Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ...fyrir jólabaksturinn! Spennandi UMBOÐSMENN REYKJAVÍK OG NÁGRENNI: Byggt og búið, Kringlunni og Smáralind. Bræðurnir Ormsson, Lágmúla 5. Heimilistæki, Sætúni. Hagkaup, Kringlunni, Skeifunni og Smáralind. Pfaff, Grensásvegi 13. Húsasmiðjan, Reykjavík. Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarfirði. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. Skagaver, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Glitnir, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Versl. Hamar, Grundarfirði. Versl. Skipavík, Stykkishólmi. Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi. Skandi hf. Tálknafirði. Pokahornið, Tálknafirði Versl. Gunnars Sigurðssonar, Þingeyri. Laufið, Bolungarvík. Straumur hf. Ísafirði. Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri. Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Ljósgjafinn, Akureyri. AUSTURLAND: KÁ, verslanir um allt Austurland. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði. Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Rafalda, Neskaupstað Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði. Kf. Fáskrúðsfjarðar. Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi. Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURLAND: KÁ verslanir um allt Suðurland. Versl. Mosfell, Hellu. Brimnes, Vestmannaeyjum. Húsasmiðjan, Selfossi. Árvirkinn, Selfossi. SUÐURNES: Húsasmiðjan. Samkaup. Stapafell. Fríhöfnin, Keflavíkurflugvelli. KitchenAid KSM 90 Ultra Power hrærivél (hvít), ásamt hakkavél og smákökumótum á hreint frábæru tilboðsverði. KitchenAid – Kóróna eldhússins! • 60 blaðsíðna leiðbeininga- og uppskriftabók á íslensku fylgir. • Fjöldi aukahluta fáanlegir, svo sem: Pasta gerðartæki, grænmetiskvarnir, hveitibrautir, dósa- opnarar, kornmyllur, ávaxtapressur og fleira. • 9 litir fáanlegir • Aðrar gerðir KitchenAid kosta frá kr. 35.910,stgr. Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is KitchenAid einkaumboð á Íslandi 41.290,-stgr. 5.200,- Þú sparar Léttu þér baksturinn og sparaðu kr. 5.200,- Sólhattur FRÁ Talið gott við kvefi og flensu H á g æ ð a fra m le ið sla Apótekin FRÍHÖFNIN JÓLASKÓR BARNA Tilboð til jóla Teg: LAU5715 Stærðir: 19-26 Litir: Svart lakk Verð áður 4.495 Verð nú 2.995 KRINGLAN - SMÁRINN Teg: LAU5696 Stærðir: 19-26 Litir: Beige, rautt, svart, vínrautt Verð áður 4.495 Verð nú 2.995 NÝLEGA bárust þær fréttir að enn ein könnunin hefði sýnt að Íslendingar notuðu meira af svefnlyfjum og róandi lyfjum en „þær þjóðir sem við berum okkur helst saman við“. Setti hroll að sakbitn- um „sjúklingum“ við fréttina og landlæknis- embættið ætlar að setja af stað könnun til að komast að því hvernig á þessu kunni að standa. Það er eitthvað gamalt við þessa frétt. Við höf- um heyrt svona áður. Fyrrum var viðkvæðið að Danir drykkju meiri bjór en við notuðum valíum í staðinn o.s.frv. Og því er ekki að neita að þegar það góða lyf valíum kom fyrst á markað á Ís- landi var því stundum ávísað ógæti- lega af læknum og úr varð ofnotkun og ávani hjá stöku manneskju. Svefnlyfjahræðsla En því er þessi grein skrifuð að hræðsla við svefnlyf er margfalt meira vandamál en ofnotkun þeirra á Íslandi og vil ég færa rök fyrir því: Almenningur er hræddur við svefnlyf. Margir