Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er auðséð á plötusölu síðustu viku að margir hafa mætt í Evróvisjónteiti síð- ustu helgar vopnaðir safnskífunni Pottþétt Eurovision. Þrátt fyrir að stigafjöldi íslenska lagsins hafi verið eitt- hvað takmarkaður er víst að það hefur ver- ið sungið hátt með mörgum öðrum lögum af þessari safnplötu. Evróvisjónkvöldið í ár hverf- ur okkur Íslendingum víst seint úr minni, hvort sem það var vegna Two Tricky-ævintýrisins eða stuðsins sem þessi plata veitti að lokinni keppni. Evróvisjón, bros og tár BANDARÍSKA rokk- sveitin Godsmack stekkur beint upp í fimmta sæti Tón- listans með aðra plötu sína, Awake. Íslenskir aðdá- endur hennar hafa líklega verið afar óþolinmóðir í bið sinni þar sem plat- an kom út í Bandaríkjunum í fyrra. Hljómsveitin sló í gegn hér á landi með lögunum „Whatever“ og „Keep away“ og verður spennandi að sjá hvort nýja platan nær að fylgja vinsældum þeirra laga eftir. Godsmack snýr aftur! HÚN Vonda Shepard skaust upp á stjörnu- himininn þegar hún var ráðin sem fasta- gestur í sjón- varpsþáttunum um hina örþunnu lögfræðings- snót Ally McBeal sem Calista Flockhart leikur. Hún hafði þó áður gefið út þrjár plötur en aldrei náð sérlegum vinsældum. Það er greinilegt að aðdáendur þáttanna kunna að meta tónlist hennar því að nú er þriðja platan komin út og fer hún beint í áttunda sæti Tónlistans. Sjónvarps- snót! JÁ, hún Janet Jackson lætur ekki bíða eftir sér eins lengi og stóri bróðir. Sex ár eru síð- an Michael Jackson sendi frá sér nýtt efni en á þeim tíma hefur Janet gefið út tvær breiðskífur. Auglýs- ingaherferðir þeirra systkina ganga víst út á ólíka hluti en það er líklega bara vegna þess að Michael er ekki með nægilega stór brjóst til þess að mynda skoru. Á endanum hlýtur þó tónlistin að skipta höfuðmáli. Eða er það ekki? Janet skorar á þig!                    !    "  # $  %   &     # '  !     &     (  $)% !*  +   $ %  #$    ,-    .  % $ #  $      /0               !"  #$    %! & ' ( )!*   +, -  , .,/ *! 0    1  2    3     , 4    & 5 6 6  4! 7, ! 68 $% !3   9::: 88;8 8;8 8 "  *  %$ '  )   6  ,   & 1 !< 4 =  "   98 8 8 >8 ?8 @8 A8 B8 :8 9C8 998 98 98 9>8 9?8 9@8 9A8 9B8 9:8 C8 98 8 8 >8 ?8 @8 A8 B8 :8 C8 1 2 3 0 4 3 5 0 6 47 1 45 83 3 46 8 9 08 0 48 49 48 0 03 5 07 57 4 0 05 & :; & :; /    # /    <   (  # (=, <   + $> )= #  = # (=, )= /    (=, <   # /    # (  < (=, (=, "0 /    /    ?@'   $A    B   > C D  CE @'       & F  $  # -  '$A   C   =  - CC>    C      G)' ! H)' HI  $H+ $>)   H+ $>.  H+ $>  H=J>  = !  K H=J> = = 'H#  '  .  H#> .  H#>   03 98 8 8 >8 ?8 @8 A8 B8 :8 9C8 998 98 98 9>8 9?8 9@8 9A8 9B8 9:8 C8 98 8 8 >8 ?8 @8 A8 B8 :8 C8 ' ( )             0 9 4 1 L 5 49 09 8 43 47 44 3 6 2 41 42 40 06 45 46 07 34 L 01 11 00 L 50 97 PLATAN sem hér um ræðir er önn- ur plata sænsku unglingasveitarinn- ar A*Teens en hún er skipuð fjórum ungmennum, tveimur stúlkum og tveimur strákum. Hér er um þó nokkra framför að ræða frá fyrra verki en árið 1999 kom út platan The Abba Generation, frekar vafa- söm plata, uppfull af ABBA tökulög- um í ekkert sérlega beisnum út- gáfum. Eitt hundrað % markaðsplott sem gekk líka eitt hundrað % upp. Platan hefur nú selst í um þremur milljónum eintaka og í kjölfarið fór sveitin, þá skipuð 16 og 17 ára unglingum, í tónleika- ferðalög um Bandaríkin með ekki ómerkara fólki en N’Sync og Britn- ey Spears. En fyrir plötuna nýju, Teen Spir- it, var afráðið að venda poppkvæði í kross og styðjast við frumsamið efni. Og það er sannarlega um auð- ugan garð að gresja í Svíaríki hvað fagurfræði poppframleiðslu viðvík- ur, hver hagleiks-smellasmiðurinn á fætur öðrum á kyn sitt að rekja þangað um þessar mundir. Platan ber þess og merki – svona að mestu leyti. Ja…reyndar bara að hálfu leyti. Við