Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN
50 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á SÍÐUSTU miss-
erum hafa birst grein-
ar frá hinum ýmsu að-
ilum um hnefaleika.
Áberandi meirihluti er
greinarskrif þeirra,
sem málið styðja, og
margar greinarnar
eru frá mönnum sem
hafa reynslu og þekk-
ingu á málefninu. Það
virðist nú einu sinni
vera svo, að það er ein
fagstétt manna hér í
landi sem sér þessari
íþróttagrein allt til
foráttu, svo mikillar
foráttu að héraðs-
læknir Norðurlands,
Ólafur Hergill Oddsson, geysist
fram á ritvöllinn fyrir hönd lækna-
stéttarinnar á Íslandi með læknalat-
ínuna nánast eina að vopni, leggj-
andi læknasamtökum úti í heimi orð
í munn og fer með allt að því tilhæfu-
lausar fullyrðingar og skáldskap.
Oft er erfitt að hrekja slík skrif
þegar menn slá um sig með lækn-
isfræðilegu málskrúði og segja ber-
um orðum að hér á landi séum við að
vinna eitthvert brautryðjendastarf
og séum öðrum þjóðum til fyrir-
myndar með því að banna hér
ólympíska íþrótt og keppnisgrein.
Því langar okkur að spyrja Ólaf
beint: Veistu til þess að það séu
nokkrar aðrar „siðmenntaðar“ þjóð-
ir heims, sem hafa svo mikið sem
íhugað það að fylgja þessari stefnu
okkar og banna með lögum íþrótta-
grein sem alls staðar annars staðar í
heiminum er viðurkennd?
Ólafur Hergill hlýtur þá væntan-
lega að telja aðra lækna heimsins
siðblinda, því leyfi læknis þarf til að
geta í fyrsta lagi keppt á móti í
hnefaleikum! Siðblindir eru læknar
annarra þjóða væntanlega í augum
Ólafs Hergils, fari þeir ekki að okkar
svo merka forvarnarstarfi sem felst í
því, að telja einstaklinginn skorta
skynsemi til að geta valið sér íþrótt
sem hann kýs að stunda.
Á okkar löngu leið í gegnum þessa
baráttu fyrir því að fá hnefaleika
leyfða höfum við aldrei rekist á þess-
ar hvatningar læknasamtaka úti í
heimi sem vilja banna hnefaleika
með öllu.
Ekki hættumeiri
en aðrar greinar
Við höfum bréf frá Alþjóðaólymp-
íusambandinu þar sem farið er inn á
vísindi Ólafs Hergils, þ.e. læknavís-
indin, og segir orðrétt þar: „Lækna-
ráð Alþjóðaólympíusambandsins
hefur íhugað þá þætti er snúa að ör-
yggi iðkenda í hnefaleikum. Niður-
staðan er þessi: Það eru engin merki
þess að ólympískir hnefaleikar séu
Sigurjón
Gunnsteinsson
Hnefaleikar
Það eru engin merki
þess að ólympískir
hnefaleikar séu hættu-
meiri en aðrar íþrótta-
greinar, segja Ólafur
Guðlaugsson og
Sigurjón Gunnsteins-
son, og vitna í bréf
alþjóðlegu ólympíu-
nefndarinnar.
Ólafur
Guðlaugsson
Læknar gegn
heilbrigði
Í UMRÆÐUNNI
um hnefaleika að und-
anförnu hafa talsmenn
hnefaleikanna klifað á
því hve hnefaleikar
séu örugg íþrótt, jafn-
vel að atvinnuhnefa-
leikar séu hættulítil
iðkun! Þessi skilaboð
til okkar og þá sér-
staklega til foreldra
eru afar villandi. Höf-
uðhögg í hnefaleikum
eru ekki slys heldur
hluti af leiknum. Í því
sambandi eru smá-
skurfur ekki
áhyggjuefni heldur
það sem verra er, langvinnir áverk-
ar á heilann. Þeir koma ekki fram
fyrr en seint og um síðir og eru því
væntanlega ekki inni í slysaskrán-
ingu. En reyndar hafa bráðir heila-
áverkar í áhugamannaboxi verið
rannsakaðir í Hollandi
(Matser og félagar
2000). Þar voru 38
áhugamannaboxarar
látnir gangast undir
taugasálfræðipróf fyr-
ir og eftir keppni (höf-
uðhlífar notaðar) og
voru þeir bornir sam-
an við 28 áhuga-
mannaboxara, sem
voru prófaðir áður en
þeir slógu í poka í æf-
ingasal og eins á eftir.
