Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 61
50 ÁRA afmæli. Ámorgun 19. maí verð-
ur fimmtugur Guðmundur
Karl Tómasson, rafvirkja-
meistari, Efstahrauni 18,
Grindavík. Í tilefni þess
taka hann og kona hans,
Kristrún Bragadóttir, á
móti gestum í Sjávarperl-
unni í Grindavík kl. 19-23.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 61
DAGBÓK
Árnað heilla
70 ÁRA afmæli. Ámorgun laugardag-
inn 19. maí verður sjötug
Hulda A. Kristjánsdóttir,
Hjarðartúni 1, Ólafsvík.
Hún tekur á móti gestum í
félagsheimilinu Klifi, Ólafs-
vík, frá kl. 17–21.
60 ÁRA afmæli. Nk. mánudag 21. maí verða sextugirbræðurnir Hólmsteinn og Unnsteinn Arasynir. Þeir
taka á móti gestum laugardaginn 19. maí í Samkomuhúsinu í
Borgarnesi frá kl. 20. Rúta frá Sæmundi Sigmundssyni fer
frá BSÍ kl. 19.30 og til baka síðar um kvöldið.
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
NAUT
Afmælisbarn dagsins:
Samviskusemi og heiðarleiki
eru þitt aðalsmerki og þú ert
þekktur fyrir að standa við
orð þín. Skjól heimilisins er
þér ákaflega mikilvægt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er góð regla að skrifa
niður verkefnalistann þegar
margt er á döfinni. Síðan er
að ganga skipulega til verks.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hvar sem þú kemur rekurðu
þig á vegg þegar þú berð upp
spurningar þínar. Breyttu
um aðferð og vertu ögn þol-
inmóðari í framsetningu. Þá
færðu svör.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þótt mörg verkefni hafi hlað-
ist upp hjá þér er engin
ástæða til að örvænta. Þú
hefur alla burði til að leysa
þau auðveldlega og tafar-
laust.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er margt að gerast í
kringum þig og þú mátt hafa
þig allan við að straumurinn
hrífi þig ekki með sér. Vertu
staðfastur og þá fer allt vel
að lokum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Varastu að láta hugmynda-
flugið hlaupa með þig í gön-
ur. Reyndu að koma skikki á
hlutina og skila því starfi
sem þér er ætlað.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ert að brjótast í þeim
málum sem þér finnast þér
ofvaxin. En vertu þolinmóður
því sannleikurinn stendur
nær þér en þú heldur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er eitthvert sambands-
leysi sem veldur því að þú ert
ekki í þeim sporum sem þú
vildir helst standa.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er ósköp notalegt að
finna það að aðrir geta glaðst
yfir velgengni manns. Sýndu
því öðrum það sama og taktu
þátt í þeirra hamingju.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Nú er ekkert sem heitir að
þú verður að taka til á skrif-
borðinu þínu og klára öll þau
verk sem þú hefur tekið að
þér. Annars fer allt úr bönd-
unum hjá þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú átt að þekkja reglurnar í
samfélaginu og vita að þær
eru ekki settar þér til höfuðs
heldur til þess að vernda fólk
gegn þeim sem ekki virðir
rétt annarra.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Eitt og annað nýstárlegt
mun reka á fjörur þínar.
Vertu óhræddur við að
kanna þessa hluti og draga
síðan af þeim lærdóm sem þú
getur nýtt þér til framtíðar-
innar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það fer þér ekki að troða þér
í annarra skó. Þér vegnar
best ef þú ert bara þú sjálfur.
Mundu að grasið er ekkert
grænna handan hornsins.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Bridsfélag Reykjavíkur
Þriðjudagskvöld
Síðasta keppni BR á þriðjudögum
var þriggja kvölda Sumar Monrad
Barómeter með þátttöku 28 para.
Lokastaða efstu para varð þessi:
Friðjón Þórhallss. – Símon Símonars. +180
Vignir Hauksson – Guðjón Bragason +124
Aðalsteinn Sveinss. – Sigurjón Karlss. +109
Hallgr. Hallgrímss. – Guðm. Baldurs. + 95
Ísak Örn Sigurðsson – Ómar Olgeirsson+ 63
Stefanía Sigurbjörnsd. – Páll A. Jónss. +63
Þetta var síðasta keppni félagsins
í vetur.
