Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FJÖLMIÐLUM hefur mönnum orðið tíðrætt um að nú sé komin á þjóðarsátt og þar vísað í ákvörðun Alþýðusambands Ís- lands og Samtaka at- vinnulífsins að segja ekki upp kjarasamn- ingum að sinni. Af þessu tilefni gaf rík- isstjórnin út yfirlýs- ingu. Þegar ákvörðun þessara aðila á vinnu- markaði og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar voru komnar í eina spyrðu þótti mönnum tilhlýðilegt að tala um þjóðarsátt. Er með þeirri yfirskrift verið að vísa í kjarasamninga frá því í byrjun tíunda áratugarins þegar menn sammæltust um að keyra niður verðbólgu með sam- stilltu átaki. Að því stóðu ásamt ASÍ og samtökum vinnuveitenda, Bændasamtökin, BSRB og þegar fram í sótti einnig Kennarasam- band Íslands. Samtök háskóla- manna stóðu þar utan en fyrir því voru ástæður sem ekki skal fjölyrt um að sinni. Hugarfarsbreyting? Óskandi væri að sú hugarfars- breyting hefði átt sér stað hjá rík- isstjórninni að hún sjái raunveru- lega ástæðu til að stuðla að þjóðarsátt, meðal annars til þess að koma böndum á verðbólgu sem grefur jafnt undan heimilum sem atvinnulífi. Um allangt skeið hefur þeirri stefnu verið á loft haldið í Stjórnarráði Íslands að óbeislaður markaður væri best til þess fallinn að leysa öll okkar vandamál og hef- ur lítið verið gefið fyrir samtaka- máttinn og handaflið nema þá til að loka fyrir munninn á gagnrýnis- röddum. Ef nú loksins er að verða hugarfarsbreyting að þessu leyti og menn vilja höfða til samstöðu sem byggist á sanngirni þá er það vel og nokkuð sem öll samtök launafólks ættu að taka fagnandi og fegins hendi. Ekki stendur á BSRB að leggja sitt af mörkum í þessu efni. Sá hluti fyrrnefnds samkomulags sem BSRB kom að snýr að græn- metisverði. Fulltrúi bandalagsins átti aðild að starfsnefnd landbún- aðarráherra sem lagði grunninn að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa niður gænmetistolla en veita jafnframt innlendri landbúnaðar- framleiðslu nauðsynlegan stuðning. Hvort tveggja er í samræmi við stefnu BSRB, að stuðla að lágu verði á landbúnaðarvöru og efla ís- lenska gæðaframleiðslu. Varað við skammtímalausnum Í tengslum við kjaraumræður að undanförnu hefur verið um það rætt hvernig styrkja megi íslenska gjaldmiðilinn en rýrnun hans, um 25% á árinu, veldur því að inn- fluttur varningur hækkar í verði í krónum talið og er þannig verð- bólguvaldur. Hvort það er vænlegur kostur til frambúðar að taka erlend lán til þess að greiða niður hin innlendu einsog rætt hefur verið um í tengslum við fyrrnefndan samn- ingspakka skal ósagt látið. Stað- reyndin er sú að um nokkurt árabil hafa fjármálaspekúlantar nýtt sér tilraunir stjórnvalda til að halda genginu stöðugu á þann veg að þeir tóku lán erlendis og pumpuðu því síðan út í hagkerfið hér en á hærri vöxtum og högnuðust þannig á kaupmennskunni. Með þessum peningum var síðan sívaxandi við- skiptahalli þjóðarinnar fjármagnað- ur. Fólk var hvatt til að kaupa bíla og annan varning og jafnan heitið mikilli lánafyrirgreiðslu. Þessi þróun raskaði þeim stöðugleika sem einkennt hafði efna- hagslífið. Aðeins var spurning um hvenær blaðran spryngi. Þeg- ar hins vegar gengis- tryggingin var úr sög- unni með nýjum seðlabankalögum í byrjun árs hættu spá- kaupmennirnir að færa þennan brask- gjaldeyri til landsins en við það dró úr spurn eftir íslensku krónunni og hún tók að rýrna ört. Með erlendum lánum myndi eft- irspurnin að sjálfsögðu örvast að nýju og þannig styrkja krónuna – tímabundið. Og það er mergurinn málsins, þetta yrðu tímabundnar ráðstafanir sem óvíst er að hyggi- legt væri að grípa til þegar til lengri tíma er litið. Við skulum ekki gleyma því að erlendar skuldir landsmanna eru þegar komnar í hærri upphæðir en dæmi eru um áður í Íslandssögunni og spurning hvort þar er á bætandi. Þessi mál þarf að skoða af mikilli yfirvegun áður en ákvarðanir eru teknar. Niðurskurður og einkavæðing Það sem hins vegar varð tilefni þessara skrifa minna nú eru yf- irlýsingar ríkisstjórnarinnar um aðhaldssemi í ríkisfjármálum og jafnframt að framhald verði á sölu ríkisfyrirtækja. Hér er rétt að staldra við. Aðhaldssemi er góðra gjalda verð og reyndar grundvall- aratriði að ráðdeild sé sýnd í hví- vetna í meðferð opinberra fjár- muna. Ef hins vegar aðhaldssemi verður áfram sýnd á þeim forsend- um sem við þegar höfum forsmekk- inn af, þ.e. á grundvelli niðurskurð- ar samhliða hækkun notendagjalda, þá bitnar slík aðhaldssemi á þjón- ustu, rýrir kaupmátt þeirra sem síst skyldi, skólanema og sjúklinga og er þannig ávísun á félagslega mismunun. Í öðru lagi er sala rík- iseigna til þess fallin að veikja rík- issjóð þegar til langs tíma er litið. Það á við nú ekki síður en fyrr á tíð að lítil