Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 48
LISTIR 48 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ eru ekki nema fjögur ár síðan Kristín Helga Gunnarsdóttir sendi frá sér sína fyrstu barnabók, Elsku besta Binna mín (1997), en á þessum stutta tíma hefur hún fest sig rækilega í sessi í hópi vinsælustu barnabókahöfunda okkar. Kristín Helga skrifar kannski einna helst fyrir stálpaða krakka sem geta lesið sjálf (ca. 7–12 ára) en yngri börn geta vissulega haft gaman af bók- um hennar, t.d. var dóttir mín ekki nema fjögurra ára þegar hún komst fyrst í kynni við Binnu sem hún tók strax ástfóstri við. Bækurnar tvær um Binnu hafa notið mikilla vinsælda og í fyrra hlaut Kristín Helga Barnabóka- verðlaun Reykjavíkurborgar fyrir bókina Mói hrekkjusvín. Að auki hefur hún sent frá sér bókina Hrollur og steinarnir í dalnum og Keikó, hvalur í heimsreisu. Nýja sagan Í Mánaljósi hefur und- irtitilinn „Ævintýri Silfurbergsþrí- buranna“. Það eru 12 ára gamlir þrí- burar, Íris Ína, Ísabella og Júlíus, sem eru aðalpersónur sögunnar og spannar frásögnin af ævintýrum þeirra rúmlega hálft ár en aðallega segir frá einu sumri sem þau eyða í Kaupmannahöfn. Þetta er tími mik- illa átaka og umbyltinga í lífi þríbur- anna. Í upphafi sögunnar eru þau fremur óhamingjusöm börn forríkra hjóna sem ausa yfir þau efnislegum gæðum en hafa engan tíma og tak- markaða ástúð að veita. Þau njóta hins vegar ástar og umhyggju filipp- eyskrar vinnukonu, Rósalindu, sem býr hjá þeim á veturna en hjá fjöl- skyldu sinni á Filipps- eyjum á sumrin. Silfur- bergsþríburarnir búa í hvítri höll við Gullvoga- stræti, eiga stór sérher- bergi, flott húsgögn og allar hugsanlegar græj- ur. Í bókarlok eru þau hins vegar allsæl börn fráskilinna foreldra, flutt í gamalt blátt báru- járnshús með móður sinni og vinnukonunni og eiga hvert sitt litla kvistherbergið með að- eins nauðsynlegustu húsgögnum. En ham- ingja þríburanna er ekki tengd ofgnótt eða skorti á steinsteypu og hlutum, held- ur því að þau hafa fengið nýja sýn á lífið og tilveruna í Kaupmannahöfn svo og því að móðir þeirra hefur snúið baki við efnishyggjunni og minnkað við sig vinnu til að geta verið meira með börnum sínum. Margar litríkar persónur koma við sögu í þessari bók. Þríburarnir, sem hafa hver sín persónueinkenni, eru sendir hálfnauðugir til sumardvalar hjá ömmusystur sinni, Emilíu Sól- borgu, svo að foreldrarnir geti gengið frá skilnaði sínum, sölu og skiptingu eigna, og unnið sína vinnu og yfir- vinnu án þess að börnin séu að flækj- ast fyrir. Emilía frænka býr í Frið- arbæ, sem er hverfi í Kaupmanna- höfn þar sem búa gaml- ir hippar og alls kyns furðufuglar (fyrirmynd- in Kristjanía er auð- þekkjanleg). Húsið sem Emilía býr í heitir Mánaljós og þar býr með henni fjöldi litríkra einstaklinga, fólk og dýr. Emilía er litskrúð- ugust þeirra allra; hún er jógakennari, í góðu sambandi við yfirnátt- úruleg öfl og geislar af manngæsku og ham- ingju. Hjá henni læra þríburarnir að setja andleg verðmæti ofar hinum efnislegu, auk þess sem þau kynnast bæði jákvæð- um og neikvæðum hliðum hins fjöl- skrúðuga mannlífs í Friðarbæ. Þau