Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HINN 18. maí 1982, fyrir réttum 19 árum, sendi bandaríska heil- brigðisráðuneytið bréf til 6.800 sjúkrahúsa, sem þáðu opinbera styrki, og minntu for- stöðumenn þeirra á að það væri óheimilt að synja fötluðu barni um næringu eða lækn- is- og skurðaðgerð sem þörf væri á til þess að breyta lífs- hættulegum aðstæð- um þess, ef ástæðu þess að hafast ekki að mætti í fyrsta lagi rekja til þess að barn- ið væri fatlað og í öðru lagi ef fötl- unin, samkvæmt læknisfræðilegu mati, mælti hvorki gegn næringu né meðferð. Heilbrigðisráðherrann, Richard Schweiker, tók fram „að með því að senda þessa viðvörun... erum við að ítreka þann eindregna ásetning bandarísku þjóðarinnar og löggjaf- ar hennar til að vernda mannslíf“. Ástæðan fyrir þessari áminningu var andlát Doe litla í Bloomington, Indíana, mánuði áður. Doe litli fæddist með downs-heilkenni, (þrí- stæðu 21) og op milli öndunar- og meltingarganga (tracheoesophag- eal fistula). Foreldrum Doe litla var tilkynnt að það væru helmingslíkur á því að hann myndi lifa með því að lagfæra þessi óeðlilegu göng. En fengi hann ekki læknismeðferð myndu „barkagöngin“ draga hann til dauða vegna hungurs eða lungnabólgu (vegna útskilunarefna úr maga sem færu upp í lungun). Foreldrarnir, sem áttu tvö heilbrigð börn fyrir, tóku þá ákvörð- un að synja um fæðu og meðferð og láta „náttúruna hafa sinn gang“. Í stórum dráttum má segja að fólk skipt- ist í tvo hópa í málum sem þessum, annars vegar þá sem fylgja lífsverndarrök- um (pro life) og hins vegar fólk sem er fylgjandi valfrelsisrökum (pro choice). Það er bagalegt í við- kvæmum málum þegar fólk skiptist í harðsvíraðar andstæðar fylkingar sem talast ekki við. Þá er úti um siðfræði samræðunnar og kristileg viðmið. Það má fullyrða að engir foreldrar ganga sársaukalaust í gegnum svona ferli og brýnt að setja sig í þeirra spor. Farið var með málið fyrir sak- sóknara Indíana-fylkis í þeim til- gangi að taka barnið úr umsjá for- eldranna (og leyfa skurðaðgerð). Því var hafnað af saksóknara og hæstiréttur Indíana staðfesti þá ákvörðun, væntanlega á þeirri for- sendu að réttu aðilarnir til þess að taka ákvörðun væru foreldrar Doe litla. Um þetta atriði eru flestir sið- fræðingar sammála, svo framar- lega sem foreldrar eiga þess kost að taka upplýsta ákvörðun án alls þrýstings. Hið kristna viðhorf er síðan að standa með foreldrunum þegar ákvörðun hefur verið tekin. Doe litli lést, 6 daga gamall, á meðan yfirvöld í Indíana voru að leitast við að fá Hæstarétt Banda- ríkjanna til að grípa í taumana. Lögfræðingur foreldranna lét hafa eftir sé að móðirin hefði verið hjá barni sínu þar til yfir lauk: „barnið var ekki yfirgefið, þetta var málefni kærleikans“, sagði hann. (Beauchamp/Childress: Principles of Biomedical Ethics, 423.) Eftir þá umræðu sem farið hefur fram hér á landi vegna nýrra að- ferða við geiningar á fósturgöllum, sem eru misalvarlegir, er ástæða til þess að gæta þess að mismuna ekki vegna fötlunar og við verðum afdráttarlaust að hafna öllum hug- myndum um erfðabætur, þótt lækningar á fósturstigi séu réttlæt- anlegar (þ.e. erfðahreinsun). Fósturrannsóknir eiga fullan rétt á sér, en þær verður að vinna á ábyrgan hátt og ég efast ekki um að okkar góða fagfólk vill standa rétt og vel að verki. Siðfræðingar eru sammála um að erfðagallinn verði að vera svo alvarlegur að allt bendi til þess að lífið yrði viðkom- andi einstaklingi sjálfum