Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 41 vin fyrir ið 1991 Morgunblaðið/Jim Smart ráðherra, sæmdur orðu Trpimirs fursta. og menn barist var, n við höf- gingar. ari vegna ku Serb- kir Króat- rnarlömb ja heimili dinu (ríki í Króatíu. núa aftur Við þurf- m beggja taðráðin í ok næsta átt en lít- kkar.“ Tudjmans nn, voru styðja við bræðrum æranna í ókyrrð og r að því reytingin þess að kiptin við sér vonir aðild að „Við ákváðum að styðja að Bosnía-Hersegóvína yrði sjálfstætt sambandsríki. Við hættum meira að segja að fylgja eftir ákvæðum Dayton-friðarsamninganna um rétt okkar til að hafa sérstök tengsl við einn aðila samningsins í Bosníu-Hersegóvínu. Okkur fannst það ekki skynsamlegt vegna þess að slík tengsl gætu ýtt undir upp- lausn sambandsríkisins. Við viljum að ástandið í Bosníu- Hersegóvínu verði með eðlilegri hætti en áður en það er ekki auð- velt. Það gengur hægt þrátt fyrir sex milljarða dollara alþjóðlega að- stoð, umbætur hafa verið sáralitl- ar. Stjórnin í Sarajevo fæst við mjög slæma arfleifð. En allt um- hverfið á svæðinu hefur gerbreyst, umbyltingin í Júgóslavíu vekur vonir um að ástandið í Bosníu- Hersegóvínu batni þótt það taki tíma.“ Milosevic vildi stríð – Var farið of geyst þegar Króatía fékk sjálfstæði 1991, hefði til dæmis átt að tryggja betur rétt serbneska minnihlutans? „Það held ég ekki. Milosevic vildi stríð, hann vildi skapa Stór- Serbíu og hafði þjóðernistilfinning- ar Serba að leiksoppi, einnig í Bosníu og Króatíu og auðvitað Kosovo. En hann tapaði öllum sín- um stríðum og kom þjóð sinni í mesta vanda sem hún hefur ratað í. Milsoevic var sá sem skipulagði átökin í löndum gömlu Júgóslavíu. Hann er í fangelsi og betri sönnun fyrir því hvernig stefna hans var fyrirfinnst ekki. Ef menn vilja að land þeirra verði sjálfstætt og hafa lagalegan rétt til þess er ekki um að ræða að fara of geyst. Milosevic reyndi að stöðva okkur en hafnaði í fang- elsi.“ – Hverjir urðu á undan að við- urkenna sjálfstæði ykkar í desem- ber 1991, Þjóðverjar eða Íslend- ingar? „Þið voruð tveim tímum á undan Þjóðverjum! Og ég er mjög hreyk- inn af því að minnast þess með því að veita Jóni Baldvini Hannibals- syni orðu fyrir þátt hans í málinu,“ segir Tonino Picula, utanríkisráð- herra Króatíu. m tímum erjum! r því eyst afi m. erra og amning m í gær. HÉRAÐSDÓMURReykjavíkur kvað uppþann úrskurð á mánu-dag að Samkeppnis- stofnun væri heimilt að framkvæma húsleit hjá Olíuverslun Íslands hf., Skeljungi hf. og Olíufélaginu hf. Í úr- skurðinum kemur m.a. fram að Sam- keppnisstofnun telji að upplýsingar gefi til kynna mjög skerta sam- keppni í sölu á eldsneyti hér á landi. Jafnframt að upplýsingar liggi fyrir um ólögmæta samráðsfundi for- stjóra olíufélaganna, sem bendi til mjög skýrra og alvarlegra brota á 10. grein samkeppnislaga. Úrskurður Héraðsdóms Reykja- víkur, sem kveðinn var upp af Egg- erti Óskarssyni héraðsdómara og birtur forsvarsmönnum Olíuverslun- ar Íslands og er samhljóða úrskurði sem Olíufélaginu og Skeljungi var birtur, fer hér á eftir í heild sinni: Úrskurður: „Árið 2001, mánudaginn 17. des- ember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhús- inu við Lækjartorg af Eggerti Ósk- arssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi. Samkeppnisstofnun hefur krafist þess með vísan til 40. gr. samkeppn- islaga nr. 8/1993, sbr. 89. og 1. mgr. 90. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, að henni verði heimiluð leit hjá Olíuverslun Íslands hf., Sundagörðum 2, Reykjavík, kt. 500269-3249. Er þess krafist að heimildin nái til leitar og haldlagn- ingar á munum og gögnum í hús- næði og læstum hirslum og til að taka afrit gagna sem geymd eru á tölvutæku formi. Í greinargerð Samkeppnisstofn- unar kemur fram að samkvæmt 10. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 séu allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær séu bindandi eða leiðbeinandi, og sam- stilltar aðgerðir sem hafi að mark- miði eða af þeim leiði að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún takmörkuð eða henni raskað, bannaðar. Bann þetta taki m.a. til samninga, sam- þykkta og samstilltra aðgerða sem hafi áhrif á verð, afslætti, álagningu eða önnur viðskiptakjör með beinum eða óbeinum hætti, skiptingar á mörkuðum, samvinnu við gerð til- boða o.fl. Fyrir gildistöku laga nr. 107/2000 sem hafi breytt m.a. 10. gr. sam- keppnislaga bannaði 10. gr. hvers konar samráð milli fyrirtækja á sama sölustigi um verð, afslætti álagningu, skiptingu markaða og gerð tilboða. Brot gegn ákvæðum 10. gr. varði stjórnvaldssektum á fyrirtæki og samtök þeirra, sbr. 1. mgr. 52. gr. samkeppnislaga, eða fésektum eða fangelsi allt að tveimur árum en fangelsi allt að fjórum árum ef sakir séu miklar, sbr. 1. mgr. 57. gr. lag- anna. Samkeppnisstofnun hafi nýlega borist upplýsingar og ábendingar sem gefi ríkar ástæður til að ætla að Olíufélagið hf., Olíuverslun Íslands hf. og Skeljungur hf., sem einkum stundi sölu eldsneytis á Íslandi og séu keppinautar á sömu sölustigum, hafi haft með sér margvíslegt sam- ráð sem kunni að brjóta gegn 10. gr. samkeppnislaga. Samkeppnisstofn- un telji þessar upplýsingar mjög trú- verðugar. Meðfylgjandi fylgiskjal, sem sýni nánast algert samræmi í verðbreytingum á bifreiðaeldsneyti styðji það að fyrirtæki þessi hafi með sér ólögmætt samráð. Framangreindar upplýsingar bendi til að umrætt samráð lúti að ákvörðun verðs, álagningar og af- slátta, samstarfi við gerð tilboða og skiptingu markaða eftir landshlut- um og viðskiptavinum. Að mati Sam- keppnisstofnunar sé óumflýjanlegt að rannsaka ítarlega hvort upplýs- ingar þær og ábendingar sem til sé vísað eigi við rök að styðjast. Rann- sóknarhagsmunir krefjist þess að farið verði á skrifstofur framan- greindra félaga og þar leitað að sönnunargögnum vegna meintra brota á bannákvæðum samkeppnis- laga, sbr. 10. gr. þeirra. Þær upplýsingar sem Samkeppn- isstofnun hafi nú fengið gefi nánar tiltekið til kynna að forstjórar olíufé- laganna þriggja hafi hist reglulega á fundum þar sem verðlagsmál og önnur sameiginleg hagsmunamál fé- laganna hafi borið á góma og ákvarð- anir þar um verið teknar. Það sem um hafi verið fjallað á umræddum fundum sé verðlagning og álagning á eldsneyti, aflsáttarkerfi fyrir ein- staka hópa viðskiptavina, tilboðs- gerð vegna m.a. opinberra útboða o.fl. Samkomulagi sem forstjórar ol- íufélaganna hafi gert með sér varð- andi framanritað hafi þeir miðlað til stjórnenda á næsta stjornunarþrepi til framkvæmda. Auk þessa hafi olíu- félögin haft með sér samstarf um að skipta með sér sölustöðum, auk þess að stunda sameiginlega verðlagn- ingu og sölu á eldsneyti til erlendra fiskiskipa hér við land. Ef satt reyn- ist sé um að ræða einkar skýr og al- varleg brot á 10. gr. samkeppnis- laga. Upplýsingar þessar stafi frá að- ilum sem þekki vel til innri starfa ol- íufélaganna. Samkeppnisstofnun kveðst telja þessa aðila trúverðuga og upplýsingar frá þeim virðist áreiðanlegar. Að mati Samkeppnis- stofnunar beri brýna nauðsyn til að rannsaka nánar á starfsstöðvum ol- íufélaganna hið meinta samráð