þekkja einhvern sem hefur lent í ofnotkun lyfja af ein- hverju tagi og vilja ekki lenda í sömu súpunni. Fólk kemur sér iðulega í ógöngur svefntaps og þreytu áður en það þorir að biðja um lyf sem hugs- anlega gæti valdið ávana. Kunnug eru svör læknisins sem segir „ég gef nú bara helst ekki ungu fólki svefn- lyf“ eða „notaðu þetta eins sjaldan og þú getur og alls ekki nema sem minnst“. Fararstjóri gæti sagt á sama hátt: „Settu aldrei upp vett- linga fyrr en þú ert loppinn, helst kal- inn og sparaðu þá svo.“ Þannig eru flestar töflur sem ætlaðar eru til að bæta svefn teknar með vatni og sam- viskubiti, oft í of litlum mæli, einmitt þegar á þarf að halda og verka því að- eins að hluta eða ekki. Sem andstæðu við þetta má nefna að þunglyndislyf fást greiðlega við nær hverju sem er. Það er síendurtekin reynsla mín að ekki einungis er almenningur hrædd- ur við að nota svefnlyf, jafnvel þótt nauðsyn krefji, heldur eru læknar hræddir við þau líka og ala á hræðsl- unni. Samanlögð niðurstaða er sú að fæstir kunna að nota þau almenni- lega og til að kóróna vitleysuna verð- ur að segja að kennsla í meðferð þessara lyfja og kennsla í að leiðrétta streitu og svefntap er nær engin í læknadeild Háskóla Íslands. Svefntap og streita eftir slys Sem kunnugt er iðka Íslendingar akstursíþróttir. Rallíakstur og tor- færuakstur iðka fáir sem betur fer. Fleiri stunda tillitslausan ofsaakstur en vinsælastar eru aft- anákeyrslur. Þær eru iðkaðar í stórum stíl á Miklubrautinni og öðr- um götum höfuðborg- arsvæðisins. Við venju- lega aftanákeyrslu hlýst oft af það sem kallað er Whiplash- áverki, þegar höfuðið slengist fram og til baka. Áverkinn stafar af tognun á hálsvöðvum og öðrum vefjum með fjölda blæðinga inn í vöðva, liði og undir sinafestur. Sá sem í þessu lendir fer gjarn- an á slysavarðstofu, fær röntgenmynd, e.t.v. hálskraga og lík- lega nokkrar verkjatöflur. Þegar nokkrar stundir eru liðnar er við- komandi viðþolslaus af hálsríg og höfuðverk, stífur og getur ekki sofn- að fyrir verkjum. Því miður fórst fyr- ir að segja honum að einmitt það myndi gerast. Hann hefur engar svefntöflur fengið né önnur lyf sem tryggt geta svefn. Og venjulegur Ís- lendingur hefur það skrifað í hjartað að hann megi ekki nota svefnlyf, því þá geti hann gert vandamál sín ennþá verri með lyfjaávana. Framhald þessarar sögu er að verkirnir versna fyrstu dagana sakir vaxandi bólgu. Vegna svefntapsins verður viðkomandi þreyttari, stífari og spenntari en hann þyrfti að verða og siglir því óhjákvæmilega inn í víta- hring streituástands sem getur tekið ár eða stundum ævina að komast út úr þrátt fyrir jafnvel lítinn áverka í upphafi. Málið verður langtíma- vandamál (krónískt) með tilheyrandi varnarleysi fyrir andlegum hrelling- um. Svefntap og verkir viðhalda hvort öðru tryggilega. Þarna bætist svo við þáttur tryggingafélaganna sem skilja ekkert í málunum, vilja lít- ið skilja og tregðast við að bæta þann kostnað, tekjumissi, örorku og eigna- missi sem oft hlýst af og bjóða loks upp á ,,dómstólaleiðina“ til að losna úr þvælunni. Vandamál sem þetta hefði mátt leiðrétta fljótar, jafnvel fyrirbyggja hefði sjúklingurinn fengið að vita strax að líkur væru á svefntruflunum sem lagfæra mætti með hættulaus- um ráðum. (Ýmis bestu svefnlyfin eru alls ekki