Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 28
NEYTENDUR 28 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EITRUNARMIÐSTÖÐ er starf- rækt á Landspítala – háskólasjúkra- húsi. Starfsemi hennar er margþætt en eitt af aðalhutverkum hennar er að veita upplýsingar um eiturefni og ráðgjöf um viðbrögð og meðferð þeg- ar eitranir verða. Símaþjónusta, þar sem fagfólk veitir ráðgjöf, er starf- rækt allan sólarhringinn. Síminn er 525 1111. Nú þegar jólin eru á næsta leiti er við hæfi að velta fyrir sér þeim eitr- unum sem tengjast þeim. Jólastjarna – inniheldur safa sem er ertandi fyrir húð og slímhúð. Snerting við húð getur valdið sviða og roða og inntaka ógleði, uppköstum og niðurgangi. Ilex – kristþyrnir (fleiri en 400 teg- undir eru til af Ilex, meðal annars kristþyrnir) – berin eru eitruð. Buxus – laufin valda snertiofnæmi og eru eitruð ef þau eru borðuð. Bergflétta (Hedéra hélix) – allir hlutar plöntunnar eru eitraðir, sér- staklega laufin og berin. Snertiof- næmi getur komið fram. Hyacinthus – blómlaukurinn inni- heldur efni sem hafa ertandi áhrif á meltingarveg og geta valdið snertiof- næmi. Gervisnjór – úðabrúsar með gervi- snjó innihalda oft leysiefni sem við innöndun geta valdið höfuðverk og ógleði. Eftir að efnið er orðið þurrt er það ekki eitrað, það er gervisnjórinn sjálfur. Rafhlöður – Í tölvum, tölvuleikj- um, úrum, heyrnartækjum og ýms- um leikföngum eru litlar, flatar, kringlóttar rafhlöður sem stundum kemur fyrir að börn gleypa. Þær inni- halda ýmis efni sem eru bæði eitruð og ætandi. Rannsóknir hafa sýnt að í flestum tilfellum skiljast rafhlöðurn- ar út í heilu lagi. Hættan felst hins vegar í því að rafhlöðurnar festist ein- hversstaðar á leiðinni, til dæmis í vél- inda og þessi eitruðu ætandi efni byrji að leka út. Alkóhól – er algengt í jóladrykkj- um, ilmvatni, rakspíra, munnskolum og fleiru. Eitranir af völdum alkóhóls eru sennilega algengustu eitranirnar í heiminum og eitrunareinkennin þekkja flestir! En hafa þarf í huga að alkóhól getur verið lífshættulegt ung- um börnum. Sjálflýsandi leikföng – í þeim er efni sem er mjög ertandi fyrir húð og slímhúð, veldur roða og miklum sviða. Hreinsiefni – almennt gildir að ólíklegt er að lítið magn (1 sopi, 1 te- skeið, 1 úði) af þvotta- og hreinsiefn- um sem notuð eru á heimilum, valdi skaða við inntöku og innöndun, eða ef efnin lenda á húð eða í augum. Þó eru nokkrar undantekningar á þessu, til dæmis þvottaefni fyrir uppþvottavél- ar, ofnahreinsiefni og stífluhreinsar. Sum salernishreinsiefni geta verið ætandi og getur þá lítið magn valdið miklum skaða. Einnig ber að geta þess að hreinsiefni sem notuð eru í iðnaði eru oft mjög sterk og hættu- leg. Kerti – jólatré Kerti – valda ekki eitrun nema ef mjög mikið er borðað. Þá má búast við ógleði og uppköstum. Jólatré – eru ekki eitruð en safinn og sagið úr trjánum geta valdið hú- ðútbrotum ef þau liggja lengi á húð- inni. Lesið ávallt merkingar á umbúð- um vel og skoðið hættumerkingar. Upplýsingar sem gott er að hafa þegar hringt er í Eitrunarmiðstöðina.  Heiti efnis eða lyfs, best er að hafa umbúðirnar við hendina.  Aldur og þyngd sjúklings.  Hvenær eitrunin átti sér stað. Varist eitranir yfir hátíðirnar Morgunblaðið/RAX Jólastjarna – inniheldur safa sem er ertandi fyrir húð og slímhúðir. Snerting við húð getur jafnframt valdið sviða og roða. Í VERÐKÖNNUN á jólatrjám sem birt var á neytendasíðu á þriðjudag láðist að geta verðs á trjám hjá Krónunni. Versl- anirnar selja nor- mannsþin, 126– 150 cm og 151– 175 cm, sem kost- ar 1.995 krónur og 2.495 krónur. Jólatré hjá Krónunni líka RIT og rækt ehf. hefur gefið út jólablað um garð- yrkju með grein- um um skreyting- ar, íslensk jólatré og hirðingu þeirra blóma sem tileinkuð eru þessum árstíma. Í blaðinu er einnig innlit í fjóra einkagarða sem hver hefur sitt svip- mót og rætt við eigendur þeirra. „Í Við ræktum er fjöldi gagnlegra ráða og fallegar ljósmyndir sem gleðja lesandann. Markmið okkar var að gefa út jólablað sem lífgaði upp á myrkustu daga ársins,“ segir í tilkynningu frá útgefendum. NÝTT Garðyrkjurit með jólasniði ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.