Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFowler byrjaður að skora fyrir Leeds, setti tvö / C3 Heimsmeistararnir fá væna fúlgu frá FIFA / C1 4 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Nóatúni. Blaðinu verður dreift á höfuðborg- arsvæðinu. 12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í TEKIÐ var á móti Friðarljósinu frá Betlehem með hátíðlegri athöfn í miðbænum í gær. Dettifoss, skip Eimskipafélagsins, flutti ljósið hingað til lands frá Árósum í Jót- landi og munu íslenskir skátar dreifa því um landið á næstunni en það er hingað komið að frumkvæði íslenskra skáta. Móttaka Friðarljóssins fór fram við skrifstofur Eimskips í Póst- hússtræti þar sem Ingimundur Sig- urpálsson, forstjóri félagsins, af- henti Herði Zophaníassyni landsgildismeistara ljósið. Kyndlar ungra skáta voru tendraðir með ljósinu og síðan var farið í skrúð- göngu í Dómkirkjuna þar sem Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, og Jón Gunnarsson, for- maður Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, þáðu friðarloga á kerti sín. Skrúðgangan setti svip sinn á miðbæjarlífið í góða veðrinu og lúðrablástur skáta ómaði inn um glugga kaffihúsanna og fékk gesti til að líta upp frá veitingum sínum. Forseti Íslands flutti ávarp við at- höfn í Dómkirkjunni og biskup Ís- lands flutti friðarbæn við skin frið- arloga á meðan rafmagnsljós voru slökkt. Að lokinni athöfninni héldu kirkjugestir til síns heima, en skát- anna bíður það verkefni að dreifa friðarloga um land allt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingimundur Sigurpálsson afhendir Herði Zóphaníassyni Friðarljósið, sem Eimskip flutti yfir hafið. Friðarljósið komið til Íslands ÚTLIT er fyrir að íslensku flugfélög- in þurfi frá áramótum að greiða mun hærri tryggingariðgjöld vegna flug- véla sinna. Er það vegna hækkunar iðgjalda fyrir tryggingar vegna tjóns sem yrði ef flugvél yrði notuð sem hryðjuverkatæki til að valda tjóni hjá þriðja aðila. Í kjölfar hryðjuverka- árásanna í Bandaríkjunum 11. sept- ember var veitt ríkisábyrgð vegna þessara trygginga sem rennur út um áramótin. Iðgjaldið getur numið allt frá nokkrum milljónum króna hjá flugfélögum með eina þotu í rekstri uppí tugi milljóna hjá stærstu félög- unum, Atlanta og Flugleiðum. Eftir árásirnar í Bandaríkjunum 11. september sl. ákváðu trygginga- félög að segja upp tryggingum flug- félaga vegna stríðs eða hryðjuverka. Ríkisstjórnin veitti í framhaldi af þessu ábyrgð sína vegna trygginga íslensku flugfélaganna líkt og fjöl- margar aðrar ríkisstjórnir gerðu. Var ábyrgðin vegna trygginga ís- lensku flugfélaganna alls 2.700 millj- arðar króna og hún veitt til áramóta. Í mörgum Evrópulöndum var hún veitt fram á vor. Flugfélög víða um heim eiga nú í viðræðum við tryggingafélög um endurskoðun á heildartryggingum. Iðgjaldið ræðst að miklu leyti af því hversu hárrar tryggingafjárhæðar eigendur flugvélanna krefjast. Hún getur verið á bilinu 1,5 milljarðar króna og allt uppí 100 milljarða fyrir stærstu þoturnar. „Því er ekki að neita að við höfðum vonast eftir því að ríkisstjórnin framlengdi þessa ábyrgð til 31. mars á næsta ári eins og okkur sýnist að gert verði í öllum eða allflestum Evrópulöndum vegna þess að trygginga- og flugheimurinn hafa ekki náð saman um framtíðar- lausn og tryggingarnar því óhemju dýrar ennþá,“ sagði Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði íslensk stjórnvöld hafa tekið gjald fyrir ábyrgðina und- anfarna mánuði en breytingin nú myndi valda Flugleiðum verulegum kostnaðarauka. Tryggingafélögin hafa farið fram á að hluti iðgjaldsins sé greiddur fyrirfram. Of mikil áhætta fyrir ríkissjóð Geir H. Haarde fjármálaráðherra tjáði Morgunblaðinu að ekki hefði komið til tals og ekki eftir því leitað með formlegum hætti við ríkisstjórn- ina af hálfu flugfélaga að ábyrgðin yrði framlengd. Væri gengið út frá því að félögin myndu afla sér nauð- synlegra trygginga á þessu sviði á al- mennum markaði. Sagði fjármálaráðherra áhættu ríkissjóðs hlutfallslega mun meiri en hjá stórþjóðum. Hann sagði stöðuna líka hafa verið aðra þegar ábyrgðin var veitt á sl. hausti. Ríkisábyrgð ekki framlengd vegna trygginga flugfélaga gegn hryðjuverkum Iðgjöldin gætu numið tugum milljóna króna ÞRÁTT fyrir að útflutningur á líf- hrossum hafi dregist mikið saman hefur útflutningsverðmæti hrossanna aukist umtalsvert. Þetta kemur fram í nýútkomnu Búnaðarriti, en það bygg- ir á tölum frá Hagstofu Íslands. Þessi breyting á sér stað eftir að umfangs- mikil rannsókn hófst á meintum toll- svikum hrossaútflytjenda. Frá því að rannsóknin hófst hefur uppgefið með- alverð á útfluttum hrossum meira en tvöfaldast. Rannsókn þýskra tollyfirvalda beindist fyrst og fremst að því hvort of lágt verð hefði verið gefið upp á hestum sem fluttir voru frá Íslandi, en tollurinn er reiknaður af verði hestanna og er því lægri ef uppgefið verð er lágt. Árið 1997 voru flutt út 2.499 hross fyrir samtals 211 milljónir króna. Í fyrra voru hins vegar flutt út 1.714 hross fyrir 315 milljónir. M.