Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 74
FÓLK Í FRÉTTUM 74 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Mögnuð mynd með stórleikurunum Bruce Willis, Cate Blanchett og Billy Bob Thornton Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl., 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 4, 6 og 10.30. Missið ekki af nýjasta glæpaþriller Bruce WillisÞau veittu henni öruggt heimili... en henni var ekki ætlað að komast burt! Æsispennandi sálfræðitryllir með Leelee Sobieski (Joyride) í aðalhlutverki. Sýnd kl. 4 og 6. Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.30. í hádegi á föstudag og frá kl. 12 Þorláksmessudag Borðapantanir í síma 552 3030 SKÖTUVEISLA Í DÆGURUMRÆÐUNNI er nú móðins að tala um „höfund Íslands“ og virðast ýmsir sjálfskipaðir menn- ingarvitar nota hugtakið höfundur sem það eigi aðeins við í einni tiltekinni listgrein. Oft vill gleymast að við Ís- lendingar eigum okkur slíka „höfuðhöfunda“ í nær öll- um helstu listgreinum samtímans. Hér er einn slíkur til umræðu. Sá er jafnbesti dægurlagahöfundur Íslands og heitir Magnús Eiríksson. Þrátt fyrir að Magnús hafi í gegn- um tíðina gert afbragðslög fyrir flytj- endur á borð við Krístínu Ólafsdóttur, Pónik og Einar, Ragnhildi Gísladótt- ur, Björgvin Halldórsson og með KK, þá eru lögin sem hann hefur gert und- ir merkjum hljómsveitar sinnar, Mannakorna, langflest og um margt eftirminnilegust. Pálmi Gunnarsson söng þorra þeirra og af einstöku næmi, en einnig sungu Ellen Krist- jánsdóttir og Magnús sjálfur nokkur þeirra og með ágætum. Í ár eru Mannakorn 25 ára og það var því vel við hæfi að hljóðrita af- mælistónleika sveitarinnar og gefa út í kjölfarið. Mannakorn hafa ávallt verið af- bragðshljómsveit þar sem margir af helstu hljóðfæraleikurum landsins hafa komið við sögu. Tvíeykið Pálmi og Magnús eru þeir einu sem ávallt hafa verið í sveitinni og nú, 25 árum eftir stofnun Mannakorna, eru sam- starfsfélagar þeirra sennilegast yngri en hljómsveitin sjálf. Þetta eru þeir Davíð Þór Jónsson og Benedikt Brynleifsson, ungir og upprennandi spilarar og miklu meira en efnilegir – þeir eru afbragðsgóðir. 15 lög prýða afmælisplötuna og það er ánægjulegt að heyra spilagleðina í bandinu. Flutningur er í heildina feikigóður en langt í frá gallalaus, tæknilega séð. Það er og vel, enda ekkert leiðinlegra en tónleikaplötur þar sem ýmis „mistök“ hafa ver- ið lagfærð á eftir- vinnslustigi í einhverju hljóðverinu. Hér er sem ekkert slíkt hafi verið gert, enda allskyns heimilislegir brestir og býsna notalegir flestir hverjir. Einkum þykir mér munnhörpuleikur Magnúsar skemmtilega kæruleysislegur. Lögin 15 eru öll vel kunn landsmönnum og erfitt er að nefna eitt- hvert sem stendur upp úr. Magnús á þvílíkan urmul góðra laga og það er erfitt annað en að sakna nokkurra þeirra sem ekki kom- ust með á plötuna. „Samferða“ er til að mynda ein besta ballaða Magnúsar og ekki að finna hér. Hins vegar er hinn langþreytti „Gleðibanki“ hér í nýjum búningi, en góðu heilli miklu betri en frumgerðin; nánast stór- skemmtilegur. Útsetningarnar eru reyndar allar bráðskemmtilegar og flestar tryggari frumgerð sinni en „Gleðibankinn“. Engin ástæða er heldur til að hrófla mikið við góðum útsetningum. Þess er þó stöku sinnum þörf og „Víman“, sem er eins og „Bankinn“ með lakari smíðum Magnúsar, verður mun skemmtilegri áheyrnar hér en áður, einkum fyrir tilstilli spilagleði og spunatilburða. Pálmi syngur flest lögin og af róm- aðri tilfinningu, en Magnús sjálfur stelur nánast senunni með frábærum söng í lögum á borð við „Karlinn er kominn í land“. Þeir félagar syngja svo hreint dásamlegan dúett í „Rón- anum“. Þá syngur Ellen Kristjáns- dóttir gullfallega „Einhvers staðar einhvern tíma aftur“ og „Litla systir“. Hrynhiti Mannakorna er góður. Pálmi er einhver