Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN
54 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ hlýtur að vera
ánægjulegt fyrir
hverja ríkisstjórn að
vita til þess, að alltaf
má níðast á einhverj-
um minni máttar þeg-
ar á bjátar. Núna á að
rétta ríkiskassann við
með því m.a. að láta
borgarana greiða
meira fyrir læknis-
þjónustu og auka
skatta á bíla. Fyrra til-
fellið hindrar eldri
borgara í því að leita
sér læknishjálpar
vegna kostnaðar. Það
er í fullu samræmi við
stefnu núverandi
stjórnvalda, sem er sú, að því færri
gamlingjar sem fá ókeypis læknis-
hjálp, þeim mun fleiri aldraðir muni
deyja drottni sínum, og þar með
minnka útgjöld ríkisins. Þetta er
mjög einföld staðreynd.
Hitt er að það að auka skatta á
bíla kemur að sjálfsögðu verst niður
á þeim sem minnst nota bílana, en
geta illa án þeirra verið vegna
hreyfihömlunar eða elli. Þar eru að
sjálfsögðu fremstir í flokki aldraðir,
sem ekki keyra mikið, en skyldu-
tryggingar og skattar vega þyngst í
þeirra útgjöldum við að reka bíl.
Skattlagning ríkisvaldsins ásamt
augljósu samráði tryggingarfélag-
anna um iðgjöld hindrar það að þeir,
sem fæstum tjónum valda, njóti
þess í lægri iðgjöldum. Þeir gömlu
eru látnir blæða af því að þeir eru
heiðarlegir og borga alltaf sitt.
Tryggingafélög vita það fullvel að
þeim gömlu má treysta, þeir valda
ekki tjóni. Það furðulega við þetta
allt saman er það, að til er í landinu
stofnun, sem ég held að heiti að
nafninu til samkeppnisstofnun, en
gerir ekkert í þessum
málum, og þó kostar
það ríkissjóð ótaldar
milljónir á hverju ári
að reka þessa stofnun!
Skrípaleikurinn á
Alþingi um daginn, að
hækka útgjöld um 2,2
milljarða og svo að
draga það allt til baka
daginn eftir, er ekki til
þess fallinn að auka
traust á Alþingi. Það
eru vafalaust fleiri en
ég, sem núna hafa end-
anlega sannfærst um
það að Alþingi er að-
eins afgreiðslustofnun
valdherranna.
Nýjasta útspilið er að hækka
húsaleigu og matarkostnað á dval-
arheimilum „til samræmis við verð-
bólgu“, en ellilífeyrir fylgir ekki
þessari verðbólgu, og þannig er ver-
ið að sauma ennþá betur að þeim
sem minnst mega sín.
Þetta leyfir ríkisstjórnin sér að
gera í skjóli þess að hafa alltaf haft
meirihluta í skoðanakönnunum, og
hún kemst upp með það!
Það er því engin furða þó að aldr-
aðir hugsi alvarlega um það, að það
eina sem þeir eiga þó ennþá eftir er
atkvæðisrétturinn.
Nýsamþykkt
fjárlög á kostn-
að hvers?
Pétur
Guðmundsson
Fjárlög
Það eru vafalaust fleiri
en ég, segir Pétur Guð-
mundsson, sem núna
hafa endanlega sann-
færst um það að Alþingi
er aðeins afgreiðslu-
stofnun valdherranna.
Höfundur er verkfræðingur og
í stjórn Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni.
Í stefnuyfirlýsingu
Sjálfstæðisflokksins
stendur:
„Með því að virkja
framtak einstaklinga í
þágu aukinnar verð-
mætasköpunar verður
áfram stuðlað að hag-
sæld“ og á öðrum stað:
„Stefna flokksins
miðast við það að menn
fái notið ávaxta verka
sinna og sjái tilgang í
því að leggja sig alla
fram.“
Í stefnuyfirlýsingu
Framsóknarflokksins
stendur:
„Að hlúa að nýsköpun
og rannsóknum hjá opinberum aðil-
um sem einkaaðilum.“
Þetta eru allt góðar yfirlýsingar, en
hver skyldi raunin vera fyrir venju-
legt fólk með gott hugmyndaflug og
vilja til að koma hugmyndum sínum á
framfæri? Því miður er staðreyndin
sú að allt of margar hindranir, í formi
skriffinnsku og skilningsleysis, eru á
veginum til þess að hugmynd verði að
veruleika, t.d. að vöru.
