Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EFNISSKRÁIN sem hér var flutt ein- kenndist af vali laga af tryggum vinsældalista söngvina. Yngsti lagahöfundurinn, Björgvin Þ. Valdimarsson, samdi dúettinn Hamingja sem fyrst var á efnisskránni, lagið hljómar vel en gamalkunnuglega. Strax í upphafi var ljóst að raddir Öldu og Hlöðvers eru gullfallegar, hljómuðu vel saman og var beitt af mikilli smekkvísi. Alda er orðin sviðsvanari og náði að sýna meiri breidd og frjálsræði í túlkun en Hlöðver. Hlöðver kemur mjög vel fyrir og syngur áreynslulaust og af miklu tónnæmi og tandurhreint. Röddin er lýrísk og hæðin auð- veld. Hann hefur greinilega hlotið góða radd- skólun og var það einkar ánægjulegt að söng- kennarinn hans á Siglufirði, sem bjó hann undir 8. stig þar vorið 2000, var einmitt píanó- leikarinn á tónleikunum. Nú stundar Hlöðver framhaldsnám við Guildhall School of Music í London. Una furtiva lagrima úr Ástardrykkn- um eftir Donizetti söng Hlöðver fallega, en skorti meiri reynslu til að skila dýpt angur- værðarinnar þannig að strengir í brjósti áheyrenda næðu að titra fullkomlega með, ef til vill var túlkun Gigli eitthvað að trufla mig. Lag Sigvalda Kaldalóns, Við sundið, túlkaði Hlöðver mjög vel með skýrri framsögn ljóðs- ins. Alda hefur margt sem úrvalssöngvara prýðir. Ljómandi rödd, sem hún beitir af kunn- áttu, en hófstillingu, og hrífandi sviðsfram- komu. Hún náði glæsilegu flugi í söng Adele á því ofurvinsæla lagi Strauss úr Leðurblökunni, Mein Herr Marquis. Eins og áður greindi féllu raddir þeirra Öldu og Hlöðvers mjög vel saman og fannst mér dú- ett Norinu og Ernesto, Næturljóð, úr Don Pasquale hrífandi vel fluttur af miklu næmi, hlýju og innsæi. Mér finnst tónleikaefnisskrár margra söngvara og reyndar hljóðfæraleikara einnig alltof oft bera merki stöðnunar í lagavali. Ein- hvers konar tilhneiging til að mæta ímynd- uðum smekk áheyrenda eða til að láta þá fá tækifæri til samanburðar á flutningi þeirra og annarra. Eins konar keppnisviðmiðun úr heimi íþrótta sem gengur út á hver geti stokkið hæst. Mjög frægir tónlistarmenn hafa sagt að þeir hafi áhuga á nýjum tónsmíðum, en hafi ekki efni á því að flytja þær. Mér finnst bæði að áheyrendur og flytjendur fari á mis við eft- irvæntingu landvinningamannsins og það að láta koma sér á óvart, þegar alltaf er fylgt sama veginum í verkefnavali og aldrei brugðið af leið. Munum það að öll að þessi gamalgrónu tónverk voru eitt sinn fersk og ný í eyrum áheyrenda sem voru tilbúnir að hrífast af þeim eða hafna þeim. Þessi ádrepa er ekki borin fram sem ósk tónskálds, heldur miklu fremur sjónarmið tónlistaraðdáanda sem vill taka þátt í eftirvæntingu, eins og þegar fólk beið í ofvæni eftir nýjum lögum frá Kaldalóns forðum. Ekki get ég látið hjá líða að ræða um tón- leikaaðstöðuna. Í Glerárkirkju er ljómandi hljómburður fyrir söng, en ekki jafn góður fyr- ir píanó. Síðan bætist svo við að flygillinn þar er í ónothæfu ástandi fyrir tónleika og í raun og veru til vansa fyrir bæjarfélagið að geta ekki boðið upp á betri skilyrði. Það er beinlínis skammarlegt að ekki skuli þegar vera kominn upp góður tónleikasalur