hrynheitasti bassa- leikari landsins og þeir Benedikt mynda vel þéttan grunn. Magnús og Davíð Þór eru meira á hljómræna sviðinu en þó er hrynhiti Davíðs eft- irtektarverður. Spilamennska hans á plötunni er reyndar í heild framúr- skarandi og sérdeilis eftirminnileg. Allnokkrir sprettir eru hreinlega tær snilld, en á stundum er stutt í að mikið verði OF mikið. Ekkert er þó eðli- legra hjá færum spilurum af yngri kynslóðinni; slíkt temprast með árun- um og minna verður meira. Magnús leikur aftur á móti mjög einfalt en smekklega á gítar sinn og sem túlk- andi hefur mér fundist hann heldur vanmetinn í gegnum tíðina. Hljóðmyndin á plötunni er látlaus og heiðarleg, en auðheyrt er að upp- takan er stafræn. Hljómurinn er nokkuð kaldur miðað við hlýjuna í tónlistinni og með lítilsháttar ná- kvæmum tíðniskurði hefði mátt mýkja hljóminn. Þetta er þó minni- háttar löstur og kemur varla að sök. Þessar upptökur frá afmælistón- leikum Mannakorna eru hinar eigu- legustu, enda lögin frábær og flutn- ingur um margt afbragð. Tónlist Höfundur Íslands Mannakorn 25 ára afmælistónleikar Sonet ehf. 25 ára afmælistónleikar Mannakorna í Salnum, 21. september árið 2001. Lög og textar eru eftir Magnús Eiríksson nema hvað „Lilla Jóns“ er lag Ray Sharpe og texti Jóns Sigurðssonar og „Jesús Kristur og ég“ gerði Magnús við texta Vilhjálms frá Skáholti. Mannakorn eru þeir Magnús Eiríksson gítarleikari, söngvari og munnhörpuleikari og Pálmi Gunnarsson söngvari og bassaleikari. Með þeim leika þeir Davíð Þór Jónsson hljómborðsleikari og Benedikt Brynleifs- son trymbill. Jón Skuggi sá um upptökur og hljóðblöndun. Til aðstoðar var Valgeir Ísleifsson. Framleitt af Óttari Felix Haukssyni fyrir Sonet ehf. Edda dreifir. Orri Harðarson Frá mögnuðum 25 ára afmælistónleikum Mannakorns 21. september. Morgunblaðið/Jim Smart Í KVÖLD verða haldnir sérstakir tónleikar í Tjarnarbíói til að fagna vetr- arsólstöðum en 21. desember er sól sem kunnugt er stystan tíma á lofti. Tónleikarnir eru rokkkyns en sveitirnar sem leika eru For- garður helvítis (sem mun gefa út nýja plötu næsta haust og mun ein- göngu leika ný lög á tónleikunum), Sólstafir (leika svartþungarokk), I Adapt (leika melódískt pönk), Mú- spell (svartþungarokkssveit sem heldur eina tónleika á ári), Changer (þungarokk), Myrk (svartþunga- rokkssveit sem áður kallaðist Micti- an) og Delta 9 (sem er slagverks- verkefni). Talsmaður tónleikanna, Sig- urður Harðarson, oftast kallaður Siggi pönk, segir að með þessu vilji aðstandendur minna á að jólin eru ekki skrásett eign Coca-Cola og hafa heldur ekkert með Kringluna eða Smáralind að gera. Þau séu ekki hátíð kaupmanna og tilheyri ekki kirkjunni heldur. Jólin séu haldin til að fagna því að daginn tekur að lengja á ný. „Það er sama fólkið og hélt and- kristnihátíð í fyrra sem stendur að þessu,“ útskýrir Sigurður. „Jólin eru hátíð ljóssins. Þetta er hátíð fólksins, ekki peningahátíð. Enn- fremur á kristin kirkja ekkert með það að vera að eigna sér þessa há- tíð. Orðið „jól“ er eldgamalt og enginn veit hvaðan það er komið.“ Siggi segir ennfremur að á milli atriða verði fluttar ræður og erindi um hin ýmsu mál, ásamt völdum skemmtiatriðum í sönnum anda jólanna. Einnig verða þarna á boð- stólum ýmis pólitísk rit, þar á meðal nýtt blað sem Sigurður gefur út og nefnist Andspyrna en það blað verður ókeypis (sjá nánar www.andspyrna.net). „Einnig verða nokkrir bekkir skrúfaðir í burtu til að búa til svæði fyrir „slamm“ og hausaskak,“ segir Sigurður að lokum. Jólarokk þetta hefst kl. 19.30 stundvíslega og lýkur því kl. 23.30. Aðgangseyrir er 500 kr. Sólstöðuhátíð í Tjarnarbíói Morgunblaðið/Árni Sæberg Addi úr Sólstöfum, Siggi úr Forgarðinum og Birkir úr I Adapt, tilbúnir í jólarokkið! „Jólin eru hátíð fólksins“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.