Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 62
MINNINGAR 62 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Margar bernsku- minningar komu upp í hugann þegar Matta vinkona mín hringdi og sagði mér frá andláti mömmu sinnar. Þessar minningar tengdust veru minni heima hjá henni í Lyngbrekkunni í Kópavoginum. Börnin á heimilinu ERNA SVANHVÍT JÓHANNESDÓTTIR ✝ Erna SvanhvítJóhannesdóttir fæddist í Þverdal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 16. nóvem- ber 1940. Hún and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ sunnudaginn 2. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 10. desember. voru sex á þeim tíma og líf og fjör í litlu þriggja herbergja íbúðinni en alltaf var pláss fyrir eitt barn í viðbót, hvort sem var í gistingu eða við mat- arborðið. Erna var heimavinnandi og gott var að koma inn með Möttu og fá eitthvað gott í gogginn. Ég öf- undaði vinkonu mína af systkinaskaranum en skildi auðvitað ekki þá hvert álagið hefur ver- ið á Ernu. Hún var að- eins rétt um þrítugt með sex ung og fjörug börn, allnokkrum árum síðar bættist það sjöunda við. Við vinkon- urnar og Björg stóra systir Möttu brölluðum ýmislegt, eins og gjarnt er um krakka. Ernu var stundum nóg boðið og þá stoppaði hún okkur af. Hún gerði það þó þannig að við lærðum af mistökum okkar og reyndum að vera stilltar stúlkur, a.m.k. fyrst um sinn. Hún hafði þó lúmskt gaman af öllu saman og fylgdist vel með því sem var um að vera hjá okkur krökkunum. Þegar fjölskyldan fluttist í Sel- brekkuna minnkaði samgangur okk- ar vinkvennanna nokkuð, en heim til Möttu var alltaf gott að koma. Erna tók mér alltaf vel og þar leið mér aldrei eins og gesti, heldur eins og einni úr hópnum hennar. Hin síðari ár hafði ég fengið frétt- ir af erfiðum og langvinnum veik- indum Ernu frá Möttu vinkonu minni og aðeins fylgst með úr fjar- lægð. Því miður held ég að ég hafi aldrei sagt Ernu hve vænt mér þótti um að fá að vera heimagangur hjá henni þegar ég var að alast upp. Það verður seint fullþakkað. Ég sendi aðstandendum Ernu innilegar sam- úðarkveðjur. Minning hennar lifir. Sigrún Jónsdóttir. Elsku pabbi, ó, hvað ég sakna þín. Nú vantar stórt stykki í hjartað mitt, stykki sem ég fæ aldrei aftur. En það sem huggar mig er þegar mig dreym- ir þig, þú ert alltaf svo glaður og þér líður svo vel og það er allt svo skært og fallegt í kring um þig. Og þegar ég vakna þá líður mér betur því ég veit að þér líður vel þar sem þú ert. Ég trúi að þú sért á betri stað því að þú átt það svo sannarlega skilið eftir að hafa alið okkur grislingana, mig, Lalla og Svan upp, og þú og mamma voruð svo sæt saman. Kúri köttur saknar þín líka mikið. Það er skrítið en þannig er það nú samt, og það fór ekki fram hjá neinum sem sá hann. Nú kemur enginn heim á morgnana í kaffinu og hleypir honum inn eða út. Þegar ég byrja að skrifa rifjast margar góðar stundir upp fyrir mér. Við áttum svo góða tíma saman, en þeir hefðu mátt vera miklu fleiri. Það er ekki sanngjarnt að vera bara 18 ára þegar maður missir pabba sinn því sumir fá að verða 70 ára. En ég fékk þó allavega þessi 18 frábæru ár með þér sem ég er afar þakklát fyrir því sumir fá ekki einu sinni svo mörg ár. Þú varst svo góður pabbi, sá besti í heimi og ef þú hefðir orðið afi hefð- irðu líka orðið besti afi í heimi. Þú varst líka góður vinur sem var gott að tala við, sama hvað það var. Þú varst alltaf svo hjálpsamur við alla, eigin- lega of hjálpsamur. Þú varst mikill dellukall, og það hef ég líka frá þér. Þú ræktaðir kartöflur og allskonar grænmeti. Svo áttirðu alltaf nokkrar