á Akureyri og óþreyja okkar tónlistaráhugafólks með vanefndir stórra orða um að byggt verði Menningarhús í höfuðstað Norðurlands er að breytast í vantrú á loforð pólitíkusa. Nú er stutt í áramótaheitin er það ekki? Menningarhús áramótaheit? TÓNLIST Glerárkirkja, Akureyri Alda Ingibergsdóttir, sópran, og Hlöðver Sigurðs- son, tenór. Píanóleikari var Antonia Hevesi. Á efn- isskránni voru dúettar og aríur eftir: Adam, Andrew Lloyd-Webber, Björgvin Þ. Valdimarsson, Donizetti, Franz Lehár, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns og Verdi. Mánudaginn 17. desember kl. 20.30. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson SENDIHERRA Íslands íParís, Sigríður Snævarr,stóð fyrir Njáluþingi íhúsakynnum sendiráðsins laugardaginn 15. desember. Frummælendur voru Pétur Gunnarsson rithöfundur sem nefndi erindi sitt: Þjóð í leit að höfundi; Jón Böðvarsson, cand. mag. sem fjallaði um Njálu í hugum Íslend- inga og prófessor Régis Boyer, sem nýlega fór á eftirlaun eftir að hafa verið prófessor við Sorbonne í þrjá- tíu ár, en hann hefur meðal annars þýtt Njálu á frönsku. Þýðingu hans er bæði að finna í sérstakri útgáfu og einnig í safnriti Íslendingasagna í franskri þýðingu í útgáfunni Pleiade. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, mælti á frönsku og rakti í erindi sínu mörg einkenni Njálu með skír- skotun til franskra bókmennta og til þeirrar staðreyndar að Njála hefði væntanlega verið skrifuð í klaustri. Setti hann verkið í samhengi við áhrif kirkjunnar á þessum tíma og tíðarandann og tók upp nokkra ógleymanlega atburði sem sagan skýrir frá. Kjarni erindis hans fólst í því að draga fram það andrúmsloft og tíðaranda sem höfundur Njálu lifði og hrærðist í. Jón Böðvarsson rakti stöðu Ís- lendingasagna á Íslandi frá upphafi og það hversu mjög Njála hefði hvatt Íslendinga áfram í lífsbarátt- unni og þeim öldum þegar fólks- fækkun var og lífskjör erfið. Hann fjallaði um stöðu sagnanna og Njálu í hugum Íslendinga í dag, og fjallaði sérstaklega um þann mikla áhuga sem Íslendingar hefðu sýnt nám- skeiðum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands um Njálu. Jón Böðvarsson mælti á íslensku og þýddi Steinunn Filippusdóttir Le Breton, háskólakennari í Caen og ræðismaður Íslands, mál hans jafn- óðum á frönsku. Málþinginu lauk með fyrirlestri prófessors Régis Boyer um Njálu sem dæmi um klassískar bók- menntir og tengdi hann gullald- arbókmenntir Íslendinga við fræg- ustu skáld Frakka, meðal annarra Corneille, Balzac og Racine. Njáluþingið var annað málþingið um fornbókmenntir sem sendiráðið stendur að, hið fyrsta fjallaði um Heimskringlu og var haldið árið 2000, en það ár kom frönsk þýðing fyrri hluta Heimskringlu út í þýð- ingu prófessors Francois Xavier Dillmann. Frakkar sérlega áhugasamir um Njálu Sigríður Snævarr sendiherra seg- ir að Njáluþingið hafi heppnast al- veg ótrúlega vel. „Það voru um 135 manns sem komu á þingið, og þar af voru um 85% Frakkar. Ég veit ekki hvernig við fórum að því að koma öllu þessu fólki inn í húsið. Við höfð- um látið fólk skrá sig og vorum með biðlista, en þurftum svo að draga úr því að sumir mættu, vegna