Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 13 VERKFALL starfsfólks í verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafn- arfirði hefur nú staðið frá því á mánudag og er afleiðinga þess farið að gæta víða í sam- félaginu í Hafnarfirði. Leik- skólar hafa verið lokaðir alla daga vikunnar og kennsla stöðvaðist í grunnskólum á miðvikudag, þannig að tæp- lega 4.500 börn á leikskóla- og grunnskólaaldri hafa þurft að sitja heima síðustu daga. Þá hefur þurft að draga verulega úr heimaþjónustu við aldraða og öryrkja á ríflega 200 heim- ilum í Hafnarfirði. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í vinnudeilunni en nýr fundur hefur verið boðaður í dag hjá ríkissáttasemjara. Foreldrar eru orðnir ugg- andi vegna stöðu mála og sér í lagi foreldrar grunnskóla- barna þar sem stutt er eftir af skólaárinu og prófin því í upp- námi. Foreldraráð Hafnar- fjarðar hefur sent frá sér ályktun og lýst yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í grunnskólum Hafnarfjarðar vegna verkfalls meðal starfs- fólks grunnskólanna og í ályktuninni er skorað á deilu- aðila að ná sáttum nú þegar. „Foreldraráð Hafnarfjarð- ar minnir á ábyrgð deiluaðila gagnvart grunnskólanemum í Hafnarfirði. Einnig vill For- eldraráð Hafnarfjarðar benda á að samkvæmt grunnskóla- lögum er lágmarkskennslu- dagafjöldi skólaársins 170 dagar. Foreldraráð Hafnarfjarðar fer fram á að bæjaryfirvöld hlutist til um að þeim kennslu- dögum sem tapast vegna verkfallsaðgerða verði bætt við skólaárið.“ Róbert McKee, formaður foreldraráðs Hafnarfjarðar, segir að fólk sé mjög ósátt við stöðu mála. Hann á börn bæði í leikskóla og grunnskóla og segir ástandið ekki ganga til lengdar og þolinmæði fólks þrjóti brátt ef ekki leysist úr málum. Þá gagnrýnir hann viðbrögð bæjaryfirvalda og segir að þau verði að upplýsa fólk um það í hvað stefni í þessum málum. Mikil óvissa ríkjandi meðal grunnskólabarna Hrafnhildur Halldórsdóttir er móðir þriggja barna á grunnskólaaldri í Setbergs- skóla og hún segir ástandið vera alveg skelfilegt. Hún segist eiga barn í 9. bekk sem hafi átt að fara í próf í dag og meðal nemenda hafi verið komin upp ákveðin stemming fyrir próflestri, en nú hafi fót- unum verið kippt undan þeim. „Það snertir mitt heimili mjög mikið þegar enginn fer í skóla. Krakkarnir eru bara í fríi og það er engin stemming fyrir því að fara að lesa undir próf. Maður hefur rosalegar áhyggjur, vegna þess að þau voru að sigla inn í svona stemmingu að fara að lesa, og síðan er fótunum kippt undan þeim. Þau vita ekki hvar þau standa, hvort þau eru komin í frí eða hvort þau eiga að vera að lesa. Þetta skapar óöryggi og kvíða og nú er einmitt próf- vikan að taka við.“ Hrafnhildur segist hafa miklar áhyggjur af því að ekki náist að semja fyrir skólaslit. Hún segir þessa stöðu hafa komið sér í opna skjöldu því hún hafi ekki átt von á því að skólarnir myndu lokast líka. „Það ríkir mikil óvissa og óöryggi varðandi það hvernig þetta fer. Maður hefur verið að fylgjast með stöðunni og ég er svolítið hissa á bæjaryfir- völdum að láta þetta yfir okk- ur ganga. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og hefði gjarnan viljað sjá einhvern borgarafund um málið. Vissu- lega myndum við kannski láta þetta bíða, ef við værum ekki að tala um að prófin leggist kannski af. Það er ekki eins og maður hafi vikuna til að spá í stöðuna, því þá er skólinn bú- inn. Þannig að þetta er svolítið ábyrgðarleysi og maður skilur ekki almennilega bæjaryfir- völd, sem hafa í raun ekkert lýst því yfir hvernig þau ætla að leysa þetta.“ Árni Þór Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri fjölskyldusviðs Hafnarfjarðarbæjar, segir menn vissulega uggandi um að verkfallið dragist á lang- inn, sér í lagi vegna þess að nú sé prófmánuður og krakkarn- ir séu komnir á skrið við að undirbúa prófin. Hann segir bæjaryfirvöld hins vegar lítið geta gert nema beðið eftir því að samningar takist. „Það er ekki hægt að bregð- ast öðru vísi við en að semja. Af hálfu bæjarins verður ekki reynt að fara í kringum þenn- an feril á nokkurn hátt, heldur verður þetta mál unnið alger- lega heiðarlega.