Niðurstaðan var sú, að
boxararnir sem
kepptu sýndu merki
um bráðan heila-
áverka, sem kom fram
í marktækt lakari frammistöðu í
skipulagningu í hugsun, athygli og
minni borið saman við hópinn sem
æfði í sal. Þessi taugasálfræðilega
sköddun líkist þeim breytingum á
vitsmunastarfi, sem koma fram í
kjölfar heilahristings. Þessi rann-
sókn staðfestir, að það markmið
„boxíþróttarinnar“ að meiða and-
stæðinginn næst þrátt fyrir notkun
höfuðhlífa. Síendurtekin höfuðhögg
af ásetningi marka „íþróttinni“ al-
gera sérstöðu og þess vegna er
ekki við hæfi að líkja þessu við
skylmingar, sem eru allt öðruvísi
íþrótt.
Villandi
skilaboð
Ólafur Hergill
Oddsson
Höfundur er héraðslæknir
Norðurlands.
Hnefaleikar
Höfuðhögg í hnefa-
leikum eru ekki slys,
segir Ólafur Hergill
Oddsson, heldur hluti af
leiknum.
GREIN undirritaðs,
Hnefaleikar slysavörn,
maí 2000, vegna frum-
varps Gunnars Birgis-
sonar o.fl. um sk. ólymp-
íska hnefaleika, vakti
ýmis svör. Hringdu
margir og þökkuðu skrif-
in, t.d. fyrrveranddi al-
þingismenn og fulltrúar
íþróttahreyfinga. Bentu
sumir á að mikið væri af
efni á Netinu um ill áhrif
hnefaleika. Seinna komu
greinar í Mbl. frá m.a.
Guðmundi Arasyni og
félaga hans Þorkeli
Magnússyni. Sendu þeir
mér tóninn með ýmsum
hætti.
Eitt var að næturró minni skyldi
raskað vegna erils föður míns. Ekki
var það málið, heldur það ömurlega
að þess væri þörf vegna hnefa„leika“,
þar sem fólk var að skemmta sér.
Annað var hvort menn hefðu iðkað
þessa „leika“ þarna á hjara veraldar,
fyrir 35 árum. Ég nefndi árin fyrir 56.
Ungt fólk á Ísafirði fór til náms í
Reykjavík 16–20 ára, í skóla, iðnnám,
t.d. í bifvélavirkjun eða í járnsmíði.
Komust þá frískir strákar í kynni við
þessa „íþrótt“.
Enginn maður fyrir vestan kallar
það „sjómennsku sína“ þótt strákar
skreppi til sjós að sumarlagi. Ekki
heldur afar mínir, né frændur,sem
voru sjómenn.
Nú, 22. nóvember, skrifar Gísli Kr.
Björnsson ráðgjafi. Telur hann að
hnefaleikarar séu ómaklega taldir
slagsmálahundar. Verður honum tíð-
rætt um forræðishyggju sem bannar
mönnum íþróttir. Flutningsmaður
Gunnar Birgisson og fleiri apa þetta
eftir honum. Við sem nú erum gömul
getum nefnt ýmis önnur dæmi um
forræðishyggju.
Eitt er að aka skuli á hægri hlið
vegar, eins og flestar
þjóðir Evrópu.
Annað var lögleið-
ing bílbelta sérlega
sektir. Áður fyrr var
fólk oft stórslasað,
sem ekki notaði bíl-
belti. Nú er fólk með
minni meiðsl, eða mar-
ið, sem notar bílbelti.
Oftar eru þetta konur,
jafnvel kornungar
stúlkur.
Það þriðja var lög
um áfengismörk í
blóði við akstur. Þótti
mönnum í Norður-
Evrópu og Bandaríkj-
unum fráleitt að mörk
væru undir 1 pro mille. Ef menn
lentu í slysi kæmi til ábyrgð vegna
ölvunar, ef gáleysi væri sannað.
Um box, eða högg á höfuðið. Strák-
ar leysa gjarnan sín deilumál með
slagsmálum, frá 6–14 ára aldri. Var
það algengt fyrir vestan. Tvær reglur
giltu: Ekki skyldi nota barefli og ekki
slá í höfuðið.
Seinna, 1945–1965, sáum við, jafn-
vel á Ísafirði, „cowboys“ kvikmyndir.
