Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÞÁTTAGERÐ er ekki ein- hver fíflagangur framan við myndavél eða hljóðnema, sem maður sér þó og heyrir allt of mikið af í fjölmiðlum nútímans, heldur er oftar en ekki mjög langur tími á bak við sköpunina,“ sagði Marteinn Sigurgeirsson kennsluráðgjafi þegar Morgunblaðið leit í heim- sókn til að skoða það sem kallað hefur verið best geymda leyndarmálið í ís- lenska kvikmyndabransan- um. Það er að finna í Rétt- arholtsskóla, en þar er myndver þar sem nemendur í grunnskólum Reykjavíkur geta komið og unnið að gerð stuttmynda og ýmsu öðru. Í fyrra nutu þjónustunnar um 1.500 nemendur og kennarar sem komu íslíkum erindagjörðum. Marteinn heldur þar um taumana og er í raun heilinn á baka við þessa starfsemi. „Við erum að reyna að nota myndina og myndmálið sem miðil, þar sem ljósmynd eða verkefni verður kveikja að einhverju ferli sem þau eiga að ljúka og standa við eða falla með - ef svo ber undir. Hið síðar- nefnda gerist þó yfirleitt ekki, því metnaðurinn er mikil - og það er grunn- meiningin í þessu; að skapa en ekki gapa. Hérna erum við að reyna að sjóða hugvit niður í neytendaumbúðir,“ sagði Marteinn. Hann segir drjúgan tíma fara í framleiðsluna: „Ég hef stundum spurt krakkana að því, hversu langan tíma hafi tekið að vinna það mynd- band, sem þau hafa verið að gera, og þau skjóta á fimm til sex tíma, en við nánari skoðun kemur í ljós að und- irbúningsvinnan er ekki tek- in með - lestur bókarinnar, planið, tökuvinnan og allt það dæmi - og í raun eru tímarnir í kringum 100 eða meira þegar upp er staðið.“ Starfið hófst fyrir 25 ár- um. Marteinn var þá kenn- ari í Álftamýrarskóla og byrjaði þar með kvikmynda- klúbb. Svo kom að því að þetta varð valgrein í efsta bekk, sem þá var 9. bekkur í gamla kerfinu. Þarna kenndi hann í ein 20 ár, lengst af sem skólasafnskennari. Eftir að Marteinn hætti í Álftamýrarskóla fyrir 7-8 árum varð hann kennsluráð- gjafi á Skólaskrifstofu Reykjavíkur og Fræðslu- miðstöð Reykjavíkurum- dæmis og hafði þá aðstöðu í Skólasafnamiðstöðinni á Lindargötu 46. Þá byrjaði hann að senda út tilboð til grunnskólanna í Reykjavík um þáttagerð og klippi- vinnu, við mjög frumstæðar aðstæður. Pizzur og fiðrildi í stað stjarna „Tilboðið hljóðaði upp á að kennararnir kæmu með nemendur sína í 5. bekk og gerðu u.þ.b. hálftíma sjón- varpsþátt, sem væri klippt- ur á staðnum,“ sagði Mar- teinn. „Í þáttunum kynnti hver nemandi bók sem hann hafði valið, gagnrýndi hana og gaf einkunn, stjörnur fyrstu árin en nú er þetta pizzur og fiðrildi og alls konar tákn.“ Hann segir að um helm- ingur viðkomandi árgangs hafi tekið tilboðinu sem sé ágætt því hann geti ekki sinnt öllum. „Í grunnskól- unum eru u.þ.b. 70-80 bekk- ir í árgangi. Ég tek einn bekk á dag, svo að það þarf engan reiknimeistara til að sjá, að ég hef ekki nógu marga mánuði til ráðstöfun- ar.“ Eftir fyrsta árið á Lind- argötunni flutti Marteinn úr gamla Ríkinu yfir í Tjarn- argötu 12 og var þar með þessa starfsemi í þrjú til fjögur ár, en þá bætti hann við tilboði til kennara í 7. bekk, um að þeir gætu kom- ið niður í miðbæ Reykjavík- ur og tekið þar ljósmyndir, sem áttu að verða kveikja að ljóði eða smásögu. „Við dreifðum okkur á fjögur svæði, þ.e.a.s Grjótaþorpið, kirkjugarðinn við Suður- götu, Tjörnina og Kvosina. Hver nemandi átti bara að taka tvær myndir, og því varð að vanda sig. Síðan fengu þeir myndirnar og skrifuðu texta við þær, eftir að í skólastofuna var kom- ið.