Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 44
LISTIR 44 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ F yrirspurnatíminn er hafinn við kvöld- verðarborðið. Yngsta kynslóðin, sem hvorki hefur stúderað veðurfræði Þorleifs Einarssonar né heyrt kenningar Páls Bergþórssonar um eðlilegar sveiflur veðurfars á jörðinni, botnar ekkert í því að jólin skuli vera að nálgast um mitt sumar á sama tíma og fólk ferðast um á gönguskíðum í sólstrandabæjum syðst í Evrópu. Að jólin skuli, bókstaflega, vera á næstu grös- um. „Pabbi, hvar er veturinn?“ spyr yngsta dóttirin, fjögurra ára. „Er hann að fela sig fyrir of- an skýin?“ – Það gæti verið. Kannski verða jólin rauð í ár. „Ðauð!?“ segir hún og lítur spurnaraugum á föður sinn. – Já, það er talað um rauð jól þegar enginn snjór er. Hún fær sér vænan bita af bjúganu og hugleiðir svarið íbyggin. „Hvernig fer jólasveinninn að því að opna gluggann? Er hann innbrotsþjófur? Getur hreindýrið hans stoppað í loftinu eins og þyrla? Af hverju vakna ég aldrei við hávaðann í hreindýrinu? Þurfum við ekki að slá lóðina fyrir jólin?“ Miðdóttirin, sjö ára, læðist að borðinu, snyrtilega klædd og vel greidd. „Pabbi, hvernig stendur á því að bíllinn er bensínlaus? Af hverju tóku mennirnir alla kassana í fréttunum? Var kannski allt bensínið í þeim?“ Hún sýpur varlega úr vatns- glasinu. „Hvers vegna klappaði Siggi frændi þegar mennirnir í sjón- varpinu tóku kassana?“ Elsta stelpan á heimilinu, hús- bóndinn, blandar sér í leikinn. Horfir óræðum svip á eig- inmanninn eins og Þorsteinn Joð eða Logi, en beinir síðan spurn- ingu að yngstu dótturinni: „Hvað myndirðu segja ef þú værir spurð að því hvað pabbi þinn gerði á heimilinu?“ – Ég þarf aðeins að skreppa, segi ég eins og Jónatan í Karde- mommubænum forðum, þegar hann komst í óþægilega aðstöðu. Konan sagði mér ekki að vera kyrr, eins og Soffía frænka krafðist af Jónatan, en ég heyrði hana hugsa það. Sú stutta skynjar ekki tog- streituna milli foreldra sinna og svarar óhikað, án þess að eiga möguleika á verðlaunum: „Sofa lengi!“ Bragð er að þá barnið finnur, hugsa ég með mér – og fékk óbragð í munninn við að heyra svarið. Reyni að beina samræð- unum inn á aðrar brautir: „Er mögulegt að sperðlarnir séu skemmdir?“ Lymskulegt glott laumast fram á varir húsbóndans og ég sé ekki betur en hún laumi kar- amellu í lófa dótturinnar. Heldur bersýnilega að ég verði þess ekki var. Móðirin heggur í sama kné- runn: „Og hvað gerir hann meira?“ Enn svarar sú yngsta óhikað (mér er nær að halda að þetta sé æft hjá þeim): „Liggur í sófanum og les.“ Miðdóttirin hugsar sig lengi um áður en hún svarar spurning- unni um aktivitet mitt á heim- ilinu; þykir svo vænt um pabba sinn að hún vill ekki styggja hann – en hafði ekki fundið svar þegar blaðið fór í prentun. Það var hún sem gerði mér einna best ljóst á sínum tíma að ég ætti ef til vill að taka svolítið meira til hendinni heima fyrir og eyða pínulítið minni tíma í vinnunni. Sat þá í fangi móð- urinnar inni í stofu, tveggja eða þriggja ára, þaðan sem sést með naumindum fram að eldhúsvask- anum. Þar stóð ég og var eitt- hvað að bauka við eldamennsku; hugðist hita vatn í te ef ég man rétt. Og þar sem ég stend við vaskinn segir barnið við móður sína: „Kunna pabbar að vaska upp?“ Elsta dóttirin, 13 ára, kemur hlaupandi inn í eldhúsið og snar- ast í sitt sæti. „Pabbi, af hverju ertu ekki bú- inn að kveikja á sjónvarpinu? Er Liverpool ekki að spila? Ha, taka til? Nú? Af hverju? Mig langar frekar í pylsur. Heldurðu að þeir fari ekki að finna þennan bin Laden? Hvaða ár er núna í Líbýu?