Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LITLU jólin voru nýlega haldin á leikskólanum Lækj- arbrekku á Hólmavík. Í leikskólanum eru 26 börn og dönsuðu þau prúðbúin í kringum jólatréð og sungu jólalög við harmonikuundirleik Ásdísar Jónsdóttur frá Steina- dal. Jólasveinarnir Stekkjarstaur og Hurðaskellir komu færandi hendi með jólapakka handa bæði börn- um og starfsfólki. Síðan var borinn fram hefðbundinn jólamatur. Leikskólastjóri á Lækjarbrekku er Kolbrún Þor- steinsdóttir. Hún er Reykvíkingur en flutti til Hólma- víkur fyrir rúmlega ári síðan. „Ég er mjög ánægð hérna, gott að ala upp börn en ég á tvö börn á leik- skólaaldri.“ Litlu jólin á Lækjarbrekku Hólmavík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/ Arnheiður Guðlaugsdóttir Leikskólabörn á Lækjarbrekku sungu og dönsuðu kringum jólatréð á litlu jólunum. SJÓNLAG hf. heitir ný augnlækn- ingastofa sem sérhæfir sig í aðgerð- um til að lagfæra sjónlagsgalla með leysigeislum, aðferð sem kölluð er Lasik. Hefur verið komið upp nauð- synlegum tækjabúnaði vegna slíkra aðgerða. Stofuna reka augnlæknarnir Jó- hannes Kári Kristinsson og Einar Stefánsson sem báðir hafa lokið sér- fræðiprófi í augnlækningum frá Duke-háskólaspítalanum í Bandaríkj- unum. Jóhannes Kári sérhæfði sig í hornhimnuaðgerðum og er hann sá eini með sérmenntun hérlendis á þessu sviði. Einar lauk líka doktors- prófi sínu þar en Jóhannes Kári sínu doktorsprófi frá Háskóla Íslands. Tæknistjóri stöðvarinnar er Stefán Guðjohnsen rafmagnstæknifræðing- ur og er hann einn stofnenda hennar. „Með orðinu sjónlag er átt við hæfni augans til að sjá og má segja að orðinu svipi til vaxtarlags, það getur verið galli á sjónlagi eins og vaxtar- lagi og þessa galla í sjónlagi, á þessari hæfni augans, getum við nú lagfært,“ segir Jóhannes Kári Kristinsson er hann er í upphafi spurður um skil- greiningu á sjónlagi. Áður en þeir greina nánar frá aðgerðartækninni skýrir Jóhannes Kári stuttlega líf- færafræði augans á þennan hátt: Brennipunkturinn færður til „Fremsti hluti augans er horn- himnan, bogadregin og gagnsæ hvelf- ing eða kúpull sem ég hef stundum líkt við Perluna okkar í Öskjuhlíðinni. Meðal hlutverka hennar er að brjóta ljós sem kemur á augað og beina því á sjónhimnuna á bakvegg augans. Í eðlilegu auga mætast þessir geislar í brennipunkti á sjónhimnunni og við skynjum skýra og greinilega mynd. Sé augað of langt eða djúpt lendir brennipunkturinn framan við sjón- himnuna sem þýðir að við erum nær- sýn og myndin er óskýr. Sé augað of grunnt lendir brennipunkturinn of aftarlega. Þá erum við fjarsýn og sjáum ekki skýrt. Með því að breyta hornhimnunni má færa myndina á sjónhimnuna svo að einstaklingurinn sjái skýrt.“ Þetta segja þeir félagar að laga megi með þrennum hætti: Gleraug- um, snertilinsum og aðgerðum á hornhimnunni. Gleraugu og linsur kannast flestir við en um 30% þjóð- arinnar nota gleraugu sem er svipað víðast hvar á Vesturlöndum. „Fljót- lega eftir heimsstyrjöld var farið að þróa aðferðir til að eiga við hornhimn- una til að leiðrétta brennipunktinn,“ segir Einar Stef- ánsson. „Í fyrstunni voru þetta skurðaðgerðir á hornhimn- unni og þeim fleygði fram eftir því sem smásjártæknin leyfði. Í fyrstu var reynt að ná fram breytingum á sjónlagi með því að notast við hefð- bundna skurðhnífa. Þeir reyndust hins vegar ekki nógu nákvæmir og tíðni fylgikvilla nokkuð há. Íslending- ar hafa farið varlega í þessari þróun og tóku ekki upp þessar aðgerðir vegna þessa.