Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 46
NÚ í lok vetrarstarfsins tökum við frá tíma til að halda sumarhátíð. Há- tíðin hefst á morgun, laugardaginn 19. maí, kl. 11 með stuttri helgistund í Fríkirkjunni. Að henni lokinni mun- um við grilla pylsur og jafnvel fleira góðgæti í safnaðarheimili kirkjunnar við Laufásveg 13. Fjölskyldur eru hvattar til þess að koma saman til kirkju og taka þátt í sumarhátíðinni. Í erli þjóðlífsins eru samverustundir fjölskyldunnar á hröðu undanhaldi. Þetta mun ekki breytast nema við spyrnum við fótum og tökum frá tíma til þess að sinna hvert öðru. Margir þekkja þá tilfinn- ingu að ætla síðar að vera með börn- um sínum en áður en við er litið eru þau flogin úr hreiðrinu og foreldrar og börn hafa þá farið á mis við þá ánægju og þroska, sem slík samvera gefur. Fríkirkjan skerpir nauðsyn þess að vera saman og eiga samleið. Það er því von okkar að fjölskyldur komi saman og skerpi þannig einlægni og samtal sitt við Guð í kirkju hans. Með kærleikann og vináttuna að leiðarljósi göngum við síðan út í lífið, minnug þess hve nauðsynlegt það er að tala saman, vera saman og eiga samleið. Við hvetjum alla til að fjölmenna á sumarhátíðina. Víkurkirkja í Mýrdal GUÐSÞJÓNUSTA verður í Víkur- kirkju nk. sunnudag, 20. maí, kl. 14:00. Guðsþjónustan er hluti af vor- ferð Digranessafnaðar í Kópavogi og verður í umsjón presta, organista og kórs Digraneskirkju. Fjölmennum til kirkju og tökum vel á móti góðum gestum. Sóknarprestur. Kvennakirkjan í Skógum KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í kirkjunni í Skógum undir Eyjafjöllum laugard. 19. maí kl. 21. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar og sungin verða kvenna- kirkjulög við undirleik Þorgerðar Jónu Guðmundsdóttur organista. Messan er hluti af vorferð Kvenna- kirkjunnar að Skógum og er fólk hjartanlega velkomið að koma til kirkju á þessu vorkvöldi. Safnaðarstarf Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11- 12.30. Lofgjörð, barnasaga, predikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21 Styrkur unga fólks- ins. Dans, drama, rapp, predikun og mikið fjör. Sjöundadagsaðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður frá Andrews University ásamt Björgvin Snorrasyni. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Sigríður Kristjánsdóttir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla kl. 12. Ræðumaður Gavin Anthony. Samverustund yfir súpu og brauði að samkomu lokinni. Sumarhátíð í Fríkirkjunni í Reykjavík MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar Daníelssonvar fæddur á Ísa- firði 6. september 1927. Hann lést á Landspítalanum 8. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Daníel Pétursson sjó- maður og Kristín Er- lendsdóttir verka- kona. Einar ólst upp hjá ömmu sinni og afa, Guðnýju Helga- dóttur og Erlendi Símonarsyni. Systkin hans samfeðra eru Vigdís, f. 1935, Mál- fríður, f. 1936, Pétur, f. 1938, d. 1979, Helga, f. 1940, Örn, f. 1942, Friðgerður, f. 1942, Gunnlaugur, f. 1945, d. 1998, Unnur, f. 1947, og Kolbrún, f. 1948. Systkin hans sammæðra eru Ómar og Bylgja Óskarsbörn. Einar kvæntist Karit- as Halldórsdóttur frá Vörum í Garði 6. september 1952. Foreldr- ar hennar voru Halldór Þorsteins- son og Kristjana Pálína Kristjáns- dóttir. Börn þeirra eru 1) Elísabet Guðný, f. 1952, maki Hermann Kristjánsson skipstjóri í Vest- mannaeyjum. Þeirra börn eru Linda, f. 1973, maki, Ragnar Borg- þór Torfason, Höfn í Hornafirði. Barn þeirra Ingibjörg Lúcía, f. 1998. Guðný, f. 1976, maki, Gunn- ar Björnsson, Garðabæ. Barn þeirra Elís Már, f. 2001, Herdís, f. 1983. 