Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 24
Guðmundur Runólfsson hf. birtir þriggja mánaða uppgjör TAP Guðmundur Runólfssonar hf., fiskvinnslu og útgerðar í Grundar- firði, nam 20,2 milljónum króna á fyrstu þrem mánuðum ársins. Hagn- aður fyrir afskriftir og vexti (EBITDA) nam 70,6 milljónum og var tæp 24% af veltu á sama tímabili. Allt árið í fyrra nam tap á rekstri félagsins 63,3 milljónum króna. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að framlegð sé betri en stjórnendur hafi áður séð en geng- istap vegna veikingar íslensku krón- unnar sé ástæða þess að tap sé á rekstri félagsins. Gengistap vegna erlendra lána var 45,9 milljónir á tímabilinu. Eiginfjárhlutfall var 16,3% 31. mars síðastliðin og nam eigið fé félagsins 380 milljónum. Arðsemi eiginfjár var neikvæð um 5,11% fyrstu þrjá mánuði ársins. Meðalfjöldi starfa hjá Guðmundi Runólfssyni hf. var 106 á tímabilinu en félagið er skráð á vaxtarlista Verðbréfaþings Íslands og er áætlað markaðsvirði félagsins um 745 millj- ónir króna. Tap 20,2 milljónir króna VIÐSKIPTI 24 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ PHARMACO hf. skilaði 451 milljón króna í hagnað á fyrsta fjórðungi árs- ins. Til samanburðar var hagnaður alls ársins í fyrra 893 milljónir króna, en ekki eru til sambærilegar tölur fyr- ir fyrsta fjórðung í fyrra þar sem Pharmaco hefur stækkað mikið frá þeim tíma, aðallega vegna samruna við Balkanpharma, en í tengslum við það var hlutafé aukið um 170%. Tekjur tímabilsins voru 3,6 millj- arðar króna og framlegð af vörusölu var 34%, sem er hækkun úr 31% fyrir allt árið í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam 943 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins en var 1.990 milljónir króna allt árið í fyrra. Þetta þýðir að sem hlutfall af tekjum hækk- aði hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði úr 18% í 26%. Hrein fjármagnsgjöld félagsins námu 141 milljón króna. Þar af voru vaxtatekjur jákvæðar um 109 millj- ónir króna, en vaxtagjöld og verðbæt- ur neikvæð um 106 milljónir króna og gengismunur neikvæður um 169 milljónir króna. Tekjuskattur félags- ins nam 216 milljónum króna. Mikil aukning skammtímakrafna Efnahagsreikningur félagsins hækkaði úr 11,4 milljörðum króna um áramót í 12,5 milljarða króna í lok mars, eða um tæp 10%. Eignamegin varð mest aukning í skammtímakröf- um. Þær hækkuðu um 937 milljónir króna og að sögn forstjóra félagsins, Sindra Sindrasonar, á kynningar- fundi sem félagið hélt í gær, stafar þessi aukning bæði af auknum um- svifum og af því að búlgarska ríkið hefur breytt um fyrirkomulag við lyfjakaup. Þetta veldur því að ríkið gefur sér nú lengri greiðslufrest en áður, en sú breyting hefur aðeins áhrif til hækkunar krafnanna í eitt skipti. Þessi hækkun skammtíma- krafnanna veldur því að þessu sinni að handbært fé til rekstrar nemur 155 milljónum króna þó veltufé frá rekstri nemi 715 milljónum króna. Í ársbyrj- un átti félagið 642 milljónir króna í handbæru fé, en það hafði hækkað í 1.184 milljónir króna í lok mars. Eigið fé Pharmaco nam 5,7 millj- örðum króna í lok mars og hafði hækkað úr 4,8 milljörðum króna um áramót. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 42,4% í 44,7% á tímabilinu og arðsemi eigin fjár var 37,3%. Afkoma umfram áætlanir Söluaukning Pharmaco á Íslandi nam um 12% á tímabilinu en sölu- aukning erlendis í Bandaríkjadölum nam 17,2%. Velta Pharmaco erlendis nam 77% af heildarveltu tímabilsins og hækkaði úr 69% fyrir árið 2000. Reikningsskil Pharmaco eru nokkuð flókin vegna mismunandi gjaldmiðla sem notaðir eru innan samsteypunn- ar. Stór hluti starfseminnar er í Búlg- aríu og færist í þarlendri mynt, salan er að meirihluta til í Bandaríkjadölum og svo er Pharmaco hf. gert upp í ís- lenskum krónum. Þetta veldur því að áhrif hækkunar Bandaríkjadals gagnvart krónu eru jákvæð í rekstri félagsins og skýrir það að hluta til af- komuna nú. Forstjóri félagsins sagði þó að fleira kæmi til og að líklega yrði afkoma félagsins yfir árið betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir, jafnvel þó litið væri til hagstæðrar gengis- þróunar. Ekki væri þó hægt að gefa upp tölur í því sambandi. Áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir 13 milljarða króna veltu og 1,3 milljarða króna hagnaðar eftir skatta. Áhersla á markaðssetningu og sölu Hjá stjórnarformanni félagsins, Björgólfi Thor Björgólfssyni, kom fram að Pharmaco hafi áhuga á að kaupa lyfjafyrirtæki af sambærilegri stærð erlendis sem passi vel við þær vörur sem Pharmaco framleiðir nú. Hann sagði að þetta væri í athugun og að búast mætti við fréttum um þetta efni síðar á árinu. Björgólfur Thor sagði einnig að í athugun væri að hefja samstarf við rússneska aðila um stofnun keðju lyfjaverslana þar í landi, en miklir möguleikar væru í lyfsölu þar. Félag- ið hefði áhuga á að einbeita sér að dreifingu og markaðssetningu í stað þess að fjárfesta í framleiðslutækjum í Rússlandi, því á meðan tollar í Rúss- landi væru ekki meiri hindrun en raun bæri vitni kæmi betur út að nýta verksmiðjur Balkanpharma í Búlgar- íu, en framleiðslugeta þar væri næg. Þá væri álagning í lyfjaverslunum í Rússlandi há miðað við það sem við ættum að kynnast og 60-70% lyfja séu seld án lyfseðils, sem þýði að miklu skipti að hafa öflugt dreifingarkerfi. Sá möguleiki væri þó fyrir hendi að setja upp verksmiðju í Rússlandi ef aðstæður breyttust og vegna reynslu sinnar ætti Pharmaco að geta gert það með hagkvæmum hætti miðað við aðra. Gengi Pharmaco var 38,5 við lok markaðar í gær og hafði hækkað um 1,3% frá fyrra degi. Mikil viðskipti voru með bréfin, 406 milljónir króna í 44 viðskiptum. Hagnaður samstæðu Pharmaco hf. 451 milljón króna á fyrsta fjórðungi ársins Arðsemi eig- in fjár 37,3% Morgunblaðið/Sigurður Jökull Björgólfur Thor Björgólfsson segir í athugun að kaupa annað lyfjafyrir- tæki af svipaðri stærð og að setja upp keðju lyfjaverslana í Rússlandi. KAUPFÉLAG Suðurnesja, sem á um 85% hlut í Samkaup- um, var rekið með 34 milljóna króna hagnaði eftir skatt í fyrra samanborið við 77,6 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstr- artekjur ársins námu 3.254 milljónum króna á móti 2.868 milljónum árið áður, en í fyrra voru Samkaup og Matbær sam- einuð í eitt félag. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 61,4 milljónir en var 121,2 milljónir árið áður. Rekstrartekjur Kaup- félags og dótturfélaga námu tæpum 3,3 milljörðum en voru 2,9 milljarðar árið áður. Rekstr- argjöld námu 3,2 milljörðum á móti 2,8 milljörðum árið áður. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 12,3 milljónir en árið áður voru þeir jákvæðir um tæpar tvær milljónir. Veltufé frá rekstri nam 116,8 milljónum á móti 134,5 milljónum árið áður. Aukin velta hjá Kaup- félagi Suð- urnesja Kaupþing sækir um viðskiptabankaleyfi Morgunblaðið/ Ásdís verið viðunandi, er hann ekki nægur til að fjármagna þann mikla vöxt sem er í fyrirtækinu.“ Hann segir Frjálsa fjárfestinga- bankann, sem Kaupþing á 35% hlut í, skipta töluverðu máli í þessu sam- bandi en hann væri þó ekki eina ástæðan fyrir útboðinu. Það tæki þó þungt í eiginfjárhlutföll banka að eiga hlut í öðrum banka. Um gengi hlutabréfanna sem boðin verða út segir Sigurður að það hafi ekki verið ákveðið og verði ekki ákveðið fyrr en rétt áður en útboðið byrjar. VÞÍ hefur samþykkt að taka nýtt hlutafé til skráningar að útboði loknu, enda hafi Kaupþing hf. uppfyllt öll skilyrði skráningar. KAUPÞING hf. tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að sækja um við- skiptabankaleyfi fyrir félagið. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir að þær heimildir sem er að finna í viðskiptabankalög- unum gefi félaginu kost á að veita við- skiptavinum sínum alhliða þjónustu. Ekki standi þó til, að svo stöddu, að fara í almenna viðskiptabankaþjón- ustu, s.s. að opna útibú. „Það er nú þannig að mjög víða er- lendis, þá sérstaklega í löndum efna- hagsbandalagsins, er ekki gerður greinarmunur á því hvort um er að ræða viðskiptabanka eða fjárfest- ingabanka. Þar sem við höfum fullt bankaleyfi, eins og í Lúxemborg, þar höfum við viðskiptabankaleyfi líka. Leyfið sem við erum að fá í Dan- mörku, vonandi innan tveggja vikna, það gerir engan greinarmun á við- skiptabanka og fjárfestingabanka.