Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SENDIRÁÐ Japana á Ís-landi verður opnað form-lega í dag þegar sendiherr-ann, Masao Kawai, afhendir forseta Íslands trúnaðar- bréf sitt, en skrifstofa sendiráðsins tók til starfa í lok febrúar á þessu ári. Í október nk. munu íslensk stjórnvöld síðan opna íslenskt sendiráð í Tókýó. Masao Kawai, ný- skipaður sendiherra Japana á Ís- landi, er jafnframt sendiherra Jap- ana í Noregi og situr í Ósló. Kawai er nú staddur hér á landi vegna formlegrar opnunar sendiráðsins í Reykjavík og sagðist í samtali við Morgunblaðið telja opnun sendiráð- anna í Reykjavík og Tókýó gefa löndunum báðum mikla möguleika á að auka tengsl þjóðanna. „Þetta er augsýnilega mjög sér- stakt ár, bæði fyrir Japana og Ís- lendinga,“ segir Kawai. „Við horfum með eftirvæntingu til opnunar á sendiráði Íslands í Tókýó í október og við fögnum mjög útflutningi Ís- lendinga á japanska markaði. Hefð- bundinn innflutningur fiskafurða er mjög mikilvægur og við vonumst til og óskum Íslendingum velgengni á öðrum sviðum. Við vonumst til að Íslendingar leggi sig fram um að auka fjárfestingar sínar á Japans- markaði og munum gera okkar besta til að aðstoða við það.“ Að sögn Kawai er opnun sendi- ráðanna afleiðing af viðleitni beggja landa í langan tíma við að auka tengsl þjóðanna. Japönsk yfirvöld líta jafnframt á opnun sendiráðsins í Reykjavík sem lið í þeirri viðleitni að efla enn frekar tengsl Japana við Evrópuþjóðir almennt, þar sem sér- stök áhersla er lögð á að efla stjórn- málatengslin. Japanar þekkja yfirleitt lítið til Íslands og íbúa þess Kawai segir almenna þekkingu á Íslandi takmarkaða í Japan. Jap- anskir ferðamenn sem koma Ís- lands eru aðeins um 3.000 á ári, sem er um 1% af þeim fjölda sem ferðast til Íslands. Hann telur að auka megi ferðir Japana til Íslands og að sú kynning sem fram muni fara í sendi- ráðunum geti stuðlað að slíkri þró- un. Kawai segir Japani ekki þekkja Ísland nægilega vel og vonast til að sendiráð Íslands í Tókýó muni auka möguleika Íslendinga á að kynna Ís- land betur fyrir Japönum. „Japanar ættu að kynnast Íslandi betur og ég vona að Íslendingar kynnist okkar landi betur. Margir Japanar þekkja Ísland ekki mikið enn þá. Hefðbundin mynd af Íslandi er kannski sú að landið sé mjög langt í burtu, mjög kalt land þar sem fiskveiðar skipta öllu máli. En ég tel að þetta sé ekki alveg rétt mynd af landi og þjóð. Síðan ég kom hingað hefur mér þótt mikið koma til árangurs ykkar í efnahags- og at- vinnumálum. Sá árangur hefur ekki aðeins orðið til vegna nýtingar á náttúruauðlindum í landinu og um- hverfis það, heldur er þetta árangur sem byggir á miklu hugviti og mik- illi vinnu íbúanna. Íbúafjöldi er inn- an við 300.000 manns en samt er hér þetta stórkostlega samfélag. Það er, held ég að mér sé óhætt að segja, meira en margir ná að ímynda sér.“ Að mati Kawai geta Japanar ým- islegt lært af Íslendingum, sem hafa þróað upp ýmsan iðnað fyrir utan fiskveiðar, þ.