Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ V ísast er það rétt hjá forsætisráðherra og skósveinum hans; gæti menn ekki hófs í svartagallsrausinu geta þeir talað þjóðina inn í alls- herjar kreppu. Fyrir slíku er lítil hefð á Íslandi. Í lýðveldinu hafa tiltekin fyrirbrigði löngum verið upphafin með linnulitlu tali um ágæti þeirra. Þetta fyrirkomulag hefur reynst Íslendingum vel. Í seinni tíð hafa hlutabréf t.a.m. verið „töluð upp“ og fjölmargir ís- lenskir listamenn hafa öðlast frama og frægð með þessu móti. Á hinn bóginn eru kreppuein- kenni auðfundin á Íslandi nú um stundir. Þannig verður ekki betur séð en íslenska menntakerfið riði til falls. Á dögunum skýrðu fjölmiðlar frá því að meira en hundrað bílastæði vantaði við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Nemendur hafa komið áhyggjum sínum á framfæri með því að safna undirskriftum til að andmæla þessu ófremdarástandi. Vestur á Melum þar sem Há- skóli Íslands er til húsa rík- ir sama hörm- ungar- ástandið. Þar er bílastæða- skorturinn slíkur að hætta er talin á alvar- legum atgervisflótta og allir þekkja gjörla hvaða afleiðingar slíkt getur haft. Stjórnmálamenn- irnir hafa upplýst landsmenn um að þjóð, sem ekki sinnir unga fólk- inu og menntuninni, standist ekki samanburð á tímum hnattvæð- ingar; hennar bíði aðeins sam- dráttur og kreppa. Sérstakt þjóðarátak í bíla- stæðamálum íslenskra mennta- stofnana verður augljóslega ekki umflúið. Blessunarlega er nóg af bíla- stæðum við höfuðstöðvar Ís- lenskrar erfðagreiningar enda hefur þjóðin falið því fyrirtæki það háleita hlutverk að sjá til þess að stórmenntaðir Íslendingar geti snúið aftur til fósturjarðarinnar að námi loknu. Þar hefur viðbúnaður gegn kreppu og óáran skilað tilætluðum árangri. Margir hafa til marks um fall- andi gengi, að íbúar Evrópu hafi hafnað stórglæsilegu framlagi Ís- lendinga í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Vissu- lega var það áfall að þjóðir Evrópu skyldu kjósa að upphefja mið- aldra, enskumælandi blökkumann frá Eistlandi í stað þess að taka fagnandi framlagi skapandi lista- manna frá Íslandi. Raunar var ljóst hvert stefndi þegar ítarlegar fréttir voru sagðar af því að Two Tricky-flokkurinn hefði átt við- ræður við gamla rokkgoðið, Alice Cooper, í nærfataverslun í Kaup- mannahöfn. Sá fundur gat vart verið ávísun á annað en ógæfu. Skömmu áður en þau ósköp riðu yfir höfðu þær skuggalegu fréttir borist úr þingsölum að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hefðu ákveð- ið að láta rannsaka sérstaklega hvernig það gerðist að end- urbætur á skrifstofuhúsnæði Al- þingis reyndust tvöfalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það hlýt- ur að vera eitt skýrasta dæmið um yfirvofandi kreppu að þingmenn og ráðherrar hafi komist að þeirri niðurstöðu að einhverju skipti hvernig farið er með peninga skattgreiðenda á Íslandi. Sjálfum grundvelli valdakerfis og póli- tískrar menningar er í voða stefnt þegar stjórnmálastéttin missir sjálfstraustið. Það sama gerðist í Sovétríkjunum og skömmu síðar reið ógæfan yfir þar eystra með alkunnum afleiðingum. Í því viðfangi rifjast upp að því er ítrekað haldið fram í blaða- greinum nú um stundir að komm- únistar stjórni Íslandi. Stjórnvöld sjálf eru ekki barnanna best þrátt fyrir varn- aðarorð forsætisráðherra um krepputal. Þannig kynnti Siv Friðleifsdóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, nýjan þjónustusíma á dögunum, sem ætlaður er þeim Íslendingum, er vilja flytjast bú- ferlum innan Norðurlanda. Með ólíkindum er að stjórnvöld greiði skipulega fyrir því að Íslendingar yfirgefi