðið hvort VG býður fram undir eigin
nafni eða með öðrum á Akureyri
Akureyrarlisti býður
ekki fram undir
sömu formerkjum
Oddviti Akureyrarlist-
ans segir að í bæjar-
stjórnarkosningum vor-
ið 2002 muni listinn ekki
bjóða fram undir sömu
formerkjum og 1998. Þá
stóðu að listanum þrír
flokkar, Alþýðuflokkur,
Alþýðubandalag og
Kvennalisti.
TOGARAR Ólafsfirðinga, sem og
annarra landsmanna, héldu úr
höfn á miðvikudag eftir lagasetn-
ingu á Alþingi. Það hefur farið
minna fyrir þeirri staðreynd að
verkfall sjómanna stóð svo lengi að
sumir fuglar náðu að fjölga sér! Og
geri aðrir betur! Þegar Ingvi Ósk-
arsson, vélstjóri á Mánabergi ÓF
43, kom um borð í togarann á mið-
vikudagsmorgun, fann hann hvorki
fleiri né færri en fimm hreiður.
Þau voru flest á vitavonlausum
stöðum fyrir aumingja fuglana og
því þurfti að henda þeim, enda lifa
þessir fuglar ekki úti á rúmsjó.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Ingvi bendir á einn staðinn þar sem hann fann hreiður niðri á dekki, en
hann er þegar búinn að færa hreiðrið úr stað.
Fundu fimm hreiður
í Mánabergi
Ólafsfjörður