“ Veturinn 1999-2000 flutti Marteinn í Réttarholtsskól- ann og þá hélt hann að þessi hluti starfsins myndi falla niður, en sú varð ekki raun- in, heldur urðu myndirnar fjölbreyttari. Nemendur fóru að skoða umhverfi sitt með öðrum hætti í gegnum linsuna á hvetjandi og skap- andi hátt, þar sem hið smáa varð að listrænni sköpun. „Kominn langleiðina til Egilsstaða“ Marteinn býst þó við breytingum á þessu sviði enda treysti hann sér varla til að arka um götur Reykjavíkur tvo mánuði á ári. „Ég held að ég sé kom- inn langleiðina til Egils- staða, ef allt er reiknað saman, miðað við það að ganga nokkra kílómetra á hverjum morgni í 5 ár. Ég ætla þess í stað að bjóða kennurum myndavélar til láns og námsefni eins og áð- ur og eftir stutt námskeið verða þeir að bjarga sér sjálfir. Ég yrði samt ákveðið bakland, sem má fá ákveðn- ar upplýsingar hjá og stuðn- ing. Ég prófaði þetta í ein- um skóla á vordögum, og myndirnar urðu alveg frá- bærar.“ Að sögn Marteins hefur stuttmyndagerð verið einna fyrirferðarmest fram að þessu. „Nú er að aukast þáttur í almennri kennslu, þar sem kennarar nota kvik- myndina sem tjáningarhátt og miðil og til sköpunar og þekkingar. Nemendurnir gera myndir á ensku og dönsku til að þjálfa sig í þeim fræðum og eins eru er- lend samskipti alltaf að aukast, þar sem skólar gera iðulega stuttar kynningar- myndir um land og þjóð,“ sagði hann. Landið kynnt fyrir útlendingum Þegar Morgunblaðið var þarna í heimsókn voru ein- mitt piltar úr Foldaskóla að vinna að slíku myndbandi. Þetta voru Hlynur Örn Ingason, Andri Valgeirsson, Gústaf Jökull Finnbogason og Jón Guðni Pétursson, all- ir í 10. bekk. „Við erum að gera mynd- band fyrir enskutíma, og þar er verið að kynna landið fyrir útlendingum. Það verð- ur sýnt í kennslustund og síðan fer það eftir kennar- anum hvort hann mun senda það eitthvert annað,“ sögðu þeir. Þeir sögðust aldrei hafa komið í myndverið áður, heldur frétt af því í gegnum skólann og voru sammála um að aðstaðan væri mjög góð. En kunnu þeir eitthvað í slíkum vinnubrögðum áður en þeir komu í myndverið? „Ég hef bara prófað að leika mér með litla vél sem ég á heima,“ sagði Gústaf. „Ég er með klippiforrit í tölvunni heima. En það er samt allt öðru vísi en þetta.“ Hinir þrír kváðust vera algjörir byrjendur í þessum fræðum. Og lokaspurningin var, hvort þetta væri gaman. „Já, allavega ekkert leið- inlegt,“ sögðu þeir og glottu. Að skapa en ekki gapaRéttarholt Morgunblaðið/Sigurður Jökull Hlynur Örn Ingason, Andri Valgeirsson, Gústaf Jökull Finnbogason og Jón Guðni Pét- ursson í 10. bekk Foldaskóla voru að gera enskumyndband til kynningar á landi og þjóð. Marteinn Sigurgeirsson kennsluráðgjafi er búinn að vera 25 ár í kvikmyndabransanum og er núna aðaldriffjöður myndversins í Réttarholtsskóla. Myndverið í Réttarholtsskóla best geymda leyndarmálið í íslenska kvikmyndabransanum ÁFORMAÐ er að breyta fyrrum húsnæði félags- miðstöðvarinnar Tónabæjar við Miklubraut í þjónustu- og verslunarhúsnæði. Að sögn Bergs Hauks- sonar, framkvæmdastjóra eignaumsýslu hjá Þyrpingu hf. sem á húsnæðið, munu framkvæmdir hefjast á næstu dögum eða vikum og mun það að hans sögn taka mikl- um breytingum frá því sem nú er. Þegar er byrjað að rífa út úr húsinu. „Það stendur til að setja glugga á húsið Miklubraut- armegin og eins hinum meg- in og klæða það að utan með vandaðri álklæðningu,“ segir Bergur. Húsnæðið er kjallari og tvær hæðir, 700 fermetrar hvor hæð og tæpir 2100 fer- metrar að heildarflatarmáli. Ráðgert er að húsið verði tilbúið undir innréttingar í byrjun september. Að sögn Bergs verður hús- næðið leigt tilbúið til innrétt- inga en rýminu er óráðstafað enn. „Það er mjög skemmtileg aðkoma að húsinu sem er til að mynda hentugt fyrir versl- anir,“ segir Bergur og nefnir að einhverjir séu þegar farn- ir að sýna húsnæðinu áhuga. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Þegar er farið að rífa út úr gamla Tónabæ. Tónabær breytir um svip Hlíðar BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar íhugar að ganga frá svæðinu fyrir framan íþróttamiðstöð bæjarins með framtíðarhjóla- bretta- og línuskautaaðstöðu í huga. Að sögn Jóhanns Sig- urjónssonar bæjarstjóra stendur til að malbika svæðið við íþróttamiðstöðina. Hins vegar hafi einnig komið fram óskir um að hjólabrettaað- staða yrði færð nær miðbæj- arsvæðinu og eru þær tillögur í athugun. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær hefur bæjar- ráði borist undirskriftalisti 180 ungmenna þar sem farið er fram á að aðstaða til hjóla- brettaiðkunar verði bætt. „Við fögnum frumkvæði þeirra í málinu,“ segir bæj- arstjóri og vísar í piltana þrjá sem söfnuðu undirskriftunum og lögðu fyrir bæjarráð ásamt teikningum af bretta- pöllum. „Við munum reyna að leysa úr þessu eins hratt og mögu- legt er og eftir bestu getu,“ segir Jóhann sem þykir allt eins líklegt að af framkvæmd- um geti orðið í sumar. Hann á von á að piltarnir verði hafðir með í ráðum og að leitað verði eftir hugmyndum þeirra og væntingum í því sambandi. Jákvæð viðbrögð Mosfellsbær NÝ HJÓLASTÆÐI verða tekin í notkun í miðborg- inni í sumar og er stefnt að því að hjólastæði í borginni verði í framtíðinni með hinu nýja sniði. Nýju stæð- in eiga að gera skemmdar- vörgum erfiðara fyrir að eyðileggja farskjóta hjól- reiðamanna. Að sögn Sigurðar I. Skarphéðinssonar gatna- málastjóra var ákveðið að ráðast í hönnun nýrra hjólastæða í kjölfar at- hugasemda frá hjólreiða- mönnum. „Þeir hafa bent á að gjarðir í fjallahjólum og þessum nýju hjólum eru mjög dýrar og viðkvæmar fyrir hnjaski. Þessi stæði sem hafa verið notuð hafa gjarnan verið grindur sem gjörðinni er stungið í. Þetta býður heim sérhæfðum skemmdarvörgum sem eyðileggja hjólin með því að nota grindurnar eins og vogarstöng með því að beita afli á hjólið og beygja gjarðirnar.“ Nýju hjólastæðin verða að sögn Sigurðar eins kon- ar bogar úr rörum sem sjálft hjólastæðið verður hlekkjað við og verður rúm fyrir tvö hjól við hverja grind. Stæðin verða síðan rækilega merkt sem hjóla- stæði. Útlit hjólastæða samrýmt „Með þessu erum við að samræma það hvernig hjólastæði í borginni líta út og reiknum með að fyrstu hjólastæðin fari upp núna samfara endurnýjun í Kvosinni. Reyndar stefnum við á svolítið sér- stakar innréttingar í Aust- urstræti en þar verður komið fyrir hjólastæðum sem byggjast á sömu út- færslu en eru eilítið öðru- vísi útlits. Síðan gerum við ráð fyrir að koma upp hjólastæðum í Pósthús- stræti núna í sumar og haust og þau verða með þessu móti. Ef ekki kemur fram sérstök gagnrýni eða athugasemdir er svo stefnt að því að stæðin verði svona í framtíðinni.“ Hjólastæði framtíðarinnar Bogin rör í stað grinda Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.