Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 61
Tónlistin átti allan hug Bjarna í tómstundum hans. Bjarni hlaut menningarverðlaun 1. maí nefndar- innar í Keflavík sem veitt voru fyrir menningarstörf í hjáverkum. Mikið hafði þá komið út af lögum Bjarna, t.d. hafði hann unnið til verðlauna í SKT árið 1950 fyrir lögin „Í faðmi Dalsins“ og „Ég veit þú kemur“ og Karlakór Keflavíkur hafði þá sungið eftir hann 12 lög. Þar sem nefnd- armönnum var kunnugt um vináttu og kynni okkar Bjarna báðu þeir mig að kanna tónlistarferil hans frá upphafi, en um hann hafði Bjarni verið fámáll. Í þessum minningarorðum um Bjarna vin minn finnst mér gaman að rifja upp frásögn hans af fyrstu kynnum sínum af hljóðfærum. Á æskuheimili hans var ekki til hljóð- færi en móðir hann var mjög mús- íkölsk. Hún kunni mörg lög og söng- texta og söng mikið fyrir börn sín í rökkrinu á löngum vetrarkvöldum. Þannig mótaðist það tóneyra sem Bjarni hafði alla tíð. Fyrsta hljóð- færið sem hann snerti var orgel sem systir hans átti. Hann fékk þá smá- tilsögn hjá vini sínum í nótnalestri. Síðan fékk hann lánaða harmonikku í þrjá daga þegar hann var um ferm- ingu og eftir það spilaði hann á flest- öllum böllum í sveitinni. Seinna æfði hann sig á básúnu í nokkra daga án tilsagnar og spilaði á hana eftir það í lúðrasveit. Þegar hann var 38 ára gamall fór hann að læra á hljóðfæri, þá búinn að semja fjöldann allan af lögum. Hann valdi sér ekki kennara af lakara taginu. Má þar nefna dr. Urbancic, Róbert A. Ottósson og Jón Þórarinsson. Kynni okkar Bjarna hófust árið 1965 þegar ég gerðist félagi í Karla- kór Keflavíkur, en Bjarni var þar mjög virkur og góður félagi. Þau Bjarni og Jóhanna fóru í fimm utan- landsferðir kórsins. Það var aðeins ferð kórsins til Færeyja á síðasta ári sem þau fóru ekki í þar sem heilsu hans var farið að hraka svo að þau hjónin treystu sér ekki með. Þær eru ófáar, ánægjulegu sam- verustundirnar sem við Bjarni átt- um saman, og má þar nefna ferðalög bæði innanlands og utan á karlakór- sæfingar með tilheyrandi konsert- um, veiðiferðir í Brennuna og síðast en ekki síst mikla samvinnu okkar Bjarna í Frímúrarastúkunni Sindra hér í Keflavík í yfir 20 ár. Ég vil bæði fyrir hönd félaga í Karlakór Keflavíkur og Frímúrara- stúkunni Sindra þakka Bjarna Júl- íusi Gíslasyni fyrir allt það starf sem hann innti af hendi fyrir þessi félög. Um leið sendi ég Jóhönnu og sonum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jóhann Líndal. Fyrrverandi nágranni úr Hátún- inu í Keflavík, Bjarni Gíslason, lög- reglu-og tónlistarmaður, er látinn. Bjarni fæddist í Þykkvabæ á Rang- árvöllum. Hann fluttist ungur til Keflavíkur, vann þar við sjó- mennsku og fleiri störf, uns hann gerðist lögreglumaður á Keflavíkur- flugvelli 1947. Árið 1958 var hann skipaður varðstjóri þar og síðar fulltrúi. Bjarni var tónelskur og lærði org- elleik og tónfræði hjá Páli Kr. Páls- syni og dr. Urbancic. Hann var org- elleikari í Höfnum og á Keflavíkurflugvelli. Bjarni tók virk- an þátt í starfi karlakóra hér á svæðinu, og þá lék hann í dans- og lúðrasveitum, jafnvígur á flest hljóð- færi. En lengst mun nafn hans tengjast tónsmíðum, þar vann hann til margra verðlauna, m.a. fékk hann 1. maí menningarverðlaun verka- lýðsfélaganna. Þau hjón, Bjarni og Jóhanna Pálsdóttir, lögreglukona