Leystu menn þar vandamál með
drukkinn mann eða vitlausan af öðr-
um orsökum með því að rota hann.
Var það oftast bezti vinurinn, eða þeir
urðu vinir. Var sá rotaði alltaf þakk-
látur. Var aldrei sýnt að honum yrði
meint af. Nú hafa bæst við „kickbox“
og ýmis áhöld. Þótti og þykir sjálf-
sagt að ganga með byssu. Er þetta
sterkt í Bandaríkjunum, t.d í NRA
(National Rifle Assosiacion). Verja
þeir af hörku „rétt“ manna til að eiga
byssu, til að verja sig og eigur sínar.
Berast nú iðulega fréttir um ung-
linga, sem ætla að leysa minni og
stærri deilumál, í skóla, með skot-
vopnum. Frá fyrri tímum er skylm-
ingar og einvígi Frakka, nú löngu
bannaðar og skylmingar hjá stúdent-
um í Þýzkalandi til 1939, með hlífar
yfir nefi og hársverði. Fengu menn
ljót ör á kinnar og voru stoltir af. Hér
á landi bönnuðu Danir vopn á 15. öld,
vegna þess hve Íslendingum hætti til
að drepa hver annan, þegar þeim
sinnaðist á fundum.
Ekkert af þessu þurfum við að
flytja inn. Er vandinn ærinn fyrir.
Í læknablaðið 2000/86 skrifa Atli
Einarsson, Kristinn Sigvaldason
Niels Chr. Nielsen og Bjarni Hann-
esson um „Alvarlega höfuðáverka
á...S R. 1994–1990“: „Talið er að höf-
uðáverkar séu orsök um þriðjungs
allra dauðsfalla vegna slysa (1). Höf-
uðáverki er því mjög hættulegt
ástand og ber að taka alvarlega“.
Í „Höfuáverkar hjá börnum í
Reykjavík“ eftir Eirík Örn Arnarson
og Jónas G. Halldórsson (1995) segir
„Höfuðáverkar eru meginorsök sjúk-
leika og dauðsfalla hjá börnum hins
vestræna heims“.
Síðast en ekki síst, skrifar Ólafur
Hergill Oddsson læknir frábæra
grein í Morgunblaðið 8. mars, 2001.
Rekur hann þar grunnatriði máls og
nefnir rannsóknir frá 1975–1998. Á
þessi grein og allar tilvísanir, sem
hann nefnir, að vera skyldulesning
allra alþingismanna, áður en þeir
ræða og greiða atkvæði um hnefa-
leika. Einungis ein grein er byggð á
ísótópatækni (95). Er von til að fleiri
fylgi eftir. Skal þá haft í huga að jafn-
vel besta tækni er gróf mæling, mið-
að við starfsemi heilans.
Ef alþingismenn finna enn nauð-
syn til að leyfa box, skal hér stungið
uppá millistigi. Leyfa skal box í vís-
indaskyni, til þriggja ára, undir eft-
irliti læknadeildar Háskóla Íslands,
með styrk frá stórfyrirtækjum, sem
flutningsmenn tillögunnar afli. Skal
bjóða 20–40 sjálfboðaliðum að iðka
box 3 x 3 mín, 2–3svar í viku. Til sam-
anburðar skulu jafnmargir sjálfboða-
liðar,á sama aldri, þyngd, líkamlegu
og andlegu þreki stunda æfingar, en
sleppa boxinu. Skal mæla heilastarf-
semi og skynfæri með bestu tækni.
Skal eftir 2 ár hætta rannsókn og
reikna út niðurstöður, nema mæling-
ar sýni skemmdir sem geri skylt að
hætta vísindaboxinu fyrr.
Þátttaka í boxinu skal skilyrt:
Sjálfboðaliðar skulu eingöngu vera
karlar, 55 ára og eldri, og skal óheim-
ilt að veita undanþágur frá því.
Að lokum skora ég enn á stjórn
Læknfélags Íslands að láta málið til
sín taka. Helst með opnum umræðu-
fundi. Bjóða skal þingmönnum, sér-
fræðingum í heilaskurðlækningum,
taugasjúkdómum og slysamóttöku,
stjórn ÍSÍ og boxurum.
Högg á höfuðið er alltaf alvarlegt
og aldrei skemmtiatriði.
Högg á höfuðið
Ingvar
Kjartansson
Höfundur er læknir.