þurfum strax í upphafi að átta okkur á því að fyrirbæri eins og A*Teens lýtur að flestu, ef ekki að öllu leyti, lögmálum framleiðslu. Að selja er númer eitt; hið listræna gildi mætir afgangi þó það sé vissu- lega kostur ef það slæðist með. Það lætur reyndar blessunarlega á sér kræla á þessari plötu en var víðs- fjarri á þeirri fyrstu. Þetta er ég ekki að tiltaka af ein- hverjum fordómum, síður en svo. Þetta er einfaldlega staðreynd og hefur lítið að gera með upplifun hlustandans. Ég átti margar góðar æskustundir með Mini-Pops og í dag eru sveitir eins og t.a.m West- life að búa til, eða öllu heldur er búið til fyrir þá, frábær popptónlist. Fyrirbæri líkt og A*Teens er afar ímyndavænt og jafnan mikil vinna lögð á það hvaða skilaboð eigi að gefa til markaðarins. Í þessu skyni er athyglisvert að bera fyrri plötuna saman við þessa. Á The Abba Gen- eration er greinilega verið að höfða til krakka 11 - 14 ára, kynþroskinn svona rétt handan við hornið. Á plötunni nýju er verið að spila á ögn breyttar nótur, markhópurinn er 13-16 ára, kynhvatirnar á blússandi siglingu og rómantíkin komin í spil- ið. Meðlimir eru enda á aldrinum 16-18 ára, stúlkurmar orðnar gjaf- vaxta og strákarnir hinir stæðileg- ustu. Platan byrjar nú bara harla vel. Smáskífulagið „Upside Down“ er vísindalega hannað popplag sem grípur strax við fyrstu hlustun. Endingartíminn er þó að sama skapi ekki sérlega beysinn. „Halfway Around The World“, „Firefly“ og „Sugar Rush“ eru líka skotheldir smellir, taka opnunarlaginu nokkuð fram að gæðum, og framan af rúll- aði þetta bara snurðulaust áfram. Síðan tekur nokkuð að halla und- an fæti. Fyrir utan hina frábæru ballöðu, „Around The Corner Of Your Eye“ er frekar tómlegt að lit- ast um á seinni helmingi verksins. Það er líkt og allt púðrið hafi farið í skotheldu smíðarnar og restin af lögunum er fremur fátækleg, metn- aðarlaus iðnaðarframleiðsla, því miður. Textarnir eru einhvers konar dagbókarbrot þess sem ástin hefur klófest. Hvolpaástin er megintemað, saklausar vangaveltur um hvort þú komir og hvenær og yfirlýsingar um að þá bíði ég nú eftir þér. Athygl- isverð uppbrot eru í hinu frábæra „Firefly“ og „Slammin’ Kinda Love“, hvar lúmskum kynlífstilvís- unum er beitt. Besta setning disks- ins er svo hiklaust þessi hér: „Ég er ólögráða á minn fullveðja hátt.“ (e. „I’m minor in a major kinda way“). Á heildina litið er allt á hreinu hvað tónlistarflutninginn sjálfan varðar, fagmennskan þar í fyrir- rúmi. Söngurinn er svona og svona, sérstaklega eru strákarnir litlir söngfuglar. Allt slíkt er þó plástrað að mestu með nútímatækni, röddum lyft upp eða kæfðar með tölvu- tækninni sem við á. Beitt, popprænt innsæi þeirra laga sem getið var í byrjun gerir svo að verkum að plat- an sleppur fyrir horn, nokkuð naumlega þó. Að síðustu vil ég nefna umslag plötunnar sem er afar vel heppnað og stílhreint; þjónar meðalinu næsta fullkomlega. En um framhaldið er vandi að spá. Nafnið A*Teens á eftir að hljóma hjákátlega er meðlimir verða komnir á þrítugsaldurinn, sem ekki er óravegu í burtu. Í svipaðri að- stöðu lentu New Kids On The Block fyrir um áratug en nafni sveitarinn- ar var breytt í N.K.O.T.B. er með- limir tóku að reskjast og ímyndin stokkuð rækilega upp. Allt kom fyr- ir ekki og sveitina þraut örendi skömmu síðar. Þetta virðast vera örlög og eðli unglingasveitanna. Á A*Teens eftir að hverfa snögg- lega, líkt og eldflugan sem sungið er um í laginu „Firefly“, þegar mark- aðurinn verður mettur? Alveg örugglega. En svona er þessi bransi nú einu sinni. ERLENDAR P L Ö T U R Arnar Eggert Thoroddsen fjallar um aðra plötu unglinga- sveitarinnar A*Teens, Teen Spirit.  Á leið til þroska A*Teens: Dhani, Marie, Amit og Sara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.