frá Akur- eyri, komu oft á heimili okkar og við til þeirra. Þau eignuðust tvo syni, Sveinbjörn verkstjóra og Bjarna Geir verslunarmann, en fyrir átti Jóhanna Jónu Hammer, sem ólst upp hjá þeim, en hún er nú háskóla- kennari í Pittsburg í Bandaríkjun- um. Heilsu Bjarna fór hrakandi hin síðari ár en minnið var furðugott á gamla tíð. Við Elísabet vottum Jó- hönnu og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Hilmar Jónsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 61 ✝ Laufey Stein-dórsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyj- um 24. nóv. 1937. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 13. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Steindór Guðmundsson, sjó- maður og vegagerð- armaður, f. í Tjarn- arkoti á Stokkseyri 11. nóv. 1904, d. í Baldursheimi á Stokkseyri 29. júní 1959, og Guðný Reg- ína Stefánsdóttir, f. í Ormstaðahjá- leigu á Norðfirði 5. des. 1905, d. á Selfossi 24. júlí 1986. Hálfbræður Laufeyjar, sammæðra, voru Guð- jón Högni, f. 13. des. 1925, d. 15. nóv. 2001, og Páll Hörður, f. 17. jan. 1931, d. 7. maí 1990. Faðir þeirra var Páll Þórðarson, sjómað- ur og verkamaður, f. á Klöpp á Stokkseyri 3. okt 1903, d. á Akur- 1956, d. 13. sept. 1999; 2) Gunnar Rúnar, sjúkraþjálfari á Selfossi, f. 13. maí 1958, maki Birgit Myschi, tónlistarkennari á Selfossi, f. 16. feb. 1964. Synir þeirra eru Leifur og Daníel, f. 11. des. 1985; 3) Sara, vinnur í skjalasafni Reykjavíkur- borgar, f. 24. jan. 1963, synir henn- ar og Orra Wilbergs Wilbergsson- ar, f. 21. des. 1960, eru Leifur Wilberg, f. 11. apríl 1987, og Andri Wilberg, f. 15. okt. 1988. Laufey var á fyrsta ári þegar hún flutti með foreldrum sínum til Stokkseyrar, þar sem hún ólst upp í foreldrahúsum og gekk í barna- skóla þar. Vann ýmis störf sem unglingur, m.a. í fiskvinnslu og við hótelið á Stokkseyri. Var einn vet- ur í vist í Reykjavík, seinna við verslunarstörf á Selfossi þ. á m. Selfossapóteki og mjólkurbúð. Var síðan heimavinnandi framan af meðan hún gætti bús og barna. Hún hóf aftur störf við Kaupfélag Árnesinga í kringum 1970 og vann þar óslitið við aðalverslun KÁ, lengst af sem innkaupastjóri fata- og skódeildar, uns hún lét af störf- um vegna veikinda. Útför Laufeyjar fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. eyri 19. maí 1992. Al- systkini Laufeyjar eru Bára, húsmóðir og fyrrverandi verslun- armaður á Selfossi, f. 7. des. 1938, sambýlis- maður hennar er Jón Hallgrímsson; og Ein- ar Sigurður, fiskkaup- maður í Reykjavík, f. 1. des. 1943, maki hans er Þóra Egilsdóttir. Laufey giftist 23. apríl 1959 eftirlifandi eiginmanni sínum, Leifi Guðmundssyni, verslunarmanni hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi, f. á Hróarslæk á Rangárvöllum 4. okt. 1937. Foreldrar hans voru Guðmundur Pálsson, f. á Eyvind- armúla í Fljótshlíð 6. mars 1904, d. 16. febr. 1974, og Guðrún Þorgerð- ur Sveinsdóttir, f. á Útverkum á Skeiðum 9. okt. 1917. Börn Lauf- eyjar og Leifs eru: 1) Steindór Guð- mundur prentsetjari, f. 3. sept Þegar Leifur hringdi í mig og sagði að Laufey systir mín væri dáin kom það ekki á óvart, en var samt svo óraunverulegt að maður er lengi að átta sig á þessu. Guðjón bróðir dó fyrir mánuði, nú Laufey. Ef ég læt hugann reika hálfa öld aftur í tímann, þegar við vorum að alast upp í Pálsbæ á Stokkseyri, koma upp í hugann leikir á skautum og skíðasleðum í Pálsbæjardælunni á fögrum vetrarkvöldum og hey- skapur og ýmsir útileikir á sumrin, laus við sjónvarp og alla tölvutækni nútímans, þetta eru yndislegir tímar í minningunni. Laufey fór ung að vinna við barna- pössun, síðan í frystihúsinu á hótel- inu á Stokkseyri, síðan fór hún að vinna á Selfossi í apótekinu og víðar. 