Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 37 Verð frá kr. 390 pr. kg. 2 lítrar af pepsí fylgja með öllum fiski* Nýlöguð brauðsúpa 0,5 l. 50 kr. askjan. Úrvals: saltfiskur, hnoðmör, hamsatólg, hangiflot, rúgbrauð og allt annað meðlæti! Stór jólahumar, rækjur, hörpudiskur, túnfiskur, stórlúða, smálúða, laxaflök og fl. ávallt ferskt. SKATA SKATA Opið 21. des. kl. 8.00-18.00 22. des. kl. 8.00-18.00 23. des. kl. 8.00-18.00 allan daginn! F I S K B Ú Ð I N V Ö R , Höfðabakka, s ími 587 5070 í jó laskapi Krakkarnir fá jólaglaðning *Ef verslað er fyrir 1.500 kr. eða meira á meðan birgðir endast SANNARLEGA er hugað að tónlistarþættinum, að minnsta kosti söngnum, í Snælandsskóla í Kópavogi. Í kór skólans starfa um 150 nemendur í 4 kórum, Ung- lingakór, Miðkór (nemendur 6.–7. bekkja), Barnakór (4. og 5. bekkur) og Litli kór (3. bekkur). Þrír elstu kórarnir syngja á þessum geisla- diski. Heiðrún Hákonardóttir hefur stjórnað kórnum síðan 1995. Starf kórsins hefur verið umfangsmikið síðustu ár, m.a. syngur hann reglu- lega í Hjallakirkju, einnig hefur hann komið fram á tónleikum, m.a. úti á landi og einnig erlendis. Nokkur íslensk tónskáld hafa sam- ið verk fyrir kórinn, og á þessum diski gefur að heyra nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur við ljóð Þor- steins Valdimarssonar, Jólanótt. Söngskráin samanstendur af 22 jólalögum og sálmum, og það verð- ur að segjast eins og er að margt í fyrrihluta hennar eru ekki merki- legar tónsmíðar og ekkert voðalega gaman að hlusta á þær sem slíkar (nýja lagið eftir Báru er þó ánægjuleg undantekning), en kór- inn (líka þau yngri) syngur allt vel, en sá fallegi söngur nýtur sín þeim mun betur sem lögin eru betri (að sjálfsögðu!) og það fer strax að birta með Það á að gefa börnum brauð, Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá og María í skóginum (8–10), og þá fer flest að verða mjög ánægju- legt og því betra sem á líður. Ég nefni sérstaklega Í dag er glatt í döprum hjörtum (13), sem Björney Inga Björnsdóttir, Erla Hlín Henr- ysdóttir og Erna Niluka Njálsdótt- ir syngja mjög fallega, ef til vill þó í hægari kantinum (sem er reyndar íslensk hefð) til að tjá gleðina. En svona, nokkurn veginn, gekk Moz- art frá laginu. Einnig var söng- urinn einstaklega fallegur í nr. 15, Hátíð fer að höndum ein (íslenskur aðventusöngur) og einnig í lagi Jórunnar Viðar, Jól, en þar er líka mikil prýði að flautuleik Guðrúnar Birgisdóttur. Slá þú hjartans hörpustrengi (18) fallega sungið og gleður sálina einsog venjulega, og orgelleikur Pavel Manásek mjög fínn. Söngskráin endar á fjórum yndislegum jólasálmum, Sjá, him- ins opnast hlið, Það aldin út er sprungið, Nóttin var sú ágæt ein (sá yndislegasti af öllum), en þar syngur Reynir Guðsteinsson ein- söng – nokkuð óvænt með engri barnsrödd. Kannski tók hann að sér hlutverk textahöfundar, séra Einars í Heydölum, að hræra vögguna með vísnasöng, sem hann gerir reyndar fallega. Og söng- skráin endar viðeigandi á Heims um ból. Hvað sem efninu líður er allt vel sungið, og það er engin spurning