Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 19 GUÐLAUGUR Aðalsteinsson á Akureyri og félagar hans urðu vitni að því þegar íbúðarhúsið á eyðibýlinu Ytri-Bakka í Keldu- hverfi hrundi í Jökulsá á Fjöllum, þar sem hún heitir Bakkahlaup. Guðlaugur var ásamt félögum sín- um að tína gæsaegg á þessum slóðum, en atburðurinn varð skömmu eftir hádegi síðasta laug- ardag. „Ég gekk þarna hjá um morg- uninn og sá þá strax í hvað stefndi, en áin var þá búin að grafa undan gólfi hússins og það stóð fram af bakkanum,“ sagði Guðlaugur. Þeg- ar húsið svo hrundi í ána var hann staddur handan árinnar í 2-3 kíló- metra fjarlægð. „Mér varð litið yf- ir og trúði vart mínum eigin aug- um þegar ég sá húsið steypast ofan í ána. Það var afskaplega sér- kennilegt að verða vitni að þessu,“ sagði hann. Guðlaugur hefur komið á þessar slóðir að minnsta kosti árlega síð- ustu 10 til 12 ár og fylgst með því að áin færðist sífellt nær húsinu. „Þetta var óvenju reisulegt hús og ég hélt mikið upp á það, á m.a.s. málverk af því í stofunni heima hjá mér,“ sagði Guðlaugur. Hann kvaðst vita til þess að á árunum kringum 1930 til 1940 þegar síð- ustu ábúendur þess hófu þar sinn búskap hafi húsið var 87 metra frá ánni, en í þeirra tíð hafi áin færst eitthvað nær húsinu. Trúði vart eigin augum Kelduhverfi Eyðibýlið á Ytri-Bakka sem stóð á bökkum Jökulsár á Fjöllum hrundi ofan í ána síðastliðinn laugardag. Sá íbúðarhúsið á Ytri-Bakka hrynja í Jökulsá á Fjöllum Morgunblaðið/Guðlaugur Aðalsteinsson HELGISTUND verður í Stærri- Árskógskirkju á morgun, laugar- daginn 19. maí kl. 15.30. Á eftir verður kórinn með kaffi- sölu í Árskógi og mun syngja þar nokkur lög. Einnig verður helgi- stund í Hríseyjarkirkju kl. 20.30. Í báðum kirkjum ætlar Kór Stærri-Árskógskirkju að syngja lög úr rokkóperunni „Jesús Guð dýrlingur“ (Jesus Christ Super- star). Rokkóperan er eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice í þýð- ingu sr. Hannesar Arnar Blandons prófasts og Emelíu Baldursdóttur. Í söngvunum er sögð sagan af at- burðum dymbilviku séð frá sjón- arhorni Júdasar. Í helgistundunum verður sagan rakin í tali og tónum. Þessi þekkti söngleikur er mörg- um kunnur og ættu því flestir að geta notið þessara helgistunda. Jesús Kristur dýrlingur Dalvíkurbyggð, Hrísey Hríseyjarprestakall JARÐVERK ehf. á Dalvík átti lægsta tilboð í gatnagerð og lagnir í Giljahverfi og hefur framkvæmda- ráð Akureyrarbæjar samþykkt að taka tilboði fyrirtækisins. Jarðverk bauðst til að vinna verkið fyrir 19,5 milljónir króna, sem 86% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 22,9 milljónir króna. Alls buðu fjögur fyrirtæki í verk- ið en hin tilboðin þrjú komu frá ak- ureyskum fyrirtækjum. Fyrirtækið GV gröfur ehf. bauð 21,8 milljónir króna, eða 95% af kostnaðaráætlun, G. Hjálmarsson bauð 22,6 milljónir króna eða 99% og Möl og sandur hf. bauð tæpar 23,9 milljónir króna, eða 104% af kostnaðaráætlun. Jarðverk bauð lægst Dalvík Gatnagerð og lagnir í Giljahverfi VETRARSTARFI Tónlistarskóla Dalvíkur lýkur að þessu sinni með fernum tónleikum. Í dag, föstudaginn 18. maí, verða haldnir tónleikar fyrir nem- endur Húsabakkaskóla og Ár- skógsskóla kl. 16.00 í Rimum og kl. 18.00 í Félagsheimili Árskógs- strandar. Vortónleikar nemenda á Dalvík verða í Dalvíkurkirkju mánudag- inn 21. maí kl. 17 og 19. Að loknum hverjum tónleikum verða einkunn- ir afhentar. Fernir tónleikar Dalvík Tónlistarskóli Dalvíkur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.