1955 kynntist hún ungum manni austan úr Rangárvallasýslu, honum Leifi sem varð síðan hennar lífsföru- nautur þar til yfir lauk. Hjónaband þeirra var mjög far- sælt enda bæði traustar manneskj- ur. Síðustu 30 ár vann Laufey hjá Kaupfélagi Árnesinga við hlið manns síns, bæði í ábyrgðarstöðum, hún lengst af sem innkaupastjóri fata- deildar. Laufey var mjög kát og lífs- glöð að eðlisfari, en árið 1976 varð fjölskyldan fyrir miklu áfalli er elsta barnið Steindór slasaðist illa í bíl- slysi, þá 19 ára, og held ég að Laufey hafi aldrei orðið söm eftir það áfall, og var Steindór í hjólastól í 23 ár, þar til hann lést árið 1999 og var þetta oft mjög erfiður tími. Við Þóra ferðuðumst talsvert með Laufeyju og Leifi hér fyrr á árum og voru það oft ógleymanlegar ferðir bæði innan- og utanlands. Sumarið 1999 fór Laufey í mikla aðgerð vegna sjúkdóms þess sem nú hefur lagt hana að velli. Oft var hún mjög veik, en aldrei heyrðist hún kvarta og var hún ótrúlega hörð. Fyrir 16 árum var Laufey viðstödd kistulagningu Regínu dóttur okkar Þóru, og sagði þá við okkur að eftir að hún sá frið- inn í andliti hennar óttaðist hún ekki dauðann. Ég held að sú hafi verið raunin því er við heimsóttum Lauf- eyju tveimur sólarhringum fyrir andlátið var ró yfir henni og engin merki um ótta. Þegar Þóra fór í heimsókn til Laufeyjar fyrir hálfum mánuði og sat hjá henni hluta úr degi var hún mikið að hugsa um hvað hún ætti að gefa yngstu dóttur okkar og dóttursyni í jólagjöf, en það var ein- mitt einn af hennar kostum, gjaf- mildi og hjálpsemi sem hún átti í rík- um mæli. Að lokum vil ég þakka Laufeyju fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur um dagana og bið góðan guð að varð- veita sálu hennar. Leifi og öðrum að- standendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Einar Steindórsson. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aft- ur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Elsku systir mín. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð kveður þú þetta jarðneska líf. Minn- ingar mínar um þig eru bjartar allt frá því við vorum litlar og þar til yfir lauk. Samvera okkar var mjög náin þar sem við áttum heima í sama byggðarlagi og unnum líka mjög lengi á sama vinnustað. Í minning- unni ertu ljúf og traust systir. Þú hafðir mjög létta lund og nærvera þín var svo góð. Þú varst mér meira en systir, þú varst líka besta vinkona mín og trúnaðarvinur. Það var gott að leita til þín þegar á bjátaði. Ég á þér svo margt að þakka því þú sást oftast björtu hliðarnar á svo mörgu. Það skiptast á gleði og sorgir í lífi okkar flestra. Þú varst lánsöm þegar þú fannst þinn góða lífsförunaut, hann Leif sem hefur staðið eins og klettur við hlið þér alla tíð. Síðan eignuðust þið börnin ykkar þrjú, Steindór Guðmund, Gunnar Rúnar og Söru, og síðar barnabörnin, fjóra yndislega stráka sem voru sólar- geislarnir í lífi þínu. Mikil sorg ríkti þegar