Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Hólmgeirs-son fæddist í Flatey á Skjálfanda 15. mars 1934. Hann lést 11. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Hólmgeir Jón- atansson, f. 6. mars 1899, d. 18. nóvem- ber 1983, og Nanna Jónsdóttir, f. 27. febrúar 1903, d. 18. júlí 1956. Bróðir Jóns var Bragi, f. 19.3. 1932, d. 14.2. 1990. Hinn 9. maí 1955 kvæntist Jón eftirlifandi eigin- konu sinni, Fanneyju Guðmunds- dóttur, f. 22.5. 1934. Foreldrar hennar eru Guðmundur Guð- mundsson, f. 10.5. 1905, d. 14.9. 1981, og Sigrún Guðmundsdóttir, f. 23.1. 1915. Synir Jóns og Fann- eyjar eru: 1) Guðmundur, f. 25.5. 1954, maki Alda Bogadóttir, f. 3.2. 1953. Sonur Guðmundar er Krist- ján Karl, f. 12.9. 1976, sambýlis- Samúel Þór, f. 9.5. 1988, og Loftur Rúnar, f. 4.11. 1991. 5) Bragi, f. 29.9. 1962, maki Marta Ríkey Hjör- leifsdóttir, f. 23.4. 1965. Börn þeirra eru Hjörleifur, f. 20.7. 1992, Nanna Dóra, f. 24.10. 1995, og Hrafnhildur, f . 24.9. 2000. Jón ólst upp í Flatey og stundaði þar sjómennsku frá unga aldri. Á 18. aldursári fór hann á vertíð í Vestmannaeyjum og kynntist þar eftirlifandi eiginkonu sinni. Jón og Fanney hófu búskap í Flatey árið 1954 og bjuggu þar í 7 ár. Jón veiktist af berklum og varð það til þess að hann flutti með fjölskyldu sína til Grindavíkur árið 1961. Fyrst eftir að Jón flutti til Grinda- víkur stundaði hann verkamanna- vinnu, en var síðan á sjó til ársins 1964. Þá hóf hann störf á skrif- stofu Grindavíkurhrepps. Hann varð síðan bæjarritari þegar Grindavík fékk kaupstaðarrétt- indi og gegndi því starfi til dauða- dags. Á tímabili átti hann sæti í bæjarstjórn samhliða starfi sínu. Jón var félagslyndur og tók þátt í ýmsum félagsstörfum og gegndi mörgum trúnaðarstörfum því tengdu. Útför Jóns fer fram frá Grinda- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. kona Sigríður Fjóla Benonýsdóttir, f. 22.8. 1974. Dóttir Kristjáns er Þóra Lilja, f . 5.8. 1996. Dóttir Kristjáns og Fjólu er Svava Lind, f. 2.5. 1998. Börn Guðmundar og Öldu eru: Jón Fannar, f. 4.12. 1980, Guðrún Helga, f. 11.11. 1983, og Arnar Freyr f. 4.2. 1987. 2) Hólmgeir, f. 14.8. 1955, maki Helga Auður Jóns- dóttir, f. 12.3. 1957. Börn þeirra eru Ágúst, f. 31.12. 1982, Jón Helgi, f. 27.5. 1988, og Fanney Elsa, f. 22.7. 1992. 3) Hörður, f. 17.4. 1959, maki Helga Dagmar Guðmundsdóttir, f. 21.9. 1951. Börn Helgu eru Berg- lind Hrafnkelsdóttir, f. 26.4. 1970, og Dóra Dís Hjartardóttir, f. 18.9. 1975. 4) Smári, f. 22.7. 1960, maki Sigríður Loftsdóttir, f. 22.4. 1960. Börn þeirra eru Anna Guðrún, f. 7.7. 1981, Atli Davíð, 12.7. 1983, Það kom fjölskyldunni í opna skjöldu þegar faðir okkar og tengda- faðir lést skyndilega að morgni föstu- dagsins 11. maí síðastliðins. Hann hafði veikst fyrr í vikunni og var talið að um umgangspest væri að ræða. Engan grunaði að meiri alvara væri á ferðinni. En svona er lífið. Okkur er gefið og frá okkur er tekið. Einhver hlýtur tilgangurinn að vera þótt okk- ur sé hulin ráðgáta hvers vegna hann var kallaður svo skyndilega á brott. Faðir okkar starfaði mikið í félags- málum og var m.a. í Lionsklúbbi Grindavíkur og gegndi þar trúnaðar- störfum. Fljótlega eftir að fjölskyldan flutti til Grindavíkur varð hann með- hjálpari við kirkjuna og gegndi því starfi um árabil. Síðustu árin var hann formaður sóknarnefndar. Einn- ig tók hann um tíma þátt í bæjarpóli- tík og