Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 49 ENN heldur Sleipnir lífi þó svo að á móti hafi blásið og tilraunir Ara Edwalds til að drepa félagið séu hrein aftaka en það hefur honum ekki tekist og mun aldrei takast. Sá piltur er nú búinn að sýna sitt svarta innræti í mörg- um liðum og nú síðast að reyna að frysta or- lofsfé sjómanna. Sumir félagar hafa yfirgefið félagið að ég tel í fljótfærni og und- ir þrýstingi frá sínum vinnuveitendum sem hafa gyllt fyrir þeim hvað grasið hinumeg- in við girðinguna sé grænna og safaríkara sem var nú einhverjar sinutægjur þegar upp var staðið. En nú vil ég hvetja ykkur til að tínast í félagið aftur, ykkur verður vel tekið, týndum sauðum er ávallt fagnað (það stendur í Biblíunni). Málið er það að sumir af okkar vinnuveitendum eru loksins búnir að átta sig á hvílíkt lögbrot þeir eru að fremja með því að þvinga menn úr Sleipni í önnur félög. Ég sé nú t.d. ekki fyrir mér að Versl- unarmannafélagið hefji upp kjarabar- áttu fyrir ykkur Kynnisferðamenn, ég skal trúa því þegar ég sé það. En það er aug- ljóst að ekkert er eins heppilegt fyrir okkar vinnuveitendur og að hafa okkur sundraða í hinum og þessum félögum og engin til að berjast fyrir kjör- um okkar. Það er enn í gildi og mun gilda um aldur og ævi að sameinaðir stöndum við en sundraðir föll- um við. Það er spurning hvort fólk almennt geri sér grein fyrir því hvað er að gerast í launa- málum okkar í láglaunastéttunum, atvinnuveitendur eru allflestir búnir að framselja samningsrétt sinn til Samtaka atvinnulífsins og það fer varla framhjá nokkrum hverslags mafíu er búið að koma þar á fót, tæki til að halda lág- launastéttunum niðri á hungur- mörkunum, meðan topparnir eru búnir að koma sínum launum í al- veg ótrúlega krónutölu (og ekki síðri lífeyrissjóðsgreiðslur þegar þeir hætta að verma stólana.) Mér sýnist nú að mál Sleipnis sé mál fyrir mannréttindadómstólinn því- líkar hafa aðfarir og ofbeldi af hendi Samtaka atvinnulífsins ver- ið á hendur félaginu. Fyrrverandi félagar, gangið þið bara í ykkar gamla félag aftur, þá verður vegur ykkar meiri og sam- viskan mun betri. Réttlæti eða valdbeiting Benedikt Brynjólfsson Kjaramál Það er enn í gildi og mun gilda um aldur og ævi, segir Benedikt Brynjólfsson, að sam- einaðir stöndum við en sundraðir föllum við. Höfundur er rútubílstjóri. Í NÆR hundrað ár hafa Seyðfirð- ingar mátt bíða eftir beinu vegasam- bandi við næstu nágrannabyggð sína, Mjóafjörð; í næstum heila öld hefur alls ekkert gerst í þeim efnum, engar telj- andi framkvæmdir orð- ið í vegamálum Seyðis- fjarðar. Og mikil er sú þolinmæði. Þarna að- skilur þessi tvö byggð- arlög rétt rúmlega 12 kílómetra vegleysa sem nær frá Þórarinsstöð- um í Seyðisfirði sunn- anverðum út að Bæjar- stæði, síðan upp lága örstutta Skálanesheiði yfir krappt og bratt Dalaskarð og loks suð- ur í Mjóafjörð, rétt inn- an við Dalsárbrú. Heila tólf kílómetra vantar sem sagt ennþá uppá að firðirnir tveir séu loksins komnir í eðlilegt vegasamband á því herrans ári 2001. Tólf kílómetra, hvorki meira né minna! Til Seyðisfjarðar koma árlega um 14.000 erlendir ferðamenn með allt að 11.000 far- artæki, komnir yfir úfinn sæ til þess eins að ferðast um eyland þetta í há- norðri. Þegar þeir taka land hafa margir hverjir vitanlega hug á að aka strandlengjuna og kynnast fjörðunum í þessu mikilúðlega vog- skorna landi. En þeir koma þarna að landi sem ennþá er á þróunarstigi 19. aldar að því er vegasamband varðar. Ætli þessir erlendu gestir sér að aka fjarðaleiðina frá Seyðis- firði, norður um eða suður á bóginn, eru þeim allar leiðir bannaðar. Vegir finnast nær engir út með firðinum fyrir vélknúin farartæki, enginn ak- vegur úr bænum nema einn einasti háfjallavegur yfir Fjarðarheiði en sú leið beinir í reynd ferðalöngunum rakleiðis burt af Austurlandi. Þeir halda norður í land eins og glögglega hefur sýnt sig á undanförnum árum. Hið sama á einnig við um vaxandi straum íslenskra ferðamanna á þess- um slóðum, þeir