Sumarbrids að hefjast
Sumarbrids hefst fimmtudaginn
17. maí. Spilað verður fjóra daga vik-
unnar, mánudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga. Byrjað er
að spila kl. 19 og spiluð verða 27–28
spil á hverju kvöldi. Spilafyrirkomu-
lag verður Mitchell, Howell og
Monrad Barómeter. Notuð verða
forgefin spil hvert kvöld og verður
reiknuð út staða hvers kvölds eftir
hverja umferð. Spilarar fá afhenta
spilagjöf eftir hvert kvöld og úrslit
verða birt í textavarpi sjónvarpsins á
síðu 326 og á Netinu á vefslóðinni
www.islandia.is/svenni
Vikudagskráin verður þannig til
að byrja með:
Mánud.: Mitchell-tvímenningur
Þriðjudagur: Mitchell-tvímenn-
ingur og verðlaunapottur.
Fimmtud.: Monrad Barómeter
Föstudagur: Mitchell-tvímenning-
ur og miðnætursveitakeppni.
Veitt verða vegleg verðlaun fyrir
sigurvegara hvers kvölds auk þess
sem boðið verður upp á aukaverð-
laun og verðlaunakeppnir allt sum-
arið.
Dagskráin gæti breyst þegar líða
tekur á sumarið en verður þá auglýst
vel hverju sinni. Stefnt verður að
minnst einu hraðspilamóti svo dæmi
sé tekið.
Keppnisgjald er 700 kr. á spilara á
hverju kvöldi. Spilarar sem eru 20
ára og yngri spila frítt í boði Brids-
sambands Íslands. Umsjónarmaður
Sumarbrids í umboði Bridssam-
bands Íslands er Sveinn Rúnar Ei-
ríksson (s. 899 0928).
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Mini NM, Stokkhólmi
Um næstu helgi verður spilað svo-
kallað Mini-NM í Stokkhólmi, en
þetta er æfingamót fyrir Evrópu-
mótið á Tenerife í júní. Öll Norður-
löndin senda landslið til keppninnar,
en fyrir Íslands hönd spila Þorlákur
Jónsson – Matthías Þorvaldsson og
Magnús E. Magnússon – Þröstur
Ingimarsson.
Hægt verður að fylgjast með
mótinu á heimasíðu Bridssambands-
ins www.bridge.is
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Mánudaginn 14. maí sl. var síðasta
spilakvöld okkar á þessu vori. Spil-
aður var Mitchell-tvímenningur. 26
pör mættu. Meðalskor var 312 stig.
Bestu skor í N/S
Jón St. Ingólfss. – Loftur Péturss. 368
Arngunnur Jónsd. – Soffía Daníelsd. 354
Hjálmar S. Pálss. – Gísli Steingrímss. 336
Halldóra Magnúsd. – Hulda Hjálmarsd. 336
Bestu skor í A/V
Guðlaugur Sveinss. – Guðlaugur Nielsen 377
Haraldur Ingas. – Hafþór Kristjánss. 364
Jón Stefánss. – Torfi Ásgeirss. 351
Hermann Friðrikss. – Kristinn Þóriss. 346
Þátttakendur í vetur voru 1.422.
193 spilarar skiptu með sér 11.069
bronsstigum. Bronsstigameistari
kvenna varð María Haraldsdóttir.
Bronsstigameistari karla varð Guð-
laugur Sveinsson. Spilakvöld í vetur
voru 30. Sendum bestu óskir um
gleðilegt sumar.
90ÁRA og 85 ÁRA afmæli. Í dag 18. maí verður níræðurSigurbergur Frímannsson og 85 ára Aðalheiður
Kristinsdóttir. Þau bjuggu í Skíðsholtum í Hraunhreppi á
Mýrum um 30 ára skeið. Sigurbergur hefur dvalið í Dval-
arheimili aldraðra í Borgarnesi en Aðalheiður búið hjá dóttur
sinni í Svíþjóð. Þau eyða deginum með ættingjum og vinum á
heimili sonar síns og tengdadóttur í Frostafold 117, Rvík.