hvað varðar Unglingakór- inn, að hann er í fremstu röð. Ein- söngvarar fínir og upptakan, undir stjórn Sigurðar Rúnars, er óvenju vel heppnuð. Slá þú hjartans hörpustrengi TÓNLIST Hljómdiskar Kór Snælandsskóla. Stjórnandi: Heiðrún Hákonardóttir. Undirleikur: Ari Vilhjálms- son – fiðla, Guðrún Birgisdóttir – þver- flauta, Jón Ólafur Sigurðsson – orgel, Jud- ith Þorbergsdóttir – fagott, Kristinn Örn Kristinsson – píanó, Lóa Björk Jóelsdóttir – píanó, Pavel Manásek – orgel. Ein- söngur: Elín Arna Aspelund, Erna Niluka Njálsdóttir, Lilja Björk Runólfsdóttir, Erla Hlín Henrysdóttir, Finnbogi Vilhjálmsson, Hákon Þrastar Björnsson, Helgi Kristinn Björnsson, Róbert Róbertsson og Reynir Guðsteinsson. Upptaka: Studio Stemma hf. Stjórn upptöku: Sigurður Rúnar Jóns- son. Hljóðritun fór fram í Digraneskirkju, jan.–feb. 2000 og feb.–júlí 2001. Lag nr. 4 er tekið upp af Ólafi Elíassyni 1999. Út- gefandi: Kór Snælandsskóla. Dreifing: Edda – miðlun & útgáfa. JÓLANÓTT Oddur Björnsson STOPPLEIKHÓPURINN æfir nú leikritið Það var barn í dalnum eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikritið er ferðaleiksýning og ætluð unglingum í efstu bekkjum grunnskólans. Verkið er spennuleikrit sem gerist samtímis í fortíð og nútíð. Það leitar fanga í þjóðsögum og sögnum til að endurspegla erfiðleika og átök sem ungt fólk á öllum tímum stendur frammi fyr- ir. Leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson. Tónlist og hljóðmynd gerir Pálmi Sigurhjartarson. Leikarar eru Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Pálmi Sig- urhjartarson. Þetta er 9. verkefni Stoppleikhópsins en hann fagnar 5 ára afmæli sínu á næsta ári. Frumsýning er áætluð í lok janúar. Morgunblaðið/Sverrir Stoppleikhópurinn samles leikritið Það var barn í dalnum. Stoppleikhópurinn æfir nýtt leikrit Jazzvaka Guðmundar og Viðars er þriðji diskurinn í röð með klass- ískum íslenskum djassi. Hinir fyrri eru minningardiskar með úrvali af óbirtum hljóðritunum með Guð- mundi Ing- ólfssyni og Gunnari Ormslev. Á þessum diski eru endurútgefnar þrjár breiðskífur er lengi hafa verið ófáanlegar. Nafna- kall, fyrsta skífa Guðmundar Ing- ólfssonar, þar sem Björn Thorodd- sen, Pálmi Gunnarsson og Guðmundur Steingrímsson leika með honum. Jazzvaka, þar sem bandaríski bassaleikarinn Bob Magnusson leikur með Guðmundi Ingólfssyni og Steingrímssyni, Rúnari Georgssyni og Viðari Alfreðs- syni, og Viðar spilar og spilar, þar sem Viðar Alfreðsson blæs í tromp- et, flýgilhorn, básúnu, valdhorn og túbu með Litla jazzbandinu og strengjasveit. Auk þess eru þrjú áð- ur óútgefin verk frá Jazzvöku- tónleikunum, m.a. Lilja eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Útgefandi er Jazzvakning. Djass Múlinn, Hús Málarans Kvartettinn Nimbus leikur djass í anda gömlu meistaranna kl. 21. Lögin eru m.a. eftir Lester Young, Coleman Hawk- ins. Nimbus skipa Óskar Guðjóns- son saxófónleikari, Jón Páll Bjarna- son gítarleikari, Eric Quick trommuleikari og Ólafur Stolz- enwald sem leikur á kontrabassa. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.