Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TONINO Picula, utanríkisráðherra Króatíu, veitti í gær Jóni Baldvini Hanni- balssyni sendiherra orðu fyrir að hafa stutt sjálfstæði landsins á erfiðleikatímum. Orðan er kennd við þjóðhetju Króata á ní- undu öld, Trpimir fursta, og var hún afhent við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu ásamt skjali sem Stipe Mesic forseti hafði und- irritað. Jón Baldvin beitti sér fyrir því að Ís- lendingar viðurkenndu sjálfstæði Króatíu 19. desember 1991 en hann var þá utanrík- isráðherra. Íslendingar urðu fyrstir allra þjóða til að viðurkenna sjálfstæðið og Þjóðverjar fylgdu í kjölfarið sama dag. „Þetta voru umbrota- tímar og sögulegir atburðir að gerast og það skipti litla þjóð eins og Króata miklu að eiga vini. Jón Baldvin Hannibalsson var slík- ur vinur,“ sagði Picula. Jón sagði í gær að margir hefðu varað sig við og bent á að lagavenjan væri að rík- isstjórn þyrfti að ráða í reynd yfir landi sínu til að geta hlotið fulla viðurkenningu. Bíða bæri því átekta. En hann sagðist hafa haft mikla samúð með Króötum. „Ég var ekki í neinum vafa og hef engar efasemdir núna. Króatar hafa sjálfir sannað á undanförnum tíu árum að þeir áttu sjálf- stæðið fyllilega skilið,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Heiðraði Jón Baldv góðan stuðning ári Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisr RÁÐHERRA utanríkis-mála í Króatíu, ToninoPicula, er fertugur sósí-aldemókrati og tók við embættinu fyrir nær tveim árum. Hann var áður prófessor í fé- lagsfræði. „Ég gegndi starfi fram- kvæmdastjóra alþjóðatengsla fyrir flokkinn um sjö ára skeið áður en ég varð ráðherra og setti mér tvö markmið: að vinna að frelsi króat- ísku þjóðarinnar út á við og fé- lagslegu frelsi íbúanna í landi mínu,“ segir hann í viðtali við Morgunblaðið. En hvernig er ástand mála nú í Króatíu, er stöð- ugleiki í stjórnmálum og eru gerð- ar umbætur í efnahagsmálum? „Stöðugleiki ríkir í stjórnmálun- um og hann er forsenda þess að við getum hrundið í framkvæmd efnahagsumbótum. Þær eru allar sársaukafullar og mjög erfitt að fylgja þeim eftir. Við tökum á eft- irlaunakerfinu, heilbrigðis- og fé- lagsmálakerfinu, fækkum opinber- um störfum, einnig í hernum og lögreglunni. Skattalögum hefur verið umbylt. Þetta er brýnt að gera til að við náum helsta tak- marki okkar í utanríkismálum sem er að fá aðild að Evrópusamband- inu (ESB). Vilja ganga í NATO Samskipti Króatíu við sam- bandið og einnig Atlantshafs- bandalagið hafa batnað mjög eftir að stjórn okkar tók við. Fyrir árið 2000 var landið að mörgu leyti ein- angrað í reynd. Við sögðum strax að við vildum opna landið fyrir um- heiminum, við vildum ganga í sam- bandið og NATO eins fljótt og unnt yrði. Fyrir nokkrum vikum undirrituðum við mikilvægan sam- starfssáttmála við framkvæmda- stjórn ESB í Brussel og við höfum nú stöðu samstarfsríkis. Sam- kvæmt kokkabókunum ættum við þá að geta fengið aðild innan sex ára. Auðvitað fer það eftir því hvernig við stöndum okkur en líka eftir gangi alls stækkunarferlisins í sambandinu. Við erum í svonefndum Vilnius- hópi tíu ríkja sem vilja fá aðild að NATO. Við vonumst til þess að næsta vor komumst við í hóp þeirra sem næst verða tekin inn.“ Hann segir að- spurður að króatísk stjórnvöld leggi sig fram um að hand- sama þá sem grunað- ir eru um stríðsglæpi. Alþjóðlegum rann- sóknaraðilum stríðs- glæpadómstólsins í Haag hafi verið veitt- ur aðgangur að skjalasöfnum og stöð- um þar sem talið er að framdir hafi verið slíkir glæpir. „Við höfum einnig byrjað að draga króatíska borgara fyrir rétt vegna slíkra mála, hvort sem þeir eru króatískir eða serbneskir að upp- runa. Við viljum ljúka þessum kafla í sögu okkar eins fljótt og hægt er vegna þess að það er í þágu hagsmuna okkar. Við viljum að sekt verði bundin framvegis við einstaklinga en ekki þjóð, viljum losna við þennan svarta blett. En það verða einnig aðrar þjóðir á svæðinu að gera, einkum Júgóslav- ar.