Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR sem fylgjast með fjölmiðlum eru meðvitaðir um eftirfar- andi staðreynd: Íbúum á landsbyggðinni fækkar stöðugt á sama tíma og íbúum á höfuðborgar- svæðinu fjölgar. Tölur frá Hagstofu Íslands tala sínu máli. Á síðustu þremur árum voru t.d. þeir sem fluttu frá Aust- urlandi, umfram þá sem fluttu til fjórðungsins, 895 sem hlýtur að teljast mjög alvarlegt. Vandinn virðist viðvarandi og ekkert bendir til að hann sé að hverfa. Ástæðurnar fyrir fólksflutningum frá landsbyggðinni yfir á höfuðborg- arsvæðið eru fjölþættar og skoða verður marga og ólíka hluti. Fjöl- miðlar eru að mínu mati einn þeirra. Flestir, ef ekki allir, eru sammála um að fjölmiðlar hafa áhrif á notend- ur sína. Hinsvegar er stór ágreining- ur um það hversu mikil áhrifin eru og hvernig þau eru tilkomin. En þau eru til staðar. Hægt er að benda á ótal einföld dæmi um að fjölmiðlar hafi áhrif á notendur sína. Við klæðum okkur í peysu að morgni því veð- urspá kvöldið áður sýndi að það yrði kalt í veðri, borðum morgunkorn sem keypt var vegna auglýsingar í dagblaði o.s.frv. Það má ennfremur draga þá ályktun að fólk myndi sér skoðun á hlutum eftir umfjöllun í fjölmiðlum. Þar komum við aftur að búsetuþróuninni. Ef fjölmiðlar eru að fjalla á óvæginn hátt um t.d. ákveðið landsvæði hlýtur það að hafa áhrif á þá sem þangað vildu hugs- anlega flytja. Tökum tilbúið dæmi. Annars vegar er það þorpið Krummaskuð og hinsvegar Dýrðar- bær. Í fréttum er fjallað um snjó- flóðahættu, bágt atvinnuástand, slæmar samgöngur, vont veður, mik- inn fólksflótta og lélegt þjónustustig í Krummaskuði en blómstrandi mannlíf, gott veður, opnun nýrra verslana, menningarviðburði o.s.frv. í Dýrðarbæ. Á hvorum staðnum myndir þú vilja búa? Svarið liggur í augum uppi. Undanfarna mánuði hefur undir- ritaður unnið að verkefni þar sem reynt var að meta hversu jákvæð eða neikvæð umfjöllun fjölmiðla um Austurland er. Greindar voru 2.537 fréttir og greinar sem árið 2000 birt- ust í þeim fjölmiðlum sem náðu yfir allt landið. Hver einasta frétt/grein var yfirfarin og lesin, myndir í dag- blöðunum skoðaðar og í kjölfarið var fréttin/greinin metin sérstaklega í ljósi þess hvort hún fjallaði á jákvæð- an eða neikvæðan hátt um Austur- land eða gaf jákvæða eða neikvæða ímynd af svæðinu. Nú hljóta einhverjir að spyrja – hvað er jákvæð frétt og hvað er nei- kvæð frétt? Fréttir af Austurlandi á skoðunartímabilinu voru ákaflega fjölbreyttar. Undirritaður þurfti að meta hverja frétt fyrir sig og hafa til þess ákveðið viðmið. Það varð að vera almennt þannig að hægt væri að beita því á sem fjölbreyttastar frétt- ir. Því var helsta viðmið – er verið að fjalla um mannlíf, búsetuskilyrði og umhverfi á Austurlandi á jákvæðan eða neikvæðan hátt? Sem dæmi má taka fréttir um menningu en þær fréttir voru oftar en ekki jákvæðar. Af hverju? Jú, vegna þess að þar er sýnt fram á fjölbreytt mannlíf sem lýsir sér í því að á tilteknu svæði eru leiksýningar í boði, óperur settar upp, myndlistarsýningar á veggjum o.s.frv. Þar sem fjallað er um fyrir- tæki á Austurlandi á jákvæðan hátt, þar sem fjallað er jákvætt um at- vinnumál, t.d. með umfjöllun um lítið atvinnuleysi o.s.frv. En hvaða