Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ K AUPMENN á Lauga- veginum eru ánægðir með sinn hlut í jóla- versluninni og telja verslun svipaða og í fyrra, ef ekki meiri. Að sögn Guð- mundar H. Pálssonar, markaðs- stjóra hjá Laugavegssamtökunum, fór verslunin vel af stað eftir að kreditkortatímabílið hófst 8. desem- ber. „Verslunin hefur síðan aukist fram til þessa dags og fólk nýtir sér rúman afgreiðslutíma verslana á Laugaveginum,“ segir hann. „Kaupmenn voru mjög bjartsýnir í upphafi desember eftir tvo undan- gengna mánuði, sem voru fremur ró- legir. Laugavegurinn kemur hins vegar mjög sterkt út í jólaverslun- inni og mér finnst hljóðið í kaup- mönnum gott. Kaupmenn eru sér vissulega meðvitandi um breytt sam- keppnisumhverfi vegna tilkomu Smáralindar, því jólaverslunin skipt- ir kaupmenn miklu máli, en það er stór hópur kaupmanna á Laugaveg- inum með mismunandi rekstur og það er varla hægt að segja annað en þeir séu mjög jákvæðir. Ekki skemmir heldur fyrir verslun á Laugaveginum að veðrið hefur verið upp á það besta upp á síðkastið. Laugavegssamtökin hafa gert eitt og annað til að ýta undir verslun, með löngum laugardegi undanfarið auk þess sem við undirstrikum sér- stöðu Laugavegarins sem verslunar- umhverfis. Fram að jólum verða ýmsar uppákomur á Laugaveginum, jólasveinar verða á sveimi og hljóm- sveitir halda uppi jólastemmning- unni. Kórar verða einnig áberandi fram að jólum þannig að fólk getur komið á Laugaveginn og verið öruggt um að komast í jólaskapið,“ segir Guðmundur. Anna Einarsdóttir, verslunar- stjóri í bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum, segir góða stemmningu hafa verið í sinni versl- unargötu og að hún ætti að hafa sam- anburð við nokkur undanfarin ár, svo ekki sé meira sagt, en hún hefur unnið frá upphafi í bókabúðinni og komin með 40 ára starfsreynslu. „Það hefur verið góð sala hjá okk- ur, sérstaklega í íslensku bókunum, og töluvert hefur selst af erlendum bókum,“ segir hún. „Jólasalan fór vel af stað og nokkuð fyrr en venjulega. Auk þess stöndum við fyrir ýmsum uppákomum s.s. upplestrum á Súf- istanum fyrir börn og fullorðna auk tónlistarflutnings.“ Mér fannst ég ekki verða vör við það í sama mæli og oft áður að fólk spyrði hvort nýtt kreditkortatímabil væri hafið. Fyrir nokkrum árum fann ég meira fyrir því að fólk biði eftir nýju tímabili en það eru örfáir viðskiptavinir sem það á við um í ár.“ Hjálmar Gunnar Sigmarsson, verslunarstjóri Skífunnar á Lauga- vegi, er ekki síður ánægður með jóla- verslunina og segir verslunina í jóla- mánuðinum ekkert lakari en í fyrra. „Salan er jafnvel betri en í fyrra, enda hefur verið sumarveður hér undanfarnar vikur. Um síðustu helgi var æðislegt veður og mikil umferð fólks í góðu skapi sem gerði til- veruna enn skemmtilegri fyrir okk- ur. Það er áberandi hvað innlendar plötur koma sterkt inn í ár og við finnum fyrir söluaukningu í öllum okkar vörutegundum, s.s. tölvuleikj- um, DVD o.s.frv.“ Spurður um samkeppnisáhrif Smáralindarinnar segir Hjálmar þau vera ofmetin. „Laugavegurinn held- ur sínum svip og fólk gleymir því að markhópar Smáralindarinnar og Laugavegarins eru mjögt ólíkir. Mér hefur alltaf fundist það ólíku saman að jafna í erlendum stórborgum að versla í verslanamiðstöð og miðbæj- arkjörnum. Mér finnst það eiga við í smáborg eins og Reykjavík. Það er önnur stemmning hér og fólk sem fer mjög sjaldan í Kringluna en verslar reglulega í bænum og öfugt.“ Hann segir þó að áhrif Smáralind- ar hafi lýst sér í því að fjárfestingar í verslunargeiranum bitnuðu nokkuð á verslun á Laugaveginum. „Það var óvenjumikið um tómt verslunahús- næði, að hluta til á Laugaveginum í október og nóvember þar sem mikl- ar hræringar áttu sér stað með verslunarhúsnæði. Að einhverju leyti var um að ræða verslunarrek- endur sem voru með rekstur bæði í Kringlunni og á Laugaveginum en vildu fremur sleppa húsnæðinu á Laugaveginum ef þeir voru til þess neyddir. Þetta leiddi til þess að verslunarpláss losnuðu, sem hafa verið fyllt að mestu á ný. Ég tel að Laugavegurinn lifi áfram enda jafn- aði hann sig eftir nokkur ár eftir að Kringlan var opnuð.“ Verslunin eykst með degi hverjum Rannveig Ólafsdóttir, verslunar- stjóri í Sautján á Laugavegi, segir verslunina hafa farið vel af stað hjá sér og sé hún svipuð versluninni í fyrra. „Verslunin hefur aukist með degi hverjum í desember eins og hún hefur gert ár eftir ár og endar með miklu annríki um helgina,“ segir hún. „Það hefur verið góð stemmn- ing í miðbænum og góða veðrið hefur einnig haft góð áhrif.“ Aðspurð hvort fólk sé aðsjálla í ár en í fyrra, segir hún viðskiptavini sína „spá meira í peninginn“ í verslun sinni en þeir gerðu í fyrra. Tónninn í Sverri Bergmann, eig- anda Herrahússins á Laugavegin- um, er svipaður og hjá starfssystk- inum hans en hann segir jólaverslunina vera mjög líka og því Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur H. Pálsson, markaðsstjóri Laugavegssamtakanna. Fólk vill verslunargötu í miðbæjarkjarnanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.