böl og að- standendum hans þungbær byrði. Próf. Vilhjálmur Árnason heldur því fram í bók sinni Siðfræði lífs og dauða (228–229) „að það sé ábyggi- lega ekki einfalt mál að komst að því hvenær þetta er tilfellið í raun, en hafa ber þessa hugsun til við- miðunar þegar fósturgalli eða al- varlegur sjúkdómur hefur verið greindur“. Það er t.d. ljóst að ef fóstur væri sykursjúkt, væri það að sjálfsögðu ekki ástæða til fóstureyðingar. Fólk með downs-heilkenni getur lifað allt að sextugu þrátt fyrir að það hafi aðra sjúkdóma, eins og hjartasjúkdóma, sem ber að með- höndla. Það lifir gleðiríku lífi og vekur mikla umhyggju, sem ég hef oft orðið vitni að. Þetta er fjöl- breytilegur hópur sem erfitt er að alhæfa um, eins og fólk almennt. Eitt er alveg víst, samfélag okkar væri fátækara og kærleikssnauð- ara án þeirra. Doe litli Ólafur Oddur Jónsson Höfundur er prestur við Keflavíkurkirkju. Fósturrannsóknir Við verðum að gæta þess að mismuna ekki vegna fötlunar og hafna öllum hugmyndum um erfðabætur, segir Ólafur Oddur Jónsson, þótt lækningar á fósturstigi séu réttlætanlegar. HANDVERK sem nútímaleg framleiðsluvara hefur á undanförnum árum skipað sér ákveðinn sess í ís- lensku þjóðfélagi. Fyrir nokkrum árum var mik- ið um að komið væri á fót handverkshópum og mikið unnið á félagsleg- um grunni, en undan- farið hafa einstaklingar orðið meira áberandi, eftir því sem greinin hefur þróast og dafnað, enda eðlileg þróun í ljósi þess að hæfileikar ein- staklingsins hafa þarna mest vægi. Handverk sem sölu- vara hefur þróast mikið á þessum tíma, hefð- bundinn heimilisiðnað- ur er á undanhaldi en vara sem tengist tísku og tíðaranda að ryðja sér til rúms. Þessi þróun er mjög eðlileg þar sem nútímamaður í borgarsamfélagi er stærsti viðskiptavinurinn (innlendur sem erlendur), með eða án áhuga á náttúrunni, tilbúinn að kaupa gripi sem gefa honum góða ímynd og skapa ánægju. Þ.e.a.s. við fjarlægjumst enn meira handgerða hluti til hversdags- brúks (þróun sem hófst með iðnbylt- ingunni) og kaupum okkur þá sem gersemar með sérstöðu og ákveðinn andblæ. Netið með sína möguleika er sölu- máti sem reyndur hefur verið með misjöfnum árangri hér á landi sem er- lendis. Innan handverksgeirans hefur verið rætt um hve lítil velta sé í þess- ari verslun en nú má vera að breyting verði á með nýrri verslun; Gersemum og þarfaþingi, sem er íslensk net- verslun með handverk, staðsett í nýrri rafrænni verslunarmiðstöð; plaza.is. Einhver kann að undrast að ég sjái í þessu nýtt tækifæri, þar sem þetta er eins og hver önnur netversl- un, en tækifærið liggur að mínu mati í því að markaðssetningin verður bein og byggð á rannsóknum, þ.e. ekki ein- ungis mun þessi verslun vera stödd á Netinu og bíða eftir viðskiptavinun- um, heldur verður varan kynnt með beinni kynningu til ákveðinna mark- hópa með markpósti, tilboðum og annarri þeirri markaðssetningu sem nauðsynleg er í nútímaverslunar- rekstri. En ekki síður í ljósi þess trausta sambands sem forsvarskonur verslun- arinnar hyggjast byggja upp við það handverksfólk sem er í viðskiptum við þær, bæði hvað varðar upp- lýsingaflæði um mark- aðsathuganir fyrirtæk- isins og þau kjör sem bjóðast. Þarna eru góðir möguleikar fyrir fyrir- tæki, opinberar stofn- anir, ráðstefnuhaldara, félagasamtök, bæjar- og sveitarfélög til að versla sínar fjölmörgu gjafir, verðlaunagripi og viðurkenningar á auðveldan og traustan hátt, staka muni, sem og í miklu magni, af ýms- um