Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í TILEFNI af um- ræðu undanfarið um ráðstöfun styrkjar vegna undirbúnings íslenskra landsliðs- manna á skíðum vegna Ólympíuleik- anna og háum kostn- aði þeirra sem stunda skíðaíþróttir á afreks- stigi vil ég fyrir hönd Skíðasambands Ís- lands fara nokkrum orðum um þessi mál þar sem nokkurra ranghugmynda virðist um þau gæta. Það hefur löngum verið vitað að það er gríðarlega kostnaðarsamt að stunda skíðaíþróttir á afreksstigi á Íslandi. Vegna aðstæðna er ekki hægt svo vel sé að stunda skíðaæf- ingar á afreksstigi hérlendis, held- ur þurfa keppendur að vera er- lendis vegna æfinga og keppni í a.m.k. 6 mánuði á ári. Æskilegt er að skíðamaður á afreksstigi sé um 50 daga á skíðum fyrir upphaf keppnistímabils sem hefst í nóv- ember, svo undirbúningur fyrir þátttöku í mótum teljist nægur. Hver keppandi er að meðaltali um 120 daga á skíðum á ári, tekur þátt í um 35–40 alþjóðlegum mótum er- lendis og er á ferðalagi um 80–100 daga á ári. Kostnaður landsliðsmanns í heimsbikarliði nemur rúmum níu milljónum króna á ári. Þar af hefur SKÍ borið um sex milljónir króna vegna þjálfunar- og rekstrarkostnaðar liðsins sem er liður í samstarfssamningi við sænska heimsbikarlið- ið. Sjálfur hefur landsliðsmaður því borið rúmar þrjár milljónir króna á ári þar sem hann hefur notið ríkulegs stuðn- ings fyrirtækja og bæjaryfirvalda í Ólafsfirði. Kostnaður landsliðsmanna Evr- ópubikarliðs í alpa- greinum og A-liðs í skíðagöngu nemur allt að rúmum þremur milljónum króna á ári sem lands- liðsmenn hafa sjálfir borið. SKÍ hefur ekki fjármagn til að styðja frekar við bakið á landsliðsmönn- um en stutt vel við bakið á lands- liðsfólki með útbúnaði sem sam- bandið hefur getað útvegað með samningum við ýmsa útbúnaðar- framleiðendur, og með annarri þjónustu. Til að mæta þeim gríðarlega kostnaði sem felst í starfsemi SKÍ hefur sambandið notið stuðnings fyrirtækja og annarra styrktarað- ila undanfarin ár. Á dögunum voru undirritaðir samstarfssamningar við nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins sem ákveðið hafa að styðja við bakið á skíðaíþróttinni með myndarlegum hætti. Stuðn- ingur þessi gerir SKÍ m.a. kleift að halda úti fjölbreyttri starfsemi sem tekur ekki síst til öflugs kynn- ingar- og útbreiðslustarfs sem vak- ið hefur mikla athygli á síðustu ár- um. Vegna útbúnaðar landsliðsfólks hefur Skíðasamband Íslands und- anfarin ár gert samninga við fjölda fyrirtækja hérlendis sem erlendis og nemur verðmæti þeirra samn- inga rúmum tíu milljónum króna í ár. SKÍ hefur því getað útvegað hverjum landsliðsmanni í heims- bikar- og Evrópubikarliði Íslands útbúnað að verðmæti um sjö til átta hundruð þúsund krónur á ári vegna æfinga og keppni sem þýðir að kostnaður landsliðsmanna vegna útbúnaðar er lítill. Góður ár- angur íslenskra skíðamanna á al- þjóðlegum vettvangi, þá sérstak- lega Kristins Björnssonar, hefur leitt til þess að auðveldara hefur verið síðustu ár að ná samningum um útbúnað og er þetta einn mik- ilvægasti stuðningur SKÍ við landsliðsfólk sitt. SKÍ hefur einnig útvegað landsliðsmönnum í skíða- göngu útbúnað sl. ár vegna æfinga og keppni þótt erfiðara hafi reynst undanfarin ár að ná samningum við útbúnaðarframleiðendur. Skíðasamband Íslands hefur rekið skrifstofu með einum starfs- manni undanfarin ár sem ásamt fjölda sjálfboðaliða, sem innan sambandsins starfa, hefur veitt landsliðsmönnum margs konar þjónustu og aðstoð. Landsliðsmenn hafa þannig getað leitað til skrif- stofu sambandsins, m.a. vegna að- stoðar við styrkumsóknir, skrán- inga í mót, aðstoðar vegna ferðalaga og annars sem upp kann að koma vegna æfinga og keppni. Þá hefur SKÍ samið fyrir hönd landsliðsmanna í heimsbikar- og Evrópubikarliði við erlend skíða- sambönd um æfingaaðstöðu og þjálfun í samstarfi við aðildarfélög og forráðamenn þeirra. Sambandið hefur í samráði