ávanalyf. Slökun er og, fyrir þá sem kunna, máttug aðferð.) Þá væri blessun að hafa heimilis- lækni sem kynni og þyrði að sinna verkefni sem þessu þannig að svefn- leysið, þreytan, spennan og víta- hringur streitunnar bættust ekki of- an á og aftan við áverkann. Fjöldi þeirra sem bíða bata eftir aftan- ákeyrslur og tilsvarandi slys myndar enn eina óþarflega langa biðröðina í okkar sósíalísku heilbrigðisþjónustu. Hér má nefna að tíð umferðarslys eiga orsök að hluta í því að fólk al- mennt er vansvefta í íslensku þjóð- félagi. Athygli er skert. Þreytan veld- ur spennu. Umferðin verður „stressuð“. Stressaðir ökumenn aka örfáum metrum frá bílnum á undan svo að litlu má muna að árekstur verði. Samantekt Sá sem lendir í verulegu svefn- leysi, af hvaða ástæðum sem vera skal, lendir í hrakningum af versta tagi sem skaða heilsu á allan hátt. Fá- ir skilja þær villur sem hann lendir í og það er ekki sjálfgefið að hann rati aftur heim án aðstoðar. Heilbrigðis- yfirvöld og einkum okkar ágæta Landlæknisembætti getur gert margt betra en að ala á samviskubiti og óraunhæfri hræðslu við svefnlyf og bera okkur saman við Norðmenn eða Dani, sem koma okkur í raun og veru ekkert við en hafa það þó fram- yfir okkur að hafa betri svefnhætti og betri umfeðarmenningu. Svefnlyfjahræðsla er þjóðarvandamál Ingólfur S. Sveinsson Hræðsla Hræðsla við svefnlyf, segir Ingólfur S. Sveinsson, er margfalt meira vandamál en of- notkun þeirra á Íslandi. Höfundur er læknir. ÖLL höfum við orðið vör við aukningu í aug- lýsingum þar sem fyr- irtæki bjóða þjónustu sína til að vakta heimili okkar. Því miður fara innbrot inn á heimili vaxandi og því er eðli- legt að fólk vilji verja eigur sínar. Engu að síður hlýtur hár kostn- aður við þá gæslu sem hefur boðist hingað til að vera áhyggjuefni. Þær þjóðir sem hafa lengri reynslu en við í þessum málum hafa líka annan hátt á eða það sem ég kýs að nefna nágrannagæslu. Eins og orðið hljóðar þá gengur hún út á að vakta hús nágrannanna og spara heimilunum umtals- verð útgjöld til gæslu- fyrirtækja. Það þarf engu að síður að kaupa búnað, t.d. þráðlausan, og koma honum upp ásamt gluggamerking- um. Öryggiskerfin má t.d. kaupa í öllum versl- unum BYKO og versl- un Raflagna Íslands sem hafa einnig fag- menn í uppsetningar óski fólk þess, og eftir að hafa greitt búnaðinn og sett hann upp er all- ur kostnaður greiddur í eitt skipti fyrir öll. Ör- yggiskerfin eru samsett úr stjórn- stöð, hreyfiskynjurum, hurðasegl- um, gluggamerkingum og bjöllu úti sem lætur nágrannana vita að kerfið hafi farið í gang. Hægt er að stilla hvað bjallan hringir lengi en stjórn- stöð inni hringir einnig. Fyrir þá sem ekki eru með nágranna nærri er hægt að bæta við búnaði sem hringir í allt að fjóra síma (t.d. GSM) og sendir skilaboð til þess sem svarar um að viðkomandi öryggiskerfi hafi farið í gang. Þessi búnaður getur einnig hentað þeim sem t.d. vilja ekki hafa bjöllu úti og er hann einnig óháður öllum mánaðargjöldum. Nágrannagæsla (frí öryggisgæsla) Bjarni H. Matthíasson Gæsla Þessi búnaður getur einnig hentað þeim, seg- ir Bjarni H. Matthías- son, sem t.d. vilja ekki hafa bjöllu úti og er hann einnig óháður öll- um mánaðargjöldum. Höfundur er framkvæmdastjóri Raflagna Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.