“ – Mynduð þið vera reiðubúnir að taka við serbnesku flóttafólki sem hraktist frá Krajina? „Við notum ekki heitið Krajina, viðurkennum það ekki og segjum að þetta séu héruð sem áður hafi verið hernumin. Við buðum öllum borgurum landsins að koma aftur ef þeir vildu. Okkur finnst og höf- um lýst því skýrt yfir að rétturinn til að snúa aftur til heimilis síns sé meðal mikilvægustu mannréttinda. Þess vegna hvetjum við fólk, sem hefur þurft að flýja vegna stríðs- átaka, til að snúa aftur. En við vilj- um ekki að það komi inn í fé- lagslegt tómarúm. Sé það gerlegt viljum við útvega fólkinu það sem þarf til að það geti komist af. Svæðin sem um ræðir voru vanþróuð fyrir stríðið o vita hvað gerðist meðan b ástandið er enn verra. En um nú veitt fé til uppbygg Vandinn er enn flókna þess að í húsum króatís anna hafa sest að bosnísk ar sem einnig eru fór stríðsins. Þeir urðu að flýj sín í Serbneska lýðveld Bosníu-Serba) og búa nú í Margir þeirra vilja ekki sn til Bosníu-Hersegóvínu. V um að finna lausn á málum hópanna. En við erum st að leysa þessi mál fyrir l árs, við setjum markið há um á þetta sem skyldu ok Í stjórnartíð Franjo T forseta, sem nú er láti Króatar sakaðir um að s bakið á öfgafullum þjóðb sínum handan landamæ Bosníu og ala þannig á ó klofningi en Picula segir hafi verið hætt. Stefnub hafi verið grundvöllur Króatía gæti bætt samsk Vestur-Evrópu og gert s um að fá einhvern tíma ESB. Þið voruð tveim á undan Þjóðve Utanríkisráðherra Króatíu vísar á bug að þjóð hans hafi farið of ge í sjálfstæðismálin. Milosevic ha viljað stríð og knúið það fram Halldór Ásgrímsson utanríkisráðhe Tonino Picula undirrituðu samstarfssa milli Íslands og Króatíu á Þingvöllum BIÐLISTAR VANDMEÐFARIÐ VALD Samkeppnisyfirvöld hafa aðundanförnu beitt talsvert þvímikla valdi, sem þeim er falið. M.a. hafa fyrirtæki, sem samkeppn- isráð telur hafa brotið lög, fengið há- ar sektir, þótt t.d. í máli grænmet- isfyrirtækjanna hafi þær verið lækkaðar talsvert þegar kom til kasta áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála. Þá hefur Samkeppnisstofn- un á ný beitt heimild sinni til að gera húsleit hjá fyrirtækjum, en í fyrra- dag lögðu starfsmenn stofnunarinn- ar og lögreglu hald á mikið af gögn- um á skrifstofum olíufélaganna þriggja; Olíufélagsins, Skeljungs og Olís. Það er vissulega harkaleg aðgerð þegar fjöldi manna leggur undir sig skrifstofur stjórnenda og annarra starfsmanna í fyrirtæki, fjarlægir skjöl, afritar tölvugögn og gramsar í skúffum og skápum. Starfsmönnum fyrirtækja þykir eflaust jafnvel veg- ið að einkalífi sínu með slíkum að- ferðum. Víst er að návígið í hinu smáa íslenzka samfélagi gerir að verkum að framfylgja verður afar stranglega reglum um þagnarskyldu og trúnað þeirra, sem þátt taka í húsleit af þessu tagi og úrvinnslu þeirra gagna, sem aflað er. Á hitt ber að líta, að aðferðum af þessu tagi er beitt hjá samkeppnis- yfirvöldum í nágrannalöndum okkar og þær eru stundum taldar eina að- ferðin til að komast að hinu sanna um fyrirætlanir og samskipti fyrir- tækja á markaði, leiki grunur á brot- um á samkeppnislögum. Ekki má gleyma því að tilgangur samkeppn- islaganna og þeirra víðtæku rann- sóknarheimilda, sem samkeppnisyf- irvöld njóta, er að tryggja neytendum ávinning frjálsrar sam- keppni og koma í veg fyrir að fyr- irtæki