kindur. Og þegar ég var einu sinni veik hugsaðirðu um hestinn minn og þú þóttist ekki hafa áhuga á því en ég veit að þér fannst það gaman. Það var bara ekki eins létt að grípa í hann og fleygja honum inn í stíu eins og kind- unum. Svo var það véladellan þín, og þá sérstaklega bíladella og bátadella. Þú áttir flottasta bílinn í bænum Chevrolet ́52. Kagginn sem var settur í þriðja gír og var ekki tekinn úr hon- um fyrr en á áfangastað. Ég get ekki verið þakklátari fyrir véla-genin sem ég fékk frá þér. Bíladellan og allt hitt, en ég fékk aðra dellu með sem þú varst ekkert svakalega ánægður með, þ.e.a.s. ,,mótorhjól“. Þegar ég fékk fyrsta hjólið leist þér nú ekki á þetta og þú varst alltaf skíthræddur um mig, en ekki batnaði það þegar ég fékk mér stærra hjól, hjól sem ég næ ekki einu sinni niður á með báðum fótum í einu. En samt varstu montinn GRÉTAR LÁRUSSON ✝ Grétar Lárussonfæddist í Stykkis- hólmi 31. ágúst 1934. Hann andaðist við störf sín í Rafstöð- inni í Stykkishólmi 12. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Stykk- ishólmskirkju 23. nóvember. af mér því ég gef strák- unum aldrei eftir. Það er svo skrítið að keyra núna á langferð milli staða og þurfa ekki að hringja í þig og segja hvert ég sé komin, en núna þarf ég þess ekki því mér finnst þú vera hjá mér og ég er örugg- ari með þig hjá mér því þú varst besti bílstjóri í heimi eins og margir hafa sagt. Ég sakna svo þegar við vorum að djóka saman og þegar þú varst að djóka í vinum mínum og vin- um Lalla og Svans. Og þegar þú varst að kalla vini mína einhverjum gælu- nöfnum eins og Simbi sjómaður, Rúni rúmba og Valli víkingur. Aldrei tókst mér að vera í fýlu við þig þegar ég var lítil því þú varst svo flippaður og þú ruglaðir alltaf í mér þangað til ég fór að hlæja. Núna ert þú hjá pabba þínum og mömmu sem þú beiðst eftir að hitta, eins og ég bíð eftir að hitta þig núna. Pabba þínum sem þú ert búinn að bíða eftir að sjá síðan þú varst 21 árs. Ég sakna þín svo mikið og mig langar svo að fá þig aftur og faðma þig allavega einu sinni enn og sjá þetta bjarta brosandi andlit sem fær mann til að brosa og líða vel. Ég get ekki ímyndað mér fyrstu jólin án þín. Þú sem sást alltaf um jólahangikjötið og bjóst til besta uppstúf í heimi. Nú vantar allt grínið þitt við matarborðið og tréð. En við verðum að halda áfram að snúast með jörðinni í hringi eins og áður. Ég lofa að gera allt sem ég lofaði þér þegar ég lá með höfuðið á bringunni þinni, oh hún var svo óhugnanlega köld og ég óskaði þess að heyra hjartað þitt slá aftur en það vildi það ekki því að því líður miklu betur hinum megin. Hafðu það sem best þangað til við hittumst aftur, elsku pabbi minn, og vertu hjá okkur og passaðu okkur öll. Ég mun alltaf elska þig. Þín Ragnheiður Kristín Grétarsdóttir. Sæll elsku pabbi minn. Hugur minn er svo galtómur en samt svo troðfullur af minningum um þig. Ég veit bara engan veginn hvað ég á að segja við þig. Eitt veit ég, ég held að þú hafir haft of stórt hjarta, svo góður og frábær. Ég man þegar maður var lítill vitleysingur og fór í fýlu við þig og hljóp inn í herbergi og skellti hurð- inni, komstu fimm mínútumseinna og byrjaðir að grínast í manni. Þá sneri maður undan og þóttist vera enn í fýlu. Svo hélstu áfram þangað til maður fór að hlæja en samt að reyna að vera í fýlu. Það var ekki hægt að vera fúll út í þig nema í mesta lagi 20 mínútur. Og þegar þú varst að vekja mann í skólann eða vinnuna komstu inn og sagðir: „Ræs, Donni minn.