Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 33 Í YFIRLÝSINGU sinni segirRico Saccani: „Það tekur migafar sárt, að ég sé mig núknúinn til að binda enda á samstarf mitt við Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Ég hef ekki getað stjórnað hljómsveitinni á tvennum tónleikum að undanförnu af per- sónulegum ástæðum og vegna veik- inda minna, en getgátur hafa verið uppi um ákvörðun mína um að hætta. Það er ekki nema sanngjarnt að ég láti frá mér fara stutta yfirlýs- ingu að svo komnu. Ég hef átt sérlega ánægjuleg þrjú ár sem aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, hljómsveitar sem ég hef alltaf talið mikillar viðurkenn- ingar verða. Fyrir tíu árum var mér boðið að stjórna góðgerðartónleik- um til styrktar heimilislausum börn- um á Íslandi. Vegna þessarar reynslu, og vonar um að ég gæti bætt árangur hljómsveitarinnar, var mér nokkrum árum síðar boðin staða aðalhljómsveitarstjóra Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Þessa stöðu þáði ég, enda gerði ég mér fulla grein fyrir miklum möguleikum þessarar hljómsveitar. Á árum mínum með hljómsveit- inni hef ég oft gert miklar kröfur til frábærra hljóðfæraleikara Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Hljómsveitar- meðlimir hafa lagt sig fram og unnið vel á þessum tíma, og tónlistarleg færni hljómsveitarinnar hefur auk- ist, svo hljómsveitin hefur náð leikni sem vakið hefur athygli á alþjóða- vettvangi, eins og ljóst var á síðustu tónleikaferð okkar til Bandaríkj- anna og Kanada. Að auki hefur hljómsveitinni nýlega verið sýndur mikill áhugi í Asíu og Mið- og Vest- ur-Evrópu og vonir eru bundnar við tónleikahald á þessum svæðum. Ég hef persónulega lagt hart að mér við að fá framúrskarandi hljóðfæraleik- ara til Íslands til að leika með hljómsveitinni, en mér hefur þótt jafnmikilvægt að koma á framfæri bestu listamönnum íslensku þjóðar- innar. Allir þessir listamenn hafa lýst mikilli ánægju með samstarfið við okkur. Sem listrænn ráðgjafi hef ég eytt ómældum tíma og persónu- legum samböndum til að hljómsveit- in geti notið viðurkenningar utan Ís- lands. Í samvinnu við Þröst Ólafs- son, framkvæmdastjóra hljómsveit- arinnar, sem er og hefur verið minn mesti stuðningsmaður, hefur mér verið kleift að bjóða upp á sviðsett- an óperuflutning með hljómsveitinni á óperunum Turandot, Aidu og Carmen á síðustu misserum. Áform voru uppi um að setja upp í fyrsta sinn á Íslandi ballettinn Hnotu- brjótinn eftir Tsjajkovskíj, í sam- vinnu við einn af fremstu ballett- flokkum Evrópu. Að auki hefur hljómsveitin hljóðritað þrjá framúr- skarandi geisladiska, sem nú eru seldir um allan heim. Með aðstoð Þrastar Ólafssonar hefur mér ekki aðeins tekist að bæta hljóðfæraleik- urum í hljómsveitina, það hefur einnig tekist að gera það án þess að starfsöryggi annarra hljóðfæraleik- ara hafi verið stefnt í hættu, en það er nokkuð sem hljómsveitarstjórar eiga almennt ekki að venjast. Ég hafði bundið vonir við að á síðustu þremur árum, með svo marga frá- bæra tónleika að baki og góðan ár- angur á mörgum sviðum, hefði skapast gagnkvæmur skilningur og traust milli mín, hljómsveitarinnar og stjórnar hennar. Ég vonast til að geta komið til Íslands til að halda kveðjukonsert 5. október, og kveðja þá mína tryggu áheyrendur og hljómsveitina sem hefur verið mér svo kær.