GEFNAR hafa verið út
margar bækur með heilræð-
um fyrir bridsspilara. Jón
Baldursson var eitt sinn
fenginn til að gefa slíkt heil-
ræði og grunntónninn í því
var þessi: „Vertu virkur í
sögnum.“ Allir sem þekkja
Jón vita að pass er ekki eft-
irlætissögnin hans – hann
meldar ef hann mögulega
getur. En hver eru rökin?
Þau eru mörg. Til dæmis má
nefna að virkni í sögnum
einfaldar oft vörnina. Hér er
spil frá síðasta hálfleiknum í
Bikarkeppni Norður-
landanna, þar sem Ísland
mætti Færeyjum. Jón var í
vestur – á óhagstæðum
hættum – en gat þó ekki
stillt sig um að stinga inn
sögn á fimm hunda í hjarta.
Það hafði úrslitaáhrif á
framvinduna:
Suður gefur; AV á hættu.
Norður
♠ D
♥ ÁKD95
♦ 852
♣ D1063
Vestur Austur
♠ ÁG9 ♠ 1087532
♥ 87643 ♥ 102
♦ DG4 ♦ 93
♣ G2 ♣ Á98
Suður
♠ K64
♥ G
♦ ÁK1076
♣ K754
Spilað var á sex borðum
og þetta var algengasta
sagnröðin:
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 tígull
Pass 1 hjarta Pass 2 lauf
Pass 2 spaðar * Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Eftir þessar sagnir kom
vestur iðulega út með hjarta
en sagnhafi átti þá létt verk
fyrir höndum og fékk 11
slagi. Jón átti djarflega
innákomu á hjarta:
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 tígull
1 hjarta PASS Pass Dobl
Pass Pass 1 spaði 2 lauf
Pass 2 spaðar Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Norður gildrupassaði
hjartainnákomuna og sat
svo í einu hjarta dobluðu.
Karl Sigurhjartarson,
makker Jóns, flúði þá í spað-
ann og síðan lá leið NS upp í
þrjú grönd. Hjartaútspil
kom nú ekki lengur til álita
og Jón lagði niður spaðaás-
inn! Sem er eina útkoman
sem drepur samninginn.
Sagnhafi dúkkaði næsta
spaða, fékk svo á kónginn og
gat ekki annað en farið í
laufið. Karl komst inn á ás-
inn og tók fríspaðana – tveir
niður.
Karl þakkaði makker út-
spilið og hið „útspilsfrávís-
andi“ hjartaströgl.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
HIN MIKLA GJÖF
Hin mikla gjöf, sem mér af náð er veitt
og mannleg ránshönd seint fær
komizt að,
er vitund þess að verða aldrei neitt.
Mín vinnulaun og sigurgleði er það.
Margt getur skeð. – Og nú er heims stríð háð,
og hönd hvers manns er kreppt um stál og blý.
En eitt er til, sem ei með vopni er náð,
þótt allra landa herir sæki að því.
- - -
Steinn Steinarr.
75 ÁRA afmæli. Í dagföstudaginn 18. maí,
verður 75 ára Gísli G. Ís-
leifsson, hæstaréttarlög-
maður, Snekkjuvogi,
Stokkseyri. Hann verður að
heiman á afmælisdaginn.
Með morgunkaffinu
Af hverju í
ósköpunum
kemur þú aldr-
ei yfir til að
kvarta?
Laugavegi 54 - Sími 25201
Kvartbuxur frá 3.990
Skokkar frá 2.990
Sumarbolir frá 1.990
stærðir 36-44
Elín Sigurðardóttir
hefur opnað snyrtistofu
í Bæjarhrauni 2,
Hafnarfirði,
sími 555 6255
SUMARÚTSALA
Skólavörðustíg 14
Við mætum óvissunni í efnahags-
málum með því að bjóða upp á
sumarútsölu.
Mikil verðlækkun
á góðum vörum
Byrjum á morgun, laugardag,
kl. 11.00—17.00