Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 34
ERLENT 34 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNGUR drengur, dauðvona vegna krabbameins, sem grátbað vinstri- sinnaða skæruliða í Kólumbíu að sleppa föður sínum úr haldi, lést í fyrradag án þess að fá tækifæri til að kveðja föður sinn hinsta sinni. Hefur þetta mál snert mjög við- kvæman streng í brjósti Kólumb- íumanna, sem eru þó flestu vanir í þessum efnum, og fyrirlitningin á skæruliðum er alger. „Það eru bara skepnur, sem neita deyjandi barni um jafn- sjálfsagðan hlut,“ sagði Soledad Martinez, afgreiðslukona í Bogota, höfuðborg landsins. Hefur hún fylgst með þessu máli í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum eins og þjóðin öll og hún bað sín eigin börn að biðja fyrir drengnum og föður hans. „Nú er það orðið um seinan,“ sagði hún. Buðust til að koma í stað föðurins Drengurinn, Andres Felipe Per- ez, var rúmfastur á heimili sínu eft- ir að læknar úrskurðuðu, að þeir gætu ekkert gert til að bjarga hon- um. Hann átti þá einu ósk að fá að sjá föður sinn áður en hann dæi og fjölmiðlar komu þeirri bón hans reglulega á framfæri við skæru- liða. Börn um allt landið skrifuðu skæruliðum og báðu þá að sýna miskunn og nokkrir kunnir Kól- umbíumenn buðust til að koma í staðinn fyrir föður Felipes sem fangar skæruliðanna. Skæruliðar rændu föður Felipes, lögreglumanninum Norberto Per- ez, er þeir gerðu árás á lítið þorp fyrir nærri tveimur árum, en þá hafði sonur hans þegar greinst með krabbamein. Versnaði honum mik- ið er hann missti föður sinn en læknar sögðu, að hugsanlega mætti bjarga lífi hans ef hann fengi nýra úr föður sínum. Voru skæruliðar beðnir að sleppa Perez, sem er ásamt öðrum lögreglu- og hermönnum í fangelsi inni í frumskógum landsins, en þeir neituðu. Leiðtogar FARC, Byltingarhers Kólumbíu, héldu því fram, að drengurinn væri ekki jafnveikur og af væri látið og kröfðust þess, að þeirra eigin læknir skoðaði hann. Að því búnu vildu þeir skipta á Per- ez og fangelsuðum skæruliðum en ríkisstjórnin neitaði og sagði, að lögreglumanninum ætti að sleppa af mannúðarástæðum. Felipe lést í fyrradag eftir mjög erfitt dauða- stríð. Ættingjar hans söfnuðust þá saman við heimili hans og frænka hans, Luz Maria Perez, grét og bað guð að refsa skæruliðunum og leið- toga þeirra, Manuel Marulanda. Andres Pastrana, forseti Kól- umbíu, sagði, að skæruliðarnir hefðu sýnt ótrúlega grimmd en í þjáningum Felipes hefði þjóðin sameinast í andstöðu sinni við of- beldisöflin í landinu. Reuters Francia Perez, móðir Andres Felipes, kveður son sinn látinn. Hann var 12 ára er hann lést. Lést án þess að fá að sjá föður sinn Bogota. AP. Skæruliðar í Kólumbíu hunsuðu síðustu ósk deyjandi drengs NÝR forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, boðaði ýmsar nýjungar í stefnuræðu sinni á Þjóðþinginu í byrjun mán- aðarins og ber þar líklega hæst að skjólstæð- ingar heilbrigðiskerfisins fá aukið valfrelsi um sjúkrastofnanir ef þær ríkisreknu geta ekki sinnt þeim innan tveggja mánaða. Þörfum aldraðra verður sinnt betur og meira tillit tek- ið til óska þeirra sjálfra. Einnig fá launþegar nú leyfi til að velja sér félag þegar þeir kaupa sér atvinnuleysistrygg- ingu. Fram til þessa hafa þau mál verið í vörslu stéttarfélags viðkomandi launþega sem hafa því ekki átt annars úrkosta. Fogh Rasmussen sagði ennfremur að hagur geðsjúkra og ann- arra sjúklinga sem eru mikið veikir og eiga sér ekki öfluga málsvara yrði tryggður betur en áður. Hann boðaði öflugar aðgerðir til að draga úr innflutningi fólks og jafnframt að lögð yrði áhersla á að innflytjendur í Dan- mörku ynnu fyrir sér en létu ekki duga að þiggja bætur. Fogh Rasmussen sagði að danskir kjósend- ur hefðu látið í ljós ósk um breytingar og hafn- að slagorðum stéttabaráttunnar, samfélagið ætti að virða