starfaði með Alþýðuflokknum sem þá var og var fulltrúi flokksins í bæjarstjórn. Sem sóknarnefndarformaður hafði faðir okkar málefni kirkjugarðsins á sinni könnu. Hann var nýbúinn að sýna okkur tillögu að stækkun garðs- ins vegna þess að lítið pláss var eftir í honum. Ekki hefur hann grunað þá að hann ætti eftir að lenda í því litla plássi sem eftir er í garðinum. Faðir okkar og tengdafaðir var góður ráð- gjafi og leiðbeinandi og alltaf gott að leita til hans þegar á þurfti að halda. Fjölskyldan var samhent og hafði gaman af því að ferðast saman. Í minningunni rifjast upp mörg atvik úr æsku okkar bræðranna því tengd. Árið 1966 eignaðist fjölskyldan sinn fyrsta bíl. Í hvert sinn sem færi gafst var farið í tjaldútilegur um landið. Ferðalag norður í land var fastur lið- ur á sumrin. Hin síðari ár ferðuðust foreldrar okkar um á húsbíl og var al- gengt að fjölskyldan mælti sér mót á einhverjum stað til að eyða helginni saman. Eitt af því sem lengi hefur verið á dagskrá, en komst því miður ekki í verk, var að fara öll saman til Flateyjar til að rifja upp minningar frá æskuslóðunum. Hann hafði sterk- ar taugar til Flateyjar og Flateyjar- dals enda alinn upp á þeim slóðum. Foreldrar okkar og tengdaforeldr- ar voru ákaflega samrýnd. Hann kveið svolítið fyrir starfslokum sínum að þremur árum liðnum enda vanur því að hafa mikið að gera. Ráðgert var að endurnýja gamlan sumarbústað sem þau áttu og var búið að ganga frá kaupum á nýju sumarhúsi sem koma átti í stað þess gamla. Þar var fyr- irhugað að eyða nokkrum tíma þar eftir að starfslok yrðu. Það er svo margt sem leitar á hug- ann þegar rifjuð eru upp samskipti okkar í gegnum tíðina. Við kveðjum í dag góðan föður og tengdaföður og einnig góðan vin og félaga sem reynst hefur okkur vel á lífsleiðinni. Elsku mamma. Missir þinn er mikill. Við biðjum góðan Guð að gefa þér og okk- ur styrk til að takast á við þá sorg sem nú ríkir í fjölskyldunni. Synir og tengdadætur. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur svo óvænt en eftir sitja góðar minn- ingar sem við munum varðveita. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær; ást í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. (G.Ö.) Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt. Barnabörn og barnabarnabörn. Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu, heiður er þinn vorhiminn, hljóðar eru nætur þínar, létt falla öldurnar að innskerjum – hvít eru tröf þeirra. (Hannes Pétursson.) Af einhverjum ástæðum kemur mér þessi stemmning í hug þegar ég reyni að binda hugsanir mínar í orð og kveðja Jón Hólmgeirsson. Kannski vegna þess að Jón var fæddur og upp- alinn fyrir norðan, í Flatey á Skjálf- anda, þar sem dalirnir eru bláir um óttubil þegar himinninn er heiður á vorin. Gildir þá einu hvort heldur litið er til Flateyjardals eða austur um Skjálfanda. Kannski vegna þess að hugur hans var heiður eins og vor- himinn. Kannski er það líka vegna þess að trúmennska hans gagnvart því sem honum var falið að annast, fjölskyldunni og ævistarfinu, var óendanleg eins og hin bláa vornótt í Flatey. Þótt öldurnar falli létt á vormorgni er jafnan falinn í trafi þeirra trega- blandinn þungi hins hverfula og sjá – þær geta risið og brotnað þegar minnst varir, síðan er allt kyrrt eins og áður. Maður heldur næstum því að ekkert hafi gerst, en svo opnast augu manns. Við þekktumst ekki fyrir