Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÁIR eru til frásagnar um það, sem gerðist, en dag nokkurn fyrir skömmu dundu ósköpin yfir hryðju- verkabúðir al-Qaeda í klettagilinu. Þegar bandarísku sprengjuflugvél- arnar sneru til baka var ekkert uppi- standandi, enginn hellir hafði slopp- ið. Eyðileggingin blasti við hvert sem litið var. Í búðunum, sem náðu yfir allstórt svæði, voru æfinga- og skotsvæði, nokkrar geymslur fyrir skotfæri og margir hellar, sem voru ýmist heim- ili eða kennslustofur fyrir arabana, Tsjetsjenana og Pakistanana, sem hér voru þjálfaðir í hryðjuverkum. Þegar staðið er í varnarvirkjunum og horft yfir Milawi-dalinn fyrir neð- an fyllast menn ósjálfrátt nokkurri öryggiskennd. Staðurinn er mjög af- skekktur, erfitt að komast að honum á landi og víghreiðrin sérstaklega styrkt. Hellarnir höfðu líka verið styrktir og öruggur vörður um allt svæðið. Allt reyndist það þó vera blekking. Viðbúnaðurinn kom að litlu haldi. Dauðinn kom yfir staðinn úr lofti. Erlendir fréttamenn komu í fyrsta sinn í búðirnar á þriðjudag. Hellarnir voru þá ekki nema svipur hjá sjón, margir höfðu hrunið saman og því ljóst, að bandarísku sprengju- flugvélarnar höfðu hitt beint í mark. Íbúarnir, ýmist grafnir undir brak- inu eða flúnir burt, skildu eftir sig mikið af skotfærum. Rússneskur skriðdreki við einn hellismunnann hafði verið sprengdur sundur og um allt voru skjöl og kennslubókarefni á arabísku, fatnaður og sundurtætt tré. Afganarnir, sem berjast gegn al- Qaeda, segja, að þeirra menn hafi fyrstir farið inn í hellana, ekki bandarískir og breskir sérsveita- menn. „Við fórum inn í einn hellinn á sunnudag,“ sagði Hazobellah, einn afgönsku foringjanna. „Þar voru nokkrir arabar, sumir grátandi en aðrir hrópandi eitthvað, sem ég ekki skildi. Allt í einu ætlaði einn þeirra að taka pinnann úr handsprengju og drepa okkur alla en við urðum fyrri til og skutum hann. Hinir voru hand- teknir.“ Bin Laden í neðanjarðarhóteli Allmiklu fjær eru hellarnir, sem háttsettir al-Qaeda-menn notuðu, og sagt er, að þeir séu miklu meiri um sig og betur búnir. Eru margir þeirra samtengdir og með leynileg- um útgöngum. Helli Osama bin Lad- ens hefur verið lýst sem neðanjarð- arhóteli með löngum gangi og herbergjum á báðar hendur. Hann er í Ghryeki Khiel-fjöllum en þangað er sex tíma ferð héðan á múlasna yf- ir skógi vaxið svæði. Nokkrir borgaralega klæddir Bandaríkjamenn voru í al-Qaeda- búðunum í Milawi-dal á þriðjudag. Við sáum einn fara inn í helli og ann- ar stöðvaði jeppann sinn við sundur- sprengda varðstöð fyrir ofan búð- irnar. Þegar einn fréttamannanna spurði hvað hann væri að gera, svar- aði hann aðeins: „Hér er fallegt.“ Hellarnir veita litla vörn þegar sprengjum rignir Tora Bora. Los Angeles Times. AP Afganskir hermenn hvíla sig í búðum sem al-Qaeda-liðar höfðu í Hvítufjöllum, skammt frá Tora Bora. BANDARÍSKAR leyniþjónustur hafa útvíkkað leitina að hryðjuverka- manninum Osama bin Laden til vest- urhluta Pakistans, en talið er hugs- anlegt að honum hafi tekist að sleppa yfir landamærin í hópi al-Qaeda-liða sem flúið hafa Afganistan á síðustu dögum. Óstaðfestar og misvísandi fregnir á undanförnum dögum herma ýmist að til bin Ladens hafi sést í austur- hluta Afganistans eða að hann kunni að hafa flúið land. Bandaríkjamenn leggja enn höfuðáherslu á að leita hans í Afganistan, en í ljósi orðróms um að hann hafi sloppið yfir landa- mærin til Pakistans hefur leit einnig verið hafin þar. Hefur gervihnöttum og njósnavélum meðal annars verið beitt í því skyni, að sögn bandarískra embættismanna. Dagblaðið