“ Sigurður segir að í ljósi þessa hafi þótt ótækt að vera ekki með fullt bankaleyfi í móðurfélaginu. Kaupþing tilkynnti einnig um hlutafjárútboð í gær. Útboðið hefst eftir helgi og seld verða til forgangsréttarhafa ný hluta- bréf fyrir 200 milljónir króna að nafn- virði. Seljist ekki allt hlutafé til for- gangsréttarhafa mun það sem eftir stendur verða selt til almennra fjár- festa í byrjun júní. Útboðsgengi hlutabréfa ekki ákveðið Sigurður segir markmiðið með út- boðinu fyrst og fremst vera að styrkja eiginfjárgrunn félagsins. Stjórn þess hafi sett sér það markmið að eigin- fjárhlutfallið verði í námunda við 12% og ekki lægra en 11%, sem sé hærra en flest önnur fjármálafyrirtæki hafa. „Félagið hefur vaxið mikið að und- anförnu og þó að hagnaðurinn hafi FRÁ 1. maí sl. færist eignarhlutur Baugs í Arcadia í hlutdeild sam- stæðunnar í gegnum Baug Holding og 20% af hagnaði félagsins færist á rekstrarreikning Baugs. Markaðs- verðmæti hlutarins er nú um 14 milljarðar króna en bókfært verð er 10 milljarðar. Þá er áætlað að hagn- aður Arcadia á yfirstandandi fjár- hagsári verði 6 milljarðar króna fyr- ir skatta. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í gær til kynningar á Arcadia Group, sem Baugur á fimmtungshlut í. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði þetta styrkja efnahag Baugs verulega, kaupverð hlutarins væri lægra en bókfært eigið fé Ar- cadia og það lækkaði viðskiptavild í bókum Baugs. Hann sagði við- skiptavildina lækka um 1,3 milljarða króna og afskriftir félagsins lækk- uðu með þessu um 70 milljónir króna á ári. Jón lýsti ánægju sinni með fjárfestinguna í Arcadia. „Þeg- ar við byrjuðum að kaupa í Arcadia var gengið á bréfunum um 40 pens. Í dag, aðeins sjö mánuðum seinna, er gengið komið upp undir þrjú pund.“ Eigið fé samstæðu 15 milljarðar Baugur áætlar að niðurstaða efnahagsreiknings samstæðunnar verði um 35 milljarðar króna í lok ársins. Þá er gert ráð að eigið fé samstæðunnar verði um 15 milljarð- ar króna. Eins og áður hefur komið fram er áætlað að hagnaður Baugs á hvern hlut aukist um 45% á milli ára, úr 48 aurum í 70 aura. Baugur tók við rekstri Bill’s Doll- ar Stores í Bandaríkjunum 19. apríl og sagði Jón Ásgeir að vinna við sameiningu Bonus Dollar Stores og Bill’s Dollar Stores í eitt félag sé þegar hafin, undir nafninu Bonus Stores. Báðar keðjurnar verða þó áfram reknar undir sömu nöfnum. Að sögn Jóns Ásgeirs verður sam- einað félag fimmta stærsta dollara- keðja í Bandaríkjunum. Hann sagði mikinn vöxt vera á þessum markaði en Baugur kæmi næstu 12 mánuði til með að einbeita sér að því að snúa rekstrinum við og sameina félögin. Áætluð velta Bonus Stores á þessu ári er 300 milljónir dollara og 380 milljónir dollara árið á eftir. Áætlaður efnahagsreikningur sam- einaðs félags í lok mars 2002 er 80 milljónir og eigið fé er áætlað að verði 50 milljónir dollara. Styrkir efnahag Baugs verulegaFRAM kemur í tilkynningu Hag- stofu Íslands að samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 108,8 stig í apríl síðastliðnum (1996=100). Vísitalan hækkaði um 0,5% frá mars. Á sama tíma hækk- aði vísitalan fyrir Ísland um 1,2%. Frá apríl 2000 til apríl á þessu ári hækkaði vísitalan um 2,6% að með- altali í ríkjum EES. Verðbólgan var minni í ríkjum utan evrusvæð- isins en þar var verðbólgan 2,9%. Helsta ástæða minni verðbólgu ut- an evrulandanna er afar lág verð- bólga í Bretlandi eða einungis 1,1%. Verðbólgan er metin með til- liti til þjóðarframleiðslu þannig að stærstu hagkerfin hafa mesta vægið í vísitölunni. Mesta verðbólgan frá apríl 2000 til apríl 2001 var 5,3% í Hollandi. Verðbólgan á Íslandi var 4,4% og í Noregi 3,0% á sama tímabili. Neysluverðs- vísitala EES-svæð- isins hækkar um 0,5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.