Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 24
LANDIÐ
24 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UMHVERFISRÁÐHERRA Siv
Friðleifsdóttir hélt fund með
Breiðafjarðarnefnd í Ráðhúsinu í
Stykkishólmi á þriðjudaginn. Til-
efnið var að kynna verndunaráætl-
un um Breiðafjörð sem hefur hlotið
staðfestingu umhverfisráðherra.
Áætlunin er tilkomin vegna laga
frá árinu 1995 um vernd Breiða-
fjarðar og taka ákvæði laganna til
allra eyja, hólma og skerja á
Breiðafirði ásamt fjörum í innri
hluta fjarðarins.
Eftir að lögin tóku gildi var skip-
uð Breiðafjarðarnefnd sem er skip-
uð 7 mönnum. Nefndin er umhverf-
isráðherra til ráðgjafar um allt það
er lýtur að framkvæmd laganna.
Eitt af fyrstu verkefnum Breiða-
fjarðarnefndar var að láta gera
verndaráætlun fyrir svæðið og var
Guðríður Þorvarðardóttir land-
fræðingur ráðin til þess að vinna
áætlunina.
Verndaráætlunni er skipt upp í
þrjá meginhluta. Sá fyrsti fjallar
um almenna lýsingu á staðháttum,
annar hluti er um ástand og mark-
mið og sá þriðji er eins konar fram-
kvæmdaáætlun til fimm ára, eða
réttara sagt óskalisti um rannsókn-
ir og framkvæmdir sem nefndin
telur æskilegar á næstu 5 árum. Í
skýrslunni er óskalistinn langur og
vel útfærður.
Nefndin vill m.a. stuðla að því að
útivist og ferðamennska á Breiða-
firði sé í anda sjálfbærrar þróunar
og sama á við land- og sjávarnytjar
á Breiðafirði. Þá kemur fram í
áætluninni að Breiðafjarðarnefnd
vill stuðla að rannsóknum á náttúru
Breiðafjarðar og koma á skipu-
lagðri vöktun á svæðinu.
Það kom fram í ávarpi umhverf-
isráðherra að mikilvægt er að
stuðla að verndun Breiðafjarðar.
Landslag, jarðmyndanir, lífríkið og
menningarminjar eru fjölbreytt og
ber að meðhöndla varlega.
Náttúrustofa Vesturlands
gerir þjónustusamning
Mikil vinna hefur verið lögð í
skýrsluna og er framkvæmd áætl-
unarinnar í höndum Breiðafjarðar-
nefndar. Hún hefur mikið verk að
vinna í framtíðinni og óskalisti
nefndarinnar kostar í framkvæmd
mikla fjármuni. Ráðherra sagði að
nefndin hefði á fjárlögum þess árs
1,5 milljónir króna til ráðstöfunar,
en upphæðin mun hækka á næsta
ári í 3,6 milljónir króna. Það er
gert með því að færa til fjármuni,
m.a. frá Náttúruverndarráði. Þá
kom líka fram í máli ráðherra að
Náttúrustofa Vesturlands í Stykk-
ishólmi hefur gert þjónustusamn-
ing við Breiðafjarðarnefnd og tekur
að sér allt skrifstofuhald. Friðjón
Þórðarson, formaður Breiðafjarðar-
nefndar, var að vonum ánægður
með áætlunina. Hann þakkaði öll-
um þeim sem tóku þátt í að móta
áætlunina og þá sérstaklega höf-
undi hennar, Guðríði Þorvarðar-
dóttur. Hann sagði að framkvæmd
áætlunarinnar yrði gerð í góðu
samstarfi við íbúa svæðisins og þar
yrði ekki farið fram með valdboði.
Á kynningarfundinn mættu þing-
menn kjördæmisins og sveitar-
stjórnarmenn af verndunarsvæð-
inu.
Verndunar-
áætlun Breiða-
fjarðar kynnt
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Í efri röð frá vinstri: Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Nátt-
úrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefndin, Ævar Petersen, Friðjón
Þórðarson, Magnús Sigurðsson, Þórólfur Halldórsson, Jóhannes Gísla-
son, Sigurður Þórólfsson og Ásgeir Gunnar Jónsson. Í neðri röð: Guð-
ríður Þorvarðardóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og
Sigríður Elíasdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Vesturlands.
Stykkishólmi
KOMIÐ er á markað fyrsta fjölda-
framleidda vín sinnar tegundar á Ís-
landi, íslenskt berjavín. Vínið sem
framleitt er á Húsavík ber nafnið
Kvöldsól og er uppistaða hráefnis
krækiber, en það inniheldur einnig
bláber, rababara og íslenskar
kryddjurtir.
