Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Vertíð slysavarna- og björgunarsveita
Þurfa að afla
250 milljóna á
ári hverju
Slysavarnafélög ogbjörgunarsveitirlandsins hafa ævin-
lega í nógu að snúast. „Því
miður,“ mætti eflaust
hengja við inngangsorðin.
Það verða sjávarháskar,
rjúpnaskyttur týnast og
halda mætti lengi áfram.
Af þessum sökum eru
þúsundir manna í start-
holunum um land allt,
reiðubúnir að hætta lífi og
limum til að bjarga
náunganum úr háska.
Reksturinn kostar sitt og
þótt hér leggi menn upp
til hópa fram sjálfboða-
vinnu þá þarf miklar fjár-
hæðir til að reka svo viða-
mikla starfsemi.
Nú um stundir og
næstu misseri er vertíð
þessara sveita, tíminn sem fyllt
er á pyngjurnar með sölu jóla-
trjáa, flugelda og jólakorta svo
eitthvað sé nefnt. Er þá treyst
mjög á almenning í landinu og
skírskotað til nauðsynjar þess að
það sé allra hagur að í landinu sé
öflugt björgunarsveitastarf.
Sveitirnar starfa nú undir einu
merki, Slysavarnafélagið Lands-
björg, og framkvæmdastjóri þess
er Jón Gunnarsson. Morgunblað-
ið ræddi við Jón og fræddist um
starfsemina.
– Segðu okkur eitthvað um
starfsemina Jón …
„Í Slysavarnafélaginu Lands-
björg eru 18.000 félagar. Innan
raða okkar eru 104 björgunar-
sveitir með um 4.500 félaga á út-
kallaskrá. Einnig eru um 80
slysavarnadeildir og 40 unglinga-
deildir innan okkar raða sem
starfa um allt land. Slysavarna-
félagið Landsbjörg rekur sögu
sína allt til fullveldisársins 1918
þegar fyrsta björgunarsveitin
var stofnuð í Vestmannaeyjum.“
– Svona viðamikill rekstur
hlýtur að kosta sitt.
„Já, það er óhætt að segja það.
Rekstur 104 björgunarsveita
kostar hátt í 250 milljónir á ári.“
– Hvað mikið af þeirri upphæð
kemur frá hinu opinbera?
„Við fáum beina styrki til
björgunarbátanna auk þess sem
við fáum framlag til félagsins og
einnig samkvæmt þjónustusamn-
ingi við samgönguráðuneytið. Þá
fáum við niðurfelld aðflutnings-
gjöld af stærri björgunartækjum
svo sem björgunarsveitarbílum,
vélsleðum, snjóbílum og bátum.“
– Er þetta forsvaranlegt og/
eða sambærilegt við það sem
gerist erlendis?
„Víða í Evrópu eru áhuga-
mannabjörgunarsveitir. Hins
vegar er skipulag, viðbragðsflýt-
ir, útbúnaður og fagmennska ís-
lenskra björgunarsveita sérstætt
fyrirbæri, ekki síst í alþjóðlegum
samanburði. Slysavarnafélagið
Landsbjörg getur kall-
að út 2.000 til 3.000
manna sveitir sjálf-
boðaliða með stuttum
fyrirvara. Hlutfalls-
lega væri þetta sam-
bærilegt við það að Frakkar
gætu kallað út 600.000 vel búna
og þjálfaða sjálfboðaliða. Til sam-
anburðar má nefna að franski
herinn er um 420.000 manns.“
– Hverjar eru helstu tekjulind-
ir björgunarsveitanna?
„Helstu tekjulindir björgunar-
sveitanna eru flugeldasala, jóla-
trésala og happdrættismiðasala.
Einnig fá björgunarsveitir Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar út-
hlutað af þeim tekjum sem Ís-
lenskir söfnunarkassar skila til
félagsins.“
– Það er sum sé vertíð um
þessar mundir?
„Já, það er óhætt að segja það
og landsmenn hafa verið duglegir
að styðja við bakið á okkur. Það
ríkir mikill skilningur úti í þjóð-
félaginu.“
– Hefur verið tekið saman hve
félagarnir leggja til margar
klukkustundir í sjálfboðavinnu?
„Talið er, að félagar í Slysa-
varnafélaginu Landsbjörgu leggi
til hátt í 300.000 klst. á ári í sjálf-
boðaliðastörf.“
– Hvað voru útköllin mörg á
árinu … hvað var mörgum bjarg-
að?
„Björgunarsveitir Slysavarna-
félagsins sinntu um 550 björg-
unar- og aðstoðarbeiðnum árið
2001. Þar af eru um 310 beinar
björgunaraðgerðir og leitir. Ekki
er haldið saman tölumum hvað
mörgum er bjargað, en þeir
skipta tugum á ári hverju.“
– Ættu stjórnvöld að
skammast sín fyrir að
hunsa ykkur?
„Það er ekki rétt að
stjórnvöld hunsi okk-
ur. Þau hunsa okkur
alls ekki. Án niðurfellinga og
fleira sem ég nefndi áðan væri
ekki hægt að reka þessa starf-
semi með þeim hætti sem við
gerum. Við bíðum reyndar eftir
lagafrumvarpi um réttindi og
skyldur björgunarmanna og
reglum um samskipti lögreglu og
björgunarsveita, en þetta er í
lokavinnslu í dómsmálaráðuneyt-
inu um þessar mundir.“
Jón Gunnarsson
Jón Gunnarsson er fæddur í
Reykjavík 21. september 1956.
Lauk námi við verknámsdeild
Iðnskóla Reykjavíkur 1976 og
viðskipta- og rekstrarnámi við
Háskóla Íslands 1995. Um tíma
bóndi í Miðfirði og síðan auglýs-
ingastjóri Stöðvar 2 1986–1990.
1990–94 markaðsstjóri hjá Þýsk-
íslenska og Prentsmiðjunni
Odda, en síðan 1994 hefur hann
rekið eigið fyrirtæki, heildversl-
unina Rún og verslanirnar Kello
á Laugarveginum og í Kringl-
unni og Blu di blu á Laugavegi í
samvinnu við eiginkonu sína. Jón
á að baki langan feril í björg-
unarsveitum, m.a. í stjórn Lands-
bjargar frá stofnun 1991 til 1999
og hjá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg frá 1999, þar af for-
maður frá árinu 2000.
… leggi til
hátt í 300.000
klst. á ári