Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISRÁÐHERRA Siv Friðleifsdóttir hélt fund með Breiðafjarðarnefnd í Ráðhúsinu í Stykkishólmi á þriðjudaginn. Til- efnið var að kynna verndunaráætl- un um Breiðafjörð sem hefur hlotið staðfestingu umhverfisráðherra. Áætlunin er tilkomin vegna laga frá árinu 1995 um vernd Breiða- fjarðar og taka ákvæði laganna til allra eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt fjörum í innri hluta fjarðarins. Eftir að lögin tóku gildi var skip- uð Breiðafjarðarnefnd sem er skip- uð 7 mönnum. Nefndin er umhverf- isráðherra til ráðgjafar um allt það er lýtur að framkvæmd laganna. Eitt af fyrstu verkefnum Breiða- fjarðarnefndar var að láta gera verndaráætlun fyrir svæðið og var Guðríður Þorvarðardóttir land- fræðingur ráðin til þess að vinna áætlunina. Verndaráætlunni er skipt upp í þrjá meginhluta. Sá fyrsti fjallar um almenna lýsingu á staðháttum, annar hluti er um ástand og mark- mið og sá þriðji er eins konar fram- kvæmdaáætlun til fimm ára, eða réttara sagt óskalisti um rannsókn- ir og framkvæmdir sem nefndin telur æskilegar á næstu 5 árum. Í skýrslunni er óskalistinn langur og vel útfærður. Nefndin vill m.a. stuðla að því að útivist og ferðamennska á Breiða- firði sé í anda sjálfbærrar þróunar og sama á við land- og sjávarnytjar á Breiðafirði. Þá kemur fram í áætluninni að Breiðafjarðarnefnd vill stuðla að rannsóknum á náttúru Breiðafjarðar og koma á skipu- lagðri vöktun á svæðinu. Það kom fram í ávarpi umhverf- isráðherra að mikilvægt er að stuðla að verndun Breiðafjarðar. Landslag, jarðmyndanir, lífríkið og menningarminjar eru fjölbreytt og ber að meðhöndla varlega. Náttúrustofa Vesturlands gerir þjónustusamning Mikil vinna hefur verið lögð í skýrsluna og er framkvæmd áætl- unarinnar í höndum Breiðafjarðar- nefndar. Hún hefur mikið verk að vinna í framtíðinni og óskalisti nefndarinnar kostar í framkvæmd mikla fjármuni. Ráðherra sagði að nefndin hefði á fjárlögum þess árs 1,5 milljónir króna til ráðstöfunar, en upphæðin mun hækka á næsta ári í 3,6 milljónir króna. Það er gert með því að færa til fjármuni, m.a. frá Náttúruverndarráði. Þá kom líka fram í máli ráðherra að Náttúrustofa Vesturlands í Stykk- ishólmi hefur gert þjónustusamn- ing við Breiðafjarðarnefnd og tekur að sér allt skrifstofuhald. Friðjón Þórðarson, formaður Breiðafjarðar- nefndar, var að vonum ánægður með áætlunina. Hann þakkaði öll- um þeim sem tóku þátt í að móta áætlunina og þá sérstaklega höf- undi hennar, Guðríði Þorvarðar- dóttur. Hann sagði að framkvæmd áætlunarinnar yrði gerð í góðu samstarfi við íbúa svæðisins og þar yrði ekki farið fram með valdboði. Á kynningarfundinn mættu þing- menn kjördæmisins og sveitar- stjórnarmenn af verndunarsvæð- inu. Verndunar- áætlun Breiða- fjarðar kynnt Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Í efri röð frá vinstri: Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Nátt- úrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefndin, Ævar Petersen, Friðjón Þórðarson, Magnús Sigurðsson, Þórólfur Halldórsson, Jóhannes Gísla- son, Sigurður Þórólfsson og Ásgeir Gunnar Jónsson. Í neðri röð: Guð- ríður Þorvarðardóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Sigríður Elíasdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Vesturlands. Stykkishólmi KOMIÐ er