lenda í ýmsum óvæntum ævintýrum og snúa aftur heim til Íslands reynsl- unni ríkari og í mun meira jafnvægi en þegar þau fóru að heiman. Kristín Helga skrifar fjörlegan stíl og er leikin í að búa til aukafléttur inn í meginfrásögn sína þannig að frá- sögnin er alltaf lifandi og heldur at- hygli lesandans. Hún notar sterkar andstæður í persónusköpun og stillir upp ólíkum lífsgildum á afdráttar- lausan máta. Annars vegar eru það Silfurbergshjónin sem tilheyra hópi sívinnandi, stressaðra uppa, sem virð- ast lifa fyrir efnisleg gæði en hafa tap- að áttum í mannlegum samskiptum. Hins vegar hreinræktaðir hippar sem njóta lífsins í hópi góðra vina en hafa snúið baki við efnislegum gæðum. Það er alveg á hreinu hvorum megin samúð höfundarins liggur, enda er það velferð barnanna sem málið snýst um og börn þurfa jú fremur á ást og tíma en peningum og dóti að halda. Faðir þríburanna, Svanur Silfur- berg, er eiginlega sú persóna sem nei- kvæðust er í bókinni; hann virðist ekkert læra af skipbroti hjónabands- ins og heldur ótrauður áfram sínu efnishyggjubrölti með nýju konunni, Fríðu fegurðardrottningu. Móðir þeirra, Sigurlína, tekur hins vegar já- kvæðum breytingum í rás sögunnar, svo og móðuramma þeirra, Karólína, sem fer í meðferð og breytist mjög til batnaðar. Í Mánaljósi er bók sem ætluð er eldri lesendum en fyrri bækur Krist- ínar Helgu og er það vel til fundið hjá henni að skrifa nú fyrir aðeins eldri lesendahóp, því með því móti ætti hún að halda í sinn „gamla“ aðdáendahóp. Þau börn sem hrifust af Binnu, til að mynda, eru að sjálfsögðu orðin eldri og þroskaðri nú og geta tekist á við flóknari viðfangsefni en fjallað er um í Binnubókunum. Því þrátt fyrir að andstæðurnar séu hreinar og klárar og persónulýsingar stundum nokkuð svart-hvítar þá er fjallað um alvarleg málefni í þessari bók; málefni sem snerta gildi og verðmætamat, ham- ingju og óhamingju, líf og dauða. Systkinin Íris Ína, Ísabella og Júlíus eru einnig hvert af sínu taginu en vegna fjölda aukapersóna í sögunni fá þau hvert og eitt ekki mikið rými í frá- sögninni. Gaman væri því að fá að kynnast þeim betur síðar. BÆKUR Barnabók eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir, Mál og menning 2001, 218 bls. Í MÁNALJÓSI Í hverju er hamingjan fólgin? Soffía Auður Birgisdóttir Kristín Helga Gunnarsdóttir JÓN Laxdal, leikarinn góðkunni, býr nú í Sviss og rekur eigið leikhús þar sem hann setur upp og leikstýrir m.a. Shakespeare og Molière og leik- ur sjálfur á þýsku. Hann fór ungur utan og hefur lítið leikið hér á landi síðan en ógleymanleg er frammistaða hans sem Garðar Hólm í Brekku- kotsannál og í hlutverki Steinars undir Steinahlíðum í Paradísarheimt. Gerð þessara kvikmynda, erfiðum tökum og ströngum æfingum, er lýst í nýútkominni ævisögu Jóns (kallað- ur Lassi) og birtar myndir með. Jón skrifaði handritið að báðum kvik- myndunum og eru frásagnir af því og samvinnu við Rolf Hädrich og Hall- dór Laxness afar áhugaverðar. Jón tengir sig á skemmtilegan hátt við þá báða, Garðar Hólm og Steinar; hann hefur fundið sinn hreina tón sem Garðar fann aldrei; og hann veit eins og Steinar að Paradís