“ Ég er fljótur að sofna þetta kvöld, örþreyttur eftir að hafa lagað til í efstu kommóðu- skúffunni. Mig dreymir Siv og Kárahnjúkana. Svo finnst mér ég vera á flugi yfir Tóra Bóra í Afganistan með Römmsfeld. Skyldu jarðvegs- framkvæmdir bandaríska hers- ins hérna hafa farið í umhverf- ismat? Er Osama bin látinn? Finnst ég allt í einu ganga prúðbúinn að Þjóðleikhúsinu í Reykjavík á leið að sjá Karíus og Baktus með stelpunum. Öll búin að stanga úr tönnunum því fé- lagarnir minna á tannlækninn. Lít í átt að húsi Hæstaréttar og hugleiði hvers vegna nauðg- anir og ofbeldi þyki ekki tiltöku- mál á Íslandi. Er allt í lagi að rífa hjartað úr konunni? Bara að stela ekki pen- ingunum hennar? Ég vil ekki láta rífa hjartað úr börnunum mínum. Af hverju borða Íslendingar ekki fisk á jólunum? Hvers vegna er í lagi að skrökva að krökkum í desem- ber? Til hvers steypir fólk sér í skuldir til að halda upp á afmæli Jesú? Verður hann þá ánægður? Eru jólin annars ekki fæðing- arhátíð hans? Hvers vegna eru svona margir alltaf að flýta sér? Hvernig stendur á því að rjúp- an er svona dýr? Er hugsanlegt að bensínið lækki alls staðar um þrjá aura á morgun? Hvað ætli kíló af gúrkum kosti á bensínstöðinni í Öskjuhlíðinni? Af fyrir- spurnum Dóttirin hugsar sig lengi um áður en hún svarar spurningunni um aktivitet mitt á heimilinu; þykir vænt um pabba sinn og vill ekki styggja hann – en hafði ekki fundið svar þegar blaðið fór í prentun. VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SIGURÐUR Flosason saxófónleik- ari og Gunnar Gunnarsson org- anisti leika á sérstökum tón- leikum í Laugarneskirkju í dag kl. 20.30, til styrktar kaupum á nýju orgeli fyrir kirkjuna. Smíði þess er þegar hafin, en það er Björgvin Tómasson, orgelsmiður í Mosfells- sveit, sem smíðar hið nýja orgel. Á tónleikunum, sem styrktir eru af sóknarnefnd Laugarnes- kirkju, flytja þeir dagskrána Sálmar jólanna. Tónlistarmenn- irnir gefa vinnu sína. Spilað fyrir nýju orgeli í Laugar- neskirkju Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson. „FORNTÓNLIST í Fríkirkjunni“ nefnist tónleikaröð, þar sem Sigurð- ur Halldórsson sellóleikari kom fram sl. þriðjudagskvöld. Var sérstaklega nefnt í tónleikaskrá að leikið væri á 5 strengja hljóðfæri, sem algengt var á fyrri hluta 18. aldar. Var því vænt- anlega um barokkselló að ræða, þó svo ekkert kæmi fram um það annað en hvað heyra mátti og sjá á staðn- um, nefnilega selló með girnisstrengi án gólfpinna (sem mun 19. aldar við- bót). E.t.v. svo engu væri lofað um kórréttan „upprunalegan“ flutning, sem jaðrar orðið við dogma-ákvæði í túlkun forntónlistar og inniber tón- sagnfræðilega yfirlegu og heimilda- rýni, svo verkið sé örugglega flutt – og hljómi – sem næst því er mátti heyra á samningstíma. Formleg fyrirmynd sellósvítna Bachs er sögð franska lútusvítan. Hvers vegna Bach skrifaði aðeins eina svítu fyrir svo hátt tónsvið að réttlætti sérstaklega fimm strengja violoncello piccolo („lítinn stór- fiðling“ eftir orðanna hljóðan) er aft- ur á móti á huldu – nema ef væri eins konar eftirlegukind bókmennta fyrir hina þegar úreltu tenórfiðlu, er stillt var F-c-g-d¹. Fimm strengja pikk- ólósellóið er hins vegar stillt líkt og venjulegt selló (C-G-d-a) með háum e¹-aukastreng, er losar nútímaspil- ara undan mörgum erfiðum þumal- legum í 6. svítunni; leiktækni sem fá- séð var á sínum tíma, þegar gripbrettið var styttra en síðar varð. Eftir sem áður er 6. svítan jafnan tal- in erfiðust allra í flokknum í flutn- ingi, og bætti ekki úr skák að leikið var á girnisstrengi sem útheimta töluvert aðra bogatækni