2) Snorri, f. 1954, maki Mál- fríður Guðlaugsdóttir, Keflavík. Þeirra börn eru Guðlaugur, f. 1985, Þorsteinn Grétar, f. 1986, Sævar Þór, f. 1989, Hildur Dís, f. 1992, Kristjana Margrét, f. 1993. 3) Kristjana Vilborg, f. 1956, maki Sigurður Ásmundsson, Garði. Þeirra börn eru Þórunn Thelma, f. 1983, Elísabet Amanda, f. 1987. 4) Halldór, f. 1957, maki Hrafnhildur Sigurðardóttir, Garði. Þeirra börn eru Edda Rún, f. 1983, Karitas Hildur, f. 1985, Sigurður Vignir, f. 1993, Lára Hanna, f. 1999. 5) Daníel, f. 1959, maki 1, Sigrún Halldórsdóttir. Þeirra börn eru Ein- ar, f. 1982, Rúnar Dór, f. 1984, uppeld- isdóttir Emma Bach- mann, f. 1978. Maki 2, Petra Lind Einars- dóttir, f. 1971. Þeirra börn eru Andri, f. 1993, Eva Lind, f. 1999, Aníta Lind, f. 1999. 6) Vilhjálmur Steinar, f. 1961, maki Karen Heba Jóns- dóttir, f. 1960. Þeirra börn eru Eva Rut, f. 1983, Björn Bergmann, f. 1985, Brynja Lind, f. 1986, Einar Karl, f. 1988, uppeldisdóttir, Anna Soffía, f. 1978. 7) Þorsteinn Krist- inn, f. 1962, maki Kolbrún Edda Sigfúsdóttir, f. 1960. Þeirra börn eru Halldór, f. 1987, Gunnar Ingi, f. 1991, og uppeldisbörn Þórunn Lilja Ottósdóttir, f. 1976, hennar börn eru Berglind Anna, f. 1993, Sævar Þorri, f. 1996, óskírður, f. 2001. Marína Sæunn Ottósdóttir, f. 1981. 8) Þorsteinn Grétar, f. 1964, maki Erla Dögg Gunnarsdóttir, f. 1967. Þeirra börn eru Ásgeir, f. 1995, Árni Gunnar, f. 1997, upp- eldisdóttir Sunna Rós, f. 1987. Ein- ar átti fyrir Björn Heiðar, f. 1948, með Soffíu Sveinbjörnsdóttur. Maki Margrét Árnadóttir. Þeirra börn eru Árni, f. 1968, Birkir, f. 1975. Fyrir átti Karitas Gunnar Hámundarson Häsler, f. 1950, maki Brynja Kristjánsdóttir. Þeirra börn eru Sigríður Björk, f. 1972, Karitas Sara, f. 1974, maki Karl Hrólfsson. Þeirra barn er Kamilla Ósk Guðrún, f. 1984. Fyrir átti Gunnar Óttar Ara með Krist- ínu Kristmundsdóttur. Hans barn Jóna Kristín, f. 1998. Útför Einars fer fram frá Út- skálakirkju í Garði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi, nú þegar þú ert búinn með líf þitt hér á jörðinni kemur þakklæti efst í huga mér, þakklæti fyrir hvað þú varst alltaf geðgóður og allt sem þú varst Hermanni og börn- unum mínum og mér. Það er margs að minnast, fyrsta minning mín er frá því ég var 4 ára og þú hélst á mér, lyftir mér upp og leyfðir mér að koma við rósirnar sem þú málaðir á loftið í eldhúsinu þegar við áttum heima á Bjarmalandi. En besta minning mín frá bernskunni var þegar þú, sem skipstjóri, sigldir fram hjá Garðinum til Keflavíkur, þá blikkaðir þú ljós- kastaranum til okkar heim á Silfur- túni og við blikkuðum útidyraljósinu á móti þér. Við hlustuðum á báta- bylgjuna og vissum hvenær þú varst að koma og hvað þú hefðir verið að fiska. Þú talaðir við Valda mág þinn á Gunnari H. og sagðir oft elskan við hann og við stríddum þér á því. Það var oft kátt við eldhúsborðið á Silf- urtúni og þétt setið. Minningarnar streyma fram og alltaf ert þú brosandi og með eitthvað spaugilegt á vör og glampa í augun- um. Elsku pabbi, ég kveð þig eins og þú kvaddir alltaf, við heyrumst, blessi þig. Þín dóttir, Elísabet. Elsku hjartans pabbi minn, mikið er tómlegt hið daglega líf án þín. Hringingarnar á milli okkar þegar enski boltinn var í sjónvarpinu, ég með United og þú með Liverpool, „litli ágreiningurinn“. Þú að koma í kaffi, við að hittast hjá mömmu