Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA þeirra sorglegu atburða í Bandaríkjunum og þeim fréttaflutn- ingi sem fylgdi í kjölfarið fann ég mig knúinn til þess að skrifa grein í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekari rangtúlkanir sem upp hafa komið. Eins og komið hefur fram þá voru það hryðju- verkamenn sem framkvæmdu þessa árás á Bandaríkin. Um var að ræða þar fylgjendur heiftarlegrar ofbeldistrú- ar al-Qaeda hryðjuverkamanna, en þessi ofbeldistrú getur einfaldlega ekki talist til íslamstrúar. Ofsóknir og hatur eru eitthvað sem lengi hefur verið milli íslams- trúarmanna og kristinnar trúar- manna allt frá tímum krossfaranna eða jafnvel fyrir þá tíma. Við getum samt verið íslamstrúarmönnum þakklátir fyrir þá fyrirgefningu sem íslamstrúarmenn sýndu kristin- trúarmönnum er þeir hlífðu lífi tug- þúsunda krossfara eftir stríðið um Jerúsalem, en kristintrúarmenn höfðu eftir sinn sigur miskunnar- laust drepið tugþúsundir íslams- trúarmanna eftir að þeir höfðu gefist upp. Íslamstrúarmenn kunna að fyr- irgefa rétt eins aðrir og reyndar leyfðu þeir krossförunum að halda trú sinni. Í Kóraninum er að finna mikið tal- að um fyrirgefningu, hlýðni við trúna á Guð. „Guð er sá besti til sjá um menn, og Hann er miskunnsamastur allra er sýna honum miskunn.“ (12.64). „Stillið til friðar með bræðr- um yðar og óttist Guð, svo að yður verði auðsýnd miskunn.“ (49.10). Góð verk, hjálpsemi og annað er til hjá þeim rétt eins og í kristinni trú. Sjá einnig: „...gefur af ást á Guð, eigur sínar ættingjum, munaðarlausum og fátækum, förumönnum og ölmusum, og til lausnar föngum...“(2.177). Einnig að elska óvini sína: „Hjálpið bróður yðar hvort sem hann er kúg- ari þinn eða sá kúgaði. Anas svaraði honum. Ó sendiboði Guðs, manni sem er kúgaður er ég tilbúin að hjálpa, en hvernig getur einn hjálpað kúgara. Með því að koma í veg fyrir að hann geri rangt.“ Hadit of Bukhari. Íslamstrúarmenn trúa því að end- anleg uppfylling mannsins geti að- eins áunnist með góðum samskiptum og þjónustu við Guð. Kóraninn segir: „Verið gjörendur! Guð mun muna eftir gjörðum þínum og einnig munu sendiboðar hans og fylgjendur hans muna eftir þeim, þú munt verða flutt- ur aftur til Þekkjandans á því ósýni- lega og sýnilega, og Hann mun segja þér hvað þú varst vanur að gera.“ Margir hafa sett út á hvað íslams- trúarmenn eiga margar eiginkonur, hins vegar er það ekki boðað í Kór- aninum að menn eigi að eiga fleiri en eina eiginkonu. Eða þá að trúin sé ekki umburðarlynd, þegar orðið ísl- am þýðir friður og trúin boðar frið. Það var Hann (Guð) sem sendi hjarta trúaðra frið svo að trú þeirra mætti eflast (48.4) Víst eru hinir trúuðu, gyðingar, kristnir menn og sabíar, þeir af þeim sem trúa á Guð og efsta dag og breyta rétt, þeir munu hljóta laun úr hendi Herra síns...(2.62) Mú- hameð spámaður boðaði frið og hvatti ekki til ofbeldis. „Ef tveir hóp- ar trúaðra deila, þá leita þú um sætt- ir með þeim“ (49.9). Orðið Jihad þýðir ekki að berjast í stríði, heldur þýðir það strita, basla eða erfiða. Rétt eins og aðrar vitlaus- ar rangtúlkanir sem ekki er til stoð fyrir í Kóraninum eða annað sem menn hafa hreinlega búið til, eins og t.d að menn mættu eiga fleiri en eina eiginkonu, þá eiga þessar rang- færslur það eitt sameiginlegt að vera ósannindi komin frá Sádi-Arabíu. Íslamstrú viðurkennir mörg rit bæði kristinnar trúar og gyðinga. Rit þeirra eru aðallega ritningarbækur Abrahams, hinar fimm Mósebækur, Davíðssálmarnir, Guðspjöllin um Jesú og viðbótin hans Múhameðs, Kóraninn. Í íslam bera menn mikla virðingu fyrir Jesú, hann er sagður vera Messías, eða að:“...Nafn hans skal vera Messías, Jesús, sonur Mar- íu; tignaður skal hann þessa heims og annars, einn þeirra sem Guð hefur velþóknun á.“ Í augum íslamstrúar- manna er Guð þeirra einnig Guð gyð- inga og kristinna manna, en það er kannski eitthvað sem margir gyðing- ar og kristintrúarmenn eru ekki til- búnir að samþykkja. Íslamstrú býr því yfir meira umburðarlyndi hvað þetta snertir. Jóhannes Páll Páfi annar vottaði reyndar íslamstrúarmönnum virð- ingu sína með því að heimsækja mosku í Sýrlandi og baðst fyrirgefn- ingar á þeim voðaverkum sem kristnir menn framkvæmdu í nafni trúarinnar. Og George Bush Banda- ríkjaforseti hefur einnig vottað þeim virðingu með sameiginlegri bæna- stund og heimsókn. Hann sagði við það tækifæri, að sú íslamstrú sem Osama bin Laden boðaði væri ekki rétta íslamstrúin sem hann þekkti. Margir, jafnvel annarra trúar- bragða, sjá muninn á ofbeldistrú og íslamstrú eins og hún kemur fyrir. Íslamstrúarmenn víða um heim eru flestir ekkert hrifnir af Osama bin Laden og þeim sorglegu viðburðum sem gerðust 11. september. Ofbeld- ismenn hafa verið til hjá kristin- trúarmönnum er höfðu nákvæmlega ekkert umburðarlyndi. Það sorglega við þetta allt er hins vegar sú staðreynd að til eru trúar- hópar sem hafa virkjað og magnað upp hatur með lygi og stóryrðum gegn öðrum trúarbrögðum. Það eru alltaf einhverjir sem þurfa að bera út rógburð eða lygi gegn öðrum trúar- brögðum og síðan fela sig bak við ein- hverjar óviðurkenndar bækur sem eru meira og minna drasl eða rugl, en sem betur fer er alltaf hægt að bera sig saman við fjöldann allan af góð- um, samþykktum og viðurkenndum bókum íslamstrúarmanna eða ann- arra trúarbragða. ÞORSTEINN SCH. THORSTEINSSON, formaður samstarfsnefndar trúfélaga fyrir heimsfriði. Íslam – trúin sem boðar frið Frá Þorsteini Sch. Thorsteinssyni: Þorsteinn Sch. Thorsteinsson                                   ! " !##  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.