Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ívar Birgissonfæddist í Reykja-
vík 9. mars 1961.
Hann lést 9. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Birgir
Björnsson, f. 1.4.
1932, og Sigríður
Kristinsdóttir, f.
12.10. 1942. Systir
Ívars er Lóa Birna,
f. 12.1. 1972, maki
hennar er Paulo
Vale og dóttir þeirra
Gabríela Rut, f. 8.7.
2000. Hinn 9.7. 1994
kvæntist Ívar eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Sólveigu
G. Arngrímsdóttur, bókasafns-
fræðingi, f. 13.10.61, safnstjóra
Borgarbókasafnsins íGerðubergi.
Börn þeirra eru Vala Fanney, f.
17.9. 1993 og Atli Steinn, f. 20.2.
1996. Foreldrar Sólveigar eru
Arngrímur H. Guðjónsson, f.
27.10. 1929, og
Fanney Jónsdóttir,
f. 6.6. 1929.
Ívar stundaði nám
við Iðnskólann í
Reykjavík og lauk
sveinsprófi í bók-
bandsiðn 1981.
Hann starfaði við
iðn sína til ársins
1997, lengst af í
Prentsmiðjunni
Odda, en einnig í
Prenthúsinu. Vetur-
inn 1997-8 stundaði
hann nám við
Tækniskóla Íslands,
en frá 1998 starfaði hann hjá Ís-
lenska álfélaginu í Straumsvík.
Ívar tók frá unga aldri virkan
þátt í skátahreyfingunni og var í
stjórn skátafélagsins Garðbúa.
Útför Ívars fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku stóri bróðir! Nú er ég komin
til Íslands en þá ert þú ekki hér, þetta
bara passar ekki. Ég er búin að sakna
þín og fjölskyldunnar þinnar svo mik-
ið þann tíma sem ég hef verið búsett í
Danmörku. Mikið hef ég hlakkað til
að flytja aftur til Íslands og geta verið
með ykkur öllum. Þegar ég kvaddi
þig um síðustu jól datt mér ekki í hug
að það væri í síðasta skipti sem ég
ætti eftir að sjá þig. Þegar ég sest hér
niður streyma minningarnar fram.
Það var ekki hægt að hugsa sér betri
bróður. Þegar ég var lítil varst þú
alltaf tilbúinn að vera þar fyrir litlu
systur þína.
Þú tókst mig með í bíó og gafst mér
fullt af nammi. Mér verður einnig
hugsað til þess þegar við vorum sam-
an í skátaútilegu þegar ég var um 11
ára og átti erfitt með að sofna, þá
komst þú og varst í tjaldinu hjá okkur
vinkonunum þar til litla systir sofn-
aði. Svona gæti ég haldið áfram enda-
laust. Síðustu ár hefurðu líka alltaf
verið þar fyrir mig og stendur þá
helst upp úr þegar þú, Sissa, Vala
Fanney og Atli Steinn komuð og
heimsóttuð okkur Paulo í Danmörku
síðastliðið sumar þegar ég var búin að
eignast Gabríelu. Það þótti mér alveg
rosalega vænt um.
Þú skipar stóran sess í huga og
hjarta mér og ég á eftir að sakna þín
sárt.
Ég ætla að ekki að segja bless
heldur „sjáumst síðar“. Ég bið Guð að
styrkja Sissu, Völu Fanneyju og Atla
Stein.
Þín systir,
Lóa Birna.
Kær vinur minn og mágur, Ívar
Birgisson, varð bráðkvaddur við
vinnu sína snemma að morgni mið-
vikudagsins 9. maí. Andlát hans er
okkur sem stóðum honum nálægt
ólýsanleg harmafregn. Ívar var sann-
ur öðlingur, reglusamur og heilsu-
hraustur maður í blóma lífsins þegar
almættið kallaði hann til sín fyrir-
varalaust.
Það var víst aðeins rúmur áratugur
sem við áttum saman, áratugur síðan
Sissa systir mín fór að tala um Ívar
með þeim hætti að fjölskyldan lagði
eyrun við. En hvílíkur tími! Hann
passaði ekki aðeins vel upp á Sissu
sína og börnin sem voru stolt hans,
hann varð sjálfsagður hluti af dag-
legri tilverunni hjá okkur hinum líka,
hér í Efstasundinu hjá okkur Binnu
og strákunum, hjá ömmu og afa á
Daló og öðrum í fjölskyldunni. Að
leiðarlokum koma í hugann ótal sam-
verustundir, smáar og stórar - svo
margar að þær verða ekki aðgreind-
ar. Þær renna saman í eina hamingju-
ríka heild og sú heild er minningin
um Ívar.
Strax við fyrstu kynni varð ljóst að
ekki þurfti að hafa áhyggjur af þess-
um nýja fjölskyldumeðlimi. Hann var
heill í gegn, traustur, ákveðinn, glað-
beittur og hlýr. Svolítið stríðinn.
Sissa og Ívar fóru að búa, komu sér
vel fyrir í Mosarimanum og nú er
Vala Fanney sjö ára og Atli Steinn
varð fimm ára í febrúar.
Ívar var vandaður maður með
sterka réttlætiskennd. Maður sem
bar virðingu fyrir því fólki sem hann
rakst á á lífsleiðinni og fyrir þeim
verkefnum sem hann tók að sér,
stórum og smáum. Slíkt skilar sér til
baka, eins og alkunna er og Ívar naut
þess vegna virðingar og vináttu
þeirra sem hann umgekkst. Hann átti
ríkt og gott líf, var lífsnautnamaður í
þess orðs besta skilningi, mikill úti-
vistar- og athafnamaður sem stund-
aði skíði og spilaði golf, en þótti ekki
síður gaman að elda og borða góðan
mat og eiga rólegar samverustundir
með vinum og vandamönnum.
Ívar lærði bókband og vann við
prentiðnina árum saman, lengst af í
Prentsmiðjunni Odda, en fyrir nokkr-
um árum ákvað hann að breyta til, fór
í nám í Tækniskólanum, en síðan að
vinna í Álverinu. Þar leið honum vel,
eignaðist góða félaga og vaktafríin
gáfu nokkur færi á að sveifla golfkylf-
unni.
Sú birta sem er yfir minningunni
um þennan góða dreng er huggun
okkar nú þegar sorgin kremur hjört-
un. Hugurinn er hjá Sissu og börn-
unum, en einnig hjá foreldrum Ívars
og systur og öðrum aðstandendum.
Sólargeislarnir hans og okkar allra,
Vala Fanney og Atli Steinn, minna
okkur á að lífið heldur áfram þrátt
fyrir allt.
Blessuð sé minning Ívars Birgis-
sonar.
Guðjón Arngrímsson.
Kveðja frá Skátasambandi
Reykjavíkur
Vorið breyttist skyndilega í haust í
lífi Ívars Birgissonar. Skátar á Ís-
landi syrgja góðan félaga og foringja í
skátastarfi. Skarð er fyrir skildi í
skátafélaginu Garðbúum þar sem Ív-
ar starfaði af miklum eldmóði áður en
kallið mikla kom.
Nú þegar Ívar er farinn heim, eins
og við skátar nefnum það þegar
himnafaðir kallar á sinn fund, sitjum
við hin eftir hljóð og ringluð. Hvernig
má þetta vera? Það er engin sann-
girni í því að ungt fólk falli frá í blóma
lífsins. Við trúum því samt að þeir
sem deyja séu ekki horfnir. Þeir eru
aðeins komnir á undan.
Ívar var áhugasamur um velferð
ungra skáta sem störfuðu með hon-
um. Ívar var glaðvær og einlægur.
Honum lá ekki hátt rómur en það var
eftir honum tekið þar sem hann var í
hópi. Hann var í kröftugu starfi í
skátafélaginu Garðbúum og var að
ljúka Gilwell-þjálfun á þessu ári, sem
er æðsta stig hjá skátum í foringja-
þjálfun.
Skátar í Reykjavík og um leið á öllu
Íslandi kveðja góðan dreng með
söknuði og þakklæti fyrir samfylgd-
ina. Sorgin er mikil og senda skátar
eiginkonu hans, börnum og öðrum
aðstandendum innilegustu samúðar-
kveðju. Mannsandinn líður ekki undir
lok, minning um góðan dreng lifir í
hjarta og minni. Líkt og sólin sem
virðist ganga undir, en alltaf heldur
áfram að lýsa.
Sveinn Guðmundsson,
formaður SSR.
Kveðja frá skátafélaginu
Garðbúum
Skátafélagi okkar og vinur frá
æskuárum, Ívar Birgison, er farinn
heim eins og við skátar nefnum það
er félagar okkar andast. Fréttin um
ótímabært fráfall Ívars barst eins og
eldur um sinu milli skátafélaga hans
að morgni 9. þessa mánaðar. Ungur
heilbrigður maður í blóma lífsins er
skyndilega kallaður heim og eftir sit-
ur kona, ung börn, fjölskylda, vinir og
vandamenn ráðþrota og í sárum. Slík
sár er ekki unnt að binda um eða
græða með hjálp í viðlögum sem við
kennum skátunum okkar og í reynd
gróa þau aldrei. En minningarnar um
góðan dreng og sannan skáta lifa í
hugskotum okkar um ókomna tíð.
Ívar gerðist skáti 9 ára gamall í
skátafélaginu Garðbúum í Smáíbúða-
og Bústaðahverfi í Reykjavík. Hann
féll strax vel í hópinn, var vel virkur
og starfaði af fullum krafti í um ára-
tug. Það fer ekki hjá því þegar svo
lengi er starfað í sama félagsskapn-
um að vinabönd myndist, vinabönd
sem lifa og styrkjast þó ekki sé leng-
ur starfað í hinu formlega félags-
starfi. En velgengni æskulýðsstarfs á
borð við alþjóðlegu skátahreyfinguna
byggist að verulegu leyti á því að þeir
einstaklingar sem ganga til liðs við
hreyfinguna á unga aldri nái slíkum
þroska í starfinu að þeir finni hjá sér
þörf á seinni stigum til að láta aðra
njóta góðs af veru sinni og reynslu í
félagsskapnum. Þannig var það með
Ívar. Fyrir rúmu ári var leitað til
hans að nýju með að ganga til liðs við
stjórn gamla skátafélagsins hans og
taka þar að sér embætti gjaldkera.
Hjá honum sannaðist nú hugtakið eitt
sinn skáti – ávallt skáti. Hann sam-
þykkti að axla þessa ábyrgð og eins
og fyrr féll hann strax í hópinn og frá
upphafi var verkefnið tekið föstum
tökum og af mikilli óeigingirni. Ívar
var fljótur að setja sig inn í alla starf-
semi félagsins og mótaði strax
ákveðnar línur um fjármál þess. Það
var stoltur gjaldkeri sem kynnti árs-
reikninga félagsins fyrir síðasta ár á
aðalfundi þess fyrir nokkru, en
fjárhagsleg afkoma hafði ekki verið
betri í áraraðir.
En Ívar lét ekki staðar numið við
fjármálin, hann kaus að mennta sig
frekar í skátafræðum. Í haust hóf
hann þátttöku í Gilwell-námskeiði, en
það er æðsta foringjanámskeið skáta-
hreyfingarinnar, og mun hans verða
saknað sárt er hópurinn lýkur áfang-
anum á næstunni. Skátahreyfingin
kveður nú öflugan og einlægan
skátafélaga. Við þökkum langa sam-
ferð og samvinnu í skátahreyfingunni
við leik og störf. Þá sendum við Sól-
veigu og börnum hans Völu Fanneyju
og Atla Steinari okkar innilegustu
vina- og samúðarkveðjur á þessari
miklu sorgarstundu. Blessuð sé
minning Ívars Birgissonar.
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt,
Guð er nær.
Ingi Þór Ásmundsson
félagsforingi.
Við skiljum svo fátt, en skynjum þann mátt,
sem skapar oss ævidaga.
Óvænt og skjótt, upp kemur nótt,
úti er lífsins saga.
Vinurinn kær, farinn er fjær
á fund þess er öllu ræður.
Sorgbitin lund, já, opin er und,
og orðvana systur og bræður.
Í hjartanu býr og hörpuna knýr
harmur,– á fallvaltleik bendir.
Í huga er þökk og kveðjan er klökk,
kveðjan sem Gilwell þér sendir.
Guð, drottinn minn, og guð, faðir þinn,
oss gæti í blíðu og ströngu.
Geislandi vor og gleðinnar spor
þér gefist í ferðina löngu.
(Hörður Zóphaníasson.)
Gilwell-félagar 2001.
Og því varð svo hljótt við helfregn þína,
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu á eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki.
(Tómas Guðm.)
Fráfall okkar kæra vinar Ívars
kom sem reiðarslag, en hann lést að
morgni hins 9. maí. Ungur maður
hrifinn burtu í blóma lífsins. Í gegn-
um huga okkar flýgur sú hugsun hve
lífið geti verið óréttlátt og miskunn-
arlaust. Við fengum að njóta vináttu
hans og mannkosta alltof stutt. Þessi
tólf ár hafa liðið svo hratt að það er
engu líkara en það hafi gerst í gær að
Sissa kynnti hann fyrir okkur. Við
stelpurnar í saumaklúbbnum kunn-
um strax vel við hann og ekki féll
hann síður inn í hópinn hjá mökunum.
Augljóst þótti okkur að Sissa hefði
vandað valið vel og það lá í augum
uppi að þarna fór góður maður. Enda
kom á daginn að Ívar hafði alla þá
kosti sem prýða góðan mann og
styrkti það okkur hinar, sem enn vor-
um á lausu, að vita að slíkir menn
væru enn til. Minningarnar hrannast
upp og í huga okkar koma upp mynd-
ir af öllum þeim stundum sem við átt-
um saman, góðum stundum sem
geymdar eru í hjartastað og lifa þar
áfram. Við vorum dugleg að finna til-
efni til að koma saman og gleðjast,
hvaða nafni sem þær uppákomur
voru nefndar, og þó finnst okkur í dag
þessar stundir hafa verið alltof fáar.
Eftirminnilegastar eru sumarferð-
irnar, þar sem dvalið var úti á landi
yfir helgi með fjölskyldurnar. Á þeim
stundum kynntumst við best börnum
og mökum og þá kom í ljós hversu
gegnheill Ívar var. Hann var
skemmtilegur félagi, hafði næmt
skopskyn og var hvers manns hug-
ljúfi. Alltaf var stutt í brosið og hlát-
urinn og ekki neinn neikvæðistónn
eða hallað á einn eða neinn þegar um-
ræður urðu fjörugar. Hann var ætíð
boðinn og búinn ef aðstoð vantaði og
skipti þá engu hvort það var við grillið
eða uppvaskið. Þolinmæði hans og
virðing fyrir smáfólkinu var alveg
einstök og alveg augljóst þegar
spjallað var við Völu Fanneyju eða
Atla Stein að góður tími hafði verið
gefinn til að ræða hjartans mál. Nota-
legt var að sjá hversu samhent þau
Sissa og Ívar voru í því sem þau tóku
sér fyrir hendur, stóru sem smáu, og
sannfærði það okkur um að þau væru
ætluð hvort öðru. Að sá tími yrði ekki
lengri en raun ber vitni er okkur öll-
um mikill harmur. Kvöldið fyrir frá-
fall Ívars hittumst við stelpurnar í
saumaklúbbi og þar var að venju mik-
ið talað, hlegið og lögð á ráðin um
ferðir sumarsins, fertugsafmæli og
fleira. En margt fer öðruvísi en ætlað
er. Gleðinni, tilhlökkuninni og bjart-
sýninni sem einkenndi hópinn að
kvöldi 8. maí var á einni nóttu breytt í
sorg, reiði og vangaveltur um tilgang
lífsins, um almættið og eilífðina. Stórt
skarð hefur verið höggvið í vinahóp-
inn – skarð sem aldrei verður fyllt, en
minninguna um Ívar munum við bera
með okkur um ókomna tíð. Elsku
Sissa, Vala Fanney og Atli Steinn –
Guð geymi ykkur og gefi ykkur styrk.
Bergdís og Kristinn,
Salome og Pálmi,
Sigurveig og Geir,
Vala og Gísli,
Þórunn og Kristján,
Ragnheiður, Vildís.
Vinur okkar og skátafélagi, Ívar
Birgisson, er farinn heim.
Sú harmafregn barst okkur hjón-
um að Ívar vinur hefði orðið bráð-
kvaddur við vinnu sína 9. maí sl.
Í langa stund stóð tíminn kyrr. Allt
varð hljótt. Allt varð svart. Tár runnu
hægt niður vanga okkar.
Kær vinur og félagi var farinn
heim eins og við í skátunum segjum
um þá sem dánir eru.
Við hjónin kynnumst Ívari í gegn-
um okkar skátastarf. Okkur hafði
verið bent á hann þegar við unnum að
undirbúningi hverfismóts skátafé-
lagsins Garðbúa en þar hóf Ívar sinn
skátaferil ungur að aldri.
Strax við fyrstu kynni okkar af Ív-
ari tókst með okkur náinn vinskapur
sem aldrei hefur komið brestur í.
Framkoma hanns og viðmót, dugn-
aður og elja hreif okkur ásamt öllum
þeim sem Ívari kynntust.
Þegar leitað var til Ívars fyrir
stuttu síðan og hann beðinn að taka
sæti í stjórn skátafélagsins Garðbúa
var það auðsótt mál. Foringjahæfi-
leikar hans, hugmyndir og dugnaður
voru skátafélaginu mikill styrkur.
Þar verður Ívars sárt saknað og sæti
hans vandfyllt.
Nýlega ákvað Ívar að sækja Gil-
well-námskeið sem er æðsta próf-
gráða innan alþjóðlegrar skátunar.
Gilwell-skátar munu minnast Ívars
fyrst og fremst sem góðs félaga sem
hafði allt að bera til þess að vera góð-
ur Gilwell-skáti og öðrum skátum góð
fyrirmynd. Við kölluðum hann heim-
ilisköttinn okkar þar sem hann var
aufúsugestur og alltaf velkominn. Ív-
ari þótti það ekkert tiltökumál að
passa börnin okkar þegar honum
fannst að við hjónin þyrftum að kom-
ast í bíó eða á skátafund og hverjum
var hægt að treysta betur en Ívari.
Mjög náið samband var á milli barna
okkar og Ívars og þá sérstaklega Jóa
okkar sem Ívari þótti afar vænt um.
Það voru ófáar ferðinar sem við fór-
um saman í, útilegurnar, skátamótin,
veiðiferðir.
Alltaf var góða skapið hans Ívars
með og nærvera hanns var þægileg.
Það eru góðar og skemmtilegar
minningarnar úr Ameríkuferðinni
sem við fórum í 1986. Þar skemmtum
við okkur vel og ekki þótti Jóa það
leiðinlegt að eiga alltaf Ívar að sem
sinn bandamann og vin í ferðinni. Jói
gat alltaf treyst á Ívar til að styðja sig
og hvetja. Það varð því Ívari mikill
harmur þegar Jói dó.
Eitt sinn þegar við buðum Ívari til
kvöldverðar til okkar, eftir að að við
höfðum ekki heyrt frá honum í nokkr-
ar vikur, spurði hann hvort ekki væri
í lagi að hann kæmi ekki einn.
Okkur var farið gruna að nú væri
Ívar kominn með stúlku upp á arm-
inn. Glöggt mátti sjá hve Ívar var
hamingjusamur og ástfanginn þegar
hann birtist og kynnti Sissu, konuefni
sitt, fyrir okkur.
Það var ekki minni hamingja hjá
Ívari þegar Vala Fanney kom í heim-
inn og gleðin og hamingjan varð engu
minni þegar litli prinsinn hann Atli
Steinn fæddist. Fjölskyldan var Ívari
allt. Ívar var sverð og skjöldur sinnar
fjölskyldu. Ekkert var honum dýr-
mætara.
Elsku Sissa, Vala Fanney og Atli
Steinn, sorg ykkar er mikil.
ÍVAR
BIRGISSON
! "
#"$ "%&' ( ""%&'
)$ *&" "
'+* *,