Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 32
LISTIR/KVIKMYNDIR 32 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frumsýningar GET OVER IT Regnboginn THE MUMMY RETURNS Laugarásbíó, Háskólabíó, Bíóhöllin SWEET NOVEMBER Bíóhöllin, Kringlubíó, Nýja bíó, Akureyri * Lalli Johns Íslensk. 2001. Leikstjóri og handrit: Þorfinn- ur Guðnason. Lífshlaup síbrotamannsins Lalla í hálfan áratug, séð með vökulli linsu eins okkar besta kvikmyndagerðarmanns. Viðfangsefnið sérkapítuli útaf fyrir sig; Mr. Johns er flottur á sinn hátt með skopskynið í lagi. Óborganleg og gráglettin. Háskólabíó. Memento Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Christopher Nolan. Aðalleikendur: Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano. Sérlega áhugaverð, um mann með ekkert skammtímaminni. Frábærlega útsmogin og úthugsuð, spennandi og fyndin. Bíóborgin, Nýja bíó, Keflavík. Traffic Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Steven Soder- bergh. Handrit: Stephen Gaghan. Aðalleik- endur: Michael Douglas, Benicio Del Toro, Don Cheadle, Luis Guzman.Yfirgripsmikil, margþætt spennumynd um dópsmyglið frá Mexíkó til Bandaríkjanna, þó glædd mikilli frásagnargleði og flestir kaflarnir trúverðugir í heimildarmyndarstíl. Bíóhöllin, Bíóborgin. Blow Bandarísk. 2001. Leikstjóri Ted Demme. Handrit: Nick Cassavetes. Aðalleikendur: Johhny Depp, Rachel Griffiths, Penelopé Cruz. Látlaus, vel gerð og mjög áhugaverð mynd um ævi umsvifamesta kókaínsmyglara í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. Depp er góður að vanda, sömuleiðis aðrir leikarar.  Laugarásbíó, Háskólabíó. Krjúpandi tígur – Crouching Tiger… Bandaríkin. 2000. Handrit og leikstjórn: Ang Lee. Mögnuð ástarsaga frá Lee úr gamla Kína, sem yfirvinnur þyngdarlögmálið í glæsilegum bardagaatriðum.  Regnboginn. State and Main Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit Dav- id Mamet. Aðalleikendur Alec Baldwin, Willi- am H. Macy. Skondin og skemmtileg mynd um þegar stjörnur ráðast inní smábæ og setja allt á annan endann. Frábær leikara- hópur en Philip Seymour Hoffman er bestur.  Háskólabíó, Regnboginn. Crimson Rivers Frönsk. 2000. Leikstjóri Matthieu Kassovitz. Handrit: Kassovitz og Jean-Christopher Grange. Aðalleikendur: Jean Reno, Vincent Cassell. Óhugnanleg en spennandi franskur tryllir, sem er aðeins of ruglingslegur en fín- asta skemmtun.  Stjörnubíó. 102 Dalmatians Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Kevin Lama. Handrit: Dodie Smith. Aðalleikendur: Glenn Close, Alice Evans, Gerard Depardieu. Það stormar af Close sem leikur Krúellu hina ægilegu af sannfærandi fítonskrafti og hund- arnir eru afbragð. Gott fjölskyldugrín.  Bíóborgin, Kringlubíó. Kirikou og galdrakerlingin Frönsk. 1998. Leikstjórn og handrit: Michel Ocelot. Aðalraddir: Óskar Jörundarson, Stef- án Karl Stefánsson, Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir. Einfalt ævintýri um gott og illt í frum- skógum svörtustu Afríku. Góð fyrir yngstu börnin.  Háskólabíó. Leiðin til Eldorado Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Eric Bergeron. Handrit: Don Paul. Teiknimynd. Segir frá tveimur svindlurum sem finna gulllandið El Dorado, Útlitið fullkomið, eins og vænta má, hið sama er ekki hægt að segja um söguna eða tónlistina.  