Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 29
ELÍAS B. Halldórsson opnar sýn-
ingu á olíumálverkum í Listasetr-
inu Kirkjuhvoli, Akranesi, á
morgun, laugardag.
Elías er fæddur í Borgarfirði
eystra árið 1930. Hann stundaði
nám í myndlist í Reykjavík, Stutt-
gart og Kaupmannahöfn. Elías
hefur haldið fjölda einkasýninga
og verið samferða í samsýn-
ingum.
Sýningunni lýkur 4. júní. Lista-
setrið opið alla daga nema mánu-
daga kl. 15–18.
Elías B. Halldórsson við verk sín.
Olíumálverk í Listasetrinu
LISTAMENNIRNIR Jóhanna
Þórðardóttir og Jón Reykdal standa
þessa dagana að samsýningu í Lista-
safni ASÍ. Sýning þeirra er bæði í Ás-
mundarsal og Gryfjunni, en lista-
mennirnir hafa hér kosið að deila
rýminu á þann hátt að verk þeirra
hanga hlið við hlið í sýningaraðstöðu
safnsins.
Verk Jóns eru öll unnin á striga, en
Jóhanna hefur valið myndverkum
sínum viðargrunn. Verk þeirra
beggja einkennast af mikilli litagleði
sem gerir það að verkum að samsýn-
ingin virkar nokkuð heilsteypt á að
líta og þótt litagleðin sé einkennandi
fyrir þau bæði eru verk þeirra engu
að síður ólík að öðru leyti.
Jón velur sér fígúratíf viðfangsefni,
en Jóhanna vinnur með form og liti
og minna sum verka hennar um
margt á textíl á meðan önnur leita
svolítið inn á svið lágmynda. Tré-
grunninum er þar hleypt upp með
munsturáferð líkt og sjá má í verk-
unum Indígó og Bylgja. Blár litur er
ráðandi í báðum myndum, dökkblár í
fyrra verkinu en ljósari í því síðar-
nefnda og mismunandi lágmynda-
áferð verkanna stuðlar, ásamt ólíkum
tónum bláa litarins, að þeim ólíku
áhrifum sem nást fram.
Í öðrum verkum Jóhönnu eru lit-
irnir og abstraktformin látin tala sínu
máli og líkt og áður sagði er ekki laust
við að textíláferð einkenni nokkur
verkanna. Það á t.d. við um myndina
Blástreymi, þar er blái liturinn enn á
ný ríkjandi, en að þessu sinni fylgja
honum hvítir ferningar er brjóta upp
litaflötinn og veita efniskennda áferð
vefnaðar. Og í verkinu Blásól, enn
annarrar blárrar myndar, málar Jó-
hanna einlitan, heiðbláan flöt, sem
einungis er brotinn upp af appelsínu-
rauðum ferningi í hægra horni verks-
ins. Þangað leitar síðan auga sýning-
argesta og veita mislit litalögin, sem
vinna hvert í gegnum annað - gul,
rauðleit og appelsínugul - þægilegt
mótvægi við einsleitnina sem myndin
annars byggir á.
Líkt og áður sagði hafa listamenn-
irnar kosið að hengja verk sín upp
saman og deila þannig rými sýning-
arsalanna og tekst sú skipan nokkuð
vel. Þetta á sérstaklega við í Gryfj-
unni, en myndir þeirra falla þar vel að
verkum hins og vinna bláir, gulir,
rauðir og grænir litatónar verka
þeirra Jóns og Jóhönnu vel saman. Í
fyrstu kann að virðast sem fígúratíf
verk Jóns krefjist athygli sýningar-
gesta á kostnað abstrakt mynda Jó-
hönnu, en verk hennar reynast er á
reynir lífseig í huga áhorfanda.
Fígúratíf verk Jóns sýna ýmist
kvenfyrirsætur eða um er að ræða
kyrralífsmyndir, m.a. af könnum og
er nokkuð sterkari heildarsvipur með
kyrralífsmyndunum. En verkið Par,
er sýnir tvær könnur, gula og blá-
græna, standa hlið við hlið á sterkgul-
um fleti, er ágætis dæmi um þær
myndir.
Konur Jóns einkennast hins vegar
af meiri fjölbreytni og eru ýmist
naktar eða klæddar einföldum kyrtl-
um. Nokkur munur er á þessum
verkum og byggja nektarstúdíurnar
þannig á flatari myndflötum og sterk-
ari litum en kyrtilklæddu konurnar,
sem einkennast af meira raunsæi,
dýpt og mýkri litanotkun er veitir
myndunum rómantískt yfirbragð.
Dama, eitt verka Jóns í Gryfjunni er
af naktri konu á flötum appelsínugul-
um grunni. Konan snýr hér baki í
áhorfendur og virðist sem hún sé
greipt í grunn myndarinnar. Ljóð-
elsk, önnur nektarstúdía í Gryfjunni
byggir á sömu tækni og þó dýpt
myndarinnar kunni hér að vera örlít-
ið meiri er ljóst að hún er ekki meðal
mikilvægari þátta verksins. Kona á
bláu nær einkar skemmtilega að sam-
eina þá ólíku þætti er annars ein-
kenna konur Jóns og hefur teygður,
kyrtilklæddur líkami konunnar yfir
sér vissa dýpt á sama tíma og hann
viðheldur nafnleysi nektarstúdíanna.
Verk Jóns í Ásmundarsal eru
stærri en þau sem Gryfjan geymir og
fjölbreytni þeirra gerir það að verk-
um að hér nær ekki alveg að ríkja
sami heildarsvipur yfir sýningunni.
Kyrtilklæddum konum á sítrusgulum
og grænum grunni, líkt og sjá má í
verkunum Maríufiskur og Fífil-
brekka, er þar teflt gegn myndum á
borð við Eftir baðið, túrkisgrænni
nektarstúdíu á bláum grunni og Yng-
ismær, er minna mest á verk franska
fauvistans Henri Matisse og eru
sterkir, ágengir litirnir viss mótsögn
við sítruslita pasteltónana.
Verk þeirra Jóns og Jóhönnu njóta
sín engu að síður ágætlega í samneyti
hvors annars og sú hugmynd lista-
mannanna að sýna verk sín saman
eykur á fjölbreytni sýningarinnar um
leið og hún veitir henni sterkari heild-
arsvip.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kona á bláu eftir Jón Reykdal.
Litaglöð samsýningMYNDLISTL i s t a s a f n A S Í
Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga frá kl.14–18.
Henni lýkur 20. maí nk.
JÓHANNA ÞÓRÐAR-
DÓTTIR OG JÓN
REYKDAL
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verkið Blástreymi eftir Jóhönnu Þórðardóttur.
Anna Sigríður Einarsdótt ir