Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 47
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 47 Glæsilegt úrval af peysum og bolum frá til jólagjafa Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun HERRASKÓR 25% afsláttur af Margar tegundir Teg: AMS71409 Stærðir: 41-46 Litur: Svartir Verð áður 7.995 Verð nú 5.995 Teg: AMS59307 Stærðir: 41-46 Litur: Svartir Verð áður 7.995 Verð nú 5.995 KRINGLAN - SMÁRINN FYRIR réttum tveimur árum kom út fyrsta bindið af þessari miklu byggðasögu. Það náði yfir tvo nyrstu hreppa Skagafjarðar að vestan, Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp. Mikið lof hlaut það rit bæði af ritdómurum og manna á meðal. Ég hef talað við marga heimamenn síðan ritið kom út og hafa þeir verið á einu máli um að telja það einstaklega gott og vand- að. Nú aðeins tveimur árum síðar kemur út annað bindi þessa rit- verks, um hálfu öðru hundraði blaðsíðna lengra en hið fyrra. Er haldið áfram vestan megin fjarðar og farið suður að mörkum Lýtings- staðahrepps, skammt sunnan Varmahlíðar. Hrepparnir eru tveir, sem fjallað er um, Staðarhreppur og Seyluhreppur. Á þessu svæði eru 106 býli, sem setin eru. Byggðasaga þessi er óvenjulega víðtæk og að ég hygg einstök hvað það varðar. Þar er að finna ítarlega sveitarlýsingu og er þá meðtalið allt fjalllendi og afréttarlönd. Jarðalýsing er mjög umfangsmikil. Gerð er grein fyrir stærð jarðar og áhöfn, saga hverrar jarðar er rakin eins langt aftur og auðið verður bæði hvað varðar dýrleika, eign- arhald og ábúð. Þá eru talin sel, hjáleigur og stekkir, hlunnindi og ítök, svo og ábúendatal frá því á síðustu áratugum 18. aldar. Skrá er og yfir ábúendur eftir manntölum (1703, 1713, 1735, 1753, 1762). Þá er og margvíslegur fróðleikur annar um hreppinn í heild sinni. Mikið er af innfelldum textum, bæði stórfróðlegu efni, svo og margs konar skemmtiefni. Í bókinni eru á sjöunda hundrað myndir, t.a.m. af núverandi ábú- endum, jörðum og landslagi. Marg- ar eru myndirnar af afskekktum og fáförnum stöðum og því einkar for- vitnilegar. Þá eru hér margar töfl- ur, teikningar, myndir af málverk- um og prýðisgóð kort af báðum hreppunum. Þess er nú að geta, að þeir fjórir hreppar, sem bindin tvö ná yfir, eru ekki lengur til sem stjórnsýslueiningar, þar sem þeir hafa gengið inn í Sveitarfé- lagið Skagafjörð ásamt fleiri hreppum. Engu að síður eru hreppa- heitin áreiðanlega svo föst í hugum manna, að þau munu haldast lengi eins og raunar heiti byggðarlaganna (Sæmundarhlíð, Víkur- torfa, Langholt, Vallhólmur, o.fl.). Það er því vissulega rétt ákvörðun að fylgja gömlu hreppaskiptingunni í þessari frásögn. Engum, sem les þetta mikla rit, getur blandast hugur um hvílík óhemju vinna liggur að baki því. Ekki er aðeins að hver og ein jörð, sem nú er setin hafi verið skoðuð vandlega, sumar mörgum sinnum, heldur einnig allar hjáleigur og húsmannsbýli, fornbýli og hvaðeina þar sem einhverjar mannvistarleif- ar var að finna eða sögulegir at- burðir höfðu gerst. Í mörgum til- vikum voru einungis ógreinilegar rústir, staðir sem leita varð uppi eftir gömlum heimildum, en gleymdir núlifandi mönnum. Furðu margt hefur við þetta komið í leit- irnar, sem enga heimamenn grun- aði að til væri. Alls staðar þar sem þörf var á var staðsetning skráð með GPS-mælingum og rústir mældar og lýst eins vel og unnt var. Sérstaka aðdáun vekur hin ná- kvæma yfirferð yfir fjalllendi, t.a.m. í Staðarfjöllum. Þó að áður hafi verið