“ Áhyggjur fólks stigmagn- ast með hverjum degi Kolbrún Oddbergsdóttir, öldrunarfulltrúi Hafnarfjarð- arbæjar, segir verkfallið hafa þær afleiðingar að ekki sé hægt að halda úti heimaþjón- ustu og hefur aðeins verið hægt að veita lágmarksþjón- ustu frá því á mánudag. Það eru um 300 manns sem fá heimaþjónustu á rúmlega 200 heimilum, en það eru ellilíf- eyrisþegar, öryrkjar og þeir sem eru sjúkir tímabundið, auk þess sem veitt er stuðn- ingsþjónusta við geðfatlaða. Að sögn Kolbrúnar fékkst að vísu undanþága fyrir þremur stöðugildum sem skipt er upp milli átta kvenna. „Við notum þetta í brýnustu hlutina, sem felst aðallega í því að líta inn til fólks. Það er ekkert þrifið og ekkert gert annað en að líta til með þeim sem alls ekki geta án þess ver- ið.“ Að sögn Kolbrúnar er þó eitt þessara þriggja stöðu- gilda bundið að mestu við einn stað, þannig að tvö stöðugildi eru þá eftir til að sinna öllum hinum. Verkfallið hefur ekki áhrif á heimsendingar á mat en hins vegar hefur ekki verið hægt að halda úti starfsemi í tveimur mötuneytum fyrir íbúa sem búa í sjálfseignar- íbúðum fyrir aldraða. Kolbrún segir að hægt sé að þola þetta ástand í nokkra daga, en næstu daga fari róðurinn að þyngjast náist ekki samning- ar í deilunni. „Það má segja að áhyggjur fólks stigmagnist vegna þessa ástands. Þetta er allt í lagi í nokkra daga, svona innan gæsalappa í viku hjá flestum, en þá fer þetta að verða þungt undir fæti, það segir sig sjálft.“ Verkfall félagsmanna Hlífar er farið að hafa víðtæk áhrif í Hafnarfirði Hafa áhyggjur af próf- um grunnskólabarna Hafnarfjörður Þrjú hundruð aldraðir og öryrkjar fá lágmarksheimaþjónustu KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Valur hélt upp á 90 ára af- mæli sitt 11. maí síðastlið- inn. Nokkrir gamlir félags- menn voru heiðraðir í tilefni dagsins og þar á meðal var Sigurður Ólafsson, fyrrum knattspyrnu- og handknatt- leiksmaður, sem var sæmd- ur heiðursorðu ÍSÍ fyrir störf sín í þágu Vals og íþróttahreyfingarinnar. Sigurður er á átttugasta og fimmta aldursári, hlé- drægur maður að eðlisfari og lítið gefinn fyrir að ræða um íþróttasigra sína. Hann er einn af fjórum núlifandi heiðursfélögum Vals en hin- ir eru Jóhannes Berg- steinsson múrarameistari og Úlfar Þórðarson augnlækn- ir, sem báðir eru á níræð- isaldri, auk Þórðar Þorkels- sonar endurskoðanda sem er á áttræðisaldri. Sigurður á að baki glæstan íþrótta- mannsferil. Hann varð fyrst Íslandsmeistari með Val árið 1935 en frá 1935 til 1945 varð Valur Íslandsmeistari öll árin nema tvisvar, eða í níu af ellefu skiptum. Sig- urður keppti með meist- araflokki fram til ársins 1951 og aðspurður segir hann leikmannaskipti hafa verið fátíð á þessum tíma enda hafi það jafngilt land- ráðum að skipta um lið. Spiluðu handbolta með fótbolta Sigurður keppti einnig fyrir Val í handbolta og varð Íslandsmeistari í þeirri grein 1940, ’41 og ’42. Hann neitar því að erfitt hafi verið að samræma hvort tveggja, knattspyrnuna og handbolt- ann. „Handbolti var nú ekki svona harður eins og hann er núna. Nú þykir skyn- samlegt að brjóta á and- stæðingnum. Það var eitt mót á ári og 6–8 lið og leikið á sitthvorum árstíma,“ segir Sigurður og getur þess að völlurinn sem þeir spiluðu á hafi verið brot af stærð vall- arins í Laugardalshöll. „Fyrsta árið var notaður fótbolti, stærð 4, og erfiðara að meðhöndla hann en nú- tímabolta enda klístrið óþekkt. Menn þurftu stund- um að nota báðar hendur til að kasta honum. Sumir náðu þó að stoppa boltann með annarri hendinni,“ segir hann og tekur fram að leik- reglur í handbolta hafi breyst mikið á löngum tíma. Talið berst aftur að knatt- spyrnunni og segir Sigurður