Steindór slasaðist í bílslysi 19 ára gamall og varð ósjálfbjarga. Mér fannst þú aldrei verða söm eftir það sem þú gekkst í gegnum þá. En þú varst dugleg og ótrúlega sterk þótt þetta reyndi mikið á þig. Dugnaður þinn og kraftur var líka mikill þegar þú fórst fárveik af krabbameini til að vera hjá honum á banastund hans. Eftir erfiða lyfjameðferð hresst- istu og virtist ætla að ná þér og við fylltumst öll bjartsýni. En baráttan var ekki á enda, veikindin tóku sig upp. Þó héldum við alltaf í vonina og það gerðir þú einnig. Stundum sagð- irðu: „Ég held að þetta sé að lagast, ég vona það.“ Svo allt í einu varstu orðin fárveik, veikari en áður og fórst svo allt of fljótt. En við megum samt þakka Guði fyrir að þú þurftir ekki að þjást lengur, þú varst svo mikið veik. Elsku Laufey ég á þér svo margt að þakka og geymi í hjarta mínu svo ótal margar góðar minningar um þig sem eru mér svo dýrmætar. Ég þakka þér fyrir allt það sem þú varst mér og börnunum mínum. Vertu sæl, elsku systir mín, og þakka þér fyrir samfylgdina gegnum þetta jarð- neska líf. Guð geymi þig. Elsku Leifur, Guðrún, Gunnar, Birgit og synir, Sara og synir, megi algóður Guð vaka yfir ykkur og styrkja í sorginni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Bára Steindórsdóttir. LAUFEY STEINDÓRSDÓTTIR ✝ Franklín John-son (Jónsson) fæddist í Íslendinga- byggðum í Manitoba í Kanada 26. desem- ber 1919. Hann lést 10. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Magnús Jónsson frá Hlíð á Vatnsnesi í Vestur- Húnavatnssýslu, sem fluttist til Kan- ada 1900, og María Einarsdóttir frá Hríshóli í Reykhóla- sveit. Hún fór vestur um haf 1913. Eftirlifandi eru tvær syst- ur hans vestra, Elín og Kristín. Lilja er dáin og einnig bróðir hans, Einar. Franklín var bóndi í Kanada til ársins 1995, á býli sem hann átti og nefnist Oddi. Hann kom fyrst til Íslands 1992, en fluttist hingað 1995 og hlaut þá íslensk- an ríkisborgararétt. Hann var ókvæntur og barnlaus. Síð- ustu æviárin var Franklín sjúkur af lungnþembu, tengd- ur súrefnisgjöf, og dvaldist þá oft á sjúkrastofnunum. Síðast var hann vistmaður á Landspítalanum við Túngötu hér í borg, en áður á Vífilsstöðum í Garðabæ. Útför Franklíns fer fram frá kapellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæri Franklín. Árið 1992 komst þú fyrst í stutta heimsókn til Íslands. Þá var ég 5 ára. Við urðum strax miklir vinir. Eftir að þú fórst aftur til Kanada sendirðu mér stundum bréf og ég sendi þér myndir til baka vegna þess að ég var ekki búin að læra að skrifa. Þú sendir mér líka ljóð, þér fannst svo gaman að skrifa ljóð. Ein vísa sem þú sendir mér er svona: Megi gæfan röð á röð ríki þínu veita lotning, lifðu heil og hjartaglöð Hertha litla fjalladrottning. Mér þótti strax vænt um þessa litlu vísu og ég rammaði hana inn. Núna þegar þú ert dáinn þykir mér svo vænt um hana og þegar ég skoða hana í rammanum hugsa ég alltaf um þig. Seinna fluttirðu alkomin til Ís- lands. Ég kom stundum í heimsókn til þín í Jörfabakkann og líka í Norður- brúnina með pabba og mömmu. Þú varst heppinn því á báðum stöðunum hafðirðu góðar konur sem hugsuðu vel um þig. Það var leiðinlegt að þú gast ekki komið í ferminguna mína í vor. Síðasta árið hefur heilsu þinni farið mikið aftur. Þegar ég kom í heimsókn til þín á spítalann fyrir tveim vikum sá