skrifað um afrétt þessa, t.a.m. í Göngum og réttum og í rit- gerðum um Víðidal í Staðarfjöllum, er þessi frásögn sú langbesta að mínu viti. Einkum munu GPS- skráningarnar koma mörgum að haldi. Þar eru öll fornbýli, sem vit- að er um, tilgreind og staðsett, svo og sel og beitarhús. Sumar sögufrægar jarðir og höf- uðból fá sérstaklega ítarlega um- fjöllun. Þar sker Reynistaður – Staður í Reyninesi – sig úr, sem vonlegt er. Saga staðarins er rakin eins langt og heimildir ná til, eða til elleftu aldar. Saminn hefur verið annáll frá þeim tíma til nútímans. Gerð er grein fyrir hjáleigum, fornbýlum og seljum. Kafli er um Reyni- staðarklaustur og skrá yfir jarðeignir klaustursins, alls 85 jarðir. Abbadísir eru taldar, níu alls, og er stutt umsögn um hverja þeirra. Þá er og skrá yfir alla um- boðsmenn Klausturs- ins, en þeir urðu þrjá- tíu og er smáklausa um hvern þeirra. Um Glaumbæ og Víðimýri er einnig langt og fróðlegt mál. Það hlýtur að teljast mikið afrek að hafa komið þesari miklu bók á prent aðeins tveimur árum á eftir þeirri, sem á undan fór. Einkum þegar ekki er að sjá sem fjölmennt starfslið hafi unnið að. Ritstjórinn og aðalhöfundurinn mun t.a.m. sjálfur hafa farið allar skoðunar- ferðir, tekið nær allar nýjar mynd- ir, kannað gamlar heimildir, samið mikið af textanum og lesið próf- arkir. Virðist manni sem þeir er að útgáfunni standa ættu að huga að því að létta undir með honum með meiri aðstoð. Því að mikið vantar á, að öll Byggðasaga Skagafjarðar sé út komin. Þetta er aðeins byrjunin. Mér skilst að gert sé ráð fyrir að sagan verði alls sjö til átta bindi. Eins og fyrra bindið er þetta bindi glæsilega út gefið. Það er í stóru broti og prentað á góðan pappír og í fallegu bandi. Ekki rakst ég á margar prentvillur, en sjálfsagt eru þær einhverjar í svo stórri bók. Leitt er að prentun margra litmyndanna hefur mistek- ist. Veit ég þó að þar á myndasmið- urinn ekki sök á, því að ég hef séð margar myndanna áður en þær fóru í prentun og veit að á þeim var önnur og betri áferð. Ekki trúi ég öðru en þeir sem í Skagafirði búa – og raunar miklu fleiri – fagni útkomu þessa merka rits og telji sig mun fróðari eftir lesturinn. Það hefur einnig þann mikla kost, sem ekki er alltaf ein- kenni byggðarita, að það er skemmtilegt aflestrar. BÆKUR Skagfirsk fræði II. bindi. Staðarhreppur-Seyluhreppur. Ritstjóri og aðalhöfundur: Hjalti Pálsson frá Hofi. Aðrir höfundar efnis: Egill Bjarnason og Halldór Ármann Sigurðsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, 2001, 504 bls. BYGGÐASAGA SKAGAFJARÐAR Stórvirki í byggðasögu Hjalti Pálsson Sigurjón Björnsson Mér finnst gott að hafa verið til er önnur ljóðabók Kristjáns Árna- sonar. Í bókinni eru 112 ljóð og stökur. Kristján er fæddur 14. mars 1929 að Skarði í Lundarreykjadal. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, Árna Kristjánssyni og Elínu Kristjánsdóttur á Stálpa- stöðum í Skorradal. Þegar hann var 17 ára flutti fjölskyldan að Kistufelli í Lundarreykjadal. Þar átti Kristján heima til ársins 1975. Þaðan flutti hann til Skagafjarðar og hefur átt heima á Skálá í Sléttuhlíð síðan. Hann sinnti bæði búskap og smíðum á Kistufelli en eingöngu smíðum eftir að hann flutti norður. Kristján hefur frá barnæsku fengist við að yrkja. Fyrri bók Kristjáns heitir Fjöllin sál og ásýnd eiga og kom út árið 1994. Höfundur gefur út. Ljóð                                 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.