Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 4
                                  VERÐLAG á íslenskum sjávaraf- urðum í íslenskum krónum hefur hækkað um 26% á síðustu 12 mán- uðum. Verð sjávarafurða í SDR er hátt í sögulegu samhengi og hefur haldist hátt allt þetta ár, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstöðu- manns Þjóðhagsstofnunar. „Verð á nánast öllum íslenskum sjávarafurðum á erlendum mörkuð- um er mjög hátt um þessar mundir. Verðið lækkaði aðeins um mitt árið en hefur verið að hækka aftur á síð- ustu mánuðum,“ sagði Þórður. Verðvísitala á sjávarafurðum í SDR lækkaði nokkuð á síðasta ári. Vísitalan stóð í 106,1 í upphafi árs 1999, en var komin niður fyrir 100 undir lok ársins. Vísitalan hækkaði síðan aftur um síðustu áramót og hefur haldist há síðan. Verðvísitalan er örlítið hærri nú en hún var í upp- hafi ársins. Allt önnur mynd blasir við ef verðvísitala í íslenskum krónum er skoðuð. Sú vísitala hefur hækkað mjög mikið samhliða lækkun á gengi íslensku krónunnar. Vísitalan hækkaði um 12,1% á síðasta ári, en hækkunin það sem af er árinu er um 20%. Á síðustu 12 mánuðum hefur verðvísitalan í íslenskum krónum hækkað um 26%. Það vekur athygli að samdráttur í efnahagslífinu á sér stað á sama tíma og verð á sjávarafurðum hefur sjaldan verið hærra. „Flestar hag- sveiflur hér á landi tengjast verði sjávarafurða að einhverju leyti eða olíuverðinu. Núna stafar hagsveifl- an í aðalatriðum af allt öðrum ástæðum, sérstaklega út af mikilli aukningu þjóðarútgjalda á undan- förnum árum og nauðsynlegrar að- lögunar í kjölfarið á því,“ sagði Þórður. Verð sjávarafurða er mjög hátt HÁTÍÐ ljóss og friðar nálgast og þá vilja flestir landsmenn skrýðast sínu fínasta pússi. Húsdýraeig- endur sjá til þess að ferfættu fjöl- skyldumeðlimirnir fari ekki í al- ræmdan jólaköttinn og kaupa nýjar hálsólar og sumir fá meira að segja alvöru jólaklippingu eins og hund- urinn Sylvester fékk í gær þegar Sóley Halla Möller hundasnyrtir klippti, blés og snurfusaði síðan feldinn fyrir jólin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóla- klippingin FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 16 21 2 12 /2 00 1 Jólasveinn dagsins kemur kl. 17.00 bilinu 6 til 7 milljarðar króna. Greiðslur til fæðingarorlofssjóðs námu 2,3 milljörðum og hækkun framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga nam 1,9 milljörðum króna. Þá nam hækkun vaxtagreiðslna 0,8 milljörðum, sérstakar greiðslur til öryrkja námu 1,3 milljörðum og einn milljarður króna fór í auknar greiðslur til Tryggingastofnunar vegna lífeyristrygginga. Þá voru 0,8 milljarðar nýttir til uppkaupa á fullvirðisrétti bænda. HANDBÆRT fé frá rekstri rík- issjóðs var neikvætt um tæpa 4 milljarða króna fyrstu ellefu mán- uði ársins, samanborið við 8,9 milljarða króna jákvæða stöðu í fyrra. Heildartekjur ríkissjóðs hækkuðu um 12 milljarða króna á fyrstu 11 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra, en útgjöld hækkuðu hins vegar um tæplega 25 milljarða króna, eða 14%. Þar munar mestu um áhrif kjarasamn- inga og gengisþróunar, sem er á Greiðsluafkoma ríkissjóðs Handbært fé neikvætt um fjóra milljarða FRAMLEIÐSLUMET verður slegið í dag í kísilgúrverksmiðju Kísiliðjunn- ar við Mývatn, auk þess sem sölumet verður einnig slegið fyrir áramót. Þá náðist mesta framleiðsla frá upphafi verksmiðjunnar í einum mánuði í nóv- ember á þessu ári, þegar framleidd voru tæp 3.000 tonn af kísilgúr. Nú stefnir allt í að ársframleiðslan verði um eða yfir 30.000 tonn en fyrra framleiðslumetið er frá 1985, þegar framleidd voru tæp 29.400 tonn. Gangi allt eftir mun framleiðslan ná því marki í dag. Gunnar Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, segir framleiðslumetið vera beintengt við eftirspurnina, enda hafi framleiðslan oft stöðvast í lengri tíma vegna sölu- tregðu. „Þetta helst í hendur, þannig að við gerum bæði ráð fyrir fram- leiðslu- og sölumeti á árinu.