Það á sér stað markviss hugmynda-
slátrun í þessu íslenska kerfi. Ástæð-
urnar eru aðallega tvenns konar: í
fyrsta lagi að þeir sem eiga að meta
hugmyndirnar hafa oft ekki víðsýni
hugvitsmannsins, og í öðru lagi fallast
mönnum hendur þegar þeir þurfa
sjálfir að gera flóknar viðskiptaáætl-
anir. Af hverju eyðir kerfið svona
miklum tíma og peningum í að kenna
hugmyndasmiðum að gera viðskipta-
áætlanir til þess að hugmyndir þeirra
verði gjaldgengar?
Fyrir marga er þetta jafnfáranlegt
eins og að segja: „Farðu heim og
lærðu latínu þá getum við talað sam-
an“. Þar að auki virðist útlit og upp-
setning viðskiptaáætl-
unarinnar skipta meira
máli en hugmyndin
sjálf. Hvað enda marg-
ar góðar hugmyndir aft-
ur í skúffunum eftir um-
fjöllun þessa kerfis?
Hugvitsmenn eiga
það sameiginlegt að
vera hugmyndaríkir, en
eru ekki endilega við-
skiptafræðingar.
Flestir félagsmenn
okkar hafa gefist upp á
kerfinu sem ekki hlust-
aði. Þeir hafa komið
hugmyndum sínum í
framkvæmd af eigin
rammleik og þrjósku.
Þó að fyrirtæki þeirra séu ekki skráð
á almennum hlutabréfamarkaði þá
eru sum að velta nokkrum milljörð-
um, skapa atvinnu og tekjur fyrir ís-
lenska samfélagið.
„Af hverju viljið þið (LHM) alltaf
vera útundan?“ var ég spurð um dag-
inn af framkvæmdastjóra ákveðins
peningasjóðs. Við viljum alls ekki
vera það en við erum höfð útundan.
Landssamband hugvitsmanna hefur
boðið forsvarsmönnum stofnana og
fjárfesta á hugmyndafundi um hvern-
ig stuðningskerfi hugvitsfólks getur
litið út, en ekkert hefur komið út úr
þessari vinnu fyrir okkar félagsskap.
Menn ganga ótrauðir af þessum fund-
um og hugsa: „Góð hugmynd, nú get
ég“. Árið 1994 gengu fyrrverandi
stjórnarmenn hugvitsmanna með ít-
arlega skýrslu á milli helstu stofnana,
bæði fjármála og ríkis, um hvernig
stuðningskerfi við hugvitsfólk ætti að
líta út, með von um að verða þátttak-
endur í þeirri skipulagningu. Reynsl-
an varð önnur því árið 1999 opnaði
ákveðin stofnun þjónustumiðstöð fyr-
ir uppfinningamenn og frumkvöðla án
þess að reyna að hafa félag hugvits-
manna með í ráðum. Þeir höfðu jú
skýrsluna undir höndum, og af hverju
þá að hafa okkur með!
Þetta er því miður alltof algengur
hugsunarháttur í íslensku samfélagi.
Menn eigna sér hugmyndir annarra í
skjóli valds og peninga, meira að
segja þrátt fyrir að einkaleyfi og/eða
höfundarréttur séu á hugmyndunum.
„Ég myndi aldrei ráða til mín upp-
finningamann,“ sagði framkvæmda-
stjóri stofnunar sem metur hugmynd-
ir.
„Uppfinningamenn eru til vand-
ræða“ er haft eftir einum fyrrverandi
ráðherra.
Hvað segir þetta? Lýsir þetta ekki
því virðingarleysi sem íslenskt hug-
vitsfólk býr við.
Ísland er of lítið fyrir hugvitsfólk. Í
því sem kalla á stuðningskerfi fyrir
hugvitsmenn þekkjast allir og það er
fljót að berast gróusagan um ósam-
vinnuþýðni Jóns eða Jónu, sem leiðir
til þess að hann/hún fær hvergi hljóm-
grunn. Eða að stuðningskerfið lætur
vini sína frétta af góðri hugmynd sem
þeirra fyrirtæki gæti notað, þ.e. mis-
notað, því Jón eða Jóna verða ekki
með. Vald, peningar og ríkiseinokun
ráða för.
