Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 57 ÉG er einn af frið- arfulltrúum alþjóða- samtakanna WPPS (World Peace Prayer Society – NGO) á Ís- landi. Samtökin beita sér fyrir útbreiðslu á bæninni: Megi friður ríkja á jörð! Þetta er einföld bæn, saklaus, en getur verið mjög áhrifamikil. Hún teng- ist engum trúarbrögð- um. Hún tengist al- mættinu. Ég get varla hugsað mér mikilfeng- legra verkefni en út- breiðslu friðar um gervalla jörð … en stundum er erf- itt að finna friðinn. Ég horfi á CNN og Sky News með hrylling í huga yfir öllum þeim mannlífum sem nú tapast í heiminum. Hvað get ég gert? Hefur mín rödd ein- hver áhrif í hinum stóra heimi? Svarið er: Já, ég trúi því að ég geti haft áhrif. Friðlausir friðarsinnar Því miður telja margir „friðar- sinnar“ að best sé að berjast hat- rammlega fyrir friði. Þeir reka upp stríðsöskur, enda öskureiðir, og berjast með kjafti … og rituðu máli. Ég er að tala um vel meinandi fólk sem finnur ekki frið innra með sjálfu sér en krefst þess að ríkjandi aðilar erlendra ríkja hlusti á rödd skynseminnar sem birtist í máli þeirra á síðum Morgunblaðsins, á öldum ljósvak- ans eða í stafrænu formi vefrita. Margir eru svo bíræfnir að skrifa beint til Bush eða bin Ladens, aðr- ir láta sér nægja að hvetja rík- isstjórn okkar Íslendinga til að- gerða, vitandi það að stjórnvöld á klakanum hafa lítið sem ekkert að segja í alþjóðastjórnmálum. Þessar „gagnrýnandi friðartillögur“ hafa lítil áhrif á ástand heimsmála þrátt fyrir að boðberar þeirra fái útrás fyrir skrúðmælgi og niðurbælda reiði í garð ríkjandi afla á Vest- urlöndum. Að rækta sinn eigin garð Já, það er erfitt að finna frið þegar friðarins boðberar í fjöl- miðlum eru flestir hverjir pípandi reiðir og heimta aðgerðir af hálfu annarra. Hvar er ábyrgð einstak- lingsins? Ég hef loksins meðtekið þá fornu uppgötvun að friðurinn berst ekki með utanaðkomandi öfl- um. Ég get ekki þröngvað friði uppá aðra. Ég hef engan rétt til þess. Ef ég ætla að taka ábyrgð sem einstaklingur í alþjóðasam- félagi verð ég að vinna stöðugt að friði innra með sjálfum mér. Ég verð að vera duglegur að fyrirgefa, biðjast fyrirgefningar þegar mér verður á, sjá það góða í sjálfum mér og öðrum, elska, læra og lifa. Ég verð að rækta minn eigin garð áður en ég gerist sjálfskipaður sér- fræðingur í garðyrkju. Ég verð að rækta með mér auðmýkt, þolin- mæði, þrautseigju, umburðarlyndi og kærleika. Ef ég er duglegur, ef ég næ að halda friðinn innan fjöl- skyldunnar, ef ég næ að halda frið- inn á vinnustað mínum og ef ég næ að vera í friði með sjálfum mér, þá fyrst fer það að hafa áhrif á aðra. Það skiptir engu máli hvað ég segi, það skiptir öllu máli hvað ég geri. Ég get hvatt aðra til aðgerða með því að vera góð fyrirmynd. Ég hef ákveðið að æfa mig í því að vera friðelskandi. Það er erfitt. Ég gleymi mér stundum. Verð stund- um reiður, pirraður, argur, óþol- inmóður og fordómafullur. Ég verð að sýna sjálfum mér umburðar- lyndi. Ég er að æfa mig og geri mistök, sem ég læri vonandi af. Hver frið- arins arða sem ég næ að bera einlæglega með mér hefur jákvæð áhrif á aðra. Þannig tel ég mig geta haft áhrif. Í myndinni Pay It Forward leggur að- alsöguhetjan til skemmtilega aðferð: Ef ég hef áhrif á þrjár manneskjur í mínu lífi, þær hafa áhrif á þrjár manneskjur í sínu lífi o.s.frv., þá get ég haft varanleg áhrif. Ég vil enda þessa stuttu hugleið- ingu á að bjóða samþenkjandi að- ilum til friðarathafnar í húsnæði mínu í Ármúla 38, 3. hæð, föstu- daginn 21. desember kl. 19.20. Þar verður haldin stutt friðarathöfn í tilefni af vetrarsólstöðum með bænina „megi friður ríkja á jörð“ í forgrunni. Allir eru velkomnir, að- gangur er ókeypis og ég vonast til að sjá þar fólk sem vill vinna að heimsfriði með því að vinna að eig- in sálarfriði. Megi friður ríkja á jörð! Erfitt að finna friðinn Guðjón Bergmann Athöfn Ég vil, segir Guðjón Bergmann, bjóða sam- þenkjandi aðilum til friðarathafnar. Höfundur er jógakennari og friðarfulltrúi WPPS. Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.