lýðveldið nú þegar kreppa er í nánd og reynir á krafta og samtakamátt íslenskrar þjóðar. Ef til vill er ólíkur málflutn- ingur ráðherranna tveggja til marks um þá „auknu spennu á stjórnarheimilinu“, sem stjórn- arandstaðan hefur ítrekað greint frá. Hitt kann að vera að hér sé einungis á ferðinni reglubundinn og þjóðlegur öldugangur í bekk- eni. Til allrar hamingju reyndist samkeppni á bensínmarkaði skammlíft fyrirbrigði enda hefðu slík vatnaskil í sögu þjóðarinnar verið vísbending um að kreppa væri í aðsigi. Hefði þjóð, sem hef- ur sérstaka unun af því að láta yf- irvöld og auðvald hlunnfara sig, knúið fram fráhvarf frá okri og verðsamráði hefði mátt ætla að hrikta tæki í sjálfum undirstöðum þjóðskipulagsins á Íslandi. En í svartnættinu miðju kemur íslenskt menningarlíf til bjargar nú sem endranær. Þar verða eng- in kreppumerki greind enda al- þekkt að menningin reynist oftar en ekki haldreipi á erfiðum tímum. Nú geta menn loksins farið í leik- hús og keypt niðurgreiddan miða til að hlusta á konur ræða um kyn- færi sín af innlifun og elju. Slík djörfung er vart til marks um kreppu; að minnsta kosti hlýtur að vekja vonir og væntingar að Ís- lendingar séu tilbúnir til sjálf- sagðra og óþvingaðra tjáskipta, sem eru fjölmenningarsamfélag- inu svo óendanlega mikilvæg. Sjálfgefið er að skattgreiðendur taki þátt í að niðurgreiða kynfæra- talið enda við hæfi að blása til stórsóknar á sviði íslenskrar menningar þegar að kreppir. Líkt og áður fara íslenskir lista- menn fyrir þjóðinni og leiða hana fram á veg af þeirri djörfung og þrótti, sem rismikilli þjóðmenn- ingu er eiginleg. Og þarna kann að vera fundin leið til að draga úr áhrifum krepp- unnar, sem er á næsta leiti. Ef til vill væri ráð að stofna karla- og kvennaklúbba um slíkar samræð- ur svipaða saumaklúbbum, sem löngum hafa verið taldir áhrifa- mikið tæki til að tryggja sam- heldni og einingu í íslensku þjóð- lífi. Þar með gæfist ekki einungis tækifæri til að tala illa um annað fólk og gleðjast á þjóðlegan hátt yfir ógæfu annarra, heldur kynnu skipulegar og hispurslausar kyn- færasamræður að leiða athygli Ís- lendinga frá samdrætti, verkföll- um og veikri krónu, sem fallin er til þess eins að draga þor og kjark úr þjóðinni. Auðvitað ætti þetta íslenska efni fullt erindi í sjónvarpið. Tímasprengjur tifa og kreppu- merkjum fjölgar. Fyrir liggur að um inntak og náttúru þeirrar kreppu gildir að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Krepputal Þjóðarátak í bílastæðamálum íslenskra menntastofnana verður augljóslega ekki umflúið. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ✝ Jónína SólveigJónsdóttir fædd- ist 14.9. 1917 á Mannskaðahóli í Hofshreppi í Skaga- firði. Hún lést á Grensásdeild Land- spítalans að morgni 11. maí síðastliðins. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi á Mannskaða- hóli, og kona hans, Sigríður Halldórs- dóttir. Systkini Sól- veigar eru: Efemía, var gift Sigmundi Baldvinssyni, bónda á Þöngla- bakka, en þau eru bæði látin. Halldór, en hann lést ungur, Anna, gift Eiríki Frímann Jen- sen, húsasmíðameistara í Rvík, þau eru bæði látin. Björn, hús- vörður í Miðbæjarbarnaskólan- um í Rvík, kvæntur Jóhönnu Bjarnadóttur, en þau eru bæði látin, Garðar, skólastjóri á Hofs- ósi, var kvæntur Guðrúnu Sig- fúsdóttur, en hún er látin, Ragn- heiður, gift Jóni Þorsteinssyni, en hann er látinn, bóndi á Mýra- koti í Hofshreppi, og Halldór, bóndi á Mannskaðahóli, kvæntur Lilju Egilsdóttur. Eftirlifandi eiginmaður Sól- veigar er Egill Jó- hannesson, f. 7.3. 