fréttir eru þá neikvæðar? Jú, þegar fjallað er um slæmt atvinnuástand, þar sem sagt er frá slæmri stöðu fyrirtækja/ fyrirtækis, þar sem fjallað er um fólksfækkun – þetta eru t.d. nei- kvæðar fréttir. Þá að niðurstöðunum: Aðeins 38% allra frétta um Austurland árið 2000 voru flokk- aðar sem jákvæðar, þ.e. að þær hafi gefið jákvæða mynd af Austurlandi og því fólki sem þar býr. Í samanburðargrein- ingu sem gerð var á öllum fréttum, af öllu landinu í Morgun- blaðinu í eina viku kom í ljós að 51% allra innlendra frétta voru flokkaðar sem jákvæð- ar. Hafa ber í huga að líklega er hægt að yf- irfæra niðurstöður um Austurland yfir á alla landsbyggðina og í framhaldi fullyrða að það hækki ennþá meira hlutfall jákvæðra frétta af höfuðborgarsvæðinu. En hvað segir þetta okkur? Jú, ef einstakling- ur er að huga að því að flytja búferl- um og fylgist með fjölmiðlum getur verið að hann sé að einhverju leyti smitaður af þessu. Vegna umfjöllun- ar fjölmiðla hefur hann ákveðna for- dóma út í landsbyggðina, meðvitaða eða ómeðvitaða, sem þýðir að hann flytur síður þangað en annars væri. Þetta eru niðurstöður sem vert er að gefa gaum því þetta segir okkur að ef fjölmiðlar hafa áhrif á búsetuþróun ýta þeir undir það vandamál sem blasir við okkur í dag – fólksflutn- inga frá landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins. Ef þetta er staðreynd er víst að bregðast þarf við vandanum. Þá hljóta menn að spyrja – hvað er til ráða? Við því er ekkert einfalt svar en eitt af því sem rannsakað var sér- staklega var hvort „heimamaður“ eða „aðkomumaður“ vann fréttir. Með heimamanni er átti við einstak- ling sem bjó á Austurlandi á þeim tíma sem frétt var unnin. Í ljós kom að „heimamenn“ voru mun jákvæð- ari í umfjöllun sinni en „aðkomu- menn“. Þessi niðurstaða er sérstak- lega athyglisverð í ljósi þess að á Austurlandi hefur fjölmiðlun átt undir högg að sækja. Hægt er að benda á „fráfall“ héraðsfréttablað- anna Austra og Austurlands, Stöð 2 hefur dregið verulega úr þjónustu við svæðið og nú hefur svæðisútvarpi Austurlands verið gert að minnka út- sendingartíma sinn og þannig dregið úr starfsemi þess miðils. Það hlýtur að vekja ugg í brjósti þeirra sem áhyggjur hafa af ofangreindri þróun. Tryggja þarf öflugt starf fjölmiðla úti á landi til að sporna gegn ofan- greindum áhrifum. Að lokum er rétt að benda á að ef fjölmiðlar fjalla ekkert um lands- byggðina væri það ekkert síður nei- kvætt en hitt. Vandinn er því að mynda ákveðið jafnvægi með því að koma því jákvæða sem er að gerast á landsbyggðinni að í fjölmiðlum. Það er ekki við fjölmiðlana að sakast heldur okkur sem búum úti á landi – við þurfum að vera vakandi fyrir því að koma okkur og okkar málum á framfæri. Verkefnið var unnið í samvinnu við eftirfarandi aðila: Byggðastofnun, Nýsköpunarsjóð námsmanna, IMG, Þróunarstofu Austurlands og fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands. Aðalbjörn Sigurðsson Byggðaþróun Vegna umfjöllunar fjölmiðla hefur fólk ákveðna fordóma út í landsbyggðina, segir Aðalbjörn Sigurðsson, sem þýðir að það flytur síður þangað en annars væri. Höfundur er félagsfræðingur. Fæla fjölmiðlar fólk af landsbyggðinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.