Morgunblaðið - 20.12.2001, Page 69

Morgunblaðið - 20.12.2001, Page 69
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 69 UNDANFARNAR vikur hefur kjarabarátta flugumferðarstjóra verið mikið í umræðunni. Ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. Ýjað hefur verið að því, ef ekki beinlínis sagt, að nám flugumferð- arstjóra sé stutt, launað nám og laun í stéttinni hærri en gengur og gerist í stéttum með sambærilega menntun. Við sem nemar í flug- umferðarstjórn viljum leiðrétta þennan misskilning. Námsferlið hefst á nokkrum inn- tökuprófum sem miða að því að sía frá þá sem að ekki eru hæfir til að gegna starfinu. Starf flugumferð- arstjóra er ekki á færi hvers sem er, sem sést vel á því að yfirleitt eru yfir hundrað sem sækja um en aðeins komast 6–10 að í hvert skipti. Auk þess má geta þess að nám í flugumferðarstjórn er ekki líklegt til þess að nýtast á öðrum sviðum atvinnulífsins þar sem það er ákaflega sérhæft. Að inntökuprófum loknum tekur við 6 mánaða nám erlendis. Kostn- aður og uppihald er greitt af Flug- málastjórn. Þar á eftir tekur við 8– 12 mánaða ólaunað, lánshæft, starfsnám. Það nám fer ekki fram á hefðbundnum dagvinnutíma heldur er vaktaskipt og meðal annars unnið á næturvöktum. Inn í þetta starfsnám fléttast æfingar í flugstjórnarhermi og próf þeim tengdum. Hæfniskröfur flugumferðar- stjóra miðast þó ekki einungis við þekkingu þeirra. Flugumferðar- stjóri þarf að standast læknisskoð- un einu sinni á ári, og á 6 mánaða fresti eftir 40 ára aldur, hann þarf að vera í góðu líkamlegu og and- legu jafnvægi því ekkert svigrúm er til mistaka. Hvenær sem er á námstímanum eiga menn það á hættu að detta út úr námi og það jafnvel af ástæðum sem þeir ráða ekkert við. Flug- umferðarstjórar vinna vaktavinnu alla daga ársins hvort sem það er 17. júní eða aðfangadagur. Þeir verða að vera vel hvíldir þegar þeir mæta til vinnu og í andlegu jafnvægi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar undanfarið í tengslum við laun flugumferðarstjóra. Staðreyndin er sú að grunnlaun 24 ára gamals flugumferðarstjóra sem hefur lok- ið námi eru 171.000 krónur á mán- uði og inní þeirri tölu er uppbót vegna skertrar starfsævi, flugum- ferðarstjórum er skylt að hætta 60 ára. Þar að auki er ekki greitt aukalega fyrir vinnu á stórhátíð- um, eins og tíðkast hjá öðru vakta- vinnufólki. Fegin vildum við sjá 500–900 þúsund krónur í launaumslaginu, það myndi hjálpa til við að greiða af námslánunum. En þannig er það ekki. LÁRUS MAGNÚSSON, Blönduhlíð 35, Reykjavík, MAGNÚS SVEINSSON, Eiðistorgi 1, Reykjavík, HILDUR ALBERTSDÓTTIR, Barónstíg 25, Reykjavík. 900 þúsund, já, takk Frá Lárusi Magnússyni, Magnúsi Sveinssyni og Hildi Albertsdóttur: VIÐ upphaf síðustu aldar þjáð- umst við af vanefnum. Seinni part aldarinnar var hungrið búið að færa okkur yfir hollustumörk og við byrjuð að þjást af velferðar- sjúkdómum. Við höfum mögu- leika á að finna jafnvægi á nýju öldinni. Hvernig viljum við halda fyrstu jól nýrrar aldar? Hvað vilj- um við að ein- kenni jólahald á nýrri öld? Gæti Harry Potter lagt okkur lið? Hvort sem það eru bækurnar eða bíomyndin, af þessu er margt að læra. Til dæmis fékk uppeldisbróð- ir Harrys fjall af gjöfum og þótti lítið til gjafanna koma. Harry fékk bara eina gjöf og var alsæll með hana. Harry leggur áherslu á gildi vináttunnar og veit að það kostar hugrekki að vera heiðarlegur og sannur. Sögurnar hafa glatt marga og gera sitt í að brúa kynslóðabilið en það er svo mikilvægt. Höfundurinn hefur haft mikil áhrif á börn og bókalestur. Þegar sonur minn var níu ára fannst hon- um hundrað síðna bók fráhrind- andi, en það var ekkert mál að lesa Harry Potter sem var þrjúhundr- uð síður. Foreldrar, systkini, ömmur og afar geta notið lestr- arins saman, er það ekki einmitt andi jólanna? Talandi um anda jólanna, þá eru hér nokkrar hug- myndir um hvernig hægt er að njóta jólanna enn betur á einfald- an hátt: Hvað er það sem gerir jól- in sérstök hjá þér? Gerðu þér grein fyrir hvað þér líkar ekki við jólin. Að gefa öðrum tíma sinn er dýrmæt gjöf. Á að fækka jólapökk- unum, líka til barnanna? Minna en samt meira. Það er margsannað að því meira sem barnið á af leik- föngum því minni er sköpunargleði þess. Leyfið yngstu börnunum að opna pakkana á sinn máta á sínum hraða, annað er óheilbrigt fyrir þau. Ef þau hafa þörf fyrir tíma fram í janúar eða febrúar þá leyfið þeim það. Við erum heppin því eins og oft áður hafa margar áhugaverðar bækur komið út fyrir þessi jól. Til dæmis Einfaldaðu líf þitt, eftir Elaine St. James. Höfundurinn hefur hjálpað mörgum og eru hug- myndirnar hér að framan úr einni bóka hennar. Ég einfalda líf mitt einfaldlega til að lifa af. Hamingj- an í húfi eftir dr. Phillip C. McGran, samskiptaráðgjafa í þátt- um Oprah Winfrey, er bók sem hjálpar hjónum og pörum að skoða og rækta sambandið. Við höfum lært það á síðustu áratugum að það að samband lifi er ekki sjálf- gefið. ÓLAFUR GRÉTAR GUNNARSSON. Harry fékk eina gjöf og var alsæll Frá Ólafi Grétari Gunnarssyni: Ólafur Grétar Gunnarsson Engjateigi 5, sími 581 2141 15% afsláttur af öllum kápum Glæsilegt úrval af stígvélum, handtöskum og skóm Kringlunni, sími 553 2888 ÚTSALA - LAGERSALA Laugavegi 55, sími 561 3377 Frábært verð – gerið góð kaup fyrir jólin! Útsalan byrjar í dag, fimmtudag Verðdæmi: 20-60% afsláttur Ullarkápur áður 12.900 nú 6.900 Pils áður 4.900 nú 2.500 Buxur áður 4.900 nú 2.500 HELGI FILIPPUSSON ehf HEILDVERSLUN Tunguhálsi 7. Sími: 567 1210 Margt fallegt til jólagjafa á góðu verði Glös - Kerti - Borðar - Silkiblóm - Jólavörur - Skreytingarefni og margt fleira Verið velkomin Opið virka daga 13-18 laugard. og sunnud. 11-17 til 22des. Lager- sala í Árbæ að Tunguhálsi 7.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.