í kaffisopa á morgnana, þú og mamma að spila rommý, ég að taka við þegar mamma fór að elda hádegismatinn, við borðuðum oftast saman í hádeg- inu hjá mömmu, þú, ég og mín fjöl- skylda, Grétar og Erla og þeirra börn, og alltaf eru nokkur af barna- börnunum líka, hlé í skólanum og þá er gott að koma til ömmu Köllu, enda hefur verið skopast með það að segja Kaffistofa Köllu. Í mörg ár varstu hjá okkur á aðfangadagskvöld, borðuð- um saman og tókum upp pakkana, það var yndislega gaman. Um síðustu jól varstu ekki vegna veikinda og það voru tómleg jól hjá okkur og erfið. En þú náðir þér svo vel af þeim veik- indum. Og við vorum öll svo ánægð, og áttum við frábærar stundir með þér. En svo veiktist þú aftur, en við héldum að þú mundir ná þér. En svo fór ekki. Elsku pabbi minn, það er margt sem mig langar að segja um þig. En eins og allir sem hann þekktu vita var hann alltaf hress og kátur og þannig skulum við minnast hans í hjarta okkar. Ég trúi því að þér líði vel núna, elsku pabbi, og vil ég þakka þér allar góðu samverustundirnar okkar saman. Guð geymi þig. Kristjana Vilborg og fjölskylda. Elsku afi. Nú er kveðjustundin runnin upp. Mikið getur lífið stundum verið órétt- látt. Þegar ég heyrði að Einar afi væri látinn var það einhvað svo ótrú- legt. Skyndilega og svo fyrirvara- laust kallaður á brott, til Guðs og englanna hans. Hann sem hafði verið svo hress í hádeginu, sennilega farinn að spá í hvað hann ætti að hafa í mat- inn þegar hann kæmi heim til sín. Elsku afi minn, mér þykir svo vænt um þig og vildi ég óska að þú hefðir getað verið ögn lengur hjá okk- ur, tekið þátt í lífi okkar og veitt því alla þá gleði og bjartsýni, sem fylgdi þér alltaf þegar ég hitti þig. Mér þyk- ir svo sárt að missa þig, afi minn. Afi, þú varst alltaf svo góður og vil ég þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum saman er við sátum við eldhús- borðið og spiluðum rommí og aðrar stundir, einnig vil ég þakka þér fyrir þá væntumþykju sem þú veittir mér. Hjálpa oss að verða bænheyrsla þín þeim sem þjást og líða, sakna og syrgja. Hugga þau sem gráta, reis á fætur þau sem hrasa. Gef öllum börnum þínum hönd til að styðj- ast við, huga sem ann og hjarta sem skilur. Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Um leið og ég kveð þig afi minn og þakka þér fyrir þær góðu minningar sem ég á um þig, vil ég biðja góðan Guð um að veita öllum ættingjum og ástvinum huggun og styrk í sorginni. Þín dótturdóttir, Herdís. Elsku Einar afi okkar. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu og ánægju- legu samverustundirnar sem við átt- um með þér. T.d. á jólunum, þú borð- aðir alltaf með okkur og opnaðir pakkana. En síðustu jól voru þau tómlegustu jól sem við höfum nokk- urn tímann upplifað, því að þú varst á spítala vegna veikinda. Við vonum að þér líði sem allra best á þeim stað sem þú ert kominn á núna. Þú varst okkur góður afi og áttum við margar ánægjulegar stundir með þér. Þú munt ávallt vera í hjarta okkar. Saknaðarkveðjur. Þórunn Thelma og Elísabet Amanda. Elsku afi Einar minn. Það er sárt að sjá á eftir þér. Þú sem varst alltaf í góðu skapi og hlóst að öllu. Og alltaf varstu góður í þér og vildir gera allt fyrir mig. En eitt finnst mér leiðin- legt, það var hvað ég sá þig sjaldan og gat lítið hitt þig. En þegar ég sá þig, varst þú oftast hjá ömmu Köllu í há- deginu. Alltaf varð ég að fylgjast með þér, bæði þegar þú varst að rúnta í Garðinum og þegar þú varst með hvalaskoðun. Þá var ég alltaf