tilefnum, s.s. í tilefni funda, ráð- stefna eða til tækifærisgjafa. Þó skal haft í huga að handverksmaðurinn þarf tíma til að vinna stórar pantanir, þar sem hendur vinna verkið en ekki er um fjöldaframleiðslu að ræða. Það er þess virði að huga með góðum fyr- irvara að þessu, því íslenskt handverk er einstök gjöf. Eftir því sem atvinnugreininni fleygir fram veltir maður því meir og meir fyrir sér hvers vegna ekki hafi orðið til menntunartækifæri í hand- verki sem atvinnugrein. Skólar hafa lítið komið til móts við greinina á hagnýtan hátt og má nefna að í Listaháskóla Íslands er ekki kenndur stafkrókur um framlegð, fastan og breytilegan kostnað, sem þó er grundvöllur að atvinnurekstri, en ætla má að yfir helmingur þeirra sem þaðan útskrifast verði sjálfstæðir at- vinnurekendur. Fjármál og rekstur yrði örugglega aldrei vinsæl náms- grein í þeim skóla, en að mínu mati nauðsynleg engu að síður. Það má auðvitað líka velta fyrir sér þeim spennandi kosti að koma á fót sér- stökum handverksskóla, þar sem áherslurnar yrðu meira á hagnýtu nótunum en hjá LHÍ og meiri áhersla á vandað handbragð en listfræðilega skírskotun. Stoðstofnanir atvinnulífsins, s.s. Iðntæknistofnun og fleiri, hafa staðið fyrir verkefnum sem snúast um að gera hugmyndir að viðskiptum, en þekking þessarra aðila á sérstöðu handverks og rekstraraðstæðum í þeirri grein er kannski ekki svo mikil að þessi verkefni nýtist handverks- fólki til fullnustu. Ég hef í starfi mínu stýrt verkefn- unum Gæðahandverk í Húnaþingi og Gæðahandverk í Skagafirði en þau snúast um að aðstoða handverksfólk við að auka hæfni sína til að reka fyr- irtæki, sækja fram í markaðssetningu og þróa vöru. Farið er í alla grunn- þætti sem snúa að atvinnurekstri í þessari grein, framlegð og rekstur, skattamál, sölumáta, markaðs- og kynningarmál. Einnig er nokkuð kaf- að í vöruþróun út frá markhópagrein- ingu, gæðamálum og þekkingu á hrá- efninu hverju sinni. Hópurinn í heild fær fræðslu en einstaklingarnir einn- ig persónulega ráðgjöf og aðstoð við ýmis úrlausnarefni. Atvinnuþróunar- félag Vestfjarða og Atvinnuþróunar- félag Eyjafjarðar hafa þegar notað tækifærið og ætla að yfirfæra þessi verkefni á sín svæði, en ég vona að fleiri sjái sér hag í því að nota þá þekkingu sem til er orðin hjá okkur hér á Norðurlandi vestra, til að efla þessa atvinnugrein, sem getur orðið arðbær, en hefur líka þann kost að hægt er að stunda hana hvar sem er til sjávar eða sveita. Bjarnheiður Jóhannsdóttir Handverk Það er þess virði að huga með góðum fyrirvara að þessu, segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, því að íslenskt handverk er einstök gjöf. Höfundur er jafnréttisráðgjafi. Handverk – nútíma- vara á nútímamarkaði ÍSLENDINGAR hafa í gegnum tíðina kunnað að meta góða tónlist og hefur söngur- inn ekki síst verið lands- mönnum hjartfólginn. Að því hlaut að koma að stofnuð yrði sinfóníu- hljómsveit á Íslandi en lengi þurfti að bíða eftir að komið yrði á fót ís- lenskri óperu. Á árun- um milli 1970 og 1980 varð sá draumur margra að veruleika með tilkomu Íslensku óperunnar sem nokkr- um árum síðar komst í eigið húsnæði í Gamla bíói. Áhugi okkar á sönglist er meiri en meðal margra annarra þjóða og hefur svo verið um margra áratuga skeið. Í því sambandi er vert að minna á þá óperusöngvara okkar sem fyrstir fóru út í hinn stóra heim á millistríðs- árunum og störfuðu sem atvinnu- söngvarar á erlendri grundu. Starf þeirra og annarra frumkvöðla