komast hvorki lönd né strönd milli fjarða á sínum kröft- ugu farartækjum; í rauninni er þeim með vegleysunum bægt frá frekari ferðalögum um Austurland. Ef til vill er það líka ætlunin. Nútímanýlenda Í nær heila öld hafa Seyðfirð- ingar greitt skilvíslega alla sína skatta og allar sínar álögur í landssjóð, ekkert hafa þeir þó fengið fyrir sinn snúð í staðinn. Nær ekkert af þeim fjármunum virðist skila sér til baka til dæmis sem eðlilegar fjárfesting- ar hins opinbera í kaupstaðnum. Á síld- arárunum fyrri í upp- hafi 20. aldar og þó einkum á síldveiðiár- unum síðari um miðbik 20. aldar runnu tugir milljarða í útflutnings- tekjum frá Seyðisfirði beint í landssjóð. Ekk- ert af þeim auði var lát- ið skila sér aftur til staðarins í formi nauð- synlegustu mann- virkjagerðar eða til að efla atvinnulíf staðar- ins. Þeir gríðarlegu fjármunir sem til urðu á Seyðisfirði um miðja 20. öld í fimmtán ára síldargóðæri voru snar- lega nýttir allt annars staðar á land- inu til að kosta þar byggingu heilla bæjarhverfa, til kaupa á atvinnu- tækjum í öðrum landsfjórðungi til eflingar atvinnulífs í öðru lands- horni. Þar var vissulega handagang- ur í öskjunni, rösklega tekið til hend- inni meðan fjármunir entust. Ekki einu sinni örfá prómill af þeim auði skiluðu sér aftur til þess staðar sem skapað hafði öll þau verðmæti. Stað- urinn víst ekki talinn þess virði, fólk- ið þar um slóðir ekki talið þess virði, þrátt fyrir áratuga órofa pólitíska fylgispekt sína við íhald og fram- sókn. En „rentukammers“-stjórnar- hættir af þessu tagi hafa í áranna rás verið viðhafðir víðar hérlendis: ný- lendan miskunnarlaust rúin að gögn- um og gæðum til dýrðar stjórnar- setrinu. Fyrir því er jú aldalöng útlensk hefð, aðeins nöfnin hafa breyst. Forneskja í fyrirrúmi Til þess að koma á beinu vega- sambandi milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar vantar sem sagt ein- ungis tólf til fjórtán kílómetra bílveg en til þess að koma á viðlíka vega- sambandi milli Seyðisfjarðar og Loðmundarfjarðar þarf um það bil fjórtán til sextán kílómetra af akfær- um vegi. Samtals yrðu það því 26–30 kílómetrar sem uppá vantar til að tengja ferðamannabæinn Seyðis- fjörð loks við nágrannafirðina með þokkalega færum bílvegi; þykir víst mörgum tími til kominn og vel það. Þvílíkt risaverkefni þessir örfáu kíló- metrar, sé höfð í huga nútímatækni og nútímaverkkunnátta í vegagerð! 19. öldin er annars víðast hvar löngu liðin en þó sjást þess ekki alls staðar glögglega merki í mannvirkjagerð á Austurlandi. Það var þó einmitt í lok 19. aldar, nánar tiltekið um 1880, að athafnamenn á Seyðisfirði létu leggja fyrir eigin reikning allvand- aðan kerruveg upp frá Seyðisfirði um Vestdal yfir Vestdalsheiði um Gilsárdal og allt niður undir Eiða. Var fenginn norskur verkfræðingur til að mæla fyrir veginum og leggja á ráðin um gerð hans. Ummerki þeirr- ar vegagerðar sjást víða á þessum slóðum enn þann dag í dag. Nokkr- um áratugum síðar lögðu Seyðfirð- ingar svo þokkalegan kerruveg út með firðinum sunnanverðum, allt út í Skálanes. Ennþá árið 2001 eru bæj- arbúar og ferðamenn að skrölta með herkjum á bílum sínum eftir þessum aldna, viðhaldslausa kerruvegi út að Skálanesi. Þykir víst mörgum að vegamannvirki það sé fullnýtt nú- orðið og vel það. Þannig er þá komið hér á landi að á meðan Austfirðingar mega áfram hnípast og halda áfram sinni aldalöngu bið eftir um 2x14 km vegaspottum eru í öðrum landshluta uppi áætlanir um 50 km af fjögurra akreina súperhraðbraut og helst þurfa líka að koma til járnbrautar- samgöngur að auki handa þeim fyrsta flokks Íslendingum sem þar búa. Þá opnast framkvæmdasjóðir upp á gátt, þá stendur hvergi á fram- kvæmdaviljanum. Ekki þess virði Halldór Vilhjálmsson Samgöngur Til þess að koma á beinu vegasambandi milli Seyðisfjarðar og Mjóa- fjarðar, segir Halldór Vilhjálmsson,vantar sem sagt einungis tólf til fjórtán kílómetra bílveg. Höfundur er menntaskólakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.