norðan við Jón, því ég var stráklingur þegar hann var á Húsavík að lesa til gagn- fræðaprófs. Þó bjuggum við í sömu götu, eitt hús á milli okkar. Hann bjó í Flateyjarhúsinu og ég á Hringbraut 11. Fljótlega eftir að ég fór að starfa að sveitarstjórnarmálum bar fundum okkar Jóns saman. Hann spurði til fólksins við Skjálfanda, hann sagði mér sögur af fólki sem við þekktum báðir, hann rifjaði upp minningar. Það var gaman að sitja með Jóni, hann var góður sögumaður og hann unni sinni heimabyggð og sínum frændgarði úr Flatey. Og ekki var það fyrirséð á sínum tíma að þessir tveir drengir á Hring- brautinni á Húsavík, gagnfræðingur- inn ungi og fimm eða sex ára strák- pjakkur, sonur Njáls kennara, ættu eftir að starfa náið saman á öndverðu landshorni. En svo fór það nú samt. Eiginlega kynntist ég Jóni ekki vel fyrir en við hjónin fluttum hingað til Grindavíkur. Jón hafði gegnt starfi bæjarstjóra sumarið 1998 og hann tók því á móti mér þegar ég kom hér til starfa síðari hluta ágúst það ár. Jón Hólmgeirsson hóf störf á skrif- stofu Grindavíkurhrepps árið 1964. Hann hefur því helgað bænum krafta sína mestan hluta starfsævinnar eða hátt á fjórða áratug. Frá því Grinda- vík varð kaupstaður árið 1974 hefur Jón gegnt starfi bæjarritara. Jón hef- ur því starfað með öllum bæjarstjór- um sem setið hafa í Grindavík. Jón var einstaklega trúr og vinnusamur starfsmaður, jákvæður og prúður í samskiptum við samstarfsfólk og við- skiptavini. Hann naut virðingar. Mér var mikill styrkur að þekkingu hans þegar ég kom til starfa sem bæjar- stjóri. Það var nánast hægt að fletta upp í honum eins og alfræðiorðabók um menn og málefni í Grindavík. Jón átti sérstaklega auðvelt með að kenna og leiðbeina og gerði það af eðlislægri hógværð. Hann lét sér hvergi bregða þótt maður spyrði tvisvar um sama hlutinn en svaraði og leiðbeindi skil- merkilega og af sömu hógværð. Jón var stærðfræðingur frá náttúrunnar hendi, hann skildi tölur og kunni með þær að fara og útkoman var honum eins og opin bók. Við vinnufélagarnir á bæjarskrifstofunni söknum vinar og félaga, við söknum dugandi starfs- manns sem hafði yfirgripsmikla þekkingu á allri starfsemi bæjar- félagsins, enda hafði hann að mörgu leyti byggt upp og mótað vinnuað- ferðir og skipulag verkefnanna. Við þökkum þér Jón fyrir góða vináttu. Jón var félagslyndur, glaður á góðri stund og hafði yndi af samvist- um við fólk. Hann var mikill félags- málamaður, heill og sannur Alþýðu- flokksmaður og sat í bæjarstjórn Grindavíkur um nokkurra ára skeið. En það var þó með fjölskyldunni sem hjarta Jóns sló heitast. Það var auð- séð að samband þeirra Fanneyjar var gott. Ástin hafði greinilega þroskast og dafnað í nærri fimm áratuga hjónabandi. Þess vegna leið manni svo vel í návist þeirra. Þau voru sam- hent og fjölskylduböndin traust. Drengirnir þeirra fimm eru vel gerðir menn og bera svipmót þess að hafa al- ist upp í samheldinni fjölskyldu. Nú þegar aldan hefur risið svo óvænt og brotnað á þessari fjölskyldu er harmur að henni kveðinn og sorgin sár. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Spámaðurinn – Kahlil Gibran.) Ég kveð þig Jón minn með virðingu og þökk. Ég bið þess að hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar fylgi þér undir vorhimni um bláa dali til austursins eilífa. Við Sigurbjörg vottum þér kæra Fanney, sonum ykkar, tengdadætr- um og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Ég flyt einnig innilegar sam- úðarkveðjur frá vinnufélögum hjá Grindavíkurbæ. Einar Njálsson. Það er okkur huggun þó mikið sé misst að minningar geymum við bjartar. Við eigum það traust fyrir trúna á Krist að tryggðin þíns göfuga hjarta er sterkari en dauðinn, sem leysti þitt líf, og læknirinn besti er vernd þín og hlíf. (Höf. ók.) Lífsferillinn er á enda runninn, ævidegi er lokið án ævikvölds. Jón Hólmgeirsson átti einungis starfsdag og byrjaði ungur að vinna. Það er dýr- mætt samfélaginu að eiga þá menn að sem starfa í trausti á Drottin, finna sig samverkamenn hans og vinna í trú á handleiðslu hans fyrir kirkju sem og bæjarfélag. Jón var einn slíkra manna. Jón Hólmgeirsson var afar ábyrg- ur maður, traustur og þægilegur og vann öll sín störf af stakri prýði og því voru honum falin mörg ábyrgðar- störf. Fljótlega eftir að hann fór að vinna í landi árið 1964 varð hann með- hjálpari við Grindavíkurkirkju og gegndi hann því starfi í yfir tuttugu ár. Hann sat í sóknarnefnd í um þrjá- tíu ár og var formaður frá árinu 1990. Hann tók við formennsku af Svavari Árnasyni og gerði það eins og annað svo sómi var að. Jón var einn af frum- kvöðlum þess að farið var út í það að reisa hér nýja kirkju og vann ötullega að því máli. Hann var gjörkunnugur innviðum kirkjustarfsins og hafði góðan skilning á breyttum þörfum og nýjum þáttum í starfinu. Jón var farsæll sóknarnefndarfor- maður, hann var reglusamur um alla hluti og ætíð mátti reiða sig á það að fundað væri í sóknarnefnd fyrsta fimmtudag í mánuði. Hann var vel inni í öllum málum og leysti úr hverj- um vanda á farsælan hátt. Hann var maður sátta og friðar og vann allt af hógværð og lítillæti og var sannur kirkjunnar þjónn. Hann var vakinn og sofinn í því að hugsa um kirkjuna sína og var allt í góðu lagi hvort held- ur var um að ræða fjármál eða viðhald í kirkju eða kirkjugarði. Í einkalífinu var Jón gæfusamur og voru þau hjón samrýmd og nutu lífsins saman, ferð- uðust mikið og höfðu af því yndi. Fallinn er frá kær vinur og félagi og verður skarð hans vandfyllt. Við færum hann Guði með þakklæti fyrir allt það sem hann var með lífi sínu. Sóknarnefnd og starfsfólk Grindavík- urkirkju vottar Fanneyju, sonunum og fjölskyldum þeirra sínar innileg- ustu samúðarkveðjur og biður Guð að styrkja þau í sorginni. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Stefanía Ólafsdóttir. Kveðja frá Alþýðuflokksfélagi Grindavíkur Vinur okkar Jón Hólmgeirsson er látinn langt um aldur fram. Hann kom inn í stjórn Alþýðu- flokksfélags Grindavíkur árið 1970 en varð bæjarfulltrúi árið 1974 og gegndi því hlutverki í þrjú kjörtímabil, hann sótti mörg landsþing Alþýðuflokksins og var í kjördæmisráðum um árabil. Allt frá árinu 1992 og fram til dauða- dags var hann gjaldkeri Alþýðu- flokksfélags Grindavíkur. Á þessum árum var mikið uppbyggingarstarf hjá félaginu, það hafði lengi verið draumur Jóns að koma upp viðunandi aðstöðu til fundahalda og annarra félagsstarfa. Hann sá alltaf fyrir sér að jafnaðar- og félagshyggjumenn yrðu sameinaðir, sem varð að veru- leika fyrir kosningar 1998 þegar Grindavíkurlistinn var stofnaður. Þegar litið er til baka eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann heiðarleiki og nákvæmni, en það var hans aðals- merki. Sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Alþýðuflokksfélags