“ Harmar að ekki verður framhald á samstarfi Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands sendi í gærkvöldi frá sér eft- irfarandi fréttatilkynningu: „Eins og áheyrendur Sinfóníu- hljómsveitar Íslands hafa orðið áskynja hefur aðalstjórnandinn Rico Saccani ekki stjórnað sveitinni í mars og apríl, eins og ráðgert hafði verið. Var það sakir veikinda hans. Rico Saccani hefur tjáð stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands að hann, af persónulegum ástæðum, sjái sér ekki fært að halda áfram starfi sínu sem aðalhljómsveitar- stjóri. Hefur stjórn hljómsveitarinn- ar fallist á ósk hans í þessum efnum. Rico Saccani var upphaflega ráð- inn aðalhljómsveitarstjóri til tveggja ára frá og með miðju ári 1998 af þáverandi stjórn hljómsveit- arinnar. Núverandi stjórn óskaði eftir framlengingu þeirrar ráðning- ar um önnur tvö ár og var samið um framhaldsráðningu fram á mitt ár 2002. Sinfóníuhljómsveitin hefur þrosk- ast og náð mjög góðum árangri und- ir stjórn Ricos Saccani og er þar skemmst að minnast glæsilegrar tónleikaferðar til Norður-Ameríku á sl. hausti. Stjórn hljómsveitarinnar þakkar honum farsæla stjórn sveitarinnar á liðnum árum og harmar að ekki get- ur orðið framhald á samstarfinu með þeim hætti sem ráð hafði verið fyrir gert. Samkomulag er um að Rico Sacc- ani komi og stjórni hljómsveitinni á einum tónleikum á hausti kom- anda.“ Rico Saccani hættir sem aðalhljómsveitarstjóri SÍ „Batt vonir við gagnkvæm- an skilning og traust“ Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Rico Saccani aðalhljómsveitarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok hans hjá hljómsveitinni en undanfarnar vikur hefur sterkur orðrómur þessa efnis verið á kreiki. Hann hefur nú verið staðfestur og bárust Morgunblaðinu yfirlýsingar beggja aðila í gær. Rico Saccani, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Eden Hveragerði Sýningu Myndlistaklúbbsins „Málun og teiknun í Hvassaleiti“ sem haldin er í Eden í Hveragerði lýkur á sunnudag. Handverk og hönnun Sýningunni Borðleggjandi hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 12 lýkur á sunnudag. Yfirskrift sýning- arinnar er „Borðum saman við fal- lega búið borð og verum lengi að því“. Þar sýna þrjár leirlistakonur og þrír textílhönnuðir verk sín og leggja sameiginlega á borð.Þær eru Guð- laug Halldórsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir og Ragna Fróðadóttir. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis. Sýningum lýkur eldra verk, en þó auðugt af ljóðræn- um, allt að því rómantískum, köflum. I. þáttur er undir sónötuformi og hefst á undirleikslausri reifun ein- leikarans á fyrra aðalstefi, en hið seinna hljómar líkt og væri fyrir- mynd Piaf-ballöðunnar La vie en rose. Hinn hægi nýklassíski miðþátt- ur er ugglaust með því fegursta sem Prokofjev samdi í konsertgreininni og hefst og endar á eftirminnilegum plokkuðum arpeggíóum í strengjum sem bakgrunn við sönghæft fiðlustef- ið og kontrapunkt í klarínett, er leik- ur dúett við kontrabassa í bláenda. Hryngammur Prokofjevs færist svo í lokaþætti í æðra veldi, m.a. með tíðri notkun á 5- og 7-skiptum takti og í þríþættu rondóformi. Stradívaríus- fiðla sem áður var í eigu frægasta fiðlukennara Rússa, Leopolds Auer, söng fagurlega í bíósalnum vestur á Melum í lýtalausri meðferð hins ört rísandi fiðluvirtúóss, Vadims Gluzm- an, sem runninn mun frá Úkraínu, en nú búsettur í Ísrael. Fiðluleikarinn töfraði fram margt eftirminnilegt eyrnayndið með sérlega hlýrri og öruggri túlkun sinni í vel samtvinn- uðum og nærri kammermúsíkölskum samleik við hljómsveitina undir þaul- TROÐFULLT var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gær- kvöld, og kannski engin furða. Mel- ódíski þáttur tónsköpunar hefur ávallt höfðað mest til almennings, og í þeim efnum skaga afurðir Tsjæk- ovskís, Prokofjevs og Sjostakovitsj óneitanlega upp úr mörgu af því sem samið hefur verið fyrir sinfóníu- hljómsveit