“ Fyrirtækið var stofnað árið 1966 og meðalframleiðsla hefur verið um 25.000 tonn á ári. Sölumetið var slegið síðast árið 1999 þegar um 28.900 tonn af kísilgúr voru seld frá verksmiðj- unni, en að sögn Gunnars er gert ráð fyrir að salan fari upp fyrir 29.100 tonn á þessu ári. „Þetta gengur mjög vel og svona árangur næst ekki nema með góðu starfsfólki sem kann vel til verka, með góða reynslu og þekkingu á rekstri þessa fyrirtækis, auk hag- stæðra aðstæðna á markaði,“ segir Gunnar. Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hvaða aðstæður valdi mikilli eftirspurn á þessu ári en það hafi orðið til mikil eftirspurn um mitt síðasta ár sem hafi haldist á þessu ári. „Við vonum bara að það haldi áfram eitthvað svipað, þótt ég efist um að það verði jafngott á næsta ári.“ Góð afkoma hjá Kísiliðjunni Slá framleiðslu- og sölumet í ár FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni undirbýr nú málshöfð- un á hendur ríkinu vegna skatt- lagningar ávöxtunar iðgjalda í líf- eyrissjóðum. Að sögn Jónasar Þórs Guðmundssonar, hdl. og lögmanns félagsins, er undirbúningur máls- höfðunar nú á lokastigi og verður stefna á hendur ríkinu lögð fram í byrjun janúar. Umrædd skattlagning hefur lengi verið til skoðunar hjá Félagi eldri borgara en að sögn Jónasar hefur nú verið ákveðið að láta reyna á réttmæti hennar fyrir dómstólum. Jónas Þór segir í samtali við Morgunblaðið að þegar lög um fjármagnstekjuskatt hafi verið sett árið 1996 – þar sem kveðið er á um að greiddur skyldi 10% skattur af fjármagnstekjum, svo sem vöxtum, arði, leigu og söluhagnaði – hafi ávöxtun iðgjalda í lífeyrissjóðum verið eini flokkurinn sem var und- anskilinn slíkum 10% skatti. Með öðrum orðum hafi þurft að greiða almennan tekjuskatt, sem nú er 38,76%, af lífeyri þegar hann kom til útborgunar og það þrátt fyrir að uppsafnaðir vextir gætu numið 2⁄3 hlutum útborgaðs lífeyris. Jónas segir að í málshöfðuninni verði krafist viðurkenningar á því að skattheimtan á vexti af lífeyr- isiðgjöldum sé ólögmæt þar sem hún brjóti í bága við jafnræðis- reglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Ætlar að stefna ríkinu vegna skatta á ávöxtun iðgjalda UM 12% aukning varð á notkun kreditkorta hér á landi hjá VISA Ís- land frá 1. desember til 17. þessa mánaðar miðað við sama tímabil í fyrra og um 10% aukning varð á notkun debetkorta hjá fyrirtækinu á umræddum tíma miðað við sama tímabil í fyrra. Voru viðskipti á tíma- bilinu fyrir um tíu milljarða kr. Þá varð 10% aukning í notkun de- bet- og kredit-korta hér á landi hjá Europay á Íslandi frá 18. nóvember til 16. desember miðað við sama tímabil í fyrra, en viðskipti voru fyrir fimm milljarða króna á tímabilinu. 10 til 12% aukning á kortanotkun UNDANFARNA daga hefur sex sinnum verið tilkynnt um falsaða 5.000 króna seðla í um- ferð til lögreglunnar í Reykja- vík. Lögreglan vinnur nú að rannsókn þessara mála. Mikil- vægt er að afgreiðslufólk sé á varðbergi gagnvart hugsanlega fölsuðum peningaseðlum, segir Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn. Það ætti að vera regla en ekki und- antekning að kanna, hvort seðill hefur vatnsmerki og málmrönd, áður en hann er móttekinn. Vakni grunur um að um falsað- an seðil geti verið að ræða, er mikilvægt að setja útlit þess, sem afhendir hann, vel á minnið og hafa samband við lögreglu. Falsaðir 5.000 króna seðlar í umferð ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.