þess að í ljós kom að margir komu án þess að hafa skráð sig á þingið, og það var ekki hægt að reka það fólk út í kuld- ann. Það var sérstaklega gaman hvað áhugi Frakka á málþinginu var mikill. Vararektor Montpellier há- skóla kom alla leið hingað; – hún kom vegna þess að Torfi Tulinius hafði verið suðurfrá hjá þeim og sagt frá þessu makalausa sendiráði sem héldi úti miðaldabókmennta- þingum í desember ár hvert. Hingað kom líka fólk frá Bordeaux, Cannes og Caen; fólk sem kom til Parísar á eigin kostnað og eyddi helginni hér til þess að geta verið með okkur.“ Að sögn Sigríðar Snævarr var mikill áhugi meðal sendiherra erlendra ríkja gagnvart Frakklandi, t.d. sendiherra Íra og Lúxemborg, að fá vitneskju um hugmyndina að mál- þinginu og framkvæmd hennar. Hún sagði að það væri mjög erfitt að fá Frakka til að mæta á almenn- ar menningarkynningar erlendra ríkja í Frakklandi, það sæist best hjá menningarmiðstöðvum Norður- landanna, en þar væru oft sorglega fáir mættir til að skoða dýrar og frábærar sýningar eða aðrar kynn- ingar. Sigríður telur nauðsynlegt að finna afmarkað efni og leita leiða til að finna þá sem áhuga hafa á því. Meðal þeirra sem sóttu Njálu- þingið, má nefna tvo fyrrverandi sendiherra Frakka á Íslandi, þá Jacques Mer sem er formaður Ís- landsvinafélagsins og Robert Cantoni og frú Beatrice, þrjá ræð- ismenn Íslands í Dieppe, Caen og Bordeaux; alla íslenska sendikenn- ara í Frakklandi, Steinunni Le Breton, Sæmund Halldórsson og Áslaugu Marínósdóttur ásamt Ein- ari Má Jónssyni, starfsmenn nor- ræna bókasafnsins í París, bók- menntakennara við virtan mennta- skóla sem kom ásamt ungum syni sínum sem var að hefja nám í nor- rænum bókmenntum, nokkra blaða- menn, diplómata, ljóðskáld, fransk- an lagaprófessor, hinn kunna fræðimann Jenny Jochens og James Baldwin prófessor við Johns Hopk- insháskóla. „Það var einnig gaman að Guðbergur Bergsson rithöfundur sótti málþingið, en hann dvelur nú eins og raunar Pétur Gunnarsson rithöfundur í París í nokkra mánuði. Steinunn Sigurðardóttir rithöf- undur sem einnig hefur dvalið hér, var því miður fjarverandi, en hún var á Íslandi að kynna nýjustu bók sína.“ Á aðalfundi Íslandsvinafélagsins, sem haldinn var fyrir málþingið, var Vigdís Finnbogadóttir skipuð heið- ursforseti félagsins Association Is- lande-France, eða Íslandsvinafélag- ins. Þakkaði hún þennan heiður í upphafi þings og fjallaði um mik- ilvægi Íslandsvinafélagsins fyrir samskipti vinaþjóðanna, Íslands og Frakklands. Í lok Njáluþingsins las Vigdís upp úr Njálu á íslensku en dreift hafði verið franskri þýðingu á sama kafla, Brennukaflanum, til allra þátttakenda. Með þessum hætti var Njáluhöfundi gefið síðasta orðið. Þingið er að sögn Sigríðar Snæv- arr orðið fastur liður í starfsemi Ís- landsvinafélagsins, en sendiherrann veitir félögum þess leyfi til að halda aðalfund sinn fyrir málþingin og var frú Vigdís heiðruð á þeim fundi. Meðal þeirra Íslendinga sem bú- settir eru í Frakklandi voru aðallega mættir þeir sem starfa í menning- argeiranum og námsmenn í fram- haldsnámi sem brennandi áhuga hafa á málefninu og komu sumir langt að. Þá komu nokkrir