við söngkennslu, ásamt því að fleirum er nú gert kleift að stunda söngnám í landinu en áður, hefur orðið til þess að við eigum í dag marga mjög góða óperusöngvara, starfandi bæði heima og erlendis. Hefur frammistaða þeirra víða vakið athygli. Með tilkomu Söng- skólans í Reykjavík og söngdeildarinnar við Tónlistarskólann í Reykjavík og svo ann- arra skóla síðar hefur söngnemum fjölgað stórlega og árangurinn ekki látið á sér standa. Eins og alþjóð veit var höfðingleg gjöf þeirra hjóna Sigvalda Kristjánssonar og Helgu Jónsdóttur mikil lyftistöng fyrir óperu- flutning á Íslandi og skapaði möguleika til þess að reglubundin óperustarfsemi gat hafist í Gamla bíói. Þar hafa verið unnin mörg afrek þótt þröngt hafi verið um alla starf- semina. Eigi að síður er ljóst að þetta hús getur á engan hátt til langframa þjónað því hlutverki að vera miðstöð óperuflutnings með öllu sem því til- heyrir. Sviðið er alltof lítið og sömu- leiðis hljómsveitargryfjan, nema þá fyrir hljómsveit í smækkaðri mynd eins og tíðkast hefur að nota í húsinu. Engin aðstaða er baksviðs né heldur til hliðar við sviðið. Það var vel farið af stað með stofnun Íslensku óperunnar og rekstur hennar í Gamla bíói hefur tekist furðu vel miðað við aðstæður, en nú, þegar hillir undir fastráðningu óperusöngvara við þessa menningar- stofnun, verður ekki hjá því komist að hyggja að framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina. Engum dylst að húsnæði Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói hentar engan veginn því hlutverki sem henni er ætlað og hljómburður í húsinu stendur alls ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra hljómleikasala. Nú í nokkur ár hefir verið unnið að undirbúningi byggingar tónlistar- húss og hefur því heyrst fleygt að ekki sé gert ráð fyrir óperuflutningi í nýja tónlistarhúsinu. Það er ekki nema sjálfsagt að byggt verði yfir starfsemi Sinfóníunnar en það hús mætti líka hýsa aðra tónlistarstarf- semi, svo sem óperuflutning. Það væri mikill skaði skeður ef ráð- ist verður í byggingu nýs fullkomins tónlistarhúss án þess að menn í fram- varðarsveit menningarmála á Íslandi hafi mótað sér einhverja framtíðar- stefnu og þá vonandi með eina heild- arlausn í huga sem næði yfir starf- semi Þjóðleikhússins, Íslenska dansflokksins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar. Það blandast engum, sem þekkir til óperuflutnings, hugur um að húsnæði Íslensku óperunnar hentar á engan hátt því hlutverki að flytja óperur, hvorki smáar né stórar, og því þarf að finna betri lausn fyrir óperuflutning en þá sem við höfum í dag. Það er ekki nema um tvo kosti að ræða í stöðunni að mínu mati: Annars vegar að flytja óperur í Þjóðleikhúsinu, hins vegar að gera ráð fyrir óperuflutningi í nýju tónlistarhúsi. Þess vegna vill undirritaður fara þess á leit við hæstvirtan mennta- málaráðherra að hann beiti sér fyrir því að fundin verði lausn á þessum vanda og skapaðar framtíðaraðstæð- ur fyrir óperuflutning á Íslandi þann- ig að sú listgrein megi dafna og þroskast áfram en ekki staðna eins og óhjákvæmilegt er við þær aðstæður sem nú ríkja. Skapa þarf framtíðaraðstæður fyrir óperuflutning Viðar Gunnarsson Höfundur er óperusöngvari og hefur starfað við óperuhús erlendis undanfarin ár. Fer ég þess á leit, segir Viðar Gunnarsson, að menntamálaráðherra beiti sér fyrir því að fundin verði lausn á þessum vanda. Tónlistarhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.