ég hvað það gladdi þig, þótt þú værir svona mikið veikur. Þegar ég var 11 ára fórum við sam- an til Kanada ásamt pabba og mömmu. Það var gaman að koma að Odda þar sem þú áttir heima eigin- lega alla þína ævi. Ég hafði heyrt þig segja svo margt frá þeim stað, Lucy hundinum þínum, íkornunum og mörgum öðrum dýrum sem þú áttir. Ég fann frosk í garðinum þínum og mamma ætlaði að taka mynd af hon- um í lófa mínum en hann hoppaði burt um leið og hún smellti af svo það var bara lófinn minn á myndinni. Elín systir þín keyrði okkur um allt og við hittum Kristínu systur þína líka og allt hennar fólk. Við lentum í stór- veislu í Balmoral og margt fleira. Okkur í Skipasundi á eftir að finn- ast tómlegt þegar þú ert farinn því þú hefur verið fastur liður í lífi okkar undanfarin ár. Alltaf vildirðu vita hvernig mér gengi í fótboltanum og skólanum. Frá því um síðustu jól varstu samfellt á sjúkrahúsi, bæði á Vífilsstöðum og nú síðast á Landa- koti, og var á báðum stöðunum hugs- að frábærlega um þig. Ég veit að þú myndir vilja þakka öllum sem veittu þér hjálp eftir að þú komst til Íslands. Kæri frændi, sofðu rótt. Hertha Rós. Ég, sem þessi minningrorð rita, kynntist Franklín fljótlega eftir að hann fluttist til Íslands. Við áttum nokkurt sálufélag saman, vegna þess að hann var unnandi íslensks máls. Skáldmæltur var hann og fylgdi vandlega ljóðhefð þeirri, sem hann ólst upp við vestra. Hann þýddi ljóð íslenskra skálda á enska tungu, enda jafnvígur á bæði tungumálin, íslensku og ensku. Hann þýddi margt ljóða Stephans G. Stephanssonar, og réðst þar ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Þýddi til dæmis Sigurð Trölla, eitt stórbrotnasta ljóð Kletta- fjallaskáldsins. Hann lét sér ekki nægja að yrkja ljóðið upp með enda- rími einu, eins og enskumælandi skáldum er tamt, heldur notaði hann stuðla og höfuðstafi. Sagðist ekki vilja yrkja á annan máta. Sem dæmi upp á stuðlasetningu Franklíns, tilfæri ég hér nokkrar línur úr ljóði hans „My forefathers“, er birtist í tímariti þýð- enda, „Jóni á Bægisá“, 1. hefti 1997. Fyrsta erindið hefst á þessa leið: They came from the shores of the saga-land In search of a better life. In the bogs and fens of a foreign strand. Their fate was hardship and strife. Glæsileg málnotkun, ekki satt? Gaman væri, ef enskumælamdi skáld lékju þetta eftir, því að óneitanlega setur stuðlasetningin glæstan svip á íslensk ljóð að fornu og nýju. Margt ljóða mun liggja í handriti eftir Franklín, en sem því miður hefur ekki komist á prent svo að heitið geti. Væri þarft verk, að ljóð hans, einkum þýð- ingar á stórbrotnum ljóðum Stephans G. Stephanssonar, kæmust út á bók í veglegri útgáfu, og það innan skamms. Franklín var skáld. Hafði hann oft á orði við mig, að sér þætti mjög fyrir því, að svo liti út, sem hann mundi aldrei sjá þessi ljóð gefin út á sómasamlegan hátt. Hann er nú lát- inn. Smávegis birtist í bundnu og óbundnu máli eftir Franklín í ritinu „Húnvetningur“, sem Húnvetninga- félagið í Reykjavík gefur út (allt frá árinu 1973). Hann skrifaði gamalt og gott mál. Ég kveð Franklín Jónsson með söknuði og þökk fyrir ógleymanleg kynni. Hann var ógleymanlegur þeim, sem honum kynntust. Fari hann í friði, friður guðs hann blessi Auðunn Bragi Sveinsson. FRANKLÍN JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.