“ Guð, hvað ég á eftir að sakna þess þegar þú kallaðir mig „Donna“. Ég veit ekki hvernig það byrjaði en það var fyrir mörgum árum, það verður mér alltaf sérstakt. Þú varst svo mik- ill grínisti og grallari, já, og hvað ég á eftir að sakna kartaflnanna og gulrót- anna sem þú ræktaðir, einfaldlega þær bestu í heimi. Það var alveg frábært þegar vinir mínir hringdu, þá spjallaðir þú við þá í nokkurn tíma áður en þú fékkst mér símtólið. Og svo þegar þeir komu í heimsókn var altaf „yfirheyrsla“,, um hvað þeir væru að gera og svo bara um daginn og veginn. Alltaf þegar við vinirnir vorum að fara eitthvert settir þú okkur lífsregl- urnar, passa sig á þessu og vara sig á hinu, tékka á bílnum fyrir brottför og allt svoleiðis. Strákarnir gerðu oft grín að þessu, en ég held og vona að þeir hafi séð hvað þú meintir vel með þessu, hvað þú elskaðir og þóttir vænt um mig og okkur. Ég á eftir að sakna svakalega þeg- ar þú greipst í munnhörpuna og byrj- aðir að spila gömlu „smellina“, sem þú hlustaðir á þegar þú varst ungur, og ég hef alltaf verið montinn yfir að þú gast spilað hvaða lag sem var í út- varpinu þó að þú værir að heyra það í fyrsta skipti. Svo er það mér svo minnisstætt að þegar ég var að æfa Suður um höfin á gítarinn hljópst þú og náðir í munnhörpuna og við spil- uðum saman. Það var dúndurdúett. Þú varst með gott tóneyra og svo gastu sko alveg sungið. Ég hef kannski erft eitthvað af þessu frá þér, svo og gítardelluna frá mömmu. Mér fannst alltaf svo fyndið þegar við vor- um saman í bíl og ég leyfði þér að hlusta á rokkið sem ég var að hlusta á. Þá fussaðir þú og sagðir: „Það vantar alla melódíu í þetta.“ Ég man að þegar ég var lítill strák- ur grét ég mig oft í svefn bara við til- hugsunina um að missa eitthvert af ykkur, en oftast hugsaði ég um þig kannski, af því að þú varst elstur og ég hef alltaf verið pabbastrákur. En þó sérstaklega síðustu tvö ár hef ég hugsað svakalega mikið um að missa þig, af því að þú varst á sama aldri og ég þegar þú misstir föður þinn. Það hefur alltaf verið einhvern veginn í huga mínum: Hvað ef þetta gerðist? Og viti menn, hvað gerist, Guð tekur þig frá okkur. Akkúrat þegar við er- um að ganga í gegnum alls kyns erf- iðleika sem tengjast því að fullorðn- ast, já, og bara lífinu sjálfu. Þá bætir Guð þessu á mann. Ég á ekki til nein orð til að lýsa þessu óréttlæti. Ef þú ert ekki á góðum stað, þá er hann ein- faldlega ekki til! En núna þýðir ekki annað en að vera sterkur og takast á við allt þetta. Ég veit að ég á aldrei eftir að hætta að hugsa um þig, mig vantar þig svo núna til að hughreysta mig einsog þér var einum lagið. Ég ætla að standa við loforð mitt sem ég hvíslaði í eyrað á þér. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt þig sem pabba, þú ert besti pabbi í heimi, ég elska þig svo ólýsanlega mikið. Við tökum lagið saman aftur seinna. Bless, pabbi minn, Guð geymi þig. Svanur Már Grétarsson. .          969 9    #$ C@      6          % "  " 8"''" 6      *    7    9     :           " /, !))*  6'),"$$  !))* ! 8 "!),"$$ ! '! !))* !!," !))* '!'' A*$ 4*)$' !))* 0 63),"$$   . # !),"$$  3 6 "$))* * ..#5 ;           9 6   *!$ CC            % "  " '"&'" &'!, 8&,"$$ !/ '8 ))* !#  /,),"$$ ()$0 ) ),"$$ (' # ),"$$5      1  >     <"=       5"  0)!  "))*5 >   )       )  ?     @  *     > 969  9 &''5 2B$ !))* '! ' #5 6   ?  @   @ D  6  6         7  *@ *    9  ,      " 3, *  ,    3* 8&)* E $8/),"$$5 .              216 ))$#/ $*)'8 'AA   ,       %" 7       9     %%"  " !"''" (        )    )        *        9 ()$0 '*),"$$ 23!! '))* &.* '),"$$ 2B$ 1 )$))* !0 '),"$$ (*3 1)0/))* 4" '))* !0 /,),"$$ E '),"$$  " /,))*  23!))*5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.