Íslend- ingar sem búsettir hafa verið hér áratugum saman og vildu kynna börnum sínum hálffrönskum menn- ingararf sinn. Sérstaklega athygl- isvert var að Norðmenn eða menn af norsku bergi brotnir voru fjöl- mennir á Heimskringluþingi, en annar hópur var nú mættur og má reikna með að sendiráðið hafi náð til yfir 200 einstaklinga með þessum tveim þingum. Sigríður segir að kynningin nái langt út fyrir raðir þeirra sem mæta, því sjálft boðs- bréfið sé til merkis um starfsemi sendiráðsins sem mörgum finnst mjög gaman að fylgjast með. Hún segir það engum vafa undirorpið að margir þeir sem þarna voru mættir, hafi farið beint í bókaverslun að eignast Íslendingasögurnar í Pleiade útgáfunni, því fyrirlestr- arnir voru þannig að þeir vöktu for- vitni manna. Hún sagði það mikils virði að boðsbréfið var orðað þann- ig, að menn vissu út í hvað þeir voru að fara, að þarna var ekki um lokað fræðimannaþing að ræða, heldur fyrirlestra aðgengilega fyrir þá sem ekki höfðu lesið Íslendingasögurnar. Með boðsbréfi var dreift söguþræði Njálu í franskri þýðingu Ásdísar Ólafsdóttir, en stuðst var við sögu- þráðinn eins og hann er settur fram í Bókmenntasögu II. Þá var frönsku þýðingunni af brennukaflanum dreift til þátttakenda, eins og áður segir. Mikilvægt að geta haldið þessu menningarstarfi áfram Sigríður segir mikilvægt að sendi- ráðinu verði fært að halda þessari starfsemi áfram, þannig að hér verði um árlegan atburð að ræða. Sumir lögðu til að á næsta ári yrði haldið málþing um Halldór Laxness, þegar 100 ár verða liðin frá fæðingu hans, aðrir vildu fá Völuspá og enn aðrir Egils sögu eða goðafræðina. Hún sagði einnig að full ástæða væri til að kynna íslenskar sam- tímabókmenntir, því einir tíu nú- tímarithöfundar hefðu fengið bækur sínar þýddar á frönsku, nú síðast Þórarinn Eldjárn. „Ég er ákaflega ánægð með hvernig til tókst. Mig langaði til þess að áherslan á þinginu yrði um Njálu í dag og ég held að það hafi tekist vel. Í mínu ávarpi sagði ég frá móður minni sem hélt það þegar hún var sex ára gömul að Njáll væri maður í göt- unni, því það var svo mikið um hann talað. Ég sagði líka frá því að hvert einasta nafn úr Njálssögu væri enn lifandi í símaskránni í dag án und- antekninga. Ég kannaði þetta fyrst 1983, og þá var Gunnarsnafnið miklu algengara en Njáll, en stein- inn tekur nú úr með Bergþóru og Hallgerði. 1983 voru aðeins þrjár Hallgerðar en þrjátíu og níu Berg- þórur, í dag eru þetta sextán Hall- gerðar og níutíu og sex Bergþórur, þannig að þetta segir okkur ým- islegt um söguna. Þannig vildi ég sýna Frökkunum að við viljum geta tekið þessa sögu út úr hópi fræði- manna og haft hana áfram að þeirri alþýðuskemmtun sem hún hefur alltaf verið.“ Vel sótt Njáluþing í sendiráðinu í París Áhugi Frakka mikill Fyrirlesarar á Njáluþingi ásamt sendiherra Íslands. Jón Böðvarsson, Sigríður Snævarr, Régis Boyer og Pétur Gunnarsson. Séð yfir þéttsetinn salinn á Njáluþingi í París. Fremst sitja fyrrverandi sendiherrar Frakka á Íslandi, Jacques Mer og Robert Cantoni, ásamt Beatrice, konu sinni, og við hlið hennar situr Vigdís Finnbogadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.