við landsliðsmenn farið þessa leið til að betur sé hægt að uppfylla þjálfunarlegar þarfir hvers og eins landsliðsmanns þar sem SKÍ hefur sem áður segir ekki haft burði til að halda úti sameig- inlegum æfingum fyrir landsliðin sem fullnægir kröfum allra lands- liðsmanna. Þá hefur Skíðasam- bandið verið í samstarfi við skíða- klúbb í Noregi vegna æfinga A-liðs í skíðagöngu sem gert hefur þeim kleift að fá nauðsynlega þjónustu vegna æfinga og keppni. Á komandi vetri verða Ólymp- íuleikarnir haldnir í Salt Lake City og var sex manna undirbúnings- hópur vegna leikanna valinn, en endanlegt val fer fram í næsta mánuði. Á dögunum úthlutaði ÍSÍ 2,4 milljóna króna framlagi til SKÍ vegna undirbúnings leikanna sem greitt hefur verið að hluta til SKÍ. Framlaginu hefur verið ráðstafað að hluta til samæfinga undirbún- ingshópsins sem hófust í júní sl. Fram hefur verið lögð greinargerð að beiðni ÍSÍ þar sem fram kemur með hvaða hætti SKÍ hyggst ráð- stafa þessu framlagi. Meginhluta framlagsins verður ráðstafað til samæfinga hópsins. Að auki verða beingreiðslur vegna þjálfunar- kostnaðar til hvers og eins kepp- anda. Þannig er gert ráð fyrir að framlag til hvers landsliðsmanns í Evrópubikarliði nemi í heild 350.000 krónum og framlag vegna landliðsmanns í heimsbikarliðsliði nemi 650.000 krónum. Eins og sjá má nemur þessi styrkur aðeins broti af þeim gríð- arlega kostnaði landsliðsmanna vegna æfinga og undirbúnings leik- anna. Óháð Ólympíuleikunum er kostnaður landsliðsmanna svo mik- ill að mjög erfitt er fyrir foreldra, skíðafélög og stuðningsaðila þeirra að standa undir honum. Keppend- ur, foreldrar og aðildarfélög SKÍ eiga heiður skilinn fyrir þann ár- angur sem íslenskt skíðafólk hefur náð á alþjóðavettvangi síðustu ár. Styrkleiki íslenskra skíðamanna hefur aldrei verið meiri, enda ber tíður fréttaflutningur fjölmiðla af árangri þeirra síðustu daga þess vitni. Metnaður þessa fólks er mik- ill og er það tilbúið að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Skíðasamband Íslands hefur eins og önnur sérsambönd ÍSÍ unnið eftir samþykktri afreksstefnu sl. ár þar sem um metnaðarlega stefnu til næstu fjögurra ára er að ræða. Afreksstarf er gríðarlega kostnað- arsamt fyrir sérsamböndin og landsliðsfólk þess þar sem skíða- íþróttin er engin undantekning þótt síður sé. Afreksstarf Skíða- sambands Íslands Egill Jóhannsson Skíðaíþróttin Keppendur, foreldrar og aðildarfélög SKÍ eiga heiður skilinn fyr- ir þann árangur, segir Egill Jóhannsson, sem íslenskt skíðafólk hef- ur náð á alþjóðavett- vangi síðustu ár. Höfundur er formaður Skíða- sambands Íslands. NÚ ÞEGAR hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð og fólk er upptekið af að undirbúa jólahátíðina og náms- fólk á kafi í prófum laumar verkalýðsfor- ystan sér í samninga með Samtökum at- vinnulífsins, og fær ein- hverskonar yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um betri tíð með blóm í haga. Og ekki var nú að spyrja að kraftinum, unnið alla helgina og langt fram á kvöld. Þeg- ar síðan afraksturinn er skoðaður þá voru niður- stöður þessar af samningnum við SA: 1. Rautt strik í maí við neysluvísi- tölu 222,5. Verðbólga 3%. 2. 1% viðbótarframlag í séreignar- sjóð launamanna. 3. Almenn 0,4% viðbótarhækkun á umsamda launahækkun 1. janúar 2003. Í fyrsta liðnum er lögð áhersla á að verðbólga á Íslandi verði 3% í maí 2002. Þarna er verið að semja aftur um sama hlutinn og gert var vorið 2001. Þá reið svokallað Flóabandalag á vaðið, og samdi í því besta góðæri sem sögur fara af um nánast ekki neitt. Fleiri félög komu á eftir og höfðu ekkert upp úr krafsinu, Flóa- bandalagið hafði varðað leiðina og hin skyldu lúta sama lögmáli, það var að semja um ekki neitt til að verðbólgan færi ekki af stað, og hér myndi ríkja stöðugleiki. Áfram hélt góðærið en verðbólgan byrjaði að sýna sig. Í jan- úar sl. mældist hún 3,5% en