Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Er hægt að læra á lífið? Sálfræði einkalífsins er einstakur leiðarvísir í margbrotnu lífi nútíma- fólks eftir tvo af reyndustu sálfræðingum þjóðarinnar. „Skýr og skemmtileg aflestrar auk þess að vera unnin af þeirri vandvirkni sem einkennt hefur fyrri bækur höfunda.“ - Katrín Fjeldsted, Mbl. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 16 32 4 12 /2 00 1 2. PRENTUN KOMIN Í VERSLANIR 1. PRENTUN UPPSELD BORGARFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokks kynntu í borgarráði á þriðjudag tillögur sínar til breyt- inga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024, en síðari umræða um skipulagið fer fram á fundi borg- arstjórnar í dag. Tillögurnar eru alls 21 en í samtali við Morgunblað- ið sagði Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, að mesta áherslan væri af þeirra hálfu lögð á Geldinganesið. Það væri ákjósanlegasta bygging- arsvæðið í borgarlandinu um þess- ar mundir. Í tillögum R-listans í meirihluta borgarstjórnar er að mestu reiknað með iðnaðarsvæði á nesinu á næstu árum en sjálfstæð- ismenn telja að íbúðabyggð verði að hafa þar forgang. Inga Jóna sagði það afar mik- ilvægt að varðveita strandlengjuna þannig að byggð gæti þróast í eðli- legu framhaldi af íbúðabyggð í Grafarvogi. Sjálfstæðismenn telja að á Geld- inganesi geti verið byggð fyrir 8–10 þúsund manns. Í tillögu þeirra um Geldinganesið segir m.a. að Viðey, Eiðsvík og Leirvogur séu náttúru- perlur sem ásamt íbúðabyggð á Geldinganesi, í Grafarvogi, Gufu- nesi og Gunnunesi munu mynda glæsilega strandbyggð í Reykjavík. Ákvörðun um íbúðabyggð muni þrýsta á um gerð Sundabrautar og bæta þar með samgöngur við þetta svæði. Sjálfstæðismenn vilja enn- fremur að austasti hluti nessins verði nýttur undir íþrótta- og úti- vistarsvæði og Sundabrautin verði lögð í göng. Hagsmunir íbúanna meiri en hafnarinnar Í anda þeirrar stefnu að varð- veita strandlengju borgarinnar leggjast sjálfstæðismenn gegn landfyllingum út frá Gufunesi og telja að þær verði mjög kostnaðar- samar þar sem dýpi er allt að 14 metrum. Inga Jóna sagði aðeins þörf á landfyllingum þar sem menn ættu ekki annarra kosta völ. Nóg væri komið af hafnarsvæðum í borgarlandinu og tími til kominn að þróa íbúðabyggð við ströndina. Ekki væri þörf fyrir viðbótarhafn- arsvæði næstu áratugina, taka þyrfti hagsmuni íbúanna fram fyrir hagsmuni hafnarinnar. R-listinn er með tillögu um frek- ari landfyllingu við Ánanaust og fyrir utan Eiðsgranda og reiknað er með 2.500–3.000 manna íbúða- byggð þar. Flytja á uppfyllingar- efni þangað frá Geldinganesi. Inga Jóna sagði þessa landfyll- ingu ekki heppilega, þarna væru sterkir vindar og stríðir straumar. Kostnaðaráætlun lægi heldur ekki fyrir og ekki hefði verið sýnt fram á að núverandi samgönguæðar um Hringbraut og Mýrargötu gætu sinnt aukinni umferð. Hún sagði að á seinni stigum málsins hefði að auki komið í ljós að ekki væri reiknað með nægum bílastæðum á þessu svæði. Leysa ætti málið með öðrum hætti, án þess að R-listinn hefði sagt hvernig ætti að gera það. „Þessi tillaga R-listans sýnir í hnotskurn hvernig vanda er verið að búa til. Við höfum aðra mögu- leika á að þétta byggð og við eigum að