Grindavíkur Sigurður Gunnarsson. Nú er fallinn frá félagi úr okkar röðum sem mikil eftirsjá er í. Jón var virkur félagi í Alþýðuflokknum um margra ára skeið og var um tíma bæj- arfulltrúi þess flokks. Þegar samein- ing Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og óháðra í Samfylkingarfélag Grindavíkurlistans átti sér stað var Jón ávallt innan handar þegar leita þurfti ráða og mikil virðing var borin fyrir öllu því sem hann lagði fram. Jón vildi ekki láta mikið fyrir sér fara en þegar hann tók til máls var því veitt athygli enda flutti hann ávallt mál sitt á yfirvegaðan og málefnalegan hátt. Betri kennara í heimi stjórnsýslu er vart hægt að hugsa sér því hann var viskubrunnur í þeim efnum sem hægt var að treysta á. Það var því mikil- vægt fyrir okkur sem nú stöndum að Samfylkingarfélagi Grindavíkurlist- ans að fá að njóta samvistar við svo mætan mann og mun hann verða okk- ur fyrirmynd um ókomna tíð. Ekki var síður ánægjulegt að fá að vera samferðarmenn Jóns utan stjórnmál- anna þar sem hann lék á als oddi ef sá var á honum gállinn. Fyrir þennan tíma viljum við þakka og óskum þess af öllu hjarta að almáttugur Guð styrki eiginkonu hans, fjölskyldu og vini í þeirra miklu sorg. Minningin um góðan mann mun lifa. Fyrir hönd Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans, bæjarfulltrúar félagsins. Kveðja frá Lionsklúbbi Grindavíkur Það kom eins og reiðarslag er sú frétt barst að Jón Hólmgeirsson væri látinn. Það er alltaf sárt að missa góðan samferðafélaga, ekki síst þegar hann er skyndilega kallaður og sárast þeim er næst standa. Þannig er tilveran að enginn veit sinn vitjunarstað. Jón var fæddur 15. mars 1934, sonur hjónanna Hólmgeirs Jónatanssonar og Nönnu Jónsdóttur á Flatey á Skjálfanda. Þar ólst hann upp og sjó- mennska því aðalstarfið. Eins og títt var á þeim tíma fóru sjómenn gjarna til fiskibæjanna við suðurströndina á vetrarvertíð og varð auðvitað misjafn- lega gott til fanga eins og gengur. Á vertíð í Vestmannaeyjum höguðu örlögin því þannig að Jón fékk sinn stærsta bónus í lífinu er hann hitti eft- irlifandi eiginkonu sína, Fanneyju Guðmundsdóttur. Þau hófu búskap í Flatey og giftu sig 9. maí 1955. Til að gera langa sögu stutta flutt- ust þau til Grindavíkur árið 1961. Þau keyptu húsið Túngötu 5 og byggðu þar upp sitt framtíðarheimili. Þar ólu þau upp fimm mannvænlega syni og eru fjórir þeirra giftir og búsettir í Grindavík og einn í Reykjavík. Þegar Jón og Fanney fluttu hingað til Grindavíkur mun íbúatala hafa ver- ið um átta hundruð og mikil gróska að verða í alls konar félagsstarfsemi þrátt fyrir slæma aðstöðu. Eitt af þeim félögum og klúbbum sem stofn- uð voru um og eftir 1960 var Lions- klúbbur Grindavíkur. Þegar Jón gerðist félagi þar, árið 1967, var klúbburinn aðeins tveggja ára og því enn í mótun. Það kom fljótt í ljós að þar fór maður sem skipa myndi sér í raðir þeirra er best og öt- ulast störfuðu í klúbbnum og varla á nokkurn hallað þótt sagt sé að hann hafi orðið einn af sterkustu burðar- ásum klúbbsins um árabil. Það undir- strikuðu félagarnir með því að veita honum æðsta heiðursmerki sem Lion veitir fyrir störf unnin í þágu hreyf- ingarinnar. Á ferli sínum gegndi hann fjöl- mörgum stjórnunar- og trúnaðar- störfum fyrir klúbbinn, sem hann JÓN HÓLMGEIRSSON                                     ! !!" !!!#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.