í byrjun desember 8,6%. Núna er góðærið bú- ið í bili a.m.k. en verkalýðsforystan, Samtök atvinnulífsins ásamt ríkis- stjórninni ætla að lækka verðbólguna í 3,5% á næstu mánuðum og jafnvel neðar á næsta ári. Þetta er innihalds- laus pappír dæmdur til að mistakast og kemur til með að skila engu í vasa hinna lægst launuðu. Í öðrum lið er samið um 1% viðbót- arframlag í séreignarsjóð launþega og tekur gildi 1. júlí nk. ef þjóðarsátt- in gengur upp. Þeir sem eru í séreign- arsjóði í dag og fá 1% mótframlag frá vinnu- veitanda fá þetta ekki, svo einfalt er það. Þeir fá sex prósent eins og lög gera ráð fyrir í al- menna kerfinu, ásamt þessu eina prósenti vegna séreignar (verða 2% frá 1. janúar 2002) og hámarkið sem samið hefur verið um er sjö prósent frá vinnuveit- anda. Sem sagt, fólkið sem hefur hugað að framtíðinni og greitt í séreignarsjóði frá upp- hafi fær ekkert, en nú á að verðlauna þá sem ekkert hafa gert í sínum málum. Í þriðja lagi á að koma 0,4% viðbót- arhækkun á laun 1. janúar 2003. Sá sem er með eitthundrað þúsund krónur í davinnulaun 1. janúar 2002 auðgast um heilar 240 krónur á mán- uði eftir skatt. Ef áætlunin hjá samningsaðilum heldur velli, þá eru forystumenn verkalýðsins og atvinnulífsins í góð- um málum ásamt ríkisstjórn og þing- mönnum, þeir koma til með að njóta kaupmáttarins sem „lýðurinn“ ætlar að sjá þeim fyrir. En hinn almenni láglaunamaður situr eftir með 240 króna hækkun í vasann á mánuði og tekur sú hækkun gildi eftir tólf mán- uði. Með því stuðlar verkalýðurinn enn einu sinni að auknum kaupmætti, stöðugleika og lágri verðbólgu. Það var verið að semja um það sama og samið var um í mars 2000. Eru menn nú algörlega gengnir af göflunum? Er forysta verkalýðsins búin að gleyma 8. maí 1999 þegar forsætis- ráðherra hækkaði óvænt á einni nóttu um 134.000 krónur í launum á mánuði, eða úr 450.000 kr. í 584.000 kr.? Ráðherrar hækkuðu um 122.000 kr. eða úr 409.000 kr. í 531.000 kr. Síð- an hækkuðu sjálkrafa forseti Íslands, sýslumenn, bæjarstjórar, biskup, héraðsdómarar, hæstaréttardómar- ar, borgarstjóri, fulltrúar í borgar- stjórn, nefndarmenn í borgarstjórn og á vegum Alþingis. Þetta er miklu lengri listi og tengist úrskurði kjara- dóms um launahækkun til æðstu full- trúa ríkisvaldsins. Var forysta verka- lýðsins búin að gleyma þessu? Alltént höfðu sumir þeirra stór orð uppi, og var ekki annað hægt en að dást að þeim í viðtölum við fjölmiðla og sögðu þeir að þetta yrði geymt en ekki gleymt. Nú hefur forysta verkalýðs- ins tekið loforð af forsætisráðherra um tiltekt í ríkisbúskapnum til að koma til móts við launa- og kaupmátt- arskerðingu verkalýðsins, og foryst- an trúir forsætisráðherra því hann er alltaf svo orðheppinn og trúverðugur. Það er ekkert mál að vera forsætis- ráðherra í tíu eða tuttugu ár á Íslandi með verkalýðsforystuna að baki sér, það munar nú um minna. Veit for- ystan að forsætisráðherra sagði í þjóðhátíðarræðu sinni sl. sumar að geðsjúkir á Íslandi væru hópur sem þyrfti að hlúa að, þessi hópur hefði verið vanmetinn, og lofaði að leggja sitt af mörkum? Tryggja yrði að þessi málaflokkur fengi fjármuni til að geð- sjúkir fengju alla þá þjónustu sem þeir þyrftu. Veit forsetisráðherra að sl. fimmtán ár hafa móttökudeildir á stóru spítölunum í Reykjavík verið fimm talsins en í haust fækkaði þeim niður í fjórar og hefur húsnæði þeirr- ar fimmtu staðið autt síðan? Já, lof- orðin klikka stundum, en ef þjóðar- sáttin klikkar, þá er hægt að segja launaliðnum upp í maí nk. með þriggja mánaða fyrirvara og það er í september, og væri nú ekki við hæfi að enda þetta hryðjuverk 11. septem- ber? ASÍ og SA – jólagjöfin Eyþór Brynjólfsson Höfundur starfar á Kleppsspítala. Kjörin Nú hefur forysta verka- lýðsins, segir Eyþór Brynjólfsson, tekið lof- orð af forsætisráðherra um tiltekt í ríkisbú- skapnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.