býr innra með honum sjálfum. Vandi ævisagna er oftast fólginn í því hverju beri að segja frá og hverju beri að sleppa. Skeleggur skrásetjari verður að greina á milli aðal- og auka- atriða, söguefnis og útúrdúra sem engu máli skipta. Har- aldur Jóhannsson sem skráir sögu Jóns hefði svo sannarlega mátt vera vandlátari í þess- um efnum. Fjölskyldu- mál Jóns eru óvenjuleg en óþarflega mikið er gert úr þeim í bókinni. Sögur af ástalífi Jóns á yngri árum eru einka- mál og spurning hver tilgangurinn sé með að setja þær á prent. Þær eru hvorki hispurslaus- ar né opinskáar þótt svo segi á bókarkápu og bæta engu við mynd Jóns í huga lesandans. Fengur væri að meiri umfjöllun um líf leikara al- mennt, leiklistarnám og leikhús heima og erlendis. Spennandi væri jafnvel að heyra meira um pólitík kalda stríðsins sem stíaði Jóni og maka hans sundur um langa hríð. Einn þáttur sögunnar er sam/-tví- kynhneigð Jóns en sú umfjöllun er hvorki markviss né spennandi. Jón virðist hafa óvenjulegar skoðanir á mörgum hlutum, hann hefur aflað sér víðtækrar reynslu og lífsspeki hans er frið- söm og heildstæð en þetta skilar sér ekki nógu vel í bókinni því hún er illa byggð og skrifuð á upphöfnu og óþjálu máli. Frásagnarhátturinn er stærsti gallinn á bókinni. Í upphafi er sagt að þetta eigi að verða viðtalsbók (7) en svo er þó ekki. Jón læt- ur gamminn geisa um lífið, leiklistina og ást- ina, Laxness og Dürr- enmatt, en inn á milli koma stutt innskot Haraldar og eru þau mestmegnis útleggingar á per- sónuleika Jóns, brot úr leiklistar- gagnrýni eða frásagnir fólks af kynn- um við hann, s.s. Elíasar Mar, Þóru Friðriksdóttur og Sveins Einarsson- ar. Jón og Haraldur virðast hafa hist nokkrum sinnum og rætt saman, síð- an hefur Haraldur skráð frásögn Jóns – í afskaplega stirðlegum stíl. Hann segir t.d. á einum stað í ör- stuttu innskoti: „Hæruskotnu al- skeggi viðmælanda míns tekst ekki að hylja barnslegan svip andlits hans, né heldur uppgerðarlaust brosið, sem mildur en svolítið pírður augnsvipur- inn undirstrikar“ (28). Jón hefur frá ótal mörgu að segja og hefði góður viðmælandi e.t.v. getað gert sögu hans stórskemmtilega. En Haraldur er alltof hástemmdur og kemst óþarflega oft klaufalega að orði: „Hann [Jón] elskar tilveruna, mann- lífið, náttúruna og væri vís til að leggja krók á leið sína til að verða lít- ilmagna að liði ef þörf væri á og spyrði þá ekki endilega hvort um menn eða dýr væri að ræða. Lassi talar oft og gjarnan mikið en gefur sér þó tíma til að hugsa. Hann er laus við það sem við köllum á íslensku mont en honum er fyllilega ljóst hvar hann stendur og lætur engan villa sér sýn í þeim efnum. Hann er alltaf skemmtilegur og aldrei leiðinlegur. Lífið í kringum hann er fagurt, hann skynjar það og gætir þess til hins ýtr- asta að ata ekki auri hinn smæsta ein- stakling í þeirri undursamlegu heild …“ (110–111). Jón/Lassi er örugglega hafsjór af sögum um lífið og leiklistina en þær lifna ekki á síðum þessarar bókar. Söguefnið, hvernig lífið leikur við Jón Laxdal, er ofurliði borið af mærðar- legum stíl og sumar sögur hans eiga ekkert erindi að heiman – frekar en Garðar