Morgunblaðið - 18.05.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 18.05.2001, Síða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 19 GUÐLAUGUR Aðalsteinsson á Akureyri og félagar hans urðu vitni að því þegar íbúðarhúsið á eyðibýlinu Ytri-Bakka í Keldu- hverfi hrundi í Jökulsá á Fjöllum, þar sem hún heitir Bakkahlaup. Guðlaugur var ásamt félögum sín- um að tína gæsaegg á þessum slóðum, en atburðurinn varð skömmu eftir hádegi síðasta laug- ardag. „Ég gekk þarna hjá um morg- uninn og sá þá strax í hvað stefndi, en áin var þá búin að grafa undan gólfi hússins og það stóð fram af bakkanum,“ sagði Guðlaugur. Þeg- ar húsið svo hrundi í ána var hann staddur handan árinnar í 2-3 kíló- metra fjarlægð. „Mér varð litið yf- ir og trúði vart mínum eigin aug- um þegar ég sá húsið steypast ofan í ána. Það var afskaplega sér- kennilegt að verða vitni að þessu,“ sagði hann. Guðlaugur hefur komið á þessar slóðir að minnsta kosti árlega síð- ustu 10 til 12 ár og fylgst með því að áin færðist sífellt nær húsinu. „Þetta var óvenju reisulegt hús og ég hélt mikið upp á það, á m.a.s. málverk af því í stofunni heima hjá mér,“ sagði Guðlaugur. Hann kvaðst vita til þess að á árunum kringum 1930 til 1940 þegar síð- ustu ábúendur þess hófu þar sinn búskap hafi húsið var 87 metra frá ánni, en í þeirra tíð hafi áin færst eitthvað nær húsinu. Trúði vart eigin augum Kelduhverfi Eyðibýlið á Ytri-Bakka sem stóð á bökkum Jökulsár á Fjöllum hrundi ofan í ána síðastliðinn laugardag. Sá íbúðarhúsið á Ytri-Bakka hrynja í Jökulsá á Fjöllum Morgunblaðið/Guðlaugur Aðalsteinsson HELGISTUND verður í Stærri- Árskógskirkju á morgun, laugar- daginn 19. maí kl. 15.30. Á eftir verður kórinn með kaffi- sölu í Árskógi og mun syngja þar nokkur lög. Einnig verður helgi- stund í Hríseyjarkirkju kl. 20.30. Í báðum kirkjum ætlar Kór Stærri-Árskógskirkju að syngja lög úr rokkóperunni „Jesús Guð dýrlingur“ (Jesus Christ Super- star). Rokkóperan er eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice í þýð- ingu sr. Hannesar Arnar Blandons prófasts og Emelíu Baldursdóttur. Í söngvunum er sögð sagan af at- burðum dymbilviku séð frá sjón- arhorni Júdasar. Í helgistundunum verður sagan rakin í tali og tónum. Þessi þekkti söngleikur er mörg- um kunnur og ættu því flestir að geta notið þessara helgistunda. Jesús Kristur dýrlingur Dalvíkurbyggð, Hrísey Hríseyjarprestakall JARÐVERK ehf. á Dalvík átti lægsta tilboð í gatnagerð og lagnir í Giljahverfi og hefur framkvæmda- ráð Akureyrarbæjar samþykkt að taka tilboði fyrirtækisins. Jarðverk bauðst til að vinna verkið fyrir 19,5 milljónir króna, sem 86% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 22,9 milljónir króna. Alls buðu fjögur fyrirtæki í verk- ið en hin tilboðin þrjú komu frá ak- ureyskum fyrirtækjum. Fyrirtækið GV gröfur ehf. bauð 21,8 milljónir króna, eða 95% af kostnaðaráætlun, G. Hjálmarsson bauð 22,6 milljónir króna eða 99% og Möl og sandur hf. bauð tæpar 23,9 milljónir króna, eða 104% af kostnaðaráætlun. Jarðverk bauð lægst Dalvík Gatnagerð og lagnir í Giljahverfi VETRARSTARFI Tónlistarskóla Dalvíkur lýkur að þessu sinni með fernum tónleikum. Í dag, föstudaginn 18. maí, verða haldnir tónleikar fyrir nem- endur Húsabakkaskóla og Ár- skógsskóla kl. 16.00 í Rimum og kl. 18.00 í Félagsheimili Árskógs- strandar. Vortónleikar nemenda á Dalvík verða í Dalvíkurkirkju mánudag- inn 21. maí kl. 17 og 19. Að loknum hverjum tónleikum verða einkunn- ir afhentar. Fernir tónleikar Dalvík Tónlistarskóli Dalvíkur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.