í eld- húsglugganum með kíki að fylgjast með þér. Og eitt man ég vel þegar ég var lítil. Þá vorum við krakkarnir hjá ömmu Köllu í hádeginu og hlupum alltaf á móti þér þegar þú komst í há- degismat til að fá tyggjó hjá þér. Og alltaf fannst þér gaman að gefa okkur tyggjó, og stundum kölluðum við þig tyggjó-afa. En að lokum ætla ég að kveðja þig, því ekki gat ég það þegar þú varst á lífi. Ég er ekki enn farin að trúa því hvað þú fórst snöggt frá okkur öllum. En þér líður ábyggilega miklu betur núna. En þú hverfur aldrei úr hjarta mínu, því get ég lofað. Mér þykir vænt um þig og ég veit að þér líður betur núna. Nú kveð ég þig. Bless, bless, elsku afi minn. Þitt barnabarn, Brynja Lind. Elskulegur afi minn hefur kvatt þennan heim. Aldrei hvarflaði það að mér þegar við kvöddum þig að morgni 30. apríl á leið okkar austur, að við myndum ekki heyra né sjá þig aftur. Minningar um okkar samveru- stundir streyma fram, þá ert þú alltaf brosandi og í góðu skapi. Þó svo að fjarlægðin hafi verið mikil á milli okk- ar var samband okkar alltaf náið. Alltaf þegar ég, Boggi og Ingibjörg komum í Njarðvíkurnar, varst þú mættur í morgunkaffi til okkar, og komst þú með nammi í poka handa henni Ingibjörgu dóttur minni með þér, enda hlakkaði hún mikið til að fá hann Einar afa í heimsókn. Ég og Ingibjörg vorum svo lánsamar að fá að vera nálægt þér og fjölskyldunni allri allt síðastliðið ár, erum við þakk- látar fyrir það. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við biðjum guð að gefa ömmu, börnum og fjölskyldum þeirra styrk á sorgarstundu. Blessuð sé minning þín. Linda, Borgþór og Ingibjörg Lúcía. Elsku afi, nú ertu farinn yfir í betri heim. Við minnumst þín með bros á vör, því alltaf fékkstu okkur til að hlæja með glensi og gamni. Við syst- urnar minnumst þess hve spenntar við vorum þegar þú komst úr sigl- ingum með ýmsa framandi hluti og hvítu tyggjóplöturnar sem ávallt voru í vasa þínum til að gleðja lítil hjörtu. Elsku afi, hress og kátur varstu fram á síðustu mínútu og vit- um við að þú hefðir ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Við kveðjum þig að sinni elsku afi á Esjunni. Þínar Sigríður og Karítas (Sigga og Kalla). Nú er hann fallinn frá, okkar kæri vinur Einsi Dan. Við erum mjög þakklát fyrir heimsóknina á stofuna svo stuttu fyrir andlát hans, þar sem hann lék á als oddi og sló á létta strengi, eins og honum var einum lag- ið. Sýnir það sig, hversu einstakur hann var þegar hann hét á okkur starfsfólkið ferð erlendis ef hann ynni þann stóra í lottóinu. Allir tóku því auðvitað sem hverju öðru gríni, en viti menn, það leið ekki á löngu þar til Einsi mætti með farseðlana og sagði, jæja stelpur, nú erum við á leið til Glasgow. Svona var Einsi, stóð alltaf við sitt. Það verður tómlegt að sjá hann ekki koma á stofuna, með sitt góða skap og kíkja í kaffi eins og hann gerði svo oft, að við tölum nú ekki um öll stofupartýin og sumarbústaða- ferðirnar þar sem hann var ómiss- andi. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast eins góðhjörtuðum manni og varðveitum við minningu hans ávallt í hjarta okkar. Kæra fjölskylda, guð gefi ykkur styrk í sorginni. Starfsfólk Hársnyrtingar Harðar í Keflavík. EINAR DANÍELSSON KIRKJUSTARF 0   &   .9 -1  B8 8 (88 ") D5' "  -   7      !8 # &" E'+'&))!  " 9                 &     &              79 .91. ( (88. 45, '" &"    ,F &)'" &"  5, "   7 '  '+&5, " 0&$ # 5,+ " " *  *, '+*  *  *,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.