Los Angeles Times hef- ur eftir starfsmanni leyniþjónust- unnar CIA að borist hafi fjöldi til- kynninga um að Osama bin Laden hafi sést hér og þar, en aldrei hafi verið unnt að staðfesta þær fregnir. Dró hann sérstaklega í efa fréttir af því að heyrst hefði til hans tala í tal- stöð á Tora Bora-svæðinu í austur- hluta Afganistans, enda hafi engar upptökur náðst af hinu meinta sam- tali. „Við fáum eina upphringingu á dag, eða margar á degi hverjum, frá fólki sem segist hafa séð eða heyrt til bin Ladens,“ sagði ónafngreindur embættismaður við Los Angeles Times. „Þetta er eins og þegar fólk telur sig hafa séð Elvis.“ Blaðið hafði einnig eftir embættis- manninum að hætta væri á því að stuðningsmenn hryðjuverkamanns- ins reyndu að koma fölskum vís- bendingum á framfæri, til að villa um fyrir Bandaríkjamönnum og tor- velda leitina að bin Laden. Þúsundir pakistanskra her- manna sendar á vettvang Talið er að hundruð liðsmanna hryðjuverkasamtaka bin Ladens, al- Qaeda, og hermanna talibana hafi flúið Afganistan á undanförnum dög- um í kjölfar ófara þeirra við fjalla- virkin í Tora Bora. Tora Bora-svæðið er skammt frá landamærunum að Pakistan og víst þykir að fjöldi al-Qaeda-liða hafi tek- ist að sleppa yfir snævi þakin fjöllin á mörkum ríkjanna. Hafa yfirvöld í Pakistan sent þúsundir hermanna til landamærahéraðanna til að stemma stigu við straumi þeirra inn í landið. The New York Times hefur eftir háttsettum foringja í pakistanska hernum að landamærin séu vöktuð allan sólarhringinn og að herinn noti allt frá múlösnum til háþróaðra árás- arþyrlna til eftirlitsferða. Hermenn séu staðsettir við fjölfarna vegi, en einnig við fáfarnari vegslóða sem notaðir hafa verið af smyglurum. Sagði herforinginn að stærstur hluti liðsins hefði verið sendur á 40 km langt svæði sem næst er Tora Bora. Bandarískir embættismenn kveð- ast hafa fulla trú á samstarfsvilja pakistanskra stjórnvalda og getu þeirra til að stöðva för al-Qaeda-liða inn í landið. En Bandaríkjaher og CIA hafa einnig lagt pakistanska hernum lið, meðal annars með því að senda fjarstýrðar Predator-njósna- vélar á svæðið. Erftt að loka landamærunum algjörlega Að sögn blaðafulltrúa pakistanska sendiráðsins í Washington hefur pakistanski herinn tekið nokkra tugi flóttamanna höndum við landamær- in að Afganistan síðan sóknin að al- Qaeda-liðum hófst við Tora Bora. Hann benti þó á að erfitt væri að loka hinum 2.500 km löngu landamærum ríkjanna algjörlega, enda lægju þau meðal annars um afskekkt eyði- merkursvæði og háa fjallgarða. Þá hefur verið bent á að það sé nokkuð auðvelt fyrir afganska flótta- menn að dyljast meðal íbúa í landa- mærahéruðum Pakistans, enda eru Pastúnar, stærsti þjóðflokkur Afg- anistans, þar fjölmennir, auk þess sem íbúarnir hafi reynst tregir til að upplýsa herinn um grunsamlegar mannaferðir. Varnarmálaráðherrar Atlants- hafsbandalagsríkja létu í ljósi áhyggjur af því á fundi sínum í Brussel á þriðjudag að flótti liðs- manna al-Qaeda til Pakistans eða annarra nágrannaríkja Afganistans gæti valdið ólgu og óstöðugleika í viðkomandi löndum. Osama bin Ladens leitað í vesturhluta Pakistans AP Afganskir hermenn á heimleið frá vígstöðvunum við Tora Bora halda á lofti dreifiriti með myndum af Osama bin Laden og ráðgjafa hans, þar sem boðnar eru 25 milljónir dollara í verðlaun fyrir handtöku þeirra. ’ Þetta er eins ogþegar fólk telur sig hafa séð Elvis ‘ Tora Bora, Washington. AFP, Los Angeles Times. Talið að hundr- uð al-Qaeda-liða hafi sloppið yfir landamærin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.