ákveðin gildi og ákveðna afstöðu. Þeir vildu að sameiginlega væri unnið að því að leysa ýmis viðfangsefni en jafnframt að hver einstaklingur í samfélaginu fengi aukið frelsi og gæti valið um fleiri en einn kost. Aðhlynning og mannlegt viðmót „Ríkisstjórnin mun því leggja til að aldraðir fái að velja sjálfir hverjir veiti þeim hjálp í heimahúsum, velja sjálfir vistheimili og hjúkr- unarheimili,“ sagði hann. „Og að sjálfsögðu á maður að geta haft maka sinn með. Við skulum skapa meira öryggi. Við þurfum að hætta að svipta aldraða stjórn á eigin lífi en hneigð í þá átt hefur víða laumast inn á síðari árum. Við megum aldrei láta umhyggjuna verða forminu að bráð. Hlusta ber á þá sem daglega vinna við að hlú að öldruðum. Þegar fólk sem annast aðhlynn- ingu í heimahúsum segir að það sé smám sam- an að verða refsivert að sýna mannlegt viðmót er eitthvað að í kerfinu. Þá er kominn tími til að breyta kerfinu og segja: Aldraðir hafi for- gang. Stjórnin vill efla sjúkrastofnanir ríkisins. Hún lítur á það sem grundvallaratriði að allir fái frjálsan, jafnan og ókeypis aðgang að bestu mögulegu meðhöndlun í heilbrigðiskerfinu. Þess vegna ætlar hún að veita 1,5 milljarða króna aukalega sem varið verður til að stytta á markvissan hátt biðlistana á ríkissjúkrahús- um. Jafnframt leggur ríkisstjórnin til að sjúk- lingar fái að velja sér sjúkrahús ef opinber sjúkrahús geta ekki boðið meðhöndlun eða að- gerð innan tveggja mánaða. Sjúklingar fá einnig rétt til að velja einkarekið sjúkrahús eða sjúkrahús í útlöndum án þess að greiða nokkuð fyrir það. Stjórnin vill að launþegar fái meira valfrelsi á vinnumarkaðnum. Hún mun því veita laun- þegum rétt til að kaupa sér atvinnuleysis- tryggingu í launþegatryggingafélögum sem þjónusta fólk í fleiri en einni atvinnugrein. Og stjórnin mun tryggja með lögum að launþegi og vinnuveitandi geti samið frjálst sín í milli um hlutastarf. Refsirammi í nauðgunarmálum Einstaklingurinn gengur fyrir. Þetta á einn- ig við í réttarkerfinu. Stjórnin vill að réttar- kerfið endurspegli í auknum mæli virðinguna fyrir lífi einstaklingsins. Þess vegna mun hún leggja fram tillögur um hærri refsiramma meðal annars vegna ofbeldis og nauðgunar. Stjórnin telur að almennt séu kveðnir upp allt of vægir dómar í nauðgunar- og ofbeldismál- um. Sé refsiramminn hækkaður er um að ræða skýrt merki til dómstólanna um að herða refs- ingarnar. Afbrot gegn einstaklingum eru miklu alvar- legra mál en auðgunarafbrot. Sé ráðist á aðra manneskju – og það á ekki síst við þegar rætt er um óhugnanlegt afbrot eins og nauðgun – er um að ræða brot á grundvallaratriði í sam- félagi okkar, það er að segja virðingunni fyrir einstaklingnum. Ríkisstjórnin hefur því hug á að gera um- bætur á refsilögunum. Þær munu beinast að því að gera refsirammana almennt nútíma- legri. Refsingar fyrir hvers kyns brot eiga að endurspegla betur nútímalegan réttar- farsskilning.“ Rasmussen sagði brýnt að bæta kjör þeirra sem stæðu höllum fæti. „Stjórnin telur að þörf sé á átaki til að bæta kjör heimilislausra, geð- sjúkra, fíkniefnaneytenda og annarra sem háðir eru vímuefnum ... Hinir allra veikustu hafa of oft gleymst eða ekki verið tekið eftir þeim. Vegna þess að þeir eru ekki með nein samtök. Engar glæsilegar aðalstöðvar. Engan hálaunaðan forstjóra. Þetta eykur hættuna á að hinir veikustu lendi utangarðs þegar verið er að veita fé og ákveða markmið.“ Ríkisstjórnin vildi einbeita sér að þeim hóp- um sem stæðu mjög höllum fæti í samfélaginu og ætlaði að setja á stofn sérstakt félagsmála- ráð fyrir þá. „Hægt væri að nefna ráðið „Landssamband veiku hópanna“. Hinir veiku hafa nefnilega líka rétt á eigin talsmanni. Þess vegna munu hjálparsamtök sjálf- boðaliða leika aðalhlutverk í ráðinu. Ráðinu er ætlað að fylgjast með aðgerðum þings og stjórnar til að bæta kjör hinna veikustu í samfélaginu og bera upp tillögur um öflugri og betri aðgerðir. Ráðinu bera að leggja fram skýrslu einu sinni á ári sem við getum síðan fjallað um á Þjóðþinginu.