Hnefaleikar
Högg á höfuðið er alltaf
alvarlegt, segir Ingvar
Kjartansson, og aldrei
skemmtiatriði.
FERÐAMÁLASKÓLINN í Kópa-
vogi er á næstu vikum að útskrifa
fyrsta hópinn sem lýkur prófi í starfs-
tengdu ferðamálanámi
við skólann. Á sama tíma
er verið að auglýsa eftir
nýjum nemendum í
námið og haustverkefnin
blasa við. Það fer saman
að skólar ljúka sínum
námstíma að vori, sum-
arið er framundan og
ferðamenn fara að
flykkjast til landsins. Að
vísu ber nú orðið á ferða-
mönnum á mun lengra
tímabili en aðeins yfir
sumarmánuðina. Sum
hótel á höfuðborgar-
svæðinu hafa verið með
upp í 80 % nýtingu í
marsmánuði, rútufyrir-
tækin hafa haft tölu-
vert að gera og jeppa- og ævintýra-
ferðir hafa gengið vonum framar.
Vonandi þýðir þetta að störf í ferða-
þjónustu eru að verða í æ ríkari mæli
heilsársstörf sem er mjög gott fyrir
atvinnugreinina. Þá koma upp þessar
sígildu spurningar: Þarf að mennta
fólk til starfa í ferðaþjónustu? Er at-
vinnugreinin tilbúin að taka við fólki
með aukna menntun og borga laun í
samræmi við það? Þegar umrætt
Starfstengt ferðamálanám fór af stað
hafði það átt nokkurn aðdraganda þar
sem vinna var lögð í að ræða við for-
svarsmenn fyrirtækja í greininni í
þeim tilgangi að fá svar við þessum
spurningum. Nú hafa 20 nemendur
þegar lokið við eða eru að ljúka starfs-
námi sem er þriggja
mánaða vinna í ferða-
þjónustufyrirtæki að
loknum þremur bók-
legum önnum í skólan-
um. Nemendur hafa
starfað hjá upplýsinga-
miðstöðvum, hjá ferða-
skrifstofum, hjá flug-
félagi, rútufyrirtæki og
afþreyingarfyrirtækj-
um. Það hefur gengið
vel að koma nemend-
um í starfsnám. Á
vinnustað er skipaður
tengiliður sem sér til
þess að nemandi fái
innsýn í sem flesta
þætti hjá fyrirtækinu. Í
mörgum tilfellum hefur
nemanda verið boðið starf í framhaldi
af starfsnámi. Með þessu móti skap-
ast gagnleg tengsl milli atvinnulífs og
skóla sem gerir nemanda auðveldara
fyrir að fara út í atvinnulífið og opnar
sömuleiðis leið fyrir fyrirtækin til að
ná í starfsfólk með beinum tengslum
við skólann. Í náminu er lögð áhersla
á greinar sem eru hagnýtar og sér-
hæfðar inn á svið ferðaþjónustunnar.
Lögð er áhersla á þjónustusamskipti,
tungumál, ferðalandafræði, markaðs-
fræði ferðaþjónustu, rekstur og lög í
ferðaþjónustu, umhverfismál, stjórn-
un, bókhald og tölvur.
Boðið hefur verið upp á Iata Uftaa
nám í Ferðamálaskólanum í Kópa-
vogi sl. sex ár.
Í apríl sl.útskrifuðust 20 nemendur
með Iata Uftaa próf sem gefur alþjóð-
leg starfsréttindi í farseðlaútgáfu og
farbókunum. Margir nemendur úr
þeim hópi eru þegar komnir til starfa
í ferðaþjónustufyrirtækjum. Það er
von okkar sem að þessu námi stönd-
um að við séum að stíga rétt skref í
menntun á sviði ferðaþjónustu með
því að starfstengja námið og leggja
áherslu á hagnýt fræði fyrst og
fremst, sem nýtast muni þessari mjög
svo öflugu atvinnugrein í framtíðinni.
Með auknum áhuga fyrirtækjanna
á menntun taka þau sjálf þátt í að
undirbúa starfsmenn fyrir ferðaþjón-
ustu framtíðarinnar.
Þarf að mennta fólk
til starfa í ferðaþjónustu?
Hildur
Jónsdóttir
Nám
Er atvinnugreinin
tilbúin að taka við fólki
með aukna menntun,
spyr Hildur Jónsdóttir,
og borga laun í sam-
ræmi við það?
Höfundur er forstöðumaður
Ferðamálaskólans í Kópavogi.