sem kunni í einstökum þáttum og í heild sinni að brjóta gegn 10. gr. sam- keppnislaga. Allt frá því að hámarksverð á elds- neyti, þ.e. bensíni, gasolíu og svartol- íu, hafi verið gefið frjálst þann 1. apríl 1992 hafi verið mikið samræmi í verðbreytingum umræddra fyrir- tækja á a.m.k. bifreiðaeldsneyti. Við skoðun á verði og verðbreyt- ingum hjá olíufélögunum frá árinu 1992 fram á þennan dag sjáist að verðbreytingar hjá félögunum þremur hafi nánast án undantekn- ingar borið upp á sama dag. Tilkynn- ingar um verðbreytingar séu oft gefnar út með fárra klukkustunda millibili frá einstökum félögum. Meðfylgjandi listi sýni útgefið verð olíufélaganna á bifreiðaeldsneyti á tímabilinu 1. janúar 1992 til 1. des- ember 2001. Þar komi fram að oft munaði 0,10–0,20 krónum á verði hvers lítra af 92 oktana, 95 oktana og 98 bensíni á milli olíufélaganna. Sama verð hafi verið á dísilolíu hjá öllum félögunum. Í febrúar árið 1996 hafi brugðið svo við að olíufélögin þrjú boðuðu sameiginlega til fundar með fulltrúum Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, Neytendasamtak- anna, Bílgreinasambandsins og um- hverfisráðuneytisins. Á fundinum hafi félögin tilkynnt sameiginlega ákvörðun sína um að hætta að flytja inn og selja 92 oktana bensín. Eftir það hafi olíufélögin aðeins flutt inn og selt 95 oktana og 98 oktana bens- ín auk annars eldsneytis en fyrr- nefnda bensíntegundin sé langmest seld þeirra eldsneytistegunda sem í boði séu á markaðnum. Eftir að sölu 92 oktana bensíns hafi verið sameig- inlega hætt hafi verð á öllu bifreiða- eldsneyti sömu tegundar ávallt verið það sama hjá öllum olíufélögunum. Í stað þess að vera með 0,10–0,20 króna verðmun á verði hvers lítra hafi félögin kosið að vera með ná- kvæmlega sama verð á sömu teg- undum eldsneytis. Þar sem þetta hafi gerst frá sama tíma og sameig- inleg ákvörðun olíufélaganna um að hætta innflutningi og sölu tiltekinn- ar tegundar á bensíni tók gildi dragi Samkeppnisstofnun þá ályktun að jafnframt hafi verið tekin sameigin- leg ákvörðun hjá olíufélögunum um að samræma fullkomlega verðið á þeim tegundum bifreiðaeldsneytis sem eftir urðu á markaðnum. Eina undantekningin frá hinu samræmda verði sé nokkurra daga tímabil í maí og byrjun júní á þessu ári. Í ljósi þeirra upplýsinga sem Sam- keppnisstofnun hafi fengið núna feli þessar samræmdu breytingar á verði bifreiðaeldsneytis í sér veiga- mikla vísbendingu um ólögmætt samráð þessara aðila. Nýlegar upplýsingar sem unnar hafi verið upp úr opinberum gögnum bendi til þess að álagning olíufélag- anna á eldsneyti hafi farið hækkandi á síðustu árum og misserum. Þannig hafi meðalálagning á 95 oktana bensíni skv. verðlista hækkað um 10–11% á milli áranna 2000 og 2001 en um 26–27% á milli áranna 1999 og 2001. Gögn bendi og til þess að öll álagningarhækkun yfirstandandi árs hafi orðið á síðustu sex mánuðum enda hafi félögin snúið miklum tap- rekstri á fyrri hluta ársins í hagnað á fyrstu níu mánuðunum. Meðalálagn- ing á 95 oktana bensíni hafi verið u.þ.b. 23 krónur fyrstu sex mánuði þessa árs en 27,7 krónur næstu fimm mánuði. Allt gefi þetta til kynna mjög skerta samkeppni í sölu á elds- neyti hér á landi og sé vísbending um brot á 10. gr. samkeppnislaga. Ummæli sem höfð hafi verið eftir forstjóra Skeljungs í Morgunblaðinu 11. janúar 2001 styðji framangreind- ar upplýsingar um að olíufélögin hafi með sér samráð um verð, sbr. með- fylgjandi útskrift úr gagnasafni Morgunblaðsins. Í frétt Morgun- blaðsins sé greint frá því að forstjór- inn telji að það verklag sem olíufé- lögin hafi fylgt hér á landi að endurskoða olíuverð einu sinni í mánuði sé úrelt. Í fréttinni sé síðan eftirfarandi haft eftir forstjóra Skeljungs: „Kristinn sagði að Olíufé- lagið og Olís, sem væru tengd eigna- böndum og hefðu 65% markaðshlut- deild, væru ekki reiðubúin til þess að breyta núverandi fyrirkomulagi. Að- spurður sagði hann að Skeljungur, sem hefur um 35% markaðshlut- deild, gæti ekki gert það upp á sitt einsdæmi vegna þess að það myndi skapa ójafnvægi á markaðnum.