ö.o. fækk- ar útfluttum hrossum verulega en verðmæti útflutningsins jókst hins vegar um 50%. Skýringin er sú að uppgefið meðalverð á hrossunum hef- ur meira en tvöfaldast milli þessara ára. Það var 84.423 kr. á hest árið 1997, en 183.818 krónur á hest í fyrra. Samkvæmt skýrslum Hagstofunn- ar er meðalverð á hrossum mishátt milli markaða. Það er langhæst á hestum sem seldir eru til Bandaríkj- anna eða tæplega 276 þúsund krónur á hest, en 150–170 þúsund á hesta sem fluttir voru til Þýskalands og Norðurlandanna. Þess má geta að innan við 1% tollur er lagður á hross sem flutt eru til Bandaríkjanna, en greiða þarf um eða yfir 15% toll af hrossum á Evrópumarkaði. Það sem af er þessu ári hafa 1.765 hross verið flutt út. Mest til Svíþjóðar og Þýskalands, en útflutningur til Noregs hefur aukist mest milli ára. Meðalverð á hrossum hefur hækkað mikið „ÞAÐ er búið að vera brjálað að gera síðustu dagana,“ segir starfsmaður 118 hjá Símanum en þar er m.a. hægt að fá upplýs- ingar um símanúmer, nöfn og heimilisföng landsmanna. Undir það tekur deildarstjóri 118, Sig- urþóra Bergsdóttir. Hún segir mikið hafa verið að gera hjá 118 síðustu daga og telur að álagið muni aukast jafnt og þétt síðustu daga fyrir jól eins og áður. Aðspurð segir hún að mikið sé hringt út af heimilisföngum en bætir því við að meira sé hringt á kvöldin en venjulega. „Fólk er að hringja seint á kvöldin og meira eftir því sem líða tekur á kvöld- ið,“ segir hún. Þá segir hún að mikið sé hringt út af upplýsingum um verslun og þjónustu. „Annars hefur verið hringt í okkur út af alls kyns hlutum, meira að segja fáum við spurn- ingar eins og hvaða jólasveinn kemur í kvöld.“ Sigurþóra segir að hjá 118 vinni um 110 til 120 manns en samtals geti 52 starfsmenn svar- að í einu. Vegna jólanna hafi ver- ið bætt við starfsfólki þar sem reynt sé að hafa „fullmannað lengur á kvöldin og fyrr á morgn- ana“. Að sögn Ragnars Páls Dyer, deildarstjóra vefþróunar hjá Sím- anum, hafa aldrei fleiri gestir komið á simaskra.is á Netinu á einni viku en í síðustu viku, þ.e. dagana 10. til 16. desember, en hjá simaskra.is fást eins og hjá 118 m.a. upplýsingar um síma- númer og heimilisföng lands- manna. Að sögn Ragnars Páls varð fjöldi gesta á simaskra.is í síðustu viku samtals 44.153 en vikuna þar á undan var fjöldi gesta á síðuna 39.890. Í gær hafði gestafjöldinn þessa viku þegar náð rúmlega 26 þúsundum og kveðst Ragnar Páll gera ráð fyrir yfir fimmtíu þús- und heimsóknum á síðuna þessa síðustu viku fyrir jól. „Hvaða jólasveinn kemur í kvöld?“ TIL stendur að breyta nafni Ís- lenska álfélagsins hf. á næsta ári og er stefnt að því að taka upp nafnið Alcan á Íslandi hf. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL, segir að nú fari í hönd fyrsta árið undir merkjum Alcan. „Það koma nýir siðir með nýjum herrum og um leið nýtt nafn á fyrirtækið, en ákveðið hefur verið að breyta nafni fyrirtækisins snemma á næsta ári. Þetta verða sem sagt síðustu ára- mótin sem fyrirtækið heitir Ís- lenska álfélagið hf. því við munum taka upp nafnið Alcan á Íslandi hf. snemma á næsta ári. Nafnið á verk- smiðjunni verður þó áfram ISAL og við munum nota það samhliða nýja lögformlega nafninu,“ segir Rannveig. Hún segist vona að starfsmenn og viðskiptavinir taki þessari breyt- ingu með opnum huga og hjálpi til við að festa nýja nafnið í sessi. Hún segir að formlega eigi þó eftir að samþykkja nafnabreytingarnar en verði það gert eru allar líkur til að Íslenska álfélagið hljóti nýtt nafn snemma næsta árs. ISAL fái nafn Alcan  Aðild Póllands að ESB gæti skaðað síldar- útflutning / C1  Komist fyrir yfirtöku á Essó? / C6  Hagnaður Marel-samstæðunnar áætlaður 814 milljónir króna á næsta ári / C12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.