Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 28
AP Nathaniel Brazill, 14 ára, færður út úr dómsal í Palm Beach í Flórída eftir að hann var dæmdur sekur um morð á kennara sínum. FJÓRTÁN ára piltur í Flórída, Nathaniel Brazill, hefur verið dæmd- ur sekur um morð á einum af eftir- lætiskennurum sínum og á nú allt að lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Hefur málið vakið mikla athygli í Bandaríkj- unum og mannréttindasamtök hafa mótmælt því að réttað sé yfir börnum eins og þau væru fullorðið fólk. Brazill játaði að hafa orðið ensku- kennaranum sínum, Barry Grunow, að bana með skammbyssu í Lake Worth í Flórída 26. maí á síðasta ári þegar hann var þrettán ára. Honum hafði þá verið vikið úr skólanum um stundarsakir fyrir að kasta vatns- blöðrum á skólafélaga sína. Hann sneri aftur í skólann með skamm- byssu, sem hann fann í kökudós afa síns, og reiddist kennaranum þegar hann fékk ekki að tala við tvær bekkj- arsystur sínar. Hann hleypti af byss- unni við dyr kennslustofu sinnar og kennarinn fékk skot á milli augn- anna. Pilturinn kvaðst hafa verið skjálf- hentur og tekið í gikkinn fyrir slysni. Kviðdómurinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki gerst sekur um morð af yfirlögðu ráði, glæp sem varðar lífstíðarfang- elsi. Pilturinn var hins vegar dæmdur sekur um morð af annarri gráðu sem varðar 25 ára til lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Lögfræðingar Brazills sögðu þó að dómarinn hefði svigrúm til að kveða upp mildari dóm vegna aldurs drengsins. Saksóknarar sögðu hins vegar að dómarinn yrði að dæma pilt- inn í að minnsta kosti 25 ára fangelsi. Dómurinn verður kveðinn upp 29. júní. Sagt brjóta í bága við alþjóðalög Mannréttindasamtök, þeirra á meðal Amnesty International, mót- mæltu réttarhöldunum þar sem rétt- að var yfir drengnum sem fullorðnum manni. Þeir sögðu að lífstíðardómur yfir barni án möguleika á reynslu- lausn bryti í bága við alþjóðalög. Fyrir tveimur mánuðum var annar fjórtán ára drengur, Lionel Tate, dæmdur í lífstíðarfangelsi án mögu- leika á reynslulausn fyrir morð að yf- irlögðu ráði á sex ára stúlku árið 1999. Pilturinn kvaðst hafa orðið henni að bana fyrir slysni. Jeb Bush, ríkisstjóri Flórída, sem íhugar að milda dóminn yfir Tate, vottaði fjölskyldu kennarans samúð sína en sagði að ekki hefði átt að rétta yfir Brazill sem fullorðnum manni. Deilt um réttarhöld yfir börnum í Bandaríkjunum 14 ára drengur dæmd- ur fyrir morð á kennara West Palm Beach. Reuters, AP. ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÚIST er við að Mohammad Khat- ami, forseti Írans, nái endurkjöri í kosningunum 8. júní þegar hann et- ur kappi við níu aðra frambjóðend- ur sem flestir tengjast harðlínuöfl- unum sem hafa lagst gegn umbótastefnu forsetans. Líklegt þykir hins vegar að fylgi Khatamis verði mun minna en í síðustu for- setakosningum 1997 þegar hann fékk 70% greiddra atkvæða, meðal annars vegna þess að frambjóðend- urnir eru nú fleiri en nokkru sinni fyrr og talið er að atkvæðin dreifist meira en í kosningunum fyrir fjór- um árum. Sérstakt ráð afturhaldssamra klerka og lögfræðinga birti í fyrra- dag endanlegan lista yfir frambjóð- endur í kosningunum og hafnaði 804 mönnum sem hugðu á framboð. það sem sigur fyrir harðlínuöflin minnki fylgi hans verulega. Khatami fékk ríflega 20 milljónir atkvæða af um 29 milljónum í kosn- ingunum 1997. Talið er að mjög erf- itt verði fyrir forsetann að ná svip- uðu kjörfylgi í baráttunni við svo marga frambjóðendur, þeirra á meðal einn af virtustu ráðherrum hans, Ali Shamkhani varnarmála- ráðherra. Líklegt er að Shamkhani fái mik- ið fylgi meðal hermanna og araba í heimahéraði hans, Khuzestan. Hann hefur lofað að koma á umbót- um og berjast gegn trúarofstæki en stefna hans er að mörgu leyti óljós. Hann hefur verið í nánum tengslum við Ali Khamenei erkiklerk og talið er að hann fái stuðning afturhalds- samra klerka. Sex frambjóðendanna eru ein- dregnir stuðningsmenn harðlínu- manna sem hafa barist gegn um- bótum Khatamis. Þeirra á meðal eru þrír fyrrverandi ráðherrar – Ahmad Tavakoli, Hassan Ghafuri- Fard og Ali Fallahian – og fyrrver- andi varaforseti landsins, Mansur Razavi. Heiðursrektor Frjálsra ísl- amskra háskóla, Abdollah Jasbi, og Shahabeddin Sadr, fyrrverandi þingmaður, hafa einnig stutt harð- línuöflin. Varaforseti Írans, Mostafa Hash- emi-Taba, sem er álitinn hófsamur, og frjálslyndur lagaprófessor, Mahmud Kashani, fengu einnig að bjóða sig fram. Umbótasinnar hafa sakað einn ráðherranna fyrrverandi, Ali Fall- ahian, sem fór með málefni leyni- þjónustunnar, um að hafa fyrirskip- að morð á fjórum andófsmönnum árið 1998. Hann hefur vísað þessu á bug og