“ Hornhimnunni breytt Einar segir að notkun leysigeisla hafi síðan rutt sér mjög til rúms og nú síðast svonefnd LASIK-tækni. „Til þess að geta fært brennipunktinn án þess að nota gleraugu eða snertilinsur þarf að breyta hornhimnunni, gera hana flatari eða kúptari. Í nærsýnu fólki þarf að fletja hornhimnuna til að fá brennipunktinn aftar en hjá þeim fjarsýnu þarf að gera hana kúptari til að fá brennipunktinn framar.“ Hér er kannski rétt að taka fram strax að ekki er verið að tala um miklar fjarlægðir eða miklar breyt- ingar á hornhimnunni. Hornhimnan er ekki nema hálfur millimetri að þykkt sem er svipað og 10 höfuðhár. Þegar hornhimnan er þynnt hjá þeim nærsýnu er ekki tekið af henni nema sem svarar þykkt þriggja höfuðhára. Þegar lengja á fjarlægðina í brenni- punktinn þarf að gera hornhimnuna kúptari og er það gert með því að móta hringlaga dæld í hana með leysigeislanum og myndast þá eins konar hóll í miðju hornhimnunnar. Notkun leysitækninnar hefur breyst nokkuð. „Áður fyrr var geisl- inn notaður til að eiga við ysta lag hornhimnunnar en í dag er fyrst skor- inn frá flipi á aðgerðarstaðnum, himn- unni breytt og flipinn síðan lagður yf- ir á ný,“ segir Jóhannes Kári. „Ekki þarf að stinga eða sauma, flipinn fell- ur í farið á aftur án frekari aðgerðar. Þetta þýðir að augað er ekki eins við- kvæmt og með eldri aðferðinni og sjúklingur jafnar sig fyrr eða á einum til tveimur dögum í stað þriggja til sjö daga.“ En fyrir hverja eru aðgerðir sem þessar einkum? Jóhannes Kári held- ur áfram: Getur hentað mörgum „Þær eru í raun fyrir þá sem hafa eitthvað gallað sjónlag og vilja losna við að nota gleraugu að mestu þótt sumir þurfi jafnvel eftir sem áður að nota gleraugu líka við vissar aðstæð- ur. Þessi gleraugu eru þó miklum mun þynnri en gleraugun sem áður voru notuð og grundvallarmarkmið aðgerðarinnar er að gera einstakling- inn minna háðan gleraugum eða snertilinsum. Aðgerðirnar hæfa því í raun mjög stórum hópi en grundvall- aratriði er samt að velja vel þá sem gangast undir hana,“ segir hann og nefnir nokkur atriði. „Það þarf að vega og meta kosti hennar og galla á móti öðrum leiðum, svo sem gleraugum eða linsum, og fólk þarf að setja sig vel inní það sem gera skal. Síðan þarf að rannsaka hvort hornhimnan leyfir að aðgerðin sé gerð en sumar hornhimnur eru of flatar eða þunnar til að unnt sé að eiga við þær og það þarf að rannsaka ýmsa lífeðlisfræðilega þætti augnanna. Að- gerðin hentar til dæmis ekki þeim sem hafa mjög þurr augu, eru með ör á hornhimnu, gigtarsjúkdóma eða sykursýki á háu stigi.“ Jóhannes Kári segir að sjálf að- gerðin taki stuttan tíma. Augað er deyft með dropum, því haldið opnu með augnsperrum. Yfirleitt eru bæði augun meðhöndluð í sama skiptið enda segja læknarnir öryggið orðið slíkt að ekki sé ástæða til annars. Þeir leggja síðan áherslu á eftirmeðferð- ina. „Við fáum sjúklingana til okkar daginn eftir, eftir viku, fjórar vikur, þrjá mánuði og sex mánuði og oftar ef þarf. Við setjum öryggið ofar öllu og leggjum gríðarlega áherslu á að loka- árangur sé sem bestur. Í 10 til 15% til- vika getur þurft að gera ofurlitla við- bótaraðgerð og eins og við aðrar skurðaðgerðir er ákveðin hætta á fylgikvillum. Þeir eru helstir bólga sem þarf að meðhöndla strax með lyfi, í örfáum tilvikum getur komið upp sýking og hjá sumum getur tekið nokkrar vikur að ná skýrri sjón á ný. Alvarlegasti fylgikvilli allra augnað- gerða er blinda en henni hefur ekki verið lýst eftir þessar aðgerðir þrátt fyrir að um 6 milljónir manna hafi gengist undir þær.