aldarhelminganna sitt hvorum megin við 1900, og velflestu eftir það. Komið var aftan að háróm- antík Tsjækovskís út frá írónísku sjónarhorni tveggja sovézku eftir- manna hans, þótt báðir væru sjálfir þónokkrir rómantíkerar inn við bein- ið. Fyrst og léttvægast með gáska- fullri ballettsvítu Sjostakovitsj frá 1952, er hann dró saman úr tveim eldri verkum frá 4. áratug, leikhús- tónlistinni við „Comédie humaine“ eftir Balzac og ballettnum Tæri læk- urinn. Ljúft og auðmelt sælgætisbox fullt af tónrænu konfekti og sleiki- pinnum, léttkryddað hrynrænum og hljómrænum uppátækjum í jafnt lævísu sem grófara gríni er gömlu spaugararnir Rossini, Offenbach og Strauss yngri hefðu ugglaust kunnað að meta við skál. Það var gaman að sjá hljómsveitina leggja sig ekki síð- ur fram í þessu sirkuskennda létt- meti en í seinni atriðum kvöldsins, enda gat fjörug en fáguð spila- mennskan iðulega ginnt mann til að halda að um burðugra verk væri að ræða en innstæða var fyrir. Höfundi til varnar má minna á, að þetta skrautlega tónpjötluteppi Sjostakov- itsj var tekið saman meðan menning- arvarðhundar Stalíns eltu enn ólar við allt sem telja mætti „andöreiga- legt“. Engu að síður mátti hafa gam- an að ýmsu nýstárlegu smælki, t.a.m. niðurlagshljómi Elegíunnar (IV.) á víbrafón(!). Frágangur tónleikaskrár var ann- ars meira eða minna í skötulíki. Ekki aðeins gleymdist að telja fram IV. þátt ballettsvítunnar, heldur hafði einhverjum einnig orðið á í messunni þegar Fiðlukonsert Prokofjevs var nefndur og umfjallaður sem nr. 1. (raunar einnig áður á Netsíðu og í dagblöðum), sem reyndist þegar á hólminn kom vera hinn 20 árum yngri konsert hans nr. 2. En það voru ekki verri skipti. Nr. 1 hafði síðast verið leikinn hér í apríl 1999, og sem betur fór var misskilningurinn leið- réttur á útbýttu lausblaði þegar gengið var inn í kvikmyndahúsið. Konsert nr. 2 í g-moll Op. 63 er meðal höfuðverka 20. aldar í greininni; tölu- vert njörvaðri smíð en hið vinsælla reyndri stjórn Kitajenkos, er greini- lega vissi nefi sínu lengra um innviði þessa margslungna verks. Gat fáum blandaizt hugur um að mikill fengur var að komu þeirra beggja hingað. Eftir hlé var komið að líklegum frambjóðanda í hóp 20 ef ekki 10 vin- sælustu sinfónía allra tíma, nr. 5 í e- moll Op. 64 eftir Pjotr Tsjækovskí. Hljómkviðan er frá árinu 1888; líkt og svanasöngur hans nr. 6 (Pathét- ique) þrungin örlagaríku þunglyndi undir niðri, þótt hlaðin sé sannkall- aðri perluröð af seiðandi stefjum í óviðjafnanlegri orkestrun. Það var greinilegt þegar frá byrjun, að stjórnandinn var hér á algerum heimavelli, vissi út í hörgul hvað hann vildi og hvernig ætti að ná því fram. Til dæmis vakti fljótt eftirtekt hvað náðist annars fágætt styrkjafnvægi milli strengja og lúðra, jafnvel á kraftmestu stöðum, og var engu lík- ara en að fjölgað hefði verið mark- vert í fiðlum, enda léku þær af sjald- heyrðum krafti og innlifun þegar mest lét, en samt með glansmiklum og óþvinguðum samhljómi. Spila- mennskan var í ótvíræðum stjörnu- flokki í öllum deildum þetta kvöld, hnífnákvæm en sveigjanleg, og hlust- endur upplifðu þá eftirsóknarverðu en miður sjálfgefnu ánægju af því að geta heyrt í senn tign massans og tif einstakra radda í óviðjafnanlegri tærri og klukkusnarpri túlkun, sem eflaust verður lengi í minnum höfð. Rússnesk snilld í meistaratúlkun TÓNLIST H á s k ó l a b í ó Sjostakovitsj: Ballettsvíta nr. 3. Prokofjev: Fiðlukonsert nr. 2. Tsjækovskí: Sinfónía nr. 5. Vadim Gluzman, fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Dmitris Kitajenkos. Fimmtudaginn 17. maí kl. 19.30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.