Hólm forðum. BÆKUR Ævisaga Jón Laxdal Halldórsson leikari segir frá óvenjulegri ævi sinni. Haraldur Jóhanns- son skráði, 247 bls. með nafnaskrá, Skjaldborg 2001. LÍFIÐ LÉK VIÐ MIG Steinunn Inga Óttarsdóttir Jón Laxdal Garðar Hólm snýr aftur BÖRN dagsins í dag þyrftu að vita meira um margþætta sögu Ís- lands en þau gera, og vissulega er sniðugt að færa þeim sögubrot og -fyrirbrigði í formi barna- bókmennta. Saga Ing- ólfs Steins- sonar segir frá síldaræv- intýrinu, í gegnum tví- burana Lóu og Óla sem fæðast þegar það er í algleymingi. Hugmyndin er fín, en því miður er ýmislegu í frásögninni ábóta- vant. Fyrir börn (og flest annað fólk) verður saga að vera með upp- hafi, spennu og enda. Æskilegast er að börnin fylgist með einni eða tveimur persónum lenda í ævintýr- um, reyna eitthvað og læra af reynslunni. Þessi skilyrði eru ekki uppfyllt og spurning hvort ungir lesendur verði uppnumdir, eða áhugi vakni á sögunni, þar sem hún er heldur samhengislaus. Einnig er mikið um frekar þurrar staðreyndir um fyrirbæri í heimi fiskveiða. Það er í rauninni hægt að vekja áhuga barna á öllu, ef það er einungis hluti af spennandi og skemmtilegri sögu. Hér vantar meira afþreyingargildi, meiri galdra og fegurð. Kannski að áhugi vakni hjá einstaka barni sem sérstakan áhuga hefur á sögu, landi og þjóð. Ingólfur fer fram og aftur í tíma, til að koma því að að margar kynslóðir lifi á og af fiskinum. Þessi framsetning getur áreiðan- lega reynst svolítið ruglingsleg fyrir unga lesendur. Einnig er sí- fellt verið að kynna nýja fjöl- skyldumeðlimi til sögunnar, sem lesendur kynnast lítið sem ekkert. Sumir eru meira að segja nefndir til þess eins að segja að þeir séu dánir. Teikningar Hrannar Arnarsdótt- ur hafa yfir sér viðvaningslegan blæ, og eru ekki sérlega skemmti- legar, þótt þær sýni þennan heim í rauninni alveg ágætlega. Flýgur fiskisaga er ekki spenn- andi sem barnabók, en myndi hins vegar njóta sín mun betur sem kennslugagn, og ætti að mínu mati að geta þjónað þeim tilgangi vel. BÆKUR Barna- og unglingabók eftir Ingólf Steinsson. Myndir Hrönn Arnarsdóttir. Tunga 2001. 32 bls. FLÝGUR FISKISAGAN Gráa silfrið og saga þess Hildur Loftsdóttir Ingólfur Steinsson UNNENDUR Formúlu-1 á Ís- landi geta tekið gleði sína því út hefur verið gefin ágætis bók um íþróttina; Baráttan um bikarinn. Höfundurinn Nigel Roebuck er enginn aukvisi, hef- ur fylgst með og skrifað um íþróttina í um 30 ár, eða lengur en ævi flestra núverandi ökuþóra er. Hann þykir ögrandi blaðamaður sem skrifar um- búðalaust það sem honum liggur á hjarta. Mannlegi þátturinn er honum hugleikinn og til marks um staðfestu hans sagði hann upp starfi á breska stórblaðinu Sunday Times er ritstjór- inn krafðist þess að blaðið „skúbbaði“ á því hvers vegna Ayrton Senna ók útaf og fórst í San Marínó-kappakstr- inum 1. maí 1994. Fannst honum nóg um að íþróttin hafði misst Senna og óþarfi að hefja kapphlaup um að koma ábyrgðinni og ef til vill sak- næmi á einhvern. Roebuck hefur upp frá því verið blaðamaður við breska fagritið Auto- sport en hann hefur verið viðstaddur flest mót í Formúlu-1 frá 1971. Í bók- inni deilir hann