á markað fyrsta fjölda- framleidda vín sinnar tegundar á Ís- landi, íslenskt berjavín. Vínið sem framleitt er á Húsavík ber nafnið Kvöldsól og er uppistaða hráefnis krækiber, en það inniheldur einnig bláber, rababara og íslenskar kryddjurtir. Vínið er framleitt af fyrirtækinu Sólbrekku ehf. sem er í eigu hjónanna Gunnars Ómars Gunn- arssonar og Hrafnhildar Stellu Sig- urðardóttur. Ómar segir að hráefn- ið til víngerðarinnar hafi komið víða að. Á Vestfjörðum hafi fólk tekið að sér að tína ber fyrir þau, en sjálf hafi þau ásamt fjölskyldu sinni tínt á Austurlandi og í Þingeyjarsýslum. Alls voru notuð þrjú tonn af berjum til framleiðslunnar og úr því feng- ust tæpar sex þúsund flöskur. Ómar segir að Kvöldsól sé 12% að styrkleika og þyki mjög gott með villibráð, ostum og eins eitt og sér. Vínið er til sölu í Heiðrúnu, sér- verslun ÁTVR, og í vínbúðunum í Kringlunni og á Húsavík. „Salan tók kipp í Reykjavík fyrir síðustu helgi en eitthvað eru veitingahúsaeigend- ur í Reykjavík hræddir við að taka þetta inn ennþá. Það hlýtur að breytast ef fólki líkar vínið,“ sagði Ómar að lokum. Morgunblaðið/Hafþór Ómar Gunnarsson kynnti Kvöld- sól á fyrirtækjakynningu á Húsavík nýlega. Íslenskt berjavín komið á markað Húsavík EITT mest skreytta húsið á Hólmavík er á Kópnesbraut 6, en þar býr blaðberi Morgunblaðsins, Ágústa K. Ragnarsdóttir, ásamt eiginmanni sínum, Ingimundi Páls- syni, og syni þeirra, Kristjáni Páli. „Þetta er eiginlega áhugamál okkar feðganna,“ sagði Ingimund- ur. „Við byrjum að setja upp jóla- skreytingarnar snemma í desem- ber og smábætum við þær.“ Aðspurður sagðist Ingimundur fjölga seríunum um eina til tvær á ári. Eins og sést á myndinni er ár- talið 2001 upplýst framan á húsinu en þegar líður að áramótum má einnig sjá ártalið sem við tekur. Hús blaðberans mikið skreytt Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Hólmavík SAMKOMULAG um fjármögnun ferjulægis á Seyðisfirði var undirrit- að af fjármálaráðherra, samgöngu- ráðherra, fulltrúa Hafnarsjóðs Seyð- isfjarðar og Seyðisfjarðarkaupstað- ar á þriðjudag. Fyrr í mánuðinum var undirritað- ur samningur milli Hafnarsjóðs Seyðisfjarðar og Smyril Line um gjaldtöku, siglingar skipsins o.fl. Slíkur samningur er skilyrði fyrir samkomulaginu sem undirritað var nú í vikunni. Þær hafnarframkvæmdir sem nú er ráðist í eru umfangsmiklar og fylgir þeim jafnframt holræsagerð og vegaframkvæmdir til að tengja vegakerfið við ferjulægið. Er áætlað að kostnaður við allt verkið verði á bilinu 6–700 milljónir króna og eru þá holræsagerð og vegaframkvæmd- ir meðtaldar. Samkomulag vegna ferjulægis undirritað Seyðisfjörður Frá vinstri: Gunnþór Ingvason, formaður bæjarráðs Seyðisfjarðarkaup- staðar, Geir Haarde fjármálaráðherra, Sturla Böðvarsson samgöngu- málaráðherra og Adólf Guðmundsson, formaður hafnarmálaráðs. LÆGSTA tilboð í Norðaustur- veg og brú á Lónsós reyndist vera tæpar 67 milljónir króna þegar tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni á þriðjudag. Til- boðið átti Vík ehf. trésmiðja á Húsavík. Hæsta tilboð átti hins vegar G. Ármannsson á Egilsstöðum sem bauð verkið fyrir rétt rúm- ar 82 milljónir. Kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar var rúmar 77 milljónir. Um 15 millj- óna króna munur á tilboðum Lónsós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.