á m. upplýsingatækni og náð miklum árangri í sjávarlíf- fræði. Þá segir Kawai mikilvægt að auka og víkka út viðskipti þjóðanna, sem reyndar eru talsverð í dag og mun meiri en fjöldi ferðamanna gef- ur tilfefni til að ætla. Mörg sameiginleg hagsmuna- mál á alþjóðavettvangi Hlutdeild Japans í innflutningi Íslendinga var tæp 10% fyrir nokkr- um árum og innflutningur á íslensk- um fiskafurðum er mjög mikilvæg- ur fyrir Japana, að sögn Kawai. Af heildarinnflutningi loðnu til Japans koma um 30% frá Íslandi og var Ís- land stærsti útflytjandi loðnu til Japans fyrir nokkrum árum, en í dag er innflutningur Japana á loðnu frá Noregi örlítið meiri. Þá segir Kawai innflutning á þorsk frá Íslandi mikilvægan fyri Kawai segir opnun sen löndunum tveimur ekki aðe sér aukna möguleika á að skipti þjóðanna, heldur s jafnframt að því að efla þjóðanna á alþjóðlegum v „Við eigum mörg sameigin munamál á alþjóðavettvan öryggismál, að viðhalda he stuðla að verndun umhver auka réttindi fólks, auk mar arra hagsmunamála.“ Kawai segir Japani t.d. áherslu á að styrkja og e Sameinuðu þjóðanna og un Sendiherra Japana á Íslandi segir opnun sendi Hagsmuni anna fara á mörgum Masao Kawai, sendiherra Japans á Í honum þyki mikið koma til þess áran náð í uppbyggingu efnahags- og atvin fámenni og hrjúfar aðstæður. Eiríku sendiherrann, sem telur mikla mö tengslum og viðskiptu Masao Kawai, sendih Japans á Íslandi. STJÓRNVÖLD eiga umframallt að forðast að verðadragbítur á það umhverfisem upplýsingatækni hér- lendis þrífst í og mikilvægt er að þeim takist vel að móta það. Þessari skoðun lýsti Davíð Oddsson forsæt- isræðaherra á opnum fundi um upp- lýsingatækni á vegum málefna- nefndar Sjálfstæðisflokksins í gær. Fram kom einnig á fundinum að velta í atvinnugreinninni hefði aukist úr 1,4 milljörðum króna árið 1995 í 15,9 milljarða árið 2000. Davíð sagði upplýsingaiðnaðinn unga en mikilvæga atvinnugrein, sem væri að stíga sín fyrstu skref. Ekki yrði séð fyrir hvernig hún myndi þróast í framtíðinni og því væri mikilvægt að stjórnvöld veittu henni allt það svigrúm sem mögu- legt væri og tryggðu að markaður- inn fengi að móta þróun á sviði upp- lýsingatækninnar. „Það versta sem ríkisvaldið gæti gert þessari ungu atvinnugrein væri að skipta sér um of af, reyna að stýra þróuninni eftir sínu höfði, sínum miklu vitsmunum, veita styrki í kjölfarið og koma í veg fyrir samkeppni erlendis frá,“ sagði Davíð. „Í allri sögu okkar Íslendinga eru því miður allt of mörg dæmi um of mikil afskipti ríkisvalds. Ég er þeirr- ar skoðunar að upplýsingatæknin og upplýsingatækniiðnaðurinn séu svo mikilvæg, að sérstök ástæða sé fyrir ríkið að gæta þess að láta markaðin- um í sem flestum atriðum þróunina eftir.“ Sagði Davíð að með þessum hætti yrði tryggt að þekking fagaðila og þeirra sem mestra hagsmuna ættu að gæta réðu mestu um hvert förinni væri heitið. Upplýsingaiðnaðurinn fái að vaxa og dafna „En hvert er þá hlutverk ríkis- valdsins ef þessi kenning er rétt? Í tíð síðustu stjórnar var mörkuð mjög skýr stefna í málefnum greinarinnar og í stefnuyfirlýsingu núverandi rík- isstjórnar er skýrt kveðið á um það að stuðla beri að því að upplýsinga- iðnaðurinn fái að vaxa og dafna og að sem best skilyrði séu sköpuð fyrir ný fyrirtæki á þessu sviði.