neitað að koma fyrir þing- nefnd sem rannsakar morðin. Harðlínuöflin ráða yfir ríkisfjöl- miðlunum, dómstólunum, lögregl- unni og hernum og hafa látið loka meira en 30 blöðum, sem studdu umbótastefnu forsetans. Tugir stuðningsmanna hans, þeirra á meðal leiðtogar námsmanna og blaðamenn, hafa verið fangelsaðir. Mjög hægt hefur gengið að koma á umbótum og margir ungir stuðn- ingsmenn Khatamis eru því von- sviknir. Hið sama er að segja um kaupsýslumenn sem hafa séð lítinn árangur af tilraunum stjórnarinnar til að bæta efnahaginn, minnka at- vinnuleysið og draga úr ríkisaf- skiptum. Kosið verður á milli tíu manna í forsetakosningunum í Íran eftir þrjár vikur Khatami spáð sigri en minna fylgi en síðast Reuters Mohammad Khatami, forseti Írans. Teheran. AFP, Reuters, AP. 24 konur höfðu óskað eftir því að fá að bjóða sig fram en engin þeirra hlaut náð í augum kosningaráðsins. Þekktasta konan í þessum hópi, Farah Khosravi, ákvað reyndar að hætta við framboð áður en ráðið birti listann og hún kvaðst hafa gert það til að koma í veg fyrir að atkvæðin dreifðust um of. Ráðið útskýrði ekki hvers vegna konunum var hafnað en í síðustu kosningum var konum meinað að bjóða sig fram á þeirri forsendu að stjórnarskráin heimilaði ekki fram- boð kvenna. A.m.k. sex harðlínumenn í framboði Flestir spá því að Khatami nái endurkjöri en jafnvel þótt þær spár rætist þykir líklegt að margir líti á 29 MANNS fórust í flugslysi í Ír- an í gær, þeirra á meðal sam- gönguráðherra landsins, tveir að- stoðarráðherrar og sjö þingmenn. Samgönguráðherrann og fylgd- arlið hans voru á leið frá Teheran til bæjarins Sari í norðurhluta landsins til að opna nýjan flugvöll þegar flugvél þeirra hrapaði. Enginn mun hafa komist lífs af. Vélin var af gerðinni Yak-40 og smíðuð í Rússlandi. Flugmaður vélarinnar hafði samband við flug- umferðarstjóra um klukkustund eftir flugtakið til að skýra frá því að hann þyrfti annaðhvort að fljúga vélinni aftur til Teheran eða nauðlenda henni í Sari vegna slæms veðurs. Ekki var vitað um orsök slyss- ins. Flugvélar Írana eru orðnar gamlar og flestar þeirra voru keyptar fyrir íslömsku byltinguna 1979. Þeir hafa því þurft að leigja margar flugvélar af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. 29 manns farast í flugslysi Teheran. Reuters. GRÆNLENSKA heimastjórnin reynir nú með öllum ráðum að fá grænlensku íþróttasamtökin til að hætta við fyrirhugaðan vináttulands- leik við Tíbeta í fótbolta sem fram á að fara í Danmörku í næsta mánuði. Óttast Grænlendingar að leikurinn stefni í voða rækjuútflutningi þeirra til Kína en stjórnvöld þar hafa mót- mælt leiknum. Utanríkismálaskrifstofa heima- stjórnarinnar hefur sent bréf til íþróttasamtakanna þar sem þau eru hvött til að íhuga vandlega afleiðing- ar þess að spila við Tíbeta. Íþróttasambandið hefur ákveðið að koma að leiknum þar sem hann sé „pólitískt spennandi og áhugaverð- ur“, nokkuð sem varð til þess að í bréfi heimastjórnarinnar er það tek- ið fram að utanríkismál Grænlands heyri ekki undir íþróttasambandið. Danska fótboltasambandið vill ekki koma nálægt leiknum þar sem hann telst brot á leikreglum Alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA. Ástæðan er sú að aðildarlönd FIFA mega ekki skipuleggja leiki við lönd utan sambandsins, en hvorki Græn- land né Tíbet eru í FIFA. Grænlend- ingar fagna hins vegar athyglinni sem málið hefur fengið, þar sem þeir vonast til þess að það geti orðið til þess að þeir fái aðild að sambandinu. Á meðal þeirra sem að leiknum standa eru aðilar sem styðja sjálf- stætt Tíbet og vilja með honum vekja athygli á pólitísku ástandi landsins. Óttast afleiðingar vináttulandsleiks Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FJÁRMÁLASTJÓRI Danadrottn- ingar er í ótímabundnu leyfi frá störfum eftir að hann var hand- tekinn í matvöruversluninni Netto, grunaður um búðarhnupl. Lögreglan rannsakar nú málið og segir að líða kunni allt að mán- uður þar til rannsókn ljúki og ákveðið verði hvort fjármálastjór- inn, Søren Sveistrup, verður ákærður. Sveistrup var stöðvaður í versl- uninni á mánudag, sakaður um að hafa ekki greitt fyrir allar vörurn- ar sem hann bar í poka með sér. Sveistrup mun hafa brugðist hinn versti við sem aftur varð til þess að hann var færður í handjárn og fluttur á næstu lögreglustöð. Sveistrup tilkynnti hirðinni sjálfur um atburðinn og óskaði eftir leyfi. Hirðmarskálkurinn, Søren Haslund-Christensen, segir ekkert vera ákveðið um framtíð Sveistrups fyrr en málið liggur ljóst fyrir. Lýsti hann í gær samúð sinni með fjármálastjóranum sem hann sagði „miður sín“. Fjármálastjóri drottningar sakaður um búðarhnupl Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.