búhyggindi eru að selja frá sér gullkýrnar. Við skulum ekki gleyma því að eingöngu hafa verið seldar eignir sem skilað hafa arði til hins opinbera. Þegar farið er yf- ir sölu ríkiseigna og einkavæðingu hvort sem er í formi einkafram- kvæmdar eða í öðrum búningi þá hefur hún verið skattborgaranum í óhag. Ástæðan fyrir því að molna tók undan þjóðarsáttinni á sínum tíma var einmitt framkvæmd stefnu af því tagi sem nú er verið að hóta. Þá fóru í hönd tímar vaxandi sjúk- lingagjalda, skólagjalda og einka- væðingar. Upp var runninn tími fjármagnsins og stórfyrirtækjanna. Sá tími er enn ekki liðinn undir lok. Og fyrr verður engin þjóðarsátt. Ögmundur Jónasson Ríkisfjármál Ástæðan fyrir því að molna tók undan þjóðar- sáttinni á sínum tíma, segir Ögmundur Jónas- son, var einmitt fram- kvæmd stefnu af því tagi sem nú er verið að hóta. Höfundur er formaður BSRB. Á bak við þjóðarsátt þarf að vera þjóð FÁTÆKT á Íslandi er orðin fastur liður í fréttaflutningi fjölmiðla í aðdraganda jóla. Oft- ast eru henni gerð skil frá sjónarhorni þeirra sem af mikilli velvild og með óeigingjörnu starfi leggja efnalitlu fólki lið svo það geti haldið jól líkt og aðrir. Sjaldnar er grafist fyrir um ástæður fátæktarinnar. Hundruð fjölskyldna og einstæðinga eiga einskis annars úrkosti en að leita aðstoðar samtaka á borð við Hjálparstarf kirkjunn- ar, Rauða krossinn og Mæðrastyrks- nefnd fyrir hver jól. En þessi félaga- samtök njóta góðvildar fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga. Óhætt er að fullyrða að aðstoðin skiptir sköp- um fyrir margar fjölskyldur í land- inu. Neyð kvenna En hverjir skyldu ekki eiga fyrir jólamatnum eða gjöfum handa börn- unum sínum um þessi jól? Láglauna- fólk, einstæðar mæður, öryrkjar og þeir sem eiga af öðrum ástæðum erf- itt, segir formaður Mæðrastyrks- nefndar í Reykjavík í viðtali við Morgunblaðið 13. des. sl. Í greinar- góðri frásögn blaðakonu af úthlutun hjá nefndinni kemur skýrt fram að neyð margra íslenskra kvenna er mikil. Kemur það á óvart? Kvengerving fátæktarinnar er ekki ný af nálinni. Hún er þekkt út um allan heim og virðist vera að festa sig í sessi hér á landi. Við vitum vel að konur eru fjölmennast- ar í hópi þeirra lægst launuðu hér á landi. Við vitum líka að þorri ein- stæðra foreldra er kon- ur, þótt auðvitað séu kjör einstæðra foreldra misjöfn. En það breytir ekki þeirri staðreynd að einstæðum mæðrum á lágum launum eru í raun allar bjargir bann- aðar. Eða erum við búin að gleyma því að skatt- leysismörkin eru kr. 65.132? Þetta þýðir að tekjuskattur og útsvar á láglaunafólk og lífeyr- isþega með tekjur und- ir 90 þús. kr. á mánuði færir ríki og sveitarfélögum 1 milljarð króna í tekjur í þessu ári. Árið 1995 greiddu lífeyrisþegar, öryrkjar og aldraðir, sem höfðu alla framfærslu sína af líf- eyri Tryggingastofnunar, engan skatt. Hið pólitíska samhengi Í leiðara þessa blaðs 14. des. sl. segir: „Að fátækt sem lýst er í grein- inni skuli finnast í velferðarríkinu Ís- landi í upphafi 21. aldar er ótrúlegt og engum til sóma.“ Undir það skal tekið að ástandið er engum til sóma og í raun til skammar fyrir land og þjóð. En það að fátæktin sé kölluð ótrúleg lýsir fákunnáttu leiðaraskrif- ara á þeim pólitísku ákvörðunum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem m.a. hafa framkallað þær aðstæður, skatta- og bótaumhverfis, sem þúsundir Íslend- inga mega búa við. Og því skal haldið til haga að misskipting teknanna hef- ur aukist en ekki minnkað á góðæris- árum sl. áratugar. Fátæktin á Íslandi hefur ekki orðið til upp úr þurru. Hún er að stórum hluta afleiðing þeirrar stefnu stjórnvalda að hlúa ekki jafnt að velferð allra þegna þessa lands. Það verður að gera þá kröfu til vandaðrar blaðamennsku að umfjöll- un um fátækt sé sett í samfélagslegt og pólitískt samhengi. Annars bygg- ist hún ekki á öðru en grunnhyggni og tilfinningasemi um þá „sem minna mega sín“ þegar nær væri að nálgast málið út frá þeirri óhagganlegu stað- reynd að rétturinn til mannsæmandi lífs er grundvallarréttur hverrar manneskju. Sá réttur verður aðeins styrktur með öflugri jafnaðarstefnu í framkvæmd. Stefnu sem leyfir ekki að þúsundir landsmanna séu dæmd- ar til lítilla efna og oft sárrar fátækt- ar. En því miður bendir fátt til þess að biðraðirnar hjá Mæðrastyrks- nefnd muni styttast í tíð ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Fátækt á jólaföstu Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur er alþingiskona fyrir Samfylkinguna. Fátækt Fátæktin á Íslandi, seg- ir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, er að stórum hluta afleiðing þeirrar stefnu stjórnvalda að hlúa ekki jafnt að velferð allra þegna þessa lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.