Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er orðin táknræn venja á
stærri frímerkjaasýningum, að þjóð-
höfðingjar landanna séu verndarar
þeirra. Þannig gegndi Margrét II
Danadrottning þessu hlutverki á
HAFNIU 01. Kom hún eina morg-
unstund á sýninguna og gekk um
hana í fylgd með forystumönnum
sýningarinnar. Ekki veit ég um áhuga
drottningar á frímerkjum almennt,
en hún mun einkum hafa sýnt áhuga á
því listræna, sem þar mátti sjá, og
eins ýmiss konar grænlenzkum iðnaði
og bátasmíði Færeyinga, sem sýnt
var á sýningarsvæðum þeirra.
Drottningin er líka kunn fyrir áhuga
á listum og sjálf hefur hún teiknað
danskt frímerki. Þá dvaldist drottn-
ingin góða stundi í herbergi því, sem
nefndist „Skatkammeret“. Þar mátti
sjá hlið við hlið málverk danskra og
færeyskra listamanna og svo stækk-
aðar myndir af dönskum og færeysk-
um frímerkjum, en myndefni þeirra
var sótt til þessara málverka. Sjálfur
get ég borið að þetta herbergi var
sérlega hlýlegt og ekki sízt fyrir það,
að á upphækkuðum palli á miðju gólfi
var píanó, þar sem listamenn léku
lágværa og notalega tónlist, meðan
menn virtu fyrir sér málverkin og frí-
merkin. Þarna var hægt að setjast og
hvíla lúin bein, enda ekki vanþörf á á
stórum frímerkjasýningum. Ekki
virtust samt að jafnaði margir fara
inn á þennan kyrrláta stað. Var þess
vegna hægt að njóta þar næðis utan
við þann ys og þys sem yfirleitt ríkir á
frímerkjasýningum.
Vönduð sýningarskrá var gefin út,
þar sem birt voru ávörp forstöðu-
manns danska póstsins, Helge Israel-
sen, og eins forseta Alþjóðasambands
frímerkjasafnara, Knud Mohr, sem
er þekktur danskur frímerkjasafnari
og var um langt árabil og er raunar
enn forystumaður meðal danskra
safnara.
Í síðasta þætti um HAFNIU 01 var
þess getið sérstaklega, að ekki hafi
farið mikið fyrir framlagi okkar héð-
an, mælt í römmum, ef svo má orða
það. Engu að síður var söfnum okkar
vel tekið og þau vöktu athygli. Nefndi
ég þar sérstaklega til söfn Indriða
Pálssonar og Þjóðskjalasafnsins.
Þessu til staðfestingar get ég ekki
stillt mig um að taka hér upp ummæli
Ibs Krarups Rasmussens, sem hann
viðhafði í DFT, blaði danska lands-
sambandsins, en hann veitti ásamt
öðrum starfsmönnum viðtöku þeim
söfnum, sem bárust. Hann segir í
stuttu máli frá sýningunni og störfum
við undirbúning hennar og uppsetn-
ingu. Hann kemst svo að orði um ís-
lenzka efnið: „Ég verð þá að játa, að
þegar Jón Aðalsteinn Jónsson kom
með íslenzku söfnin, var ekki mikið að
gera þá stundina. En móttakan,
stöðvaðist næstum alveg um hríð.
Þessu ollu bæði hin ótrúlegu skild-
ingabréf, sem Þjóðskjalasafn Íslands
hafði lánað í heiðursdeildina, og eins
hið aðdáunarverða safn Indriða Páls-
sonar: Klassisk Ísland og eigið safn
Jóns Aðalsteins Jónssonar af tvílitu
dönsku frímerkjunum.“ Þessi um-
mæli eru að mínum dómi meira virði
fyrir íslenzka „fílatelíu“ en verðlauna-
gripir, þótt góðir séu.
En vel á minnzt. Þegar verðlaun
eru nefnd, get ég ekki annað en dáðst
að því, hversu snjöll sýningarnefndin
danska var við að leysa það mál. Þar
sem ég hef tekið þátt í sýningum, hafa
verðlaunagripir verið af margvísleg-
um toga, en greindir í sundur eftir
verðlaunastigum, allt frá stóru gulli
og niður í brons. En hér brugðu hinir
dönsku „kollegar“ okkar á annað ráð,
sem ég hef a.m.k. ekki vitað um áður.