en stál – og hlýtur ef nokkuð að vera enn áhættusamari iðja fyrir hljómlistar- mann, er dagfarslega leikur á stál- strengi. Enda kostaði sú fjölhæfni fáein ískur og loftnótur í kjölfar þess sérkennilega hálfhvíslandi leikmáta er fylgir girnisstrengjum. En samt mun færri en maður átti von á; ber- sýnilega árangur stóraukinnar reynslu síðustu ára. Reynsla Sigurðar af sellósvítum Bachs felst m.a. í undangengnum op- inberum flutningi á þeim öllum (nema hugsanlega nr. 2), og vitundin um að enginn hljómlistarmaður nær að „klára“ þau meistaraverk í einni jarðvist tempraði greinilega túlkun hans á nr. 1 í G-dúr, sem að skapferli var heillandi hlédræg og auðmjúk. Upprunahyggjan var hófstillt og eðlileg. Flest smábergmálin voru þannig með í Prelúdíunni, ítrekanir í Allemöndunni voru skreyttar en sparlega, og minna en áður hefur heyrzt hjá Sigurði. Frískleg Cour- antan var leikin með þokkafullri sveiflu. Sarabandan sat mjög vel, og Menúettar I & II sömuleiðis, þrátt fyrir smávott af eirðarleysi. Aðeins í Gikknum virtist spilarinn spenna bogann of hátt með agnarögn of djörfu tempói, sem vissulega hefði sett glæsilegan endapunkt á topp- frammistöðu, hefði nægur vari verið hafður á, enda fór spiliríið (hafi það ekki verið minnið; báðar Bachsvítur kvöldsins voru leiknar nótulaust) í mask þegar minnst varði og þurfti að byrja aftur á tveim stöðum. Fantasíur G.P. Telemanns fyrir fiðlu nr. 4, 5 og 2 í umritun einleik- arans voru bráðskemmtileg örverk, en samt ekki síður krefjandi pr. lengdareiningu en svítur Bachs. Þessi afkastamesti tónsmiður allra tíma (skv. metabók Guinness) var laglínumeistari á borð við Händel og reit hér í allpólýfónískum stíl, jafnvel þótt hann skammaðist sín að eigin sögn ekkert fyrir að skemmta alþýðu og kallaði verðugra en að skemmta fáum útvöldum. Þeir Bach voru reyndar nákunnugir, og ætla má að hvor hafi smitazt af öðrum í tónhugs- un, ekki ólíkt og síðar gerðist með Mozart og Haydn. Í fáum orðum sagt skilaði Sigurður telemennska sjarmanum á bæði borð með inn- lifuðum elegans og jafnvel tilfinn- ingahita þar sem við átti, sem leiddi hugann að hinum frönsku gömbu- meisturum miðbarokksins sem hugsanlegri fyrirmynd þýzka tón- skáldsins. Hafi einleikarinn tekið áhættu í 1. svítu Bachs má segja að hann hafi verið kominn á yztu nöf í nr. 6. Þó var enga flughræðslu á honum að sjá eft- ir skellinn í lokaþætti fyrsta verks, enda var farið að fremstu tempóbrún strax í Prelúdíunni. Í slíkt þarf stál- taugar, enda var ekki laust við að hlustendur gripu stundum andann á lofti. En að þessu sinni gekk dæmið upp til enda, þó að stundum mætti litlu muna, eins og t.d. í Courante- þættinum (III.). Rúmleysis vegna verður að nægja að segja, að þó að önnur eins áræðni og heyra mátti í leik Sigurðar Haldórssonar umrætt kvöld sé fágæt í hérlendu tónlistar- lífi, enda ekki alltaf næg innistæða fyrir, þá var meira en adrenalíns- vímu að hafa upp úr þessu tilviki – fyrst og fremst fyrir gegnmúsíkalsk- an og innlifaðan leik. Mátti í honum heyra furðusannfærandi réttlætingu fyrir alla þá dirfsku sem hjá öðrum og minna megandi hefði komið út sem vandræðaleg strákapör. Á yztu nöf TÓNLIST Fríkirkjan JS Bach: Svítur nr. 1 í G & 6 í D, BWV 1007 & 1012, fyrir selló án undirleiks. Telemann: Fantasíur nr. 4, 5 & 2 fyrir ein- leiksfiðlu í sellóumritun SH. Sigurður Halldórsson, fimm strengja barokkselló. Þriðjudaginn 18. desember kl. 21. EINLEIKSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Sigurður Halldórsson Ný saga, tímarit Sögufélags, 13. ár- gangur 2001, er komin út. For- síðumyndin sýnir Svein