með lesendanum minningum sínum af kappaksturs- brautinni, rifjar upp merkileg og skemmtileg atvik af henni bæði á þeim tíma og einnig fyrr. Kafar stundum djúpt í útskýringum og er bókin því upplýsandi. Hann liggur ekki á skoðunum sínum á mönnum og málefnum, t.d. um alráðinn Bernie Ecclestone sem umfram allt virðist vera jarðbundinn og mannlegur. Um það er bókin fyrst og fremst, kapp- akstursmenn sem höfðað hafa til hans og markverð málefni. Viðfangsefnin eru e.t.v. ekki þau sem flestir myndu búast við en gefa samt góða innsýn í íþróttina – það sem gerist á brautinni, á viðgerðarsvæðunum og að tjalda- baki. Og bókin leiðir menn inn í heim ökuþóra, innbyrðis samskipti þeirra, bæði innan liðs og milli liða. Stíll Roebucks er grípandi og hon- um tekst að fanga athygli lesandans. Upphafskaflinn er á alvarlegu nótun- um og lýsir vel því andrúmslofti sem ríkti eftir Senna-slysið 1994 en við það breyttist margt í Formúlu-1 og segja áhrifin af slysinu enn til sín í dag í stöðugri viðleitni til að efla ör- yggi ökuþóra og áhorfenda. Lokakafl- inn dregur og fram annað alvarlegt slys; er Mika Häkkinen barðist fyrir lífi sínu rúmu ári sienna. Þessir tveir ökuþórar hafa höfðað mikið til Roebucks en honum virðist hins veg- ar ekki mikið til persónu Michaels Schumacher koma þótt hann geri í sjálfu sér ekki lítið úr árangri hans. Reyndar er enginn kafli um Schu- macher í bókinni, sem út kom haustið 1999 þegar þrír ökuþórar á jafnmörg- um árum höfðu haft betur í keppninni um heimsmeistaratign ökuþóra og þannig komið í veg fyrir að hann end- urreisti forna frægð Ferrari. En því áhugaverðari er lesningin um breska tannlæknastúdentinn Tony Brooks sem kappaksturshetjan Stirling Moss kallar óþekkta snillinginn, um Banda- ríkjamanninn Phil Hill, sem ók Ferr- ari-bílnum með hákarlatrjónunni til sigurs í heimsmeistarakeppni öku- þóra 1961 og auðmannssoninn Piers Courage, sem er eftirlætisökumaður Frank Williams sem teflt hefur eigin liði fram í Formúlu-1 í rúman aldar- fjórðung. Lýsingar Roebucks á nokkrum merkilegum viðureignum eru og sér- lega læsilegar og fræðandi. Ekki síst slagur Bretans Nigels Mansells og Frakkans Alain Prost um heims- meistaratitilinn í lokamóti vertíðar 1986. Þótt Mansell hefði yfir betri og hraðskreiðari bíl að ráða stóð „pró- fessor“ Prost uppi sem sigurvegari og dregur Roebuck spennuna sem fyrir mótið og á því ríkti einkar vel fram, enda viðstaddur. Þótt bókin sé ágætis yfirlit um sögu Formúlu-1 frá upphafsmótinu í Silv- erstone á Englandi í maí 1951 er hún þeim kostum búin að engin nauðsyn er að byrja að lesa hana fremst, hver kafli er sjálfstæð saga. Ólafur Bjarni Guðnason þýddi og hefur farist það hlutverk vel úr hendi. Eina aðfinnsla undirritaðs er ofnotkun orðasam- bandsins „Grand Prix-kappakstur“ en öll mót í Formúlu-1 eru Grand Prix. Niðurstaðan er sú að hér er um áhugaverða og fróðlega bók að ræða og bók sem úreldist ekki eftir fyrsta lestur. BÆKUR Íþróttir eftir Nigel Roebuck, í þýðingu Ólafs Bjarna Guðnasonar. Iðunn 2001, 209 bls. BARIST UM BIKARINN Úreldist ekki við lestur Ágúst Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.