Þeir veittu sannkallaðan nytjagrip
sem verðlaun, þ.e. hið fallegasta arm-
bandsúr.
Skífan er úr „gulli“, eins og það er
orðað innan gæsalappa eða öðru nafni
afsökunarmerkja. Ég læt lesendum
svo eftir að ráða í það, hvers konar
gull það er. Á skífuna er grafin mynd
af fyrsta danska frímerkinu, FIRE
R.B.S., frá 1851, í hægra efra horni,
en til vinstri við það er grafið
HAFNIA 01, COPENHAGEN 2001.
Neðst er síðan grafið nafn verðlauna-
hafans og svo vel til þess vandað, að
mitt nafn er t.d. rétt stafað, þ.e. ó er á
sínum stað og eins ð, en ekki d, svo
sem yfirleitt er venja og raunar lítt
við að segja á erlendri grund. Um-
búnaður um úrverkið og skífuna er
svo á ýmsa vegu eftir því verðlauna-
stigi, sem safn sýnandans hefur hlot-
ið. Ég tel víst, að sýnendur hafi þenn-
an verðlaunagrip á armi sínum, a.m.k.
við hátíðleg tækifæri, til minja um
þátttöku í þessari skemmtilegu al-
heimssýningu, HAFNIU 01.
Ljóst var á öllu, að Danir höfðu lagt
metnað sinn í að gera þessa heims-
sýningu sem minnilegasta á allan
hátt, enda var verið að heiðra elzta
frímerki Danmerkur og raunar allra
Norðurlandanna. Var sýnilega engu
til sparað, að svo yrði. Ekki varð ann-
að séð en hugsað væri fyrir öllum
hlutum, sem slíkri sýningu sæmdi, og
þá ekki sízt að draga athygli sem
flestra að Bella Center, meðan sýn-
ingin stæði yfir.
Ég held, að allir þeir, sem komu
héðan að heiman, geti verið mér sam-
dóma um það, að HAFNIA 01 var
bæði skemmtileg og fróðleg sýning
og á allan hátt Dönum til sóma. Varð
ég ekki var við annað í samtölum við
þá. Þau frímerkjablöð, sem ég hef séð
til þessa frá öðrum Norðurlöndum,
taka einnig í sama streng. Eitt mun
samt hafa skyggt nokkuð á, en það
var aðsókn almennings. Ég heyrði
talað um, að sýningarnefndin hefði
vonazt eftir mjög mikilli aðsókn, allt
að 50 þúsund manns og jafnvel
snöggtum fleiri en það, en raunin
mun hafa orðið sú, að gestirnir urðu
um 35 þúsund. Ritstjóri sænska
blaðsins Nordisk Filateli skrifar
grein, sem ber yfirskriftina:
HAFNIA O1 – átti skilið fleira fólk.
Síðan hugleiðir hann, hvers vegna svo
fór. Hann bendir á, að í sömu viku og
sýningin var haldin, hafi danskir skól-
ar haft haustleyfi. Þannig varð ekkert
úr því, sem ráðgert var, að skólanem-
endur sæktu sýninguna, enda fóru
margar fjölskyldur úr borginni þessa
daga. En ritstjóranum dettur svo
önnur skýring í hug, sem vissulega er
orðin mörgum frímerkjasöfnurum
áhyggjuefni. Hún er sú, að slíkar frí-
merkjasýningar laði fólk ekki lengur
að sér. Þessi staðreynd hefur komið
fram, segir ritstjórinn, víðs vegar um
heiminn. Frá þessu er að hans sögn
undantekning á stórum alþjóðasýn-
ingum í Asíu.
En það var ýmislegt fleira að sjá en
frímerki og annað þeim skylt.