Vínið er framleitt af fyrirtækinu
Sólbrekku ehf. sem er í eigu
hjónanna Gunnars Ómars Gunn-
arssonar og Hrafnhildar Stellu Sig-
urðardóttur. Ómar segir að hráefn-
ið til víngerðarinnar hafi komið víða
að. Á Vestfjörðum hafi fólk tekið að
sér að tína ber fyrir þau, en sjálf
hafi þau ásamt fjölskyldu sinni tínt á
Austurlandi og í Þingeyjarsýslum.
Alls voru notuð þrjú tonn af berjum
til framleiðslunnar og úr því feng-
ust tæpar sex þúsund flöskur.
Ómar segir að Kvöldsól sé 12% að
styrkleika og þyki mjög gott með
villibráð, ostum og eins eitt og sér.
Vínið er til sölu í Heiðrúnu, sér-
verslun ÁTVR, og í vínbúðunum í
Kringlunni og á Húsavík. „Salan tók
kipp í Reykjavík fyrir síðustu helgi
en eitthvað eru veitingahúsaeigend-
ur í Reykjavík hræddir við að taka
þetta inn ennþá. Það hlýtur að
breytast ef fólki líkar vínið,“ sagði
Ómar að lokum.
Morgunblaðið/Hafþór
Ómar Gunnarsson kynnti Kvöld-
sól á fyrirtækjakynningu á
Húsavík nýlega.
Íslenskt
berjavín
komið á
markað
Húsavík
EITT mest skreytta húsið á
Hólmavík er á Kópnesbraut 6, en
þar býr blaðberi Morgunblaðsins,
Ágústa K. Ragnarsdóttir, ásamt
eiginmanni sínum, Ingimundi Páls-
syni, og syni þeirra, Kristjáni Páli.
„Þetta er eiginlega áhugamál
okkar feðganna,“ sagði Ingimund-
ur. „Við byrjum að setja upp jóla-
skreytingarnar snemma í desem-
ber og smábætum við þær.“
Aðspurður sagðist Ingimundur
fjölga seríunum um eina til tvær á
ári. Eins og sést á myndinni er ár-
talið 2001 upplýst framan á húsinu
en þegar líður að áramótum má
einnig sjá ártalið sem við tekur.
Hús blaðberans
mikið skreytt
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir
Hólmavík
SAMKOMULAG um fjármögnun
ferjulægis á Seyðisfirði var undirrit-
að af fjármálaráðherra, samgöngu-
ráðherra, fulltrúa Hafnarsjóðs Seyð-
isfjarðar og Seyðisfjarðarkaupstað-
ar á þriðjudag.
Fyrr í mánuðinum var undirritað-
ur samningur milli Hafnarsjóðs
Seyðisfjarðar og Smyril Line um
gjaldtöku, siglingar skipsins o.fl.
Slíkur samningur er skilyrði fyrir
samkomulaginu sem undirritað var
nú í vikunni.
Þær hafnarframkvæmdir sem nú
er ráðist í eru umfangsmiklar og
fylgir þeim jafnframt holræsagerð
og vegaframkvæmdir til að tengja
vegakerfið við ferjulægið. Er áætlað
að kostnaður við allt verkið verði á
bilinu 6–700 milljónir króna og eru
þá holræsagerð og vegaframkvæmd-
ir meðtaldar.
Samkomulag
vegna ferjulægis
undirritað
Seyðisfjörður
Frá vinstri: Gunnþór Ingvason, formaður bæjarráðs Seyðisfjarðarkaup-
staðar, Geir Haarde fjármálaráðherra, Sturla Böðvarsson samgöngu-
málaráðherra og Adólf Guðmundsson, formaður hafnarmálaráðs.
LÆGSTA tilboð í Norðaustur-
veg og brú á Lónsós reyndist
vera tæpar 67 milljónir króna
þegar tilboð voru opnuð hjá
Vegagerðinni á þriðjudag. Til-
boðið átti Vík ehf. trésmiðja á
Húsavík.
Hæsta tilboð átti hins vegar
G. Ármannsson á Egilsstöðum
sem bauð verkið fyrir rétt rúm-
ar 82 milljónir. Kostnaðaráætl-
un Vegagerðarinnar var rúmar
77 milljónir.
Um 15 millj-
óna króna
munur
á tilboðum
Lónsós