“ Kostnaður um 290 þúsund krónur Kostnaður við þessar hornhimnuað- gerðir er 145 þúsund krónur fyrir hvort auga. Læknarnir benda á að þetta sé ámóta og verð nokkurra gler- augna. Að auki sé ekki tekið inní dæm- ið hvers virði það er að verða minna háður eða óháður hjálpartækjum til að sjá vel. Tryggingastofnun tekur ekki þátt í kostnaði nema í ákveðnum und- antekningartilvikum en dæmi eru um að stéttarfélög hafi gert það. Læknarnir segja þetta orðna al- gengustu aðgerð sem gerð sé í Bandaríkjunum, um 2,5 milljónir að- gerða á þessu ári. Það myndi svara til um 2.600 aðgerða á Íslandi og telja þeir að full þörf sé á hinu og nýja og fullkomna tæki sem Sjónlag hf. hefur komið sér upp. Ný augnlæknastofa í Reykjavík sérhæfir sig í aðgerðum á hornhimnu augans Menn verði minna háðir gleraugum eða snertilinsum Hægt er að breyta hornhimnu augans með leysigeislatækni til að gera sjónina skýrari. Sjónlag hf. er önnur stofan hérlendis sem annast slíkar aðgerðir. Jóhannes Tómasson ræddi við augnlækna stofunnar um þær en annar þeirra hefur sérmenntað sig í þeim. Morgunblaðið/Sverrir Augnlæknastofan Sjónlag hf. tók leysigeislatæki í notkun fyrir skömmu. Fremst situr Jóhannes Kári Kristinsson, þá Einar Stefánsson og aftast stendur María Aldís Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur. joto@mbl.is ’ Hornhimnan erálíka þykk og 10 höfuðhár ‘ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi fram- kvæmdastjóra og stjórnarformann Októbers ehf. til að greiða 10,3 millj- óna króna sekt fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt. Borgi hann ekki sektina innan fjögurra vikna kemur fimm mánaða fangelsi í stað sektar- innar. Október efh. var úrskurðað gjald- þrota í febrúar árið 2000. Skipta- stjóri tilkynnti efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skömmu síðar um grun um refsiverða háttsemi og var málið tekið til rannsóknar. Nið- urstaðan varð sú að maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 5.130.368 krónur á tímabilinu nóv- ember–desember 1995, samkvæmt reikningi til félagsíbúða iðnnema. Reikningurinn sagður til málamynda Maðurinn neitaði sök en játaði engu að síður að hann hefði ekki staðið skil á fyrrnefndum virðisauka- skatti. Honum hefði verið það ómögulegt þar sem félagið hefði í raun aldrei innheimt skattinn. Rekstur Októbers ehf. fólst í að gera upp félagsíbúðir iðnnema og sagði framkvæmdastjórinn að greiðslur fyrir verkið hefðu farið þannig fram að félagsíbúðirnar hefðu greitt kostnað, greitt birgjum og einnig laun og annan kostnað. Reikningur- inn hefði verið gefinn út til mála- mynda til þess að félagsíbúðir iðn- nema gætu fengið fjármögnun frá Húsnæðisstofnun. Dómurinn féllst ekki á að um eng- ar greiðslur hefði verið að ræða. Ef framkvæmdastjórinn hefði talið að reikningurinn hefði ekki verið greiddur hefði hann átt að gera við- eigandi ráðstafanir til að afskrifa hann og leiðrétta virðisaukaskatt- sfærslur í samræmi við það. Það hefði hann ekki gert. Á hinn bóginn taldi dómurinn ekki að brot mannsins væru stórfelld auk þess sem langt væri liðið frá þeim. Helgi Magnús Gunnarsson sótti mál- ið fyrir hönd efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra en Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. 10,3 milljóna sekt fyrir virðisauka- skattssvik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.