miklar breytingar hafa átt sér stað þar ekki síður en í handboltanum. Helstu and- stæðingar Vals á þessum ár- um voru Fram og KR en Skagamenn blönduðu sér síðar í toppslaginn. „Það er náttúrulega allt annað æfingaprógramm núna en var þá. Í fyrsta lagi er keppt lengur á hverju ári nú. Áður var leikið og æft á malarvöllum og skilyrði voru allt önnur. Hins vegar voru einstakir menn jafn- góðir og þeir sem eru að keppa í dag,“ segir Sig- urður. „Við vorum svo heppnir Valsmenn að hafa mjög góð- an þjálfara árin 1933–38 sem gerbreytti æfingum og leikskipulagi. Það var Norð- maðurinn Reidar Sörensen.“ Borguðu ferða- lögin sjálfir Hann segir það hreinar línur að á þeim tíma hafi engum manni dottið í hug að þiggja neitt fyrir spila- mennskuna og segir at- vinnumennsku hafa verið óþekkt fyrirbæri. „Þetta var allt í ákveðnum ungmennafélagsanda. Þegar við fórum í ferðalög borg- uðum við úr eigin vasa að mestu leyti. Bæði þegar ferðast var innanlands og erlendis. Menn áttu sinn búning og hirtu hann og skóna,“ segir hann. Að mati Sigurðar hefur eðli knattspyrnunnar breyst að sumu leyti og til að mynda voru skriðtæklingar óþekkt fyrirbæri á árum áð- ur. „Menn forðuðust að detta og höguðu spilamennskunni eftir því enda spilað á mal- arvöllum eins og áður segir og menn urðu fljótt blóði drifnir ef þeim varð á að detta á hnén eða olnboga. Ég held að menn hafi ekki meitt sig eins mikið þá og núna.“ Fleira hefur breyst að mati Sigurðar, s.s. skórnir og boltarnir. „Boltarnir voru úr leðri þá og reimaðir saman en ekki plasthúðaðir eins og í dag. Þeir voru fljótir að taka í sig bleytuna og í rign- ingu urðu þeir mjög þung- ir.“ Þá segir Sigurður að skórnir hafi verið mun þyngri í þá daga en þekkist í dag. Jafngamall félaginu Úlfar Þórðarson, augn- læknir og ólympíufari, er annar heiðursfélagi í Val. Úlfar, sem líkt og íþrótta- félagið verður níræður síðar á þessu ári, keppti í sund- póló á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 og er einn af stofnendum sundfélagsins Ægis. Úlfar hefur alla tíð haft mikinn áhuga á bolta- leikjum þótt ekki hafi hann lagt stund á knattspyrnu eða handknattleik. Úlfar keppti aftur á móti í drengjahlaupi með Val á árum áður og segist auk þess fylgjast með heimaleikjum Vals í knatt- spyrnu þar sem hann hittir oft og tíðum gamla félaga sína og Valsmenn. Sigurður Ólafsson Valsmaður sæmdur heiðursorðu ÍSÍ „Menn áttu sinn búning og hirtu hann og skóna“ Morgunblaðið/Þorkell Úlfar Þórðarson, augnlæknir og ólympíufari, og Sigurður Ólafsson, fyrrverandi knattspyrnumaður hjá Val, á Vals- velli. Þeir eru tveir af fjórum heiðursfélögum í Val. Hlíðarendi ÞESSI ýta var að störfum vestur á Eiðisgranda á dögun- um og ruddi á undan sér mold á svæðinu milli sjávar og götu. Að sögn Guðbjarts Sigfús- sonar, yfirverkfræðings hjá Gatnamálastjóra, er ætlunin að sá í svörðinn en fram- kvæmdum við hjólastíg og steinhleðslu meðfram sjó lauk í fyrrasumar. Endanlegur frá- gangur hafi þá verið eftir og er ætlunin að klára hann núna. Aðspurður um sjógang á þessum slóðum segir Guð- bjartur að bakkinn meðfram sjávarsíðunni hafi víðast hvar verið færður framar til að brjóta ölduna og draga úr hættunni á því að sjór gangi yfir í verstu veðrunum. Morgunblaðið/Jim Smart Veghefill að störfum vestur á Eiðisgranda á dögunum. Vinnu á bakkan- um er að ljúka Eiðisgrandi ÞAÐ var líf og fjör í Fossvog- inum á dögunum þegar félag- ar í Siglingaklúbbnum Ými í Kópavogi héldu upp á þrjátíu ára afmæli félagsins ásamt fjölskyldum sínum. Félagið er þekkt fyrir öflugt starf og kepptu unglingar með sér í kænusiglingum eftir að hafa gleypt í sig grillmat. Þessir strákar, sem kannski eru sigl- ingakappar framtíðarinnar, virtust svo sannarlega kunna að haga seglum eftir vindi, en ósagt skal látið hvort þeir hafa borið sigur úr býtum. Morgunblaðið/Kristinn Krakkar á kænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.