Bíóhöllin. Maléna Ítölsk. Leikstjórn og handrit: Giuseppe Torn- atore. Aðalleikendur: Monica Bellucci, Gius- eppe Sulfaro. Leikstjórinn reynir að halda sig í hjólförum Paradísarbíósins, en spólar nokkuð í ljúfsárri endurminningu unglinga- ásta.  Regnboginn. Men of Honor Bandarísk. 2000. Leikstjóri George Tillman, Jr. Handrit: Scott Marshall Smith. Aðalleik- endur: Robert De Niro, Cuba Gooding, Jr., Charlize Theron. Gmaldags mynd um þrákálf sem brýtur blað í sögu sjóhersins og kemst til metorða þar sem lituðum var áður úthýst. De Niro og Gooding Jr., kraftmiklir og sperrt- ir.  Regnboginn. Miss Congeniality Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Donald Petrie. Handrit: Mark Lawrence. Aðalleikendur: Sandra Bullock, Benjamin Bratt, Michael Caine. Prýðileg gamanmynd um FBI-löggu sem tekur þátt í fegurðarsamkeppni gegn vilja sínum.  Bíóhöllin. Nýi stíllinn keisarans – The Emperor’s New Groove Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Thomas Schumacher. Það kveður við nýjan tón í nýjustu Disney-myndinni, sem fjallar um spilltan keisara sem breytist í lamadýr og lærir sína lexíu. Bráðfyndin mynd fyrir börn og fullorðna.  Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn. Pay It Forward Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mimi Leder. Handrit: Leslie Dixon. Aðalleikendur: Kevin Spacey, Helen Hunt, Haley Joel Osment. Mynd um strák sem vill breyta heiminum, er byggð á góðri og fallegri hugmynd. Þó farið sé yfir strikið í væmni hefur hún marga góða punkta og leikurinn auðvitað afbragð.  Bíóborgin. Save the Last Dance Bandarísk. 2001. Leikstjóri Thomas Carter. Handrit: Duane Adler. Aðalleikarar: Julia Stil- es, Sean Patrick Thomas. Unglingamynd um ballerínuna Söru sem lærir hipp hopp hjá kærastanum. Reynt að taka á of mörgu í mynd sem hefur þó ýmsa, ágæta punkta og leikararnir stórfínir.  Kringlubíó, Háskólabíó. Dungeons and Dragons Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Courtney Solomon. Aðalleikendur: Justin Whalin, Marlon Wayans, Thora Birch. Gam- aldags ævintýramynd með prinsessum og drekum og ungum hetjum sem bjarga mál- unum. Regnboginn. Enemy At the Gates Þýsk/bresk. 2001 Leikstjóri og handrit: Jean-Jacques Annaud. Aðalleikendur: Jude Law, Joseph Fiennes, Ed Harris. Nokkrar, góðar sríðssenur, tónlist og tjöld. Vont hand- rit og Hollywood-tilbeiðsla. Laugarásbíó. The Little Vampire Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Uli Edel. Hand- rit: Angela Sommer-Brodenburg. Aðalleik- endur: Jonathan Lipnicki, Richerd E. Grant, Alice Krige. Þótt sagan af tveim vinum úr sitt hvorum heiminum sé góð í grunninn er hún ekki nógu vönduð. Bíóhöllin. Thirteen Days Bandarísk. 2000. Leikstjóri Roger Donald- son. Handrit: Philip D. Zelikow. Aðalleikend- ur: Kevin Costner, Bruce Greenwood. Vand- lega gerð kvikmynd um framgang mála í Hvíta húsinu í Kúbudeilunni 1962. Fróðleg, en frekar leikin heimildarmynd en bíómynd. Bíóhöllin. Dracula Bandarísk. 2000. Leikstjóri og handrit: Pat- rick Lussier. Aðalleikendur: Justine Waddell, Gerard Butler, Jonny Lee Miller. Fer bærilega af stað en bætir alls engu nýju við eftir að greifinn fer á stjá. Stjörnubíó. Exit Wounds Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Andrzej Bartk- owiak. Handrit Martin Keown. Aðalleikendur: Steven Seagal, DMX. Dæmigerð Seagal- slagsmál. Bíóhöllin, Kringlubíó. Pokémon 3 Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Haigney. Handrit Haigney og Norman Grossfeld. Þriðja Pokémon-myndin er einsog þær fyrri; realísk stuttmynd kemur á undan háska- ævintýrinu þar sem Pokémonar berjast og Ash bjargar málunum. Óaðlaðandi og óspennandi að öllu leyti. Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn, Nýja bíó, Akureyri, Nýja bíó, Keflavík. The Wedding Planner Bandarísk. 2001. Leikstjóri Adam Shank- man. Handrit: Pamela Falk. Aðalleikendur: Jennifer Lopez, Matthew McConaughey, Bridget Wilson. Rómantísk gamanmynd sem hefur ekki erindi sem erfiði, er dæmigerð Hollywood-vella. ½ Laugarásbíó. Cherry Falls Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Geoffrey Wright. Handrit: Ken Selden. Aðalleikendur: Brittany Murphy, Michael Biehn, Gabriel Mann Leri. Unglingahrollur, gerður samkvæmt formúl- unni. Upp úr stendur agalegur leikur Micha- els Biehn í hlutverki lögreglustjóra.  Regnboginn. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir hann beðinn um þriðju myndina. Sommers, sem byggði fyrri myndina á múmíumynd frá 1932 með Boris Karloff í aðalhlutverki, ákvað að láta framhaldsmyndina gerast átta árum eftir að þeirri fyrri líkur. Fraser og Weisz eru hjón og búa í London þegar ævintýrin hefj- ast á ný. Það var mjög mikilvægt fyrir Sommers að fá allt leikaraliðið úr fyrri myndinni til þess að vinna aftur með sér. „Brendan, Rachel, John og ég ákváðum að gera ekki framhaldið nema við gætum haft það betra en fyrri myndina,“ segir Sommers. „Sem betur fer leist þeim öllum vel á handritið sem ég sendi þeim.“ Brendan Fraser var mjög ánægð- ur með samstarfið við leikstjórann. „Það er erfitt að halda í við hann,“ segir leikarinn. „Hann er rekinn Fraser, Rachel Weisz, John Hann- ah, Arnold Vosloo, Oded Fehr og ameríski glímukappinn The Rock. Leikstjóri og handritshöfundur er Steven Sommers. Það höfðu aðeins liðið nokkrar klukkustundir frá því að The Mummy var frumsýnd í Bandaríkj- unum þegar síminn hringdi hjá Sommers. Það var framleiðandinn Ron Meyer hjá Universal-kvik- myndaverinu. „Við viljum aðra múmíumynd,“ sagði hann í símann. „Ég stamaði einhverju út úr mér,“ segir Sommers, „svaf ekki í viku en settist svo niður og byrjaði að skrifa handritið“. Framhaldsmyndin var svo frumsýnd nýlega í Bandaríkjunum og naut gríðarlegra vinsælda svo víst er að síminn hefur ugglaust hringt aftur hjá leikstjóranum og ÞAÐ er árið 1933. Átta ár hafa liðið frá því að Rick O’Connell (Brendan Fraser) og Evelyn (Rachel Weisz) börðust við ævafornan uppvakning eða múmíu hins illa Imhoteps (Arn- old Vosloo) og höfðu sigur. Núna eru þau gift og eiga son og búa í London þegar röð atvika verður til þess að Imhotep losnar úr prísund sinni og enn á ný hefst æsileg barátta upp á líf og dauða. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku ævintýramyndinni The Mummy Returns sem er framhald The Mummy. Hún er frumsýnd í dag í fimm kvikmyndahúsum en með aðalhlutverkin fara Brendan áfram af svo miklum áhuga og ástríðu og það smitar út frá sér til okkar hinna. Krafturinn í honum var alveg stórkostlegur meira að segja í Sahara-eyðimörkinni þar sem hitinn var að drepa okkur.