misbeiti valdi sínu og stöðu. Í þessu máli er auðvitað ekkert hægt að fullyrða um hvort slík brot hafa verið framin. Olíufélögin hafa á opinberum vettvangi verið ásökuð um óeðlilega viðskiptahætti. Það er ákveðin hætta á að almenningur túlki það svo að fyrst harkalegum rannsóknaraðferðum af þessu tagi sé beitt, hljóti að vera maðkur í mys- unni. Dómstólar verða að heimila leit af þessu tagi og þeim ber að meta hvort nægilega sterkur grunur leiki á lögbroti. Það er þó alltof snemmt að draga einhverjar ályktanir í því efni. Sama gildir um þau fyrirtæki, sem samkeppnisyfirvöld taka til rannsóknar, og um einstaklinga sem sæta t.d. rannsókn lögreglu; þau eru saklaus þar til sekt er sönnuð. Dæm- in sanna að harkalegar rannsóknar- aðferðir, sem dómstólar hafa jafnvel samþykkt, gefa ekki endilega vís- bendingu um sekt viðkomandi. Á málinu er þó önnur hlið; sú að það er jafnvel hægt að líta svo á að svona róttækar rannsóknaraðferðir styrki þá niðurstöðu, sem að lokum kemur í málið, hver sem hún verður. Þá er ekki hægt að saka samkeppn- iyfirvöld um það, verði niðurstaðan sú að viðskiptahættir umræddra fyr- irtækja séu eðlilegir, að þau hafi ekki beitt öllum meðulum sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum til að fá hið sanna í málinu fram. Smæðin og návígið á Íslandi gerir líka að verk- um að slíkar ásakanir eru oft fljótar að komast á kreik. Samkeppnisstofnun hefur að mörgu leyti átt á brattann að sækja en verið að sækja í sig veðrið að und- anförnu. Miklu máli skiptir að í við- leitni sinni til að sanna sig gangi stjórnendur og starfsmenn stofnun- arinnar aldrei of langt í beitingu þess víðtæka valds, sem þeim er fengið. Á síðasta ári bárust rúmlega 1.600beiðnir um endurhæfingu á Reykjalundi en innlagnir voru um 1.300. Gert er ráð fyrir, að á þessu ári verði beiðnir um 1.800. Í október- mánuði sl. voru 1.055 manns á bið- lista eftir endurhæfingu en tæplega 800 á sama tíma í fyrra. Meðalbiðtími á Reykjalundi hefur farið úr rúmum sjö mánuðum í tæpa níu mánuði. Meðalbiðtími eftir aðgerðum og annarri þjónustu á kvenlækninga- deild Landspítalans hefur nálægt því tvöfaldast á milli ára. Árið 2000 var hann 10 vikur. Í október sl. var hann 19 vikur. Í þeim sama mánuði voru 668 manns á biðlista eftir bæklunarað- gerð og meðalbiðtími rúmir 10 mán- uðir. Nú í desember voru 850 manns á biðlista. Rétt er að taka fram, að talið er að tölur um biðlista á bæklunardeild séu ekki alveg marktækar vegna sameiningar bæklunarlækninga- deilda Landspítalans og í sumum til- vikum sjá menn fram á betri tíð, eins og t.d. á Reykjalundi. Það er augljóst að þessi langi bið- tími eftir læknisaðgerðum getur haft afar neikvæð áhrif á sjúklinga, bæði líkamlegt ástand þeirra en ekki síður tilfinningalega. Það er erfitt að bíða svo lengi eftir aðgerðum sem raun ber vitni. Þessi langi biðtími er til marks um að heilbrigðiskerfið veitir ekki viðunandi þjónustu þrátt fyrir þann mikla kostnað, sem því fylgir. Biðlistar eru vandamál víðar en á Íslandi. Athyglisvert er að í stefnu- ræðu hins nýja danska forsætisráð- herra í byrjun desember var því lýst yfir, að ef biðtími eftir aðgerð á op- inberu sjúkrahúsi væri lengri en tveir mánuðir gætu sjúklingar valið um einkasjúkrahús eða sjúkrahús í öðru landi þeim að kostnaðarlausu. Sem væntanlega er til marks um sterka fjárhagsstöðu Dana. Hitt fer ekki á milli mála, að við Ís- lendingar getum ekki sætt okkur við þessa löngu biðlista. Það hlýtur að verða eitt helzta verkefnið í þeirri víðtæku endurskipulagningu spít- alakerfisins, sem nú stendur yfir, að stytta biðtíma eftir aðgerðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.