byrja á að nýta okkur þá,“ sagði Inga Jóna og nefndi í því sambandi Mýrargötuna, þar sem slippurinn hefur verið. Efna ætti til hug- myndasamkeppni um nýtingu þess svæðis. Mörg önnur svæði í eldri hverfum mætti nýta betur, t.d. á svonefndum Eimskipafélagsreit við Skúlagötu og á Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar fyrrum SVR eru, nú Strætó bs. Vatnsmýrin skipulögð í einni heild Varðandi Vatnsmýrina leggja sjálfstæðismenn þar áherslu á skipulag í einni heild, ekki í bútum eins og þeir segja um tillögu R- listans. Inga Jóna sagði að Vatns- mýrin væri mikilvægasta bygging- arland Reykjavíkur og yfirvöld þyrftu að vera reiðubúin að bregð- ast við breyttum aðstæðum í innan- landsflugi. Ýmsar blikur væru á lofti. Hún sagði tillögu R-listans fela í sér mikla og kostnaðarsama röskun á landslaginu með einni flugbraut í austur/vestur og land- fyllingu til vesturs, göng undir Suð- urgötu og niðurrif húsa í Skerja- firði. Af öðrum tillögum sjálfstæðis- manna má nefna að þeir vilja fresta ákvörðun um íbúðasvæði í Hamra- hlíðarlöndum, athafnasvæði á Esj- umelum og í Höllum verði stækkað verulega, íbúðabyggð með stórum lóðum verði skipulögð á Kjalarnesi, Laugardalurinn eingöngu nýttur fyrir íþrótta- og útivistarstarfsemi, mislæg gatnamót verði skoðuð ann- ars vegar á mótum Háaleitisbraut- ar og Miklubrautar og hins vegar Grensásvegar og Miklubrautar og lagst er gegn þeirri tillögu R- listans að byggja brú út í Viðey frá landfyllingu í Gufunesi. Telja sjálf- stæðismenn engin rök vera fyrir brúarbyggingu þar sem engin áform séu um uppbyggingu í eynni. Brúin muni kosta mörg hundruð milljónir króna. Skerjabraut frá Suðurgötu og yfir á Álftanes Einnig kemur fram í tillögum Sjálfstæðisflokksins að mælt er með blandaðri starfsemi í Duggu- vogi, austan Sæbrautar og sunnan Kleppsmýrarvegar, þannig að t.d. einstaklingar í atvinnurekstri eða listamenn geti búið á sínum vinnu- stöðum. Þá er lagt til að skipulögð verði gata á eða við lóð Árbæj- arsafns þar sem hægt verði að koma fyrir flutningshúsum. Margir einstaklingar hafi áhuga á að kaupa og gera upp gömul hús, sem þurfa að víkja af þeim stað þar sem þau hafa staðið í aldanna rás. Loks má nefna tillögu um að sýna leið yfir Skerjafjörð í fram- haldi af Suðurgötu þannig að teng- ing komist á milli miðborgar Reykjavíkur og suðurhluta höfuð- borgarsvæðisins. Lögð verði sér- stök braut, Skerjabraut, yfir fjörð- inn eða í botngöngum og yfir á Álftanes. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn með breytingartillögur við aðalskipulag Reykjavíkur 2001–2024 Strandlengjan varðveitt og íbúða- byggð fái forgang Morgunblaðið/Árni Sæberg Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, bendir á Geldinganesið sem hún segir að sé ákjósanlegasta byggingarsvæðið í borginni en jafnframt helsta deilumálið í aðalskipulagi Reykjavíkur. KOSTUNARSAMNINGUR við nýja styrktaraðila verkefnisins Geð- ræktar var undirritaður í gær við athöfn í Borgarbókasafninu í Gróf- inni. Héðinn Unnsteinsson, verkefn- isstjóri Geðræktar, setti samkom- una og þakkaði kostunaraðilum fyrir að gera verkefnið mögulegt. Héðinn sagðist einnig vilja nota tækifærið og þakka þjóðinni fyrir að hafa veitt Geðræktarverkefninu svo