“ Þessi ummæli gefi til kynna að umrædd fyrirtæki hafi rætt saman um að breyta verklagi á verðbreyt- ingum á eldsneyti. Ákvæði 10. gr. samkeppnislaga banni hvers konar samráð um verðlagningu. Í því felist bann við samráði um hvenær eða með hvaða hætti verðum sé breytt. Þessi ummæli styðji því framan- greindar upplýsingar um meint ólögmætt samráð umræddra fyrir- tækja. Í 1. mgr. 40. gr. samkeppnislaga segi að Samkeppnisstofnun geti við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfsstað fyrirtækis og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður séu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum eða ákvörð- unum samkeppnisyfirvalda. Í 2. mgr. 40. gr. s.l. segi að við fram- kvæmd aðgerða skv. 1. mgr. skuli fylgja ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um leit og hald á munum. Í athugasemdum við 43. gr. í frumvarpi til samkeppnislaga, sem síðar varð 40. gr. laganna, segi að þegar ríkar ástæður séu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppn- islögum sé nauðsynlegt að Sam- keppnisstofnun geti komið óvænt á starfsstað fyrirtækis og lagt hald á gögn. Gögn sem sýni samráð, sam- vinnu og athafnir sem séu brot á bannákvæðum samkeppnislaga geti verið í formi bréfaskrifta, minnis- punkta eða með öðrum óformlegum hætti. Þá segi að til að koma í veg fyrir að slíkum gögnum sé skotið undan eða þau eyðilögð sé nauðsyn- legt að geta komið í skyndiheimsókn á starfsstað fyrirtækis til að leggja hald á gögnin til rannsóknar. Krafa þessi sé því sett fram með vísan til 40. gr. samkeppnislaga, sbr. 89. og 1. mgr. 90. gr. laga um meðferð opin- berra mála nr. 19/1991. Svo sem rakið hefur verið hafa Samkeppnisstofnun nýlega borist upplýsingar og ábendingar sem gefa ríkar ástæður til að ætla að Olíu- verslun Íslands hf., Olíufélagið hf., og Skeljungur hf., sem einkum stunda sölu eldsneytis á Íslandi og eru keppinautar á sömu sölustigum, hafi haft með sér margvíslegt sam- ráð sem kunni að brjóta gegn 10. gr. samkeppnislaga. nr. 8/1993. Er m.a. stuðst við skoðun sem sýnir sam- ræmdar verðbreytingar félaganna á bifreiðaeldsneyti frá árinu 1992 til 1. desember 2001. Ætluð brot sæta rannsókn Samkeppnisstofnunar sem hefur krafist úrskurðar dóms- ins um heimild til leitar hjá félaginu samkvæmt 1. mgr. 90. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 2. mgr. 40. gr. samkeppnislaga. Með vísan til framangreinds rök- stuðnings Samkeppnisstofnunar og 1. mgr. 40. gr. samkeppnislaga verð- ur krafan tekin til greina. Úrskurðarorð: Samkeppnisstofnun er heimilt að framkvæma leit hjá Olíuverslun Ís- lands hf., Sundagörðum 2, Reykja- vík, kt. 500269–3249. Heimildin nær til leitar og hald- lagningar á munum og gögnum í húsnæði og læstum hirslum og til að taka afrit gagna sem geymd eru á tölvutæku formi.“ Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um húsleitarheimild hjá olíufélögunum Upplýsingar gefa til kynna skerta samkeppni Morgunblaðið/Júlíus Frá aðgerðum Samkeppnisstofnunar á þriðjudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.