“ Fraser hefur leikið í fjöldanum öllum af bíómyndum í Hollywood á undanförnum árum og þykir vax- andi leikari. Hann er fæddur í Indianapolis en alinn upp í Evrópu og Kanada og byrjaði leiklistarnám 12 ára að aldri. Hann vinnur nú við The Quiet American ásamt Michael Caine en leikstjóri er Phillip Noyce. Leikarar: Brendan Fraser, Rachel Weisz, John Hannah, Arnold Vosloo, Oded Fehr og The Rock. Leikstjóri: Steven Sommers (The Mummy, The Adventures of Huck Finn, The Jungle Book, Deep Rising). Brendan Fraser, Rachel Weisz og Oded Fehr í The Mummy Returns, sem frumsýnd er í dag í fjórum kvikmyndahúsum. Múmían vaknar á ný Sambíóin Álfabakka, Háskólabíó, Laug- arásbíó og Nýja bíó Akureyri, Nýja bíó Keflavík frumsýna ævintýramyndina The Mummy Returns með Brendan Fraser. BERKE Landers (Ben Foster) er á lokaári í menntaskóla og líður bara vel. Kærastan hans er fullkomin. Hún heitir Allison (Melissa Sagemill- er) og hann hefur verið skotinn í henni frá því þau voru í bleyjum. Nema svo kemur í ljós að hún er alls ekki skotin í honum lengur held- ur einhverjum glæsilegum nýjum dreng í skólanum, Striker (Shane West) að nafni. Heimur Berke hryn- ur til grunna og hann gengur um skólalóðina eins og höfuðsóttarolla þar til yngri systir (Kirsten Dunst) besta vinar hans ákveður að bjarga honum. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku gamanmyndinni Get Over It sem frumsýnd er í Regnboganum í dag. Með helstu hlutverk fara Kirst- en Dunst, Ben Foster, Melissa Sage- miller, Colin Hanks, Sisqó, Shane West og Martin Short. Leikstjóri er Tommy O’ Haver en handritið gerir R. Lee Fleming. Það var hann sem fékk hugmynd- ina að Get Over It á meðan hann var enn í háskólanámi og fékk Miramax í lið með sér en annar forstjóri fyr- irtækisins, Harvey Weinstein, benti honum á að gaman væri að blanda hugmyndinni saman við gamanleik eftir Shakespeare. Fleming fór strax að lesa Shake- speare og komst að því að Draumur á Jónsmessunótt var einmitt gaman- verk sem hann gat notað í ástarsögu- unni um Berkes og leikstjóranum O’Haver leist ekki illa á það. Bætti Fleming því inn í myndina uppsetn- ingu á Draumnum, sem leikfélag menntaskólans stendur fyrir. Framleiðendurnir leituðu til ungra og upprennandi leikara í Hollywood til þess að fara með aðalhlutverkin. Flestir hafa leikararnir ungu ein- hverja reynslu af kvikmyndaleik en Kirsten Dunst líklega mesta. Hún var í The Virgin Suicides og Bring It On og Drop Dead Gorgeous. „Það hafa allir gaman af rómantískum gamanmyndum,“ segir leikkonan unga. „Og ég held að þessi smelli hjá þeim hópi kvikmyndahúsagesta sem slíkar myndir eru sjaldnast gerðar fyrir, nefnilega unga fólkinu.“ Dunst syngur í myndinni en það hefur hún ekki gert áður. „Þegar ég las handritið var ég sérstaklega spennt vegna þess að stelpan sem ég leik á að syngja. Það var eiginlega það atriði sem réði því að ég ákvað að leika í myndinni.“ Einnig er að finna nokkra gamal- reynda leikara í leikarahópnum eins og Swoosie Kurtz og Ed Begley að ógleymdum grínistanum Martin Short sem frægur varð á sínum tíma fyrir framlag sitt til gamanþáttanna Saturday Night Live. Hann leikur kennarann Desmond Forrest-Oates. „Mér fannst hlutverkið fyndið,“ er haft eftir Short. „Mér fannst gaman að þessari hugmynd um kennara sem er að reyna af öllum mætti að ná til nemendanna en tekst það ekki.“ Leikarar: Kirsten Dunst, Ben Foster, Melissa Sagemiller, Colin Hanks, Sisqó, Shane West og Martin Short. Leikstjóri: Tommy O’ Haver (Billy’s Hollywood Sceen Kiss). Kirsten Dunst fer með eitt aðalhlutverkanna í rómantísku gamanmynd- inni Get Over It ásamt Ben Foster og Martin Short. Ástarmál í óreiðu Regnboginn frumsýnir gamanmyndina Get Over It með Kirsten Dunst og Ben Foster.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.