góðar viðtökur sem raun ber vitni enda væri drifkraftur og hug- myndafræðin að baki verkefninu að auka á geðheilbrigði þjóðarinnar. „Þetta verkefni á að efla jafn- vægi og auka þannig öryggi og vel- líðan fólks og hamingju lands- manna,“ sagði Héðinn. Aðstandendur Geðræktar, sem er samstarfsverkefni Landlæknisemb- ættisins, geðsviðs Landspítala, há- skólasjúkrahúss, Heilsugæslunnar í Reykjavík og Geðhjálpar, skrifuðu því næst undir nýja kostunarsamn- inga við Eimskipafélag Íslands, Skeljung h/f og Háskóla Íslands. Upphaflegir kostunaraðilar Geð- ræktar eru Delta, Landsbankinn, Íslensk erfðagreining og heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið. Þessir aðilar eru áfram styrktarað- ilar að verkefninu. Eftir að samningarnir voru stað- festir með handsali flutti Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra ávarp en heilbrigðisráðuneytið hefur stutt dyggilega við verkefnið frá upphafi. Ráðherra þakkaði styrkt- araðilum Geðræktar fyrir að hafa tyggt framgang verkefnisins og sagði kostun verkefna vegna sam- félagsþjónustu fara vaxandi. Hann sagði það vera mikið fagnaðarefni þegar allir legðust á eitt um að skapa mannúðlegt og uppbyggilegt samfélag. „Það hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig að fylgjast með þróun Geðræktarverkefnisins. Verkefnið er afar mikilvægt og hef- ur frá því það hófst skilað marg- víslegum árangri. Þá ekki síst við að auka þekkingu og vitund al- mennings varðandi geðsjúkdóma og mikilvægi þess að rækta huga og sál,“ sagði ráðherra og kvað alla umræðu og þekkingu stuðla að því að fordómar minnki sem aftur leiði til þess að fólk eigi auðveldara með að leita sér stuðnings. „Ég vil þakka forsvarsmönnum verkefn- isins fyrir mikilvægt og vel unnið starf og óska þeim velfarnaðar um áframhaldandi uppbyggingu þess,“ sagði Jón Kristjánsson. Elín Ebba Ásmundsdóttir iðju- þjálfi kynnti því næst jólagjöf Geð- ræktar til landsmanna, geðrækt- arkassann, en hann á að nota líkt og andlegan sjúkrakassa þegar nei- kvæðar hugsanir skjóta upp koll- inum. Þennan forláta kassa er reyndar ekki hægt að kaupa í búð- um eða fylla eftir ákveðinni upp- skrift heldur á hver og einn að setja þá persónulegu muni sem tengjast jákvæðum og góðum tilfinningum. Stekkjarstaur rak því næst sitt rauða nef inn um dyragættina á bókasafninu og var fenginn til að opna nýtt streitupróf á heimasíðu Geðræktar, www.ged.is í fartölvum sem Íslandsbanki færði verkefninu að gjöf. Sveinki reyndist nálægt hættumörkum en lofaði að sofa í 11 mánuði eftir jólin, þennan mesta annatíma ársins, og safna kröftum. „Mikilvægt og vel unnið starf“ Morgunblaðið/Árni Sæberg F.v. Sigurður Guðmundsson landlæknir, Páll Skúlason, rektor HÍ, Ingi- mundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskipafélagsins, Gunnar Karl Guð- mundsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs, Anna Björg Aradóttir, stjórn- andi Heilsueflingar hjá landlæknisembættinu, og Héðinn Unnsteinsson, verkefnisstjóri Geðræktar, undirrituðu nýja kostunarsamninga. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra benti á mikilvægi þess að rækta huga og sál. Nýir styrktar- aðilar í samstarf við Geðrækt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.