“ Forsætisráðherrann ræddi efnahagsmál og minnti á að ef tryggja ætti áfram gott velferð- arkerfi yrði atvinnulífð að vaxa. „Ríkisstjórnin hyggst með stofnun nýs og öflugs ráðuneytis efnahags- og atvinnuvega sýna að hún vilji leggja sig fram um að styrkja enn atvinnulífið. Skilyrði þess að við getum eflt efnahaginn og samkeppnisgetuna er að fyr- irtækjunum verði gert eins auðvelt og kostur er að skapa ný atvinnutækifæri. Við þurfum náið samstarf við atvinnulífið til að skapa hag- vöxt í Danmörku. Órjúfanlegt samhengi er á milli þekkingar, vaxtar og velferðar. Þegar ríkisstjórnin nú stofnar nýtt ráðuneyti vísinda, tækni og þró- unar er hún að gefa með ákveðnum hætti til kynna að hún vilji að Danmörk verði eitt af for- ystulöndunum í hátækni. Metnaðarfullt takmarkið á bak við stofnun þessa nýja ráðuneytis er að styrkja rannsóknir í Danmörku og tryggja að niðurstöður rann- sóknanna verði eins skjótt og gerlegt er not- aðar við framleiðslu og öflun tekna til góða fyr- ir allt samfélagið í landinu. Stjórnin stefnir að því að búa til sterka og stutta keðju frá fæð- ingu nýrrar hugmyndar og til þess tíma er hún kemur að notum í fyrirtæki. Þess vegna mun stjórnin einnig leggja fram metnaðarfulla áætlun sem miðar að því að ýta undir starf frumkvöðla í Danmörku.“ Hertar reglur um innflytjendur Hart var deilt um málefni innflytjenda og flóttamanna í kosningabaráttunni og boðaði flokkur Fogh Rasmussen, Venstre, sem er hægri-miðjuflokkur, að sett yrðu lög og reglur til að hamla gegn innflutningi. Ráðherrann sagði meðal annars að framvegis myndu flótta- menn ekki fá hæli í Danmörku nema þeir full- nægðu skilyrðum sem sett eru í alþjóðasamn- ingum um mál flóttafólks. „Það skapar vanda að helmingur allra inn- flytjenda í Danmörku skuli vera atvinnulaus. Og það er vandamál að hópar fólks af annarri kynslóð innflytjenda skuli leggja stund á al- varlega glæpi. Margir þeirra hunsa þau gildi sem danskt samfélag byggist á. Og þeir neita að laga sig að dönsku samfélagi. Við verðum að sjá til þess að innflytjendur hætti að vera í hlutverki þeirra sem taka við bótum og finna þeim raunverulega atvinnu. Það mun gagnast þeim og öllu samfélaginu. Stjórnin mun setja reglur sem merkja að fólk verði að hafa búið í minnst sjö ár í Danmörku til að fá opinberan fjárstuðning. Þannig verða gefin skýr skilaboð um að ekki sé hægt að koma til Danmerkur og lifa af bót- um án þess að gefa nokkuð í staðinn.“ Hann sagði ríkisstjórn- ina myndu vinna að því að stuðningur alþjóðasam- félagsins við þróunarlöndin yrði efldur. Öllu skipti að vestræn lönd veittu á komandi árum þróun- arríkjunum aukinn aðgang að mörkuðum sín- um. Það væri forsenda þess að fátækustu þjóð- um heimsins tækist að verða bjargálna. Hann ræddi málefni Grænlendinga og Fær- eyinga og samskipti þeirra við Dani. „Ríkis- stjórnin mun jafnóðum láta grænlensk stjórn- völd fylgjast með hugmyndunum um að ratsjárstöðin í Thule verði þáttur í gagnflauga- vörnum Bandaríkjamanna. Undanfarin ár hef- ur ríkt nokkur spenna í samskiptum færeysku landstjórnarinnar og dönsku stjórnarinnar. Ég vil eindregið reyna að bæta samskiptin og koma á góðum samræðum um framtíð Fær- eyja þar sem trúnaðartraust ríkir,“ sagði And- ers Fogh Rasmussen í stefnuræðu sinni. Valfrelsi sjúk- linga aukið í Danmörku Reuters Anders Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, greiðir atkvæði í þingkosningunum í nóvember. Rasmussen segir að sporna verði við því að þarfir aldraðra víki fyrir þörfum kerfisins ’ Stjórnin telur aðalmennt séu kveðnir upp allt of vægir dómar í nauðgunar- og ofbeldismálum ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.