Póststjórnir Norðurlandanna voru
með sölubása og kynntu þar frí-
merkjaútgáfur sínar. Sænska póst-
stjórnin var t.d. sýningu á því, hvern-
ig frímerkin eru „grafin“, og þar var
m.a. sjálfur höfuð„smiðurinn“ Czesl-
aw Slania við vinnu sína. Virtust
margir sýna honum og eins Martin
Mörck og Lars Sjöblom mikla at-
hygli.
Þegar á allt er litið tókst HAFNIA
01 mjög vel, og er ástæða til að óska
Dönum til hamingju með eftirminni-
lega frímerkjasýningu.
Enn um HAFNIU 01
Frímerki
Alþjóðafrímerkjasýningin HAFNIA
01 í Danmörku
Frá heimssýningunni HAFNIA 01.
Jón Aðalsteinn Jónsson.
jaj@simnet.is
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Hinn 17. desember var spilaður
einn leikur í aðalsveitakeppni
Bridgefélags Hafnarfjarðar og að
honum loknum var spilaður jólatví-
menningur á 7. borðum.
Hæsta skor í sveitakeppninni hinn
17. desember fengu eftirtaldar sveit-
ir.
Sv. Unnars Atla Guðmundssonar 25
Sv. Sigurjóns Harðarsonar 25
Sv. Friðþjófs Einarssonar 23
Staðan eftir 5 umferðir:
Sv. Unnars Atla Guðmundssonar 106
Sv. Friðþjófs Einarssonar 94
Sv. Huldu Hjálmarsdóttur 89
Sv. Sigurjóns Harðarsonar 87
Úrslit úr jólatvímenningi:
Meðalskor var 84
N-S
Leifur Aðalsteinss. – Halldór Þórólfss. 105
Ómar Olgeirsson – Arnar Ægisson 96
Kristján Sigurðsson – Helga Sturlaugsd. 86
A-V
Guðni Ingvarsson – Hrafnhildur 01
Njáll Sigurðsson – Hrund Einarsdóttir 88
Unnar Atli Guðmundss. – Haukur Árnas. 86
Næsta spilakvöld hefst á nýju ári
eða 7. janúar og þá heldur
aðalsveitakeppnin áfram.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag Suðurnesja
LAUGARDAGINN 15. des. var
haldið fjáröflunarmót. Spilaður var
einmenningur og dregið um fulltrúa
þeirra fjölmörgu fyrirtækja og
stofnana sem styrktu félagið af
þessu tilefni. Kunnum við þeim bestu
þakkir fyrir, stigahæsti spilari síð-
asta árs sannaði yfirburði sína og átti
3 toppa á næstu menn.
Úrslit:
Guðjón Svavar Jensen 117
Heiðar Sigurjónsson 100
Karl Einarsson 100
Svavar spilaði fyrir Verslunar-
mannafélag Suðurnesja og fær fé-
lagið skjöld til varðveislu. Heiðar
spilaði fyrir Olís og Karl fyrir Spari-
sjóðinn.
Jólamót í Firðinum
Árlegt jólamót Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar og Bridsfélags Hafnarfjarð-
ar fer fram 29. desember.
Spilað verður í Hraunholti, Dals-
hrauni 15, Hafnarfirði.
Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Ei-
ríksson.
Veitt verða vegleg verðlaun fyrir
fimm fyrstu sætin bæði í N-S og
A-V, spilamennska hefst kl. 11.00.
Keppnisgjald á keppanda er 3.000
kr., innifalið í keppnisgjaldi er kaffi
og meðlæti, keppnisgjald og keppn-
isstjórn. Spilað verður með forgefin
spil.
Hægt er að skrá sig í síma 699-
1364 dagana 27.–29. desember eða
hjá keppnistjóra hinn 29. desember
og væri þá gott að mæta tímanlega.
Sjáumst í jólaskapi.Jólafrí hjá BSÍ
Skrifstofa BSÍ verður lokuð milli
jóla og nýárs.
Bridssamband Íslands óskar öll-
um landsmönnum gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári og þakkar sam-
starfið á árinu sem er að líða.
www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200
150 verslanir,
veitingastaðir
og þjónustuaðilar.
Opið til 22.00
Jólasveinar
skemmta börnunum
kl. 15.00 og 17.00
alla daga til jóla.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
RI
1
63
19
12
/2
00
1