Er það eðlilegt að helsti ríkisrekni
fjármögnunaraðili hugmynda á Ís-
landi, heldur keppni, metur hug-
myndir, veitir lán, og á stjórnarmenn
og hluti í helstu fyrirtækjum lands-
ins? Hvernig er farið með þær trún-
aðarupplýsingar sem þangað berast?
Er ekki freistandi fyrir þessa menn
þegar þeir sjá hugmynd fyrir fyrir-
tæki sem þeir eiga hlut í, að láta upp-
Hugmyndaslátr-
un á Íslandi?
Elinóra Inga
Sigurðardóttir
Hugvit
Á meðan kerfið er eins
og það er, segir Elinóra
Inga Sigurðardóttir, á
sér stað markviss hug-
myndaslátrun.
VIÐ áramót fögnum við komandi
tímum og kveðjum liðnar stundir, oft-
ast í faðmi fjölskyldunnar. Að því
loknu halda fjölskyldumeðlimir oft
hver í sína átt, foreldrarnir í gleðskap
með vinum og kunningjum og börnin
í pössun eða verða eftir, ein heima.
Margir eru á ferli eftir miðnætti og
fæstir allsgáðir. Fyrir börnin sem eru
ein heima er freistandi að fá til sín
vini og kunningja til að halda upp á
þessi tímamót. Oft er það gert með
vitund og vilja foreldra sem gjarna
vilja opna heimili sitt fyrir vinum
barna sinna og treysta þeim til þess
að halda sig innan fyrirfram ákveðins
ramma. Allt er þetta í sjálfu sér já-
kvætt en þó fylgir böggull skammrifi.
Þó að við getum treyst börnunum
okkar þá er þeim ekki ætlandi að bera
ábyrð á hópi jafnaldra og þaðan af
síður á hópi ungmenna
sem eldri eru.
Eftirlitslausir ungling-
ar, hvort sem þeir eru úti
við eða í heimahúsi, eiga á
hættu að lenda í alls kyns
hremmingum, sérstak-
lega ef þeir eru undir
áhrifum áfengis eða ann-
arra vímuefna. Er hér
sérstaklega bent á ótíma-
bæra og ofbeldisfulla
kynlífsreynslu og ofbeldi.
Barnið þarf að lifa með
minningu um þessa
slæmu lífsreynslu til
framtíðar en ekki foreldr-
arnir sem véku sér undan ábyrgð. Við
þekkjum öll sögur af sakleysislegum
gleðskap unglinga í heimahúsi sem
fer úr böndum af því að gestirnir,
boðnir eða óboðnir, reynast ekki
traustsins verðir. Við vitum um íbúðir
sem hafa nánast verið lagðar í rúst,
húsbúnaði, tækjum og jafnvel bílum
stolið. Barninu, sem var treyst, reyn-
ist um megn að ráða við aðstæður og
það situr eftir með gífurlega sektar-
kennd og mikið fjárhagslegt tjón.
Hér er verið að leggja of mikla
ábyrgð á herðar barninu sem verður
eftir eitt heima.
Foreldrar! Íslensk börn búa við
mikið framboð ólöglegra vímuefna af
ýmsu tagi sem öll eiga það sameig-
inlegt að vera framleidd í skúmaskot-
um án eftirlits með hreinlæti og efnis-
innihaldi. Það hefur komið í ljós við
efnagreiningu á þessari framleiðslu
að innihaldslýsing er ófögur, má þar
m.a. sjá rottueitur. Enda bera fram-
leiðendur þessara efna ekki ábyrgð á
börnunum okkar, það gerum við, for-
eldrarnir. Inni á geðdeildum á Íslandi
eru einstaklingar sem aðeins prófuðu
einu sinni!
Foreldrar bera ábyrgð á börnum
sínum og börn teljast þau til 18 ára
aldurs.
Ef foreldrar einhverra hluta vegna
Kristbjörg
Hjaltadóttir
Bergþóra
Valsdóttir
Ábyrgð – afleiðing
Ungbarnafatnaður
Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og
verðið. Allt fyrir mömmu.
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.