1923, en foreldrar hans voru Jóhannes Egilsson, bóndi á Syðra-Ósi í Hofs- hreppi, og kona hans, Þóra Sigur- geirsdóttir. Þau Sólveig og Egill eiga eina dóttur, Sigríði, sem gift er Ingva Ingasyni, framkvæmdastjóra Rafha. Börn þeirra eru þrjú: Sólveig Heiða, maki hennar Arnar Valur Grétarsson og eiga þau börnin Viktor Örn, Rebekku Sif og Sigríði Þóru; Kristinn Þór, sem á börnin Anettu Sigdísi og Ragnar Ingva; og Egill Jó- hann, sambýlismaður hans er Sigurður Hrafn Sigurðsson. Þau Sólveig og Egill fluttust til Keflavíkur þar sem Egill hef- ur stundað alla almenna verka- mannavinnu en Sólveig hafði auk húsmóðurstarfanna sauma- skap að atvinnu í 12 ár en vann síðan við fiskverkun í fjölda- mörg ár. Útför Sólveigar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma mín. Nú ertu farin á vit forfeðra þinna. Með fátækleg- um orðum mínum langar mig til að minnast þín, en orð mín verða allt- af smá þegar ritað er um svo stóra persónu sem þú varst. Margar góðar stundir átti ég heima hjá þér og afa á Ásabraut- inni í Keflavík, og er margs að minnast eins og til dæmis hve óþreytandi þú varst að gefa mér hollan og góðan mat, minnst þrjár ostsneiðar á brauðið, lýsi á morgn- ana og mikið af mjólk að drekka. Og þrátt fyrir að ég sem ungur drengur hafi ekki alveg skilið þetta hef ég reynt að koma þessum venj- um til barna minna í dag. Og hve oft fórum við til Þing- valla? Ekki veit ég það, en ég veit það þó að öll þau skipti sem við tjölduðum á Öfugsnáða var lítill ömmuhnokki í gleðivímu yfir þeim samverustundum sem við áttum. Það var svo notalegt að koma heim í tjaldið eftir veiðikeppni við afa og fá brauð og mjólk og smeygja sér í lopapeysu sem þú hafðir prjónað. En það er líka óteljandi allir þeir lopasokkar, lopavettlingar og lopa- peysur sem þú prjónaðir handa mér og mínum börnum, aldrei munaði þig um að skvera fram einu pari af vettlingum ef þess þurfti. Þig skorti aldrei kraftinn og út- haldið, við þeystum upp um fjöll og firnindi, og þótt ég hafi haft ung- dóminn og þróttinn var það yf- irleitt ég sem þurfti að hvíla lúin bein. Elsku amma mín, ég mun geyma og varðveita vandlega allar okkar minningar saman, alla leikina okk- ar, öll ferðalögin, öll matarboðin, öll heilræðin, dillandi hláturinn og þig. Við biðjum að heilsa Títlu. Við viljum votta afa, mömmu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og vona að ykkar andlegi styrkur muni leiða ykkur út úr óhjákvæmilegri sorg ykkar. Amma, þú varst, ert og verður alltaf mín fyrirmynd um það hvernig aðrar ömmur eiga að vera. Kristinn Þór Ingvason. SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR ✝ Valdís BáraValdimarsdóttir fæddist á Álfhólum, Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu 27. nóvember 1956. Hún lést á Land- spítalanum 11. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Valdimar Jónsson bóndi í Álfhólum, f. 14. des. 1891, d. 31. maí 1985, og Hrefna Þorvalds- dóttir frá Skúms- stöðum í sömu sveit, f. 7. febr. 1923. Sambýlismaður Hrefnu er Michael og Cathryn Wesneski. Systur Valdísar Báru eru Sigríð- ur bóndi í Álfhólum, f. 30. nóv. 1953, hennar dóttir er Sara Ást- þórsdóttir, f. 6. júní 1974. Rósa matreiðslumaður, f. 2. okt. 1955, hennar maður er Ómar Jóhanns- son bifreiðastjóri, f. 6. jan. 1959, og eru börn þeirra Valdimar, f. 3. apríl 1982, Hrefna María, f. 20. des. 1983, og Fannar Örn, f. 29. jan. 1986. Hálfbróðir Val- dísar Báru er Þorvaldur Örn Árnason kennari, f. 15. des. 1947. Kona hans er Ragnheiður E. Jónsdóttir fóstra, f. 10. ágúst 1956, og dóttir þeirra er Eyþrúð- ur, f. 24. júní 1994. Sonur Þor- valdar af fyrra hjónabandi er Haraldur Darri, f. 27. okt. 1973. Útför Valdísar Báru verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Trausti Friðbertsson, f. 26. júlí 1917. Eig- inmaður Valdísar Báru er James Wesn- eski, tölvunarfræð- ingur frá Bandaríkj- unum, f. 8. mars 1963. Börn þeirra eru Gígja Hlín, f. 22. maí 1986, Mirra El- ísabet, f. 17. júlí 1988, og Karl Eð- varð, f. 27. ágúst 1990. Foreldrar Ja- mes eru Carl II og Elizabeth Wesneski í Maryland í Bandaríkjunum. Systkini James eru Carl III, Hinsta kveðja til þín, elsku systir. Þinni jarðvist hér á jörðu er lokið og þrátt fyrir mikinn baráttuhug dugði það ekki gegn illvígum sjúkdómi sem hrjáði þig seinustu ár. Eftir sitjum við með sorg og söknuð í huga. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig, elsku Bára. Þín Rósa. Í dag er mín kæra skólasystir og vinkona Valdís Bára Valdimarsdóttir til hinstu hvílu lögð. Það var haustið 1972 að leiðir okkar Báru lágu saman í Menntaskólanum á Laugarvatni. Með okkur tókst strax einstök vin- átta sem hvorki fjarlægð í tíma né rúmi fékk hnekkt. Bára var miklum persónutöfrum gædd og gleymist seint þeim er henni kynntust. Sér- stætt yfirbragð hennar vakti athygli og var fremur sem hún kæmi frá Austurlöndum fjær en sunnlenskri sveit uppi á Íslandi. Bára skipaði fljótlega eitt af forystusætum bekkj- arins í máladeild ML þetta haustið. Námshæfileikar hennar komu strax fram og hlaut hún hæstu einkunn í fögum eins og latínu og þýsku. Þegar hugur hennar stóð til frekara náms hélt hún til Þýskalands og hóf nám í þýskum bókmenntum. Á námsárun- um þar kynntist hún eftirlifandi eig- inmanni sínum, James Wesneski. Eftir að námi lauk í Þýskalandi flutt- ust Bára og James heim til Íslands og eignuðust þar börnin sín þrjú, Gígju, Mirru og Karl. Í byrjun árs 1995 fluttust þau vestur um haf og settust að í Boston. Það var síðan snemma árs 1999 að reiðarslagið kom er Bára greindist með hinn ill- víga sjúkdóm. Við tóku erfiðir tímar og reyndust örlögin grimm. Í veik- indum sínum var Bára sterk og sýndi ótrúlegan styrk og oftar en ekki færði hún í tal við mig hvort við gæt- um ekki hvílt nálægt hvor annarri að þessu lífi loknu. James reyndist Báru einstakur eiginmaður og stóð ætíð sem klettur við hlið hennar, ekki síst í hennar langa og stranga stríði við sjúkdóminn sem nú hefur lagt hana að velli. Fjölskyldur þeirra beggja lögðust á eitt við að styðja þau og styrkja í þessum mikla harm- leik. Móðir Báru, Hrefna, lét hvergi bugast og hjúkraði dóttur sinni þar til yfir lauk. Á 25 ára stúdentsafmælinu okkar nú í vor munum við samstúdentar þínir, kæra Bára, minnast þín með söknuði og að leiðarlokum þakka ég þér innilega fyrir samveruna. Minningin um þig mun lifa. Ég votta ykkur, elsku Gígja, Mirra, Kalli og James, svo og öðrum aðstandendum Báru, mína dýpstu samúð. Sigrún Davíðs. Bára, fallega Bára, eins og ævin- týraprinsessa frá Austurlöndum. Ég, stelputrippi sem fékk að vera í sveitinni á Álfhólum, man hvað ég gladdist þegar frændfólk okkar sagði mér að ég líktist dálítið frænku minni, henni Báru á Álfhólum. Það var alltaf einhver ævintýraljómi í kringum þig. Hver dagur sem þú varst heima í sveitinni varð að litlu ævintýri. Þú sýndir mér bækurnar þínar, sagðir mér frá fjarlægum stöðum sem þig langaði til að heim- sækja. Þú lést drauma þína rætast, ferðaðist og dvaldir lengi erlendis. Seinna þegar við hittumst kynntir þú James fyrir mér, sýndir mér stolt börnin þín og heimurinn brosti til þín. En bros heimsins fór að fölna, ég fékk fréttir af alvarlegum veikindum þínum, fylgdist með hetjulegri bar- áttu þinni og fjölskyldu þinnar við VALDÍS BÁRA VALDIMARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.