Björnsson for- seta Íslands og frú Georgíu Björnsson konu hans í stofunni á Bessastöðum. Myndin tengist fyrstu grein ritsins, „Forsetinn og utanríkisstefnan. Bandaríkjaför Sveins Björnssonar árið 1944“, eftir Svan Kristjánsson. Meðal efnis er: „Sagnfræðin á hraðbraut ver- aldarvefsins“, grein Björgvins Sigurðs- sonar. Hann bendir á að sagnfræð- ingar hafa verið seinir til að hagnýta sér Netið (Internetið). Halldór Grön- vold skrifar greinina „Hvíldar er þörf“ í tilefni af því að 80 ár eru liðin frá setn- ingu vökulaganna svonefndu. Í grein- inni „Óleysanlegir fortíðarhnútar. Minningin um nasistatímabilið“ fjallar ungur sagnfræðingur, Ragna Garð- arsdóttir, um hvernig Þjóðverjar hafa glímt við þann fortíðarvanda sem tímabil nasismans hefur skapað í samfélaginu. Davíð Logi Sigurðsson ræðir um þátt þjóðernishyggju í átök- um á Balkanskaga í greininni „Fjötrar þjóðernishyggjunnar og draumurinn um upprisu Títós“. Í greininni „Gestir úr fortíðinni – á nýjum fötum“ gerir Halldór Bjarnason úttekt á útgáfu sagnfræðilegra heimilda á tímabilinu 1995–99. Aðalgeir Kristjánsson skrif- ar greinina „Finnur Magnússon og endurreisn alþingis“. Ritstjórar Nýrrar sögu eru Guð- mundur J. Guðmundsson, Guðmundur Jónsson og Hrefna Róbertsdóttir. Tímarit Kór Menntaskólans á Akureyri nefn- ist ný plata samnefnds kórs og hefur að geyma 20 íslensk sönglög. Söng- stjóri Kórs MA er Guðmundur Óli Gunnarsson. Lög- in eru af söngskrá kórsins und- anfarna vetur, ís- lensk þjóðlög í gömlum og nýjum útsetningum, sönglög íslenskra tónskálda frá ýms- um tímum, jafnframt í gömlum útsetn- ingum og nýjum. Þá er á diskinum Skólasöngur MA, lag Páls Ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar, sem nú er í fyrsta sinn gefinn út á plötu Í kórnum eru nú ríflega 50 nem- endur, en kórinn kemur fram við ýmis tækifæri í skólanum. Guðmundur Óli Gunnarsson hefur stjórnað Kór MA frá árinu 1997. Útgefandi er Menntaskólinn á Ak- ureyri. Upptökur fóru fram í Akureyr- arkirkju í lok starfsárs sl. þrjú vor und- ir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar, hljóðmeistara í Stúdíói Stemmu. Kórsöngur Betri einbeiting, Kyrrð, Fyrri líf, Aukin ánægja, Meira sjálfstraust, Reyklaust líf, Betri svefn, Losnað við aukakílóin, eru markmiðadiskar eftir Garðar Garð- arsson og Signýju Hafsteinsdóttur. Í kynningu segir m.a.: „Á diskunum eru notaðar sérstakar aðferðir sem auðvelda hlustandanum að ná mark- miðum sínum. Aðferðirnar sem kall- aðar hafa verið ofurnám (sefj- unarfræði) og hugræn atferlismótun byggjast m.a. á dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu ímynd- unraflsins. Þær hafa mótandi áhrif á hugann, taugakerfið og hæfileika okk- ar til þess að læra og tileinka okkur nýja hluti. Slökunar- og dáleiðsluferlin á diskunum byggjast á 14 ára reynslu höfundar af þróun og kennslu í slökun, sjálfsdáleiðslu og eflingu einbeit- ingar.“ Garðar útskrifaðist sem Neuro Linguistic Programming practitioner ár- ið 1988 frá Grinder De Lozier & Assoc- iates í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur hann stundað rannsóknir á þjálf- un einbeitingar og er höfundur nám- skeiðsins Hugefli og Betri einbeiting. Hann hefur kennt sefjunarfræði, sjálfsdáleiðslu og markmiðasetningu á námskeiðinu Hugefli allt frá stofnun þess 13. febrúar 1987 og gaf út djúp- slökunarspóluna Kyrrð. Útgefandi er Hugbrot. Tónlistin er eftir Aðalstein Guðmundsson. Þula er Signý Hafsteinsdóttir. Tæknimaður: Kristinn Ingvarsson. Hönnun og útlit: Gotti Bernhöft. Verð hvers disks: 2.500 kr. Fræðsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.