“ Davíð sagði að þessum almennu markmiðum yrði best náð með því að ríkisvaldið tryggði eftir mætti gott almennt efnahagsástand, ekki of flókið regluveldi þannig að athafna- semi og drifkraftur þjóðarinnar fengi notið sín til fulls. „Fyrir unga, ört vaxandi iðngrein, eins og upplýs- ingaiðnaðurinn er, skiptir það höf- uðmáli að efnahagsumhverfið sé hagstætt, að fyrirtækin í landinu séu öflug og hafi efni á að kaupa ustu sem boðið er upp á ingatæknin er nefnilega angrað fyrirbæri sem snýst sig. Tilgangurinn er ekki ekki tæknin tækninnar veg markið hlýtur að vera það, a Markaðurin móta þróun upplýsing Davíð Oddsson MENNINGARSAMSTARF TIL EFTIRBREYTNI ÁHRIF OFURTOLLANNA Samkeppnisstofnun hefur skilaðlandbúnaðarráðherra skýrslu umverðmyndun innflutts grænmetis í marz síðastliðnum. Ráðherra sendi stofnuninni beiðni um úttekt í framhaldi af þeim umræðum sem urðu um skyndi- lega verðhækkun á papriku er tímabil tollverndar gekk í garð 15. marz sl. Í samtali við Morgunblaðið 30. marz sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra: „Ég hef látið skoða þetta og það hefur komið í ljós að af útsöluverði vör- unnar fer samtals 71 kr. í toll eða um 10% af heildarverðinu. Innflutningsaðil- inn og smásalinn eiga 84–85% af heild- arverðinu. Þetta finnst mér einkennileg hækkun og það er útilokað að líta svo á að lögin eða stjórnvöld beri ábyrgð á henni. Hækkunin verður til einhvers staðar annars staðar.“ Samkeppnisstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að „sú hækkun sem varð á smásöluverði ýmissa grænmetisteg- unda í seinni hluta mánaðarins stafaði að langmestu leyti af hækkun innflutn- ingsverðs og álagningu tolla“, svo vitnað sé til fréttatilkynningar stofnunarinnar. Þar kemur jafnframt fram að erfitt sé að meta nákvæmlega verðhækkunar- áhrif tollanna, en Samkeppnisstofnun tekur nokkur raunhæf dæmi, sem sýna að áhrif tollanna á smásöluverð án virð- isaukaskatts geta verið á bilinu 27,5% og allt að 47,6%. Þótt landbúnaðarráðherra telji sig ekki hafa fengið svör við öllum sínum spurningum til Samkeppnisstofnunar þarf varla frekari vitnanna við. Áhrif of- urtollanna, sem lagðir eru á innflutt grænmeti og blóm, til verndar innlend- um framleiðendum, eru veruleg. Ís- lenzka neytendur munar um minna. Nú hefur landbúnaðarráðherra raun- ar sýnt vilja til að lækka tolla og hefur sýnt það í verki með því að fresta tolla- hækkunum og með því að beita sér fyrir rýmkuðum heimildum sér til handa að lækka tolla. Það á hins vegar að ganga lengra og afnema tollverndina með lög- um. Samkeppnisstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að smásöluálagning á græn- metið sé afar mismunandi eftir dögum, allt frá því að vera -65% og upp í að vera 167%. Meðalsmásöluálagning er hins vegar allt frá 2,7% og upp í rúmlega 80% á einstökum grænmetistegundum í ein- stökum verzlunum. Samkeppnisstofnun gefur hins vegar ekki upp um hvaða verzlanir er að ræða í hverju tilviki. Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir í Morgunblaðinu í gær að skýrsla Samkeppnisstofnunar „hreki það megininntak sem verið hefur í mál- flutningi Morgunblaðsins í þessu máli“. Ef Finnur Árnason á hér við þær upp- lýsingar, sem Morgunblaðið birti um smásöluálagningu á grænmeti á skír- dag, hafa þær ekki verið hraktar hvað varðar smásöluálagningu þá daga í marzmánuði, sem um var að ræða, og á þær vörutegundir, sem tilgreindar voru. Meðaltölin, sem Samkeppnisstofnun reiknar út, gefa líka til kynna að allmörg dæmi séu um jafnháa álagningu og upp- lýsingar Morgunblaðsins gáfu til kynna. Hitt er svo annað mál, að ekki verður séð að verðhækkanir á grænmeti í marz hafi orðið vegna þess að verzlanir hafi hækkað álagningu sína á þeim tíma. Smátt og smátt er að verða til skýrari mynd af verðmyndun innflutts græn- metis hér á landi. Ljóst er að verndar- tollarnir hafa þar mikil áhrif, ekki ein- göngu til beinna verðhækkana, heldur hafa þeir jafnframt neikvæð áhrif á samkeppnina á grænmetismarkaðnum. En fleiri aðilar eiga hlut að máli. Varð- andi smásöluálagninguna hafa ýmis gögn verið lögð á borðið, ekki sízt af hálfu Hagkaups, sem hjálpar almenn- ingi að mynda sér skoðun á málinu. Í þeim efnum eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Umræða um byggðamál hefur mjögbeinst að málefnum atvinnulífs, samgöngum og í æ auknum mæli menntamálum en minni gaumur hefur verið gefinn að menningarlífinu á landsbyggðinni. Öflugt menningarlíf er þó einn af þeim þáttum sem ráða miklu um búsetu fólks, eins og fram kemur í nýrri skýrslu starfshóps um menningarmál sem menntamálaráð- herra skipaði. Í síaukinni samkeppni sveitarfélaga um fólk, sem á undan- förnum misserum hefur endurspeglast með skýrum hætti í auglýsingum um kennarastöður vítt og breitt um land- ið, skiptir ekki aðeins máli að geta boð- ið upp á örugga atvinnu og traustar samgöngur og menntastofnanir, held- ur verður einnig að vera til staðar áhugavert og lifandi menningarum- hverfi. Á ráðstefnunni Menningarlandið – menningarstefna á landsbyggðinni, sem haldin var í byrjun vikunnar á Seyðisfirði, var undirritaður samning- ur milli samtaka sveitarfélaga á Aust- urlandi og menntamálaráðuneytisins um samstarf í menningarmálum. Einnig undirrituðu sextán sveitar- félög á Austurlandi samstarfssamning sín á milli um samstarf í menningar- málum auk þess að rita undir viljayfir- lýsingu um stofnun fjögurra menning- armiðstöðva á Austurlandi. Í samningi sveitarfélaganna og menntamálaráðuneytisins felst að rík- ið leggur fram aukið fé til menningar- mála á Austurlandi, eða 25 milljónir árið 2002, gegn því að heildarframlög sveitarfélaganna verði ekki minni. Mesta nýjungin er þó sú að sveitar- félögin sjálf munu ákveða hvernig fjármununum skuli ráðstafað en sam- kvæmt samstarfssamningi þeirra er gert ráð fyrir að skipað verði Menn- ingarráð Austurlands sem hafi meðal annars með úthlutun fjárins að gera. Vænta má að aukið fjármagn og nánara samstarf sveitarfélaga á Aust- urlandi um stefnumótun og forgangs- röðun muni skapa ný tækifæri í menn- ingarlífi fjórðungsins. Stýring fjár- muna getur orðið markvissari og hagkvæmari, sem ætti að skila sér í meiri fjölbreytni, auk þess sem skýr- ari verkaskipting gæti orðið milli sveitarfélaga. Menningarmiðstöðv- arnar fjórar munu til dæmis gegna sérhæfðum hlutverkum en þær verða á Eskifirði, Seyðisfirði, Hornafirði og Austur-Héraði. Með því geta sveitar- félögin ræktað sérstöðu sína og þannig